Tíminn - 23.02.1989, Side 7
Fimmtudagur 23. febrúar 1989
Tíminn 7
Skipt um umboðsmenn Ríkisskips á Patreksfirði:
Geymsluaðstaða
veldur óánægiu
Um manaöamótin veröur skipt um umboðsmenn Ríkis-
skips á Patreksfirði.
Kristinn Friðþjófsson núverandi umboðsmaður lætur af
störfum og við taka Helgi Auðunsson og Guðfinnur Pálsson.
Samkvæmt heimildum Tímans
hefur almennrar óánægju gætt hjá
fyrirtækjum á Patreksfirði vegna
stopullar afgreiðslu vöru. Þá hefur
geymslurými ekki verið talið full-
nægjandi. Afgreiðslan hefur verið
meira og minna út um allt þar sem
meðal annars hefur verið gripið til
þess að geyma vörurnar í gámum
utan dyra, á hafnarbakkanum.
Gera má ráð fyrir að aðstaðan
batni til muna um mánaðamótin.
„Við erum með þrjú hundruð fer-
metra skemmu sem verður notuð
sem geymslupláss," sagði Helgi
Auðunsson í samtali við Tímann.
Forstjóri Ríkisskips Guðmundur
Einarsson staðfesti að skortur á
geymsluplássi væri ein helsta ástæða
umboðsmannaskiptanna. „Þessi að-
staða var ekki eins og við vildum
helst hafa hana,“ sagði hann.
Nokkuð hefur verið um skipti á
umboðsmönnum fyrirtækisins úti á
landi. Bæði að frumkvæði umboðs-
mannanna sjálfra og eins samkvæmt
ósk fyrirtækisins sem var raunin í
þessu tilviki. „Pað liggja að baki
allskonar ástæður sem við viljum
ekki ræða neitt frekar. Þetta er
spurnmg um hvernig þjónustu og
hagsmunum fyrirtækisins sem slíks
er best borgið þarna á staðnum að
okkar mati." sagði Guðmundur.
Samkvæmt heimildum Tímans
hafði núverandi umboðsmaður hug
á að koma upp betri geymsluaðstöðu
í samráði við Ríkisskip. „I lögum
um skipaútgerðina er ákvæði sem í
raun útilokar að við getum tekið þátt
í slíku. Ég veit hins vegar ekki til að
umboðsmaðurinn hafi farið fram á
það. Hafi hann hins vegar gert það
hefur hann væntanlega fengið þau
svör að samkvæmt lögum eigum við
ekki að vera með afgreiðslur úti á
landi. Það hefur verið túlkað þannig
að við megum ekki heldur eiga
húsnæði undir þær,“ sagði Guð-
mundur þegar Tíminn hafði sam-
band við hann. jkb
Marianne Danielsen á strandstað við Grindavík. Tímamynd i’jeiur
Umboðsmaöur eigenda og tryggingarfélags til landsins:
TILBOÐ ATHUGUÐ
Fjöldi manns hefur gert tilboð í
brottflutning skipsins Marianne
Danielsen sem strandaði fyrir utan
Grindavík.
Umboðsmaður tryggingarfélags
skipsins kemur hingað til Iands um
mánaðamótin. Hann mun í sam-
ráði við Valgarð Briem hæstarétt-
arlögmann athuga tilboðin og af-
ráða hvort nokkru þeirra verður
tekið.
Lögfræðingur bæjaryfirvalda í
Grindavík hefur lagt fram ítrekun
á þeirri kröfu bæjarstjórnarinnar
að skipið verði fjarlægt hið fyrsta.
Fyrirtækið Björgun hf. sendi
eignaraðilum skipsins tilboð í
brottflutning þess en tilboðinu var
hafnað. Björgun gerði ráð fyrir að
eigendur Marianne og tryggingar-
félag hennar myndu leggja fram
nauðsynlegt fjármagn við fram-
kvæmdina. Auk geidds kostnaðar
gerði Björgun tilkall til að eignast
skipið en því hefur sem kunnugt er
verið heitið hverjum sem tekst að
ná því burt.
„Ég tel að núverandi eigendur
og tryggingarfyrirtækið verði
óhjákvæmilega að standa undir
kostnaði við brottflutning
skipsins," sagði Valgarð í samtali
við Tímann. Hann sagði flesta þá
sem lagt hafa fram tilboð vera
sjálfstæða verktaka en einnig væru
nokkur fyrirtæki í hópnum. jkb
FRÆÐSLUMIÐSTÖD RAUDA
KROSSINS HEFUR STARF
Fræðslumiðstöð Rauða kross ís-
lands hefur nýverið tekið til starfa.
Hlutverk hennar er meðal annars
að samræma og annast heildarskipu-
lag á fræðslustarfi RKÍ. Boðið er
upp á margs konar námskeið, bæði
ætluð almenningi og sjálfboðaliðum
Rauða krossins.
Fjögur námskeið eru í boði fyrir
almenning. Það eru námskeið í
skyndihjálp. ummönnun barna, for-
eldranámskeið og námskeið í að-
hlynningu aldaðra. Námskeiðin fyrir
sjálfboðaliða RKÍ eru neyðarvarn-
arnámsstefna, námskeið um fundar-
sköp og fundarstjórn, bókhaldsnám-
skeið, sérnámskeið fyrir félaga ung-
mennahreyfingar Rauða krossins og
námskeið um sögu og störf Rauða
krossins. Þá verða haldin námskeið
fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp,
námskeið fyrir sjúkraflutningamenn
og endurmenntunarnámskeið fyrir
þessa tvo hópa.
Leiðbeinendur á námskeiðunum
eru allir sérfræðingar á sínu sviði.
Námskeiðin eru haldin víða um
land, en allra nánari upplýsinga
varðandi þau má leita á skrifstofu
Rauða krossins í Reykjavík. jkb
Flutningaskip á leið til
Islands með saltfarm:
Sautján
Sautján manna áhafnar af flutningaskipinu Sicil Angola
er saknað eftir að skipið sökk snemma i gærmorgun um
180 sjómílur vestur af N- írlandi. Sicil Angola sem er 2.600
tonn að stærð var á leiðinni til íslands frá Spáni með 4000
tonna saltfarm til Saltsölunnar og var áætlað að skipið
kæmi til Vestmannaeyja í lok vikunnar.
Mikill stormur og brotsjór var á
þessum slóðum í fyrrinótt og er
talið víst að sjór hafi komist í lestar
skipsins og í vélarrúm, sem leiddi
síðan til að skipið sökk.
Bresk Nimrodþota fór þegar á
staðinn í gærmorgun þegar neyð-
arkall barst frá skipinu á sjötta
tímanum og sveimaði yfir því.
Kastað var út þrem gúmmíbjörg-
unarbátum, auk þess sem áhöfn
skipsins hafði komið þrem björg-
unarbátum á flot. Að sögn tals-
manns bresku strandgæslunnar sást
ekkert lífsmark um borð í flutn-
ingaskipinu, né björgunarbátunum
og sökk skipið um hálf átta. Mjög
slæmt veður var á leitarsvæðinu og
lítið skyggni.
Tvær Sea king þyrlur frá Bret-
landi og tvær þyrlur frá varnarlið-
inu á Keflavíkurflugvelli voru
sendar á vettvang ásamt Herkúl-
esvél og voru fyrstu þyrlurnar
komnar á slysstað á tíunda tíman-
unt. Leitað var á svæðinu og björg-
unarbátar athugaðir, en ekkert lífs-
mark sást og var leit hætt. Þyrlurn-
ar frá varnarliðinu voru komnar til
Islands síðdegis í gær.
Flugið frá fslandi tók rúma fjóra
tíma hvora leið, en vegalengdin er
rúmar 600 mílur.
Sicil Angola var skráð í Panama
og er talið að skipverjar hafi allir
verið frá Suður-Kóreu. Ekki hefur
verið tekin ákvörðun um hvort
frekari leit verði gerð. -ABÓ
Námsstyrkir
Verslunarráds
Á viðskiptaþingi Verslunarráðs
íslands fyrir skömmu voru afhentir
tveir styrkir úr námssjóði ráðsins.
Hvor styrkur nemur 135 þúsund
krónum og voru umsækjendur 38
talsins. Tilgangur námssjóðsins er
að efla íslenskt atvinnulíf og stuðla
aö framþróun þess með því að
styrkja einstaklinga til fanrhalds-
náms erlcndis.
Styrkina hlutu Helga Guðmunds-
dóttir og Páll Harðarson. Helga er
38 ára gömul, tveggja barna móðir.
Hún stundar nú annars árs nánt við
Viðskiptaháskólann í Kaupmanna-
höfn. Þar hyggst hún ljúka fyrrihluta
náms í rekstrarhagfræði vorið 1990.
Páll er 23 ára og lauk BA-prófi í
hagfræði fá Macalester College í St.
Paul í Minnesota í Bandaríkjunum
á síðastliðnu ári. Hann býr sig nú
undir doktorsnám í hagfræði við
bandarískan háskóla. jkb
Svart á hvítu aö ná sér upp úr rekstrarerfiðleikum:
Umsvif minnkuð
Bókin um Jónas Hallgrímsson er
væntanleg frá bókaforlaginu Svart á
hvítu í apríl næstkomandi, en sem
kunnugt er hel'ur Svart á hvítu gefið
út íslendingasögurnar og Sturlungu.
Að sögn Björns Jónassonar fram-
kvæmdastjóra er forlagið á leið út úr
almennri bókaútgáfu, en þess í stað
er ætlunin að einbeita sér að viða-
meiri verkum, sem gefa þeim mestar
tekjur. „Þetta er bara svo mikið mál
að halda utan um svona stórverk að
það er ekki tími til að sinna öðru svo
vel sé,“ sagði Björn.
Svart á hvítu átti í miklum
greiðsluerfiðleikum í haust, en
Björn sagði að nú væri hagurinn
heldur að vænkast. Hann sagði að
þeir hefðu dregið mikið saman í
rekstrinum og endursantið við marga
lánardrottna. -ABÓ
Frá foreldranámskeiði Rauða kross fslands. Herdís Storgaard deildarstjóri
slysadeildar Borgarspítalans sýnir hvernig losa á aðskotahluti úr koki barns.