Tíminn - 23.02.1989, Page 5

Tíminn - 23.02.1989, Page 5
Fimmtudagur 23. febrúar 1989 Tíminn 5 Ögmundur Jónasson formaöur BSRB segir aö launþegasamtökin fljúgi ekki með Arnarflugi innlimuðu í Flugleiöir: Leitum annarra kosta veroi af sameiningu Sem kunnugt er leggur samgönguráðherra, Stein- grímur J. Sigfússon mikið kapp á að sameina Arnar- flug Flugleiðum og eru við- ræður um sameininguna þegar hafnar undir stjórn nefndar sem ráðherra skip- aði. t>ær raddir hafa heyrst að verði af þessari sanieiningu muni laun- þegasamtökin, sem nú leíta samn- inga við Arnarflug með milligöngu Samvinnuferða-Landsýnar um að Arnarflug flytji félagsmenn í sumarleyfi til Evrópu í sumar, kippa að sér höndum og leita samninga við erlend flugfélög. Launþegasamtökin slitu sem kunnugt er viðræðum um þessi mál við Flugleiðir þegar málaferli fé- iagsins gegn Verslunarmannafélagi Suðurnesja hófust. Tíminn ræddi við Tómas Tómas- son fulltrúa hjá Samvinnuferðum- Landsýn og sagði hann að af hálfu ferðaskrifstofunnar væru engir fyrirvarar um viðræðuslit við Arn- arflug ef af sameiningu yrði. Ögmundur Jónasson var spurður þessarar spurningar og hann svar- aði: „Já, af okkar hálfu eru alveg hreinar og kristaltærar línur hvað þetta varðar. Það gerum við.“ Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Ögmundur sagði ennfremur að ekkf yrði gengið til samninga við Flugleiðir og ef Arnarfiug verður innlimað þar, þá yrðu aðrar leiðir skoðaðar. Hann sagði síðan. „Við viljurn helst skipta við ís- lenska aðila og Samvinnuferðir- Landsýn eru nú að kanna þessi mál fyrir launþegasamtökin hjá Arn- arflugi. Að sjálfsögðu viljum við kaupa íslenskt eins og aðrir íslendingar en vegna málaferla Flugleiða við launafólk þá skiptum við ekki við þá og verði þeir einasta íslenska millilandaflugfélagið, þá erum við nauðbeygð til að skoða aðra kosti, því miður,“ sagði Ögmundur Jón- asson formaður BSRB. -sá Hvað kostar bjórinn? Nú þegar vika er í bjórdag- inn hefur ÁTVR ákveðið verð á íslenskum bjór sem seldur verður í verslunum fyrirtækisins. Verðið verður sem hér segir: Tegund í dós flösku EgilsGull 100 kr. 95 kr. Sanitas Pilsner 93 kr. 87 kr. Sanitas Lageröl llOkr. 105 kr. Löwenbrau 105 kr. 100 kr. Inní verði bjórs á flöskum er gert ráð fyrir 5 króna skilaverði. Einnig verður skilaverð fyrir bjórdósir en það kentur ekki strax til fram- kvæmda. Verð á erlenda bjórnum hefur endanlega ekki verið ákveðið, en að öllum líkindum kemur dós af Bu- dweiser til með að kosta um 105 kr., dós af Tuborg 112 kr. og Kaiser 120 kr. -PS Unnið að skipulagi náms í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri: Færanlegt húsnæði? Um næstu áramót er ráðgert að hefja kennslu í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri en mikill áhugi virðist vera fyrir þessu námi. Nú er unnið að skipulagi námsins og meðal annars er leitað leiða til að leysa húsnæðisskort Háskólans á Akureyri. í því sambandi hefur komið til tals að festa kaup á færan- legu húsnæði sem mun koma til með að kosta 45 milljónir. Tíminn hafði samband við Harald Bessason rektor Háskólans á Akur- í dag verður tilkynnt val á athygl- isverðustu auglýsingum ársins 1988. Lokahóf keppninnar fer fram í veitingahúsinu Broadway. Keppt er í átta flokkum og eru fimm auglýs- eyri og sagði hann að nú væri tekinn til starfa sjávarútvegsfræðingur sem mun skipuleggja það nám sem fyrir- hugað er að bjóða upp á. Allt bendir til þess að námstíminn verði 4 til 5 ár en forkröfur verða þær að auk þess að hafa lokið stúdentsprófi verða væntanlegir nemendur að hafa starfsreynslu. Ekki hefur verið ákveðið hve mörgum verður veitt innganga í þetta nám til að byrja með. Nú er unnið að því að kanna ingar tilnefndar í hverjum flokki. Af flokkunum átta má til dæmis nefna sjónvarpsauglýsingar, herferðir, auglýsingar í dagblöðum, óvenjuleg- ustu auglýsingarnar og fleira. jkb möguleika á að auka húsnæði Há- skólans á Akureyri, en í núverandi húsnæði er ekki rými fyrir sjávarút- vegsdeildina. Komið hefur til tals að í stað þess að hefja nýbyggingu verði fest kaup á færanlegu húsnæði, sam- bærilegu því sem komið hefu verið upp við Ólafsfjarðarmúlann vegna gangagerðarinnar. Hér er um að ræða eins konar „skúra“ þó það sé varla rétta orðið, því húsnæði þetta inniheldur bæði rannsóknarstofur og kennslurými. Telja menn að með þessu sparist fé til lengri tíma litið, þó um sé að ræða fjárfestingu upp á 45 milljónir. - Ráðgert er að kaupa þrjá „skúra" sem hver um sig kostar um 15 milljónir. Húsnæði af þessu tagi hefur verið notað við sjávarútvegsdeildir víða í Noregi og hefur gefið góða raun. Fjárveiting til húsnæðiskaupa er ekki inn í fjárveitingu Háskólans fyrir þetta ár en þetta mál er í athugun í ráðuneytunum og hjá fleiri aðilum. SSH Athyglisverðasta auglýsing ársins Nefndarslátrun hjá borginni: Launanefnd TiIIaga um að leggja niður launanefnd borgarinnar var lögð fyrir borgarráð á fundi þess á þriðjudaginn var og var henni frestað. í launanefnd sitja fjórir borgarf- ulltrúar og er núverandi formaður hennar Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son. Að sögn Gunnars Eydal var tilgangur nefndarinnar að annast kjarasamninga við Starfsmannafc- lag Reykjavíkurborgar. Kjara- samningarnir voru síðan stáðfestir af borgarráði. Þróunin heíur síðan orðið sú að þáttur nefndarinnar í kjarasamn- ingum hefur farið rýrnandi og eru ástæður þess helstar að brcyting hefur orðið á högum opinberra starfsmanna og þeir skiptast í fjölda félaga. Þar má nefna ýmis félög há- skólantanna, fóstrur, hjúkrunar- lræðinga og marga fleiri. Við þetta hefur samningagerð af hálfu borg- arinnar rneir og meir færst til embættismanna borgarinnar, á saina hátt og er hjá ríkinu og hafa þessir menn nána samvinnu við samninganefnd rfkisins. Gunnar Eydal sagði að þar sem samningagerðin er orðin svo miklu viðameiri en áöur var, væri ekki hægt að ætla kjörinni nefnd borg- arfulltrúa að annast Itana, enda hefði hún, eins og áður sagði verið að færast sífellt meir í hendur embættismanna borgarinnar. -sá Vöruskiptahalli 1988 innan viö fimmtung þess er áætlað var: Innf lutningur minnkaoi um 17% í jólamánuðinum Vöruskiptajöfnuður landsmanna (fob/fob) árið 1988 reyndist þegar upp var staðið aðeins neikvæður um rúmlega 800 milljónir króna í stað þess u.þ.b. 5.000 milljóna halla sem sérfræðingar höfðu spáð. Þetta er um 1.720 milljóna kr. betri útkoma en 1987. Skýrjngin felst í hinum gífurlega samdrætti sem varð í almennum innflutningi, sérstaklega á síðasta fjórðungi ársins. Mánuðina okt./ desember var cif. verðmæti inn- flutnings um 3.300 milljónum króna minna heldur en á sama tímabili árið áður reiknað á föstu gengi. Þrátt fyrir að innflutningur ykist töluvert framan af árinu leiddi þessi mikli samdráttur síðari hlut- ann til þess að í heild varð almenn- ur innflutningur um 3% minni heldur en árið 1987, á föstu gengi bæði árin. Vart mun hafa átt sér stað um mörg undanfarin ár að innflutningur beinlíni drægist sam- an milli ára. Ekki hvað síst kemur niðurstað- an úr sjálfum jólamánuðinum á óvart. Mun það líklega nær eins- dæmi að almennur vöruinnflutn- ingur í jólamánuði hafi ekki verið meiri heldur en næstu mánuði á undan. Milljarðasparnaður í jólainnkaupum Almennur innflutningur í des- ember s.l. var 16,5% minni heldur en í sama mánuði árið á undan reiknað á sama gengi. Þrátt fyrir 22% hækkun á meðalgengi var desemberinnflutningur nú nánast sá sami í krónum talið og árið áður. Þessi samdráttur svaraði í kringum 1.000 milljónum króna á innflutningsverði, sem vart yrði undir 2.500 milljónum miðað við smásöluverð út úr búð. Bendir þetta til að þjóðin hafi verslað af meiri hagsýni um síðustu jól heldur en hún hefur áður átt vanda til. Um 47% aukning á skipakaupum... Heildarinnflutningur á árinu 1988 var 68.970 milljónir króna cif. en 62.481 milljón krónur að fob. verði. Þar var um rúmlega 1% minnkun að ræða, á föstu gengi, frá árinu áður þrátt fyrir 22% aukningu í innflutningi svonefndra sérstakra liða, sem nú nam 8.404 milljónum kr. Þar af voru 5.515 milljónir vegna innflutnings og breytinga á skipum, sem var 47% aukning frá fyrra ári á föstu gengi. Olíuinnflutningur á árinu var tæplega 4 milljarðar króna, sem var aftur á móti um 18% minna en árið áður. ... en 5% samdráttur í sjávarafurðum Heildarverðmæti útflutnings á árinu varð um 61.674 milljónir króna, sem var tæplega 2% aukn- ing milli ára á föstu gengi. Verð- mæti útfluttra sjávarafurða (43,8 milljarðar) minnkaði þó um 5% á milli ára, en á móti kom að útflutn- ingur áls jókst um 14% og kísil- járns um 44% frá árinu áður reikn- að á föstu gengi. Þá fjórfaldaðist útflutningur skipa og flugvéla milli ára, varð nær 2,5 milljarðar. Sú aukning skýrist einkum af sölu Flugleiða á 5 þotum á árinu. Annar innflutningur breyttist lítið milli ára á föstu gengi. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.