Tíminn - 16.02.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 16. febrúar 1989
'Tíminn 15
LEIKLIST
Hcrdís, Helga og Ragnheiður í hlutverkum sínuin í „Háskaleg kynni“.
Er þetta eitthvað háskalegt?
Þjóöleikhúsið: HÁSKALEG KYNNI eft-
ir Christopher Hampton. Byggt á skáld-
sögunni Les Liaisons Dangereuses
eftir Choderlos de Laclos. Þýðing:
Karl Guðmundsson og Þórdís
Bachmann. Leikmynd og buningar:
Karl Aspelund. Lýsing: Sveinn Bene-
diktsson. Leikstjórn: Benedikt Árna-
son.
Hvað fær breskan nútímahöfund
til að grafa upp franskan átjándu
aldar höfund og snúa bréfaskáldsögu
hans í leikrit? Auðvitað gerir hann
það vegna þess að hann finnur hve
„greindarlegt verkið er á sinn fáséða
og miskunnarlausa hátt“, eins og
segir í leikskrárgrein Christophers
Hampton. Víst er þetta miskunnar-
laust verk, um botnlausa spillingu,
mannfyrirlitningu og grimmd aðals-
fólks í Parísaborgog Vincenneskógi,
haust eitt og vetur á níunda tug
átjándu aldar.
Þótt þannig sé verkið fjarlægt
okkur í tíma og rúmi má auðvitað
segja að það eigi - eða ætti að eiga
- sígilt erindi sem stúdía á mannleg-
um skepnuskap. En ég er hræddur
um að til þess að hin sárbeitta
afhjúpun sem í verkinu er höfð í
frammi skili sér þurfti beittari sviðssetn-
ingu en gat að líta í Þjóðleikhúsnu á
laugardagskvöldið. í sannleika sagt
er sýningin dæmigerð meðal-
mennska. Ég varð að minnsta kosti
hvergi var við verulegt neistaflug.
Fram að hléi var sýningin blátt
áfram þreytandi. Einstök atriði voru
vel og smekklega af hendi leyst, víst
um það. En þetta dugði ekki til.
Benedikt Árnason hefur gefið
leiknum léttan svip, fjörlegan, eins
og hans er vandi. En það var að mér
þótti á kostnað þess demóníska
eyðingarmáttar sem í verkinu felst.
- Efnið, í stuttu máli rakið, er
hvernig aðalspakk nokkurt, mark-
greifafrú Merteul og vísigreifi de
Valmont, gera samning um að for-
færa og ná á vald sitt öðrum mann-
eskjum til þess eins að svíkja þær á
fullkomlega vægðarlausan hátt. í
rauninni er það markgreifafrúin sem
er örlagavaldur í verkinu, hún er sú
kónguló sem heldur öllum þráðum í
greip sér og sigrar að lokum hinn
harðskeytta vísigreifa sem á ytra
borði er mestur gerandi í leiknum.
Ragnheiður Steindórsdóttir er leik-
kona sem fyrr og síðar hefur sýnt að
hún kann til verka á sviðinu. En
hlutverk þessa flagðs er henni ber-
sýnilega um megn. Hana skortir
hörku og djöfullega slægð, maður
trúir ekki eitt andartak að þessi kona
geti leikið sér að fólki á þennan
hátt. Eins er Pálmi Gestsson, hinn
vörpulegi leikari, ekki gæddur þeirri
útgeislun á sviðinu sem þarf, fyrr en
þá kannski þegar hann er að bíða
ósigur og gengur sjálfviljugur fyrir
sverð Dancenys riddara (Halldórs
Björnssonar). Pá er svo komið að
leikurinn hefur snúist upp í grimma
alvöru, ást Madame de Tourvel,
einu ærlegu persónu leiksins, hefur
þrátt fyrir allt snortið þennan illa
flagara. í leiknum er allt undir því
komið að takist að sýna hvörfin frá
hundingshætti til sannra tilfinninga
sem þrátt fyrir allt verða hjá vísi-
greifanum. Þar þótti mér Pálmi ná
sér allvel á strik.
Skapgerðarhlutverk sýningarinn-
ar sem mest hreif áhorfandann var
Madame de Tourvel sem Lilja Þóris-
dóttir lék, af meiri styrk en ég hef
áður séð til hennar. Lilju tókst að
sýna innra líf þessarar konu á sann-
færandi hátt. Fyrir utan Herdísi
Þorvaldsdóttur sem brá upp einkar
skemmtilegri mynd af hinni lífs-
reyndu Madame de Rosemonde,
held ég að leikur Lilju lifi lengst í
minningu um þessa sýningu sem í
heild var í dauflegra lagi.
Ég get ekki verið að telja upp
leikendur aðra, enda eru þegar taldir
þeirsem mestuskiptu. MaríaElling-
sen skilaði vel hlutverki hinnar sak-
lausu ungu konu, Cecile Volanges
sem vísigreifinn táldregur, - það
atriði varð dálítið húmorískt, -ann-
ars er húmor verksins allur blandinn
allmikilli gráglettni. Helga E. Jóns-
dóttir var Madame de Volanges, -
kannski hefði verið rétt ráðið að
skipa henni í aðalhlutverkið?
Tónlist Scarlattis gaf sýningunni
réttan tíðarblæ. Sviðið var bjart og
hreinlegt, sömuleiðis búningar. Allt
ber vott um fagmannleg vinnubrögð
leikstjóra og nánustu aðstoðar-
manna hans. Eiginlcga finnst manni
að sýningin hefði öll átt að vera
sterkari en hún reyndist. En svona
er hún, kemst ekki upp fyrir það að
vera sýning, ásjáleg auðvitað en
gengur manni ekki til kvikunnar.
Gunnar Stefánsson.
LESENDUR SKRIFA
Þá gydingar
nú íslendingar
Þegar hvalfriðungum tekst að
þvinga hvert fyrirtækið á fætur öðru
í Þýskalandi til að rifta samningum
um kaup á íslenskum afurðum, þá
setur að manni ugg og undrun. Hvað
er hér á ferð?
Hvalfriðungar sjá mengun og
dauða allt í kringum sig, skógar-
dauða, vatnadauða og sjávardauða,
en kjósa samt að hvetja landa sína
til að éta fisk úr dragúldnu Eystra-
salti og baneitruðum Norðursjó
heldur en fisk og önnur sjávarföng
úr hreinu hafi við ísland. Ekki er nú
umhyggjan fyrir líkamlegri heilsu
meðbræðra sinna mikil. Og þýska
þjóðin segir amen og étur heldur
eitraðan fisk en óskemmdan af því
hvalfriðunarmenn Ijúga því daglega
að íslendingar séu að slátra síðasta
hvalnum.
Það er ekki langt síðan Göbbels
og Hitler töldu þjóð sinni trú um að
gyðingar væru hættulegir menn. Það
gerðu þeir með stöðugum áróðri.
Og blessaðir þýsku sakleysingjarnir
trúðu öllu og ráku gyðinga frá fyrir-
tækjum sínum, tóku af þeim lifi-'
• brauðið, limlestu þá og drápu en
lögðu hald á eigur þeirra. Allir vita
hvað gerðist svo meðan á styrjöld-
inni stóð.
Er það lögmál að slík hatursbylgja
flæði yfir þýsku þjóðina á um það bil
fimmtíu ára fresti? Þá voru það
gyðingar, nú íslendingar. Er eitt-
hvað í þýskri þjóðarsál sem er óvarið
fyrir ofstæki?
Raddir hafa heyrst frá einstaka
grænfriðungi, sem harma óhjá-
kvæmilega meðferð á íslendingum.
Raddir toppmanna. En trúið þeim
ekki. Þeir láta hryðjuverkin óátalin,
þeir eru fangar ofstækismannanna.
Er það ekki líka þekkt frá valdatíma
nasista?
En íslendingar eiga svar til þýskra
ef þeir þora. Þeir geta hætt að kaupa
þýskar vörur. Fyrir hverja vöruteg-
und íslenska sem Þjóðverjar úti-
loka á markaði sínum getum við líka
útilokað þýska vörutegund hér á
landi. Sumir kalla það hefndarað-
gerð, ég kalla það að taka á móti, að
snúast til varnar. Það getur kostað
nokkra fórn hjá íslenskum innflytj-
endum. En það er víðar en í Þýska-
landi sem góður iðnvarningur er
framleiddur.
Menn kunna að svara því til að
þýska framleiðendur muni ekki um
það litla sem við kaupum. Þá munar
um það. Það kostaði nokkra þýska
verkamenn eða iðnaðarmenn vinn-
una. Það kotaði fyrirtækin nokkurn
ágóðamissi. Slíkt segir fljótt til sín.
Látum ekki Þjóðverja fara með
okkur eins og þeir fóru með gyðinga
forðum.
J.J.
i Mnr
FÉLAGSMÁLASKÓLI
Gissur Pétursson Egill H. Gíslason
Arnar Bjarnason Hrólfur Ölvisson
Finnur Ingólfsson
Helgi Pétursson
Samband ungra framsóknarmanna og Kjördæmissambönd
Framsóknarflokksins hafa ákveöiö að fara á staö með
Félagsmálaskóla þar sem boðið verður uppá eftirfarandi
námskeið:
A. Grunnnámskeið í félagsmálum:
Efni: Fundarsköp og ræðumennska, tillögugerð, stefnumál
Framsóknarflokksins o.fl.
Tímalengd: 8 klst.
Leiðbeinendur verða: Gissur Pétursson, Egill Heiðar Gísla-
son, Finnur Ingólfsson, Arnar Bjarnason og Hrólfur ölvisson.
Stefnt er að því að halda námskeiðið í febrúar og mars á
eftirtöldum stöðum ef næg þátttaka fæst: Fteykjavík, Keflavík,
Selfoss, Vestmannaeyjar, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Sauð-
árkróki, Isafiröi, Ólafsvík og Akranesi.
B. Fjölmiðlanámskeið:
Efni: Framkoma í sjónvarpi og útvarp. Undirstöðuatriði í
frétta- og greinaskrifum. Áhrif fjölmiðla.
Tímalengd: 16 klst.
Leiðbeinandi: Helgi Pétursson, fréttamaður. Stefnt er að því
að halda námskeið í Reykjavík og á Akureyri.
Þeir aðilar sem hafa áhuga á þessum námskeiðum eru hvattir
til að hafa samband við eftirtalda aðila:
Reykjavík: Skrifstofa Framsóknarflokksins, s. 91-24480
Reykjanes: Ágúst B. Karlsson, sími 91-52907
Vesturland: Bjarni Guðmundsson, sími 70068
Vestfirðir: Sigurður Viggósson, sími 94-1389
Norðurland vestra: Bogi Sigurbjörnsson, sími 95-71527
Norðurland eystra: Snorri Finnlaugsson, sími 96-61645
Austurland: Ólafur Sigurðsson, sími 97-81760
Suðurland: Guðmundur Búason, sími 98-23837
Samband ungra framsóknarmanna
Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins
Félagsmála-
námskeið
Ragnheíður
Grunnnámskeið í fundarsköpum, ræðumennsku og eflingu sjálfs-
trausts hefst þriðjudaginn 21. febrúar kl. 20.00 að Nóatúni 21.
Kennarar: Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir
Ásdís Óskarsdóttir
Getum enn bætt við örfáum þátttakendum
Upplýsingar í síma 24480.
Stjórn LFK
Fjölmiðla-
námskeið
Fjölmiðlanámskeiðið hefst fimmtudaginn 23. febrúar nk. kl. 17.30 og
stendur laugardaginn 25. febr. frá kl. 13.00 og sunnudaginn 26. febr.
frá kl. 13.00 að Nóatúni 21. Samtals 22 kennslustundir.
Kennari: Arnþrúður Karlsdóttir fjölmiðlafræðingur.
Getum enn bætt við örfáum þátttakendum.
Upplýsingar í síma 24480.
Stjórn LFK