Tíminn - 16.02.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.02.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. febrúar 1989 Tíminn 5 Bílastyrkir starfsmanna Landspítalans vegna 2.000.000 km aksturs - eða sem svarar helmingi aksturs allra Strætisvagna Reykjavíkur með 8-9 milljón farþega: Fá níunda hluta allra bílastyrkja ríkisins Ríkissjóður greiddi rúmar 26 milljónir króna vegna notkunar starfsmannabfla (einkabfla) á Ríkisspítulunum (Landspítalinn og stofnanir hans) árið 1987. Þetta var t.d. svipuð upphæð og rekstrarkostnaður á öllum bflaflota Lögreglunnar í Reykjavík sama ár. f heild borgaði ríkissjóður rúm- lega 230 milljónir króna vegna bíla starfsmanna (m.a. bílastyrkir) allra ráðuneyta, ríkisstofnana og ríkis- fyrirtækja, hvar af starfsmenn Ríkisspítalanna hafa því fengið rúmlega 9. hlutann. 2 milljónir kílómetra Greiðsla til starfsmanna fyrir akstur eigin bíla (á malbiki) var að meðaltali um 13,50 kr. á kílómetra árið 1987. Fyrir 26 milljónir ættu starfsmenn því að hafa ekið hátt í 2 milljónir kílómetra í þágu Ríkis- spítalanna. Sú vegalengd svarar t.d. til nær um 3 ferða til tunglsins, fram og til baka - eða nær helmings af samanlögðum akstri Strætis- vagna Reykjavíkur á heilu ári með 8-9 milljónir farþega. Sýslumenn, fógetar og prestar Þess má t.d. geta að þessar greiðslur til starfsmanna Ríkisspít- alanna einna, vegna þeirra eigin bíla, voru álíka upphæð og sam- svarandi greiðslur vegna allra stofnana og embætta sem heyra undir dóms- og kirkjumálaráðu- neytið. Þar nteð talin embætti hátt í 30 fógeta, lögreglustjóra og sýslu- manna, allir dómstólar landsins, öll fangelsi, Landhelgisgæsla, Al- mannavarnir, Bifreiðaeftirlitið, Umferðarráð, biskupsembætti ásamt öllum prestum og próföst- um. Aðeins 3 af nær 20 sjúkrahúsum skiluðu ársreikningi Að bílakostnaður Ríkisspítal- anna skuli vera talinn hér sérstak- lega skýrist af því að af nær 20 sjúkrahúsum á fjárlögum voru það aðeins Sjúkrahúsið á Patreksfirði og Héraðshælið á Blönduósi ásamt Ríkisspítulunum, sem sendu Fjár- laga- og hagsýslustofnun ársreikn- inga sína fyrir árið 1987, að því er fram kemur í fylgiriti með ríkis- reikningi þessa árs. Samsvarandi kostaður á Borgarspítala, Landa- kotsspítala og öllum öðrum sjúkra- húsum landsins kemur því ekki fram í ríkisreikningi. Ekki bara á einkabílum Áðurnefndar 26 milljónir eiga aðeins við um greiðslur vegna nota á einkabílum starfsmanna. í heild borgaði ríkissjóður svipaða upp- hæð vegna bílakostnaðar hjá Ríkisspítulunum, um 40 milljónir króna, eins og allan bílakostnað hjá Lögreglunni í Reykjavík og Rannsóknarlögreglu ríkisins samanlagt. Utanferðir Landspítala- lækna álíka og utanríkis- ráðuneytisins... Starfsmenn Ríkisspítalanna ferðast heldur ekki bara í bílum. Annar ferðakostnaður var tæplega 39 milljónir króna, hvar af rúmlega 33 milljónir voru vegna utanlands- ferða, sem fyrst og fremst munu vera á vegum (um 200) lækna spítalans. Mætti líklega líta lækna sem einskonar auka-ambassadora, því erlendur ferðakostnaður að- eins lækna Ríkisspítalanna er t.d. mjög áþekkur og allur erlendur ferðakostnaður sem skráður er hjá utanríkisráðuneytinu. Erlendur ferðakostnaður annarra sjúkra- húsa kemur ekki fram af áður- greindum ástæðum, nema hvað hann hefur þó verið um 800 þús. hjá sjúkrahúsunum á Patreksfirði og Blönduósi. ... tvöfalt meiri en Háskólans... í yfirlitinu er einnig að finna erlendan ferðakostnað vegna endurmenntunar kennara, sam- kvæmt kjarasamningum. Sýnist at- hyglisvert að starfsliði Ríkisspítal- anna einna skuli hafa verið greidd álíka upphæð vegna utanlands- ferða og starfsmönnum allra menntastofnana þjóðarinnar samanlagt, að sjálfu menntamála- ráðuneytinu meðtöldu. Þannigeru t.d. utanlandsferðir Ríkisspítal- anna rúmlega tvöfalt dýrari en erlendur ferðakostnaður á vegum Háskóla fslands. ...og 11 sinnum hærri en Forsetaembættisins Svo annað dæmi sé tekið er erlendur ferðakostnaður Landspít- alalækna meira en tvöfalt hærri en samsvarandi kostnaður á vegum Alþingis (sem mörgurp hefur víst þótt nóg um) og 11 sinnum hærri en erlendur ferðakostnaður á veg- um embættis forseta íslands. Samtals hefur ríkissjóður þurft að greiða 77 milljónir króna vegna ferðakostnaðar, bílastyrkja og annars bílakostnaðar starfsmanna Ríkisspítalanna einna (sem eru rúmlega 2.000 talsins) þetta eina ár - sem t.d. svarar til þriðjungs alls rekstrarkostnaðar Strætisvagna Reykjavíkur sama ár. Þessi upp- hæð svarar til um 105 milljóna króna á núverandi verðlagi. Ekki er ólíklegt að sú tala væri tvöfalt hærri eða meira ef allir spítalar væru meðtaldir. -HEI Þjóðhagsstofnun spáir allt að 9,5 milljarða krónu halla á viðskiptum við útlönd á þessu ári: Samdrætti spáð í landsframleiðslu Siglingarleiðir við Djúp opnast Hafísinn við Horn og Straumnes á Vestfjörðum fer nú hopandi og er búist við austanátt í dag og næstu daga, að sögn Þórs Jakobs- sonar hjá Veðurstofunni. Því er reiknað með að allar siglingarleiðir við ísland verði færar næstu daga. Samkvæmt ískönnunarflugi Land- helgisgæslunnar í gær, var þó enn landföst ísspöng við Barða, en hann gengur út milli Önundar- fjarðar og Dýrafjarðar. Á þessu svæði frá Barða og norður fyrir Horn var einnig að sjá þéttan ís á öllum víkum sem náði mest um tvær sjómílur frá landi við Straum- nes. Að sögn Steinars Ketilssonar, skipherra, ber að gæta fyllstu gætni við siglingar á þessu svæði, en þó einkum í slæmu skyggni og nátt- myrkri. Á Isafjarðardjúpi var um hálfrar til einnar sjómílu breið ísspöng frá Rit í norðri að vestanverðri Bol- ungarvík í suðri og því má segjá að í gær hafi Djúpið verið girt af. Þvf er það að ekki verður meira sagt en að siglingarleiðin frá Rit að Horni sé greiðfær. Enginn ís var á siglingarleiðum á Húnaflða, en utan við flóann vestanvert var komið að stökum molum á víð og dreif og náðu þeir að ísbrúninni sem komið var að á stað sem telst vera 42 sjómílur réttvísandi NNV frá Horni. Þaðan lá ísbrúnin í gegnum staði sem eru 37 sjómílur N frá Kögri, 30 sjómíl- ur NV frá Straumnesi og 30 sjómíl- ur NV frá Barða. Þaðan lá brúnin til suðvesturs. Er það betur sýnt á meðfylgjandi korti sem unnið var af Landhelgisgæslunni um borð í flugvélinni TF-SYN. Könnunin . náði aðeins til svæðis utan Vest- fjarða og Húnaflóa og því eru ekki til staðfestar skýrslur um nálægð hafíss austar fyrir Norðurlandi. KB Þjóðhagsstofnun hefur sent frá sér fréttir um horfur þessa árs og er því spáð að heildar botnfiskafli drag- ist saman um 7% á árinu 1989 og raunverðmæti heildaraflans minnki um 5,5%. í heild megi gera ráð fyrir meiri útflutningsframleiðslu en í fyrra þótt segja megi að vegna birgðasöfnunar dragist heildarvöru- útflutningur saman um 2,5% á árinu. Spáð er einhverjum samdrætti hag- vaxtar í iðnríkjum OECD en áfram- haldandi góðæri, en í því felst að almennt efnahagsástand í helstu við- skiptalöndum íslendinga verðurgott á þessu ári. í fyrsta sinn í tuttugu ár er talið að samdráttur verði í lands- framleiðslu annað árið í röð, nú um 3% en í fyrra varð samdrátturinn liðlega 4%. Atvinnuástand á íslandi er talið verða tvísýnt á þessu ári. Felst það einkum í lægra hlutfalli lausra starfa miðað við heildar vinnuafl í landinu. Kemur það til af nokkurri fækkun starfa í flestum atvinnugreinum og þeim viðhorfum þeirra sem stýra fyrirtækjunum að fækka þurfi starfs- mönnum frekar en fjölga. Byggist þessi spá á könnunum sem Þjóðhags- stofnun hefur gert á atvinnuástandi. Þegar tekið er tillit til árstíðarleið- réttingar er atvinnuleysi í landinu um 1% af vinnuafli í janúar, en könnun þessi er talin frekar veik þar sem ekki hefur slík könnun áður verið gerð í janúar. Samt er leiðrétt tala atvinnulausra talin vera hærra hlutfall vinnuafls en allt frá árinu 1984. Gert er ráð fyrir að þjóðarútgjöld í heild dragist saman um 3,5% í ár og einkaneysla verði um 4% minni að meðaltali en 1988, enda er gert ráð fyrir kaupmáttarrýrnun frá síð- asta ári. Það sem talið er að standi í stað er samneysluútgjöld hins opin- bera. Fjárfestingarhorfur eru taldar lakari en í fyrra og er talað um að fjárfesting í heild dragist saman um 4%. Samanlögð neysla og fjárfesting er því talin verða um 3,5% minni en í fyrra. Miðað við rýrnandi kaupmátt og samdrátt í innlendri eftirspurn, er gert ráð fyrir að vöruinnflutningur dragist saman um 6% á þessu ári. Þegar litið er til þess að vöruútflutn- ingur dragist saman um 2,5%, er reiknað með allt að eins milljarðs króna afgangi í vöruskiptajöfnuði á árinu. Þjónustujöfnuður, að frátöld- um vöxtum, er talinn verða með um eins milljarða króna afgangi, borið saman við eins milljarða króna halla í fyrra. Vaxtajöfnuður verður hins vegar neikvæður um rúmlega ellefu milljarða króna að sögn Þjóðhags- stofnunar. Að öllu þessu saman- Iögðu er því spáð að halli á viðskipt- um við útlönd verði um 3% miðað við landsframleiðslu á þessu ári, en það svarar til 9,5 milljarða króna halla og er það nokkru minni halli en í fyrra (um 4% af landsfram- leiðslu). Gangi þessar spár eftir verður þetta annað árið í röð sem lands- framleiðslan dregst saman og hefur það ekki gerst í tuttugu ár. Telur Þjóðhagsstofnun að þessum breyt- ingum hljóti að fylgja minni eftir- spurn eftir vinnuafli, sem ekki hefur enn komið fram í tölum yfir atvinnu- lausa, vegna þess að vinnutími manna hafi almenn styst á síðasta misseri. Telurstofnunin nauðsynlegt að miða allar merkilegar ákvarðanir við að viðhalda nægri atvinnu, fyrir- byggja að verðbólga fari úr böndun- um og búa í haginn fyrir aukinn framleiðslu í framtíðinni. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.