Tíminn - 23.02.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 23. febrúar 1989
Niðurstöður ískönnunarflugs Landhelgisgæslunnar fyrir norðan land:
Megin ísjaðarinn um
45 sjómílur frá landi
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-
SYN fór í ískönnunarflug úti fyrir
Norður- og Norðvesturlandi á þriðju-
dag og liggur mcgin ísjaðarinn og
þéttar ísrastir samfellt frá um 115
sjómílum vestur af Látrabjargi og
um 58 sjómílur norður af Rauðanúpi
á Melrakkasléttu. Búast má við
norðaustan áttum í dag, sem gæti þá
fært ísdreifarnar nær siglingaleiðinni
fyrir Horn.
ísinn er næst landi frá Straumnesi
að Horni og er meginísjaðarinn um
45 til 50 sjóntílur frá landi. Þéttar
ísrastir og ísdreifar voru um 15
sjómílur norður frá Horni og Kögri.
Eins og sést á kortinu er ísinn orðinn
ansi mikill fyrir norðan land, en allar
megin siglingaleiðir voru opnar, þó
svo að stakir jakar geti verið á
siglingaleiðum. Á undanförnum
fjórum dögum hcfur ísinn verið að
færast í suðaustur við Kolbeinsey og
hefur hann aukist talsvert á þcim
slóðum.
í gær var tilkynnt um staka jaka
fyrir utan Súgandafjörð sem eru
hættulegir litlum skipum og bátum í
myrkri. Búast má við norðaustanátt-
um í vikulokin og því líklegt að ísinn
færist nær siglingaleiðinni fyrir
Horn. -ABÓ
Kort sem Landhelgisgæslan gerði eftir ískönnunarflug á þriðjudag. ísdreifar eru stutt frá landi við Horn, um 15 til 20
sjomdur og vestur af Vestfjöiðuin, (stjörnurnar) eru nýísmyndanir. Megin ísjaðarinn er um 45 til 50 sjómílur norður
af Horni.
Ráð-
stefna
um
öldrun-
arfræði
Næstkomandi föstudag
efna Heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið og
Samstarfsnefnd um málefni
aldraðra til opins kynning-
arfundar um öldrunarfræði,
öldrunarfræðslu og mennt-
un í öldrunarþjónustu á ís-
landi.
Á ráðstefnunni verður fjallað
um leiðir til að sjá landsmönnum
fyrir nægilegri þekkingu til að mæta
þörfum í öldrunarþjónustu á kom-
andi árum.
Framsögumenn eru dr. Andrew
Blaikie og frú J. Cridon sem bæði
koma frá Lundúnaháskóla. Einnig
Guðrún Jónsdóttir frá Félagsvís-
indadeild Háskólans og Hrafn
Pálsson deildarstjóri í Heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu.
Ráðstefnan er sem fyrr segir
öllum opin og er haldin að Borgar-
túni 6 í Reykjavík. Hún hefst kl.
9:00 og lýkur kl. 16:00. Þátttakend-
um ber að greiða 1500 krónur fyrir
hádegisverð, morgun- og síðdegis-
kaffi. SSH
Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra:
Reglur hertar um
bindingu innlána
Jón Sigurðsson, viðskipta-
ráðherra, telur nýjustu
vaxtahækkanir viðskipta-
bankanna frekar óheppilegar
og í sumum tilfellum ekki
nægilega vel rökstuddar.
„Það er ekki véfengt að það
er á valdi bankaráðanna að
taka slíkar ákvarðanir, en
mér finnst ástæða til að
staldra þarna við, út frá af-
komu bankanna,u sagði Jón.
Eftir því sem næst verður komist
er ætlunin að Seðlabankinn herði
reglur um lágmarkslengd á verð-
tryggðum skuldbindingum með sam-
þykki ráðherra, líkt og gert er ráð
fyrir í frumvarpi sem liggur nú þcgar
fyrir Alþingi.
„Mér finnst þessar hækkanir ekki
nægilega vel rökstuddar í öllum
greinum. Pað er ljóst að sá flokkur
innlána sem bankarnir keppa mest
um spariféð með, eru skiptikjara-
reikningarnir. Þar er nú ákveðin
skrúfa í gangi þar sem afkoma
bankanna er í nokkurri hættu ef
fram heldur sem horfir. Ég tel því að
á það mál þurfi að líta alveg sérstak-
lega,“ sagði Jón. Afkomuskilyrði
þessi hafa verið rædd í ríkisstjórn og
hefur viðskiptaráðherra þegar tekið
upp viðræður við Seðlabanka íslands
um vaxtakjör sem bankarnir bjóða á
innlánunum. Að mati ráðherra er
ekki þörf á lagasetningu til að breyta
því svigrúmi sem bankarnir virðast
vera að komast á enda með, varð-
andi skiptikjaravexti.
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp
þessara skiptikjarareikninga. „Ég tel
að við þetta atriði sé full ástæða til
að staldra." Benti ráðherrann einnig
á að með því að kanna sérstaklega
binditíma slíkra reikninga, gæti ým-
islegt komið í ljós um áhrif þess
þáttar á sjálfan vaxtakostnað bank-
anna og þörf bankanna á vaxtamun
sem hér á landi hefur verið talinn í
hærra lagi.
„Það þarf að tryggja samkvæmt
þessu nýja uppfærslu, vegna þess að
bankaráð geta t.d. ekki tekið nægi-
lega langt sjónsvið í tímanum þegar
þau ákveða vextina. Þetta mál er í
athugun núna," sagði Jón Sigurðs-
son, viðskiptaráðherra.
KB
Framsóknarfélögin Siglufirði:
MÓTMÆLA
SÖLU SÍLDAR-
VERKSMIÐJU
Framsóknarfclögin í Siglufirði
samþykktu á fundi þann 14.02.
1989 að lýsa andstöðu sinni við
hugmynd ríkisstjórnarinnar að
selja Síldarvcrksmiðjur ríkisins á
Siglufirði, og nota andvirði til að
fjármagna úrcldingarsjóð skipa
sem væru þá e.t.v. frá annarri grein
fiskiskipaflotans en loðnutlotans,
eins og kont fram í tillögum Hall-
dórs Ásgrímssonar sjávarútvegs-
ráðhcrra.
Jafnframt gerir fundurinn þá
kröfu til þeirra sem verður falið að
endurskoða lögin um Síldarverk-
smiðjur ríkisins, að þess verði gætt
að verksmiðjunum vcrði gert
mögulegt að kaupa og gera út skip
til eigin hráefnisöflunar.
Funduritin minnir á samþykkt
bæjarstjórnar Siglufjarðar unt
nauðsyn þess að lögum unt verk-
smiðjurnar frá 1938 verði breytt
þannig að S.R. geti keypt og gert
út skip.
Fundurinn tekur undir áhyggjur
sern felast í samþykkt starfsmanna-
félags S.R. á Siglufirði og Vcrka-
lýðsfélagsins Vöku og minnir á að
S.R. eru annað stærsta atvinnu-
fyrirtæki í Siglufirði og af þeim
sökum nauðsynlcgt að búa því sem
best rekstrarskilyrði.
Jón Sigurðsson, viöskiptaráöhcrra,
lætur nú skoöa sérstaklega ákvarð-
anir hanka um binditíma verð-
tryggöra innlána.
þar sem kveðið er á að Seðlabankinn
geti ákveðið lágmarkslengd verð-
tryggra skuldabréfa, en slík heimild
er þegar fyrir hendi að nokkru leyti
samkvæmt bráðabirgðalögum frá s.l.
vori. „Nú er verið að gera tillögu um
rýmri heimild til þess að ákveða
þessa lágmarkslengd. Það gæti kom-
ið að haldi núna í þessum vaxta-
ákvörðunum sem framundan eru,“
sagði ráðherrann. í því sambandi
stendur núna yfir athugun á vegum
viðskiptaráðuneytis og Seðlabanka
á þeim kjörum sent í boði hafa verið
á sviði verðtryggðra bankareikn-
inga, en þó sérstaklega hvað varðar
jafnvægi á innláns- og útlánshlið
Styrkir til heimildarmyndarinnar „Lífsbjörg í Noröurhöfum“:
Ekkert ákveðið
Hagsmunaaðilar og stjórnvöld virðast eiga erfitt með að
taka ákvörðun um hvort leggja eigi fé í heimildarmynd
Magnúsar Guðmundssonar “Lífsbjörg í Norðurhöfum“,
þrátt fyrir að myndin sé hugsanlega sterkasta vopn íslendinga
gegn áróðri grænfriðunga.
Tíminn flutti frétt þess efnis í gær
að Magnús væri að ljúka við gerð
heimildarmyndarinnar „Lífsbjörg í
Norðurhöfum" sem fjallar um mál-
stað norðlægra smáþjóða og baráttu
þeirra gegn starfsaðferðum græn-
friðunga. Við vinnslu myndarinnar
hefur Magnús komist að stórfelldum
síendurteknum fölsunum grænfrið-
unga og eru þeim gerð skil í mynd-
inni. Magnús hefur að öllu leyti
fjármagnað myndina sjálfur. Þó að
Magnúsi standi til boða ýmsir kostir
varðandi dreifingu á myndinni þá er
kostnaður við textun og dreifingu
gríðarlegur.
í gær hafði Tíminn samband við
hina ýmsu aðila sem eiga hagsmuna
að gæta varðandi útflutning á sjávar-
afurðum. Myndin hafði þá ekki
verið kynnt þeim sérstaklega og
enginn þeirra virtist hafa borið sig
eftir því að kynna sér efni þessarar
myndar eða hvaða möguleika hún
gæfi sem mótleikur við áróðri græn-
friðunga. Theodór Halldórsson hjá
Sölustofnun lagmetis sagði að hann
teldi það ekki vera verkefni Sölu-
stofnunarinnar að kynna málstað
íslendinga í hvalamálinu, það væri
hlutverk stjórnvalda.
1 Sjávarútvegsráðuneytinu feng-
ust þær upplýsingar að menn þar
hafa séð stutta búta úr myndinni en
ekki væri hægt að segja um það á
þessu stigi málsins hvort peningum
verði veitt í að styrkja dreifingu á
henni erlendis og slíkt yrði ekki
ákveðið fyrr en myndin hefði verið
skoðuð í heild. SSH