Tíminn - 23.02.1989, Side 9
Fimmtudagur 23. febrúar 1989
Tíminn 9
■II VETTVANGUR
Guöjón V. Guðmundsson:
Ætla menn að halda áf ram
að styðja ranglætið?
Ekki hefur nokkur þjóð á síðari
tímum mátt þola aðrar eins hörm-
ungar og Palestínuþjóðin, þetta
hefur þegar varað nokkra áratugi
og ekki er séð fyrir endann á
þjáningum fólksins nema síður sé.
Á hverjum einasta degi eru Palest-
ínumenn skotnir til bana, barðir til
óbóta og stöðugt fjölgar þeim er
hrúgað er í fangelsi eða fangabúð-
ir. Til skamms tíma hafa vestrænar
þjóðir látið sér þetta í léttu rúmi
liggja, mótmæli hafa að vísu verið
uppi vegna „óþarfa hörku“ er ísra-
eismenn beita eins og það er
kallað, en það er ekki að sjá að
menn hafi neitt við það að athuga
að ísraelsmenn hafa hersetið vest-
urbakka Jórdanárinnar og Ghaza-
svæðið í rúmlega 21 ár. bara ef þeir
tækju ekki svona óvægilega á upp-
reisn fólksins. Allur málflutningur
ráðamanna á Vesturlöndum sem
og flestra fjölmiðla enda eru þeir
ofurseldir íhaldsöflunum er alveg
forkastanlegur, það er reynt eftir
megni að halda frá umræðunni
grundvallarstaðreyndum Palest-
ínumálsins, sem sé þeirri að ísra-
elsríki varð til með því að leggja
byggðir Palestínumanna í rúst og
ýmist drepa þá eða stökkva þeim á
flótta.
Nú munu vera um 3,2 milljónir
Palestínumanna landsflótta og
dvelja þeir flestir í svo ömurlegum
hreysum að ekki fyrirfinnst í nokk-
urri þjóðtungu orð er réttilega gæti
lýst aðstæðunum er þetta fólk býr
við. Það er sama hve miklu mold-
viðri lyga og blekkinga þyrlað er
upp, menn komast aldrei fram hjá
þeirri staðreynd að Palestínumenn
hafa búið í Palestínu kynslóð eftir
kynslóð, öldum saman, gyðingarn-
ir eru aðkomumenn sem tóku land-
ið af frumbyggjunum með ofbeldi.
Af hverju viðurkenna menn al-
mennt þetta ekki og haga sér í
samræmi við það? Af hverju eru
landræningjarnir alls staðar viður-
kenndir í samfélagi þjóðanna á
meðan þeir er ofbeldinu voru og
eru beittir eru vart virtir viðlits.
Það er núna fyrst sem einhverjir
raunhæfir tilburðir virðast vera að
byrja í þá átt að gera eitthvað fyrir
Palestínufólkið þegar búið er að
keyra það alveg niður í duftið,
neyða það til að viðurkenna land-
ræningjana, neyða það til þess að
sætta sig við að byggðir þess hafa
verið jafnaðar við jörðu og aðrar
komnar í staðinn, þar sem allt
annað fólk hefur tekið sér bólfestu.
Menn ættu að staldra við og reyna
eitt augnablik að ímynda sér hvern-
ig það sé að upplifa slíka skelfingu.
Þeir Palestínumenn er neita að
sætta sig við þetta hróplega rang-
læti eru kallaðir ofstækis eða öfga-
menn. í því sambandi koma upp í
hugann orð Ben Gurion fyrrum
forsætisráðherra ísraels er hann
viðhafði eitt sinn þegar verið var
að ræða fjandskap gyðinga og Pal-
estínumanna en hann sagði meðal
annars! „Væri ég arabaleiðtogi
myndi ég aldrei undirrita sam-
komulag við ísrael, það ereðlilegt,
við komum og tókum landið frá
þeim. Hví skyldu þeir sætta sig við
það?“ Svo mörg voru þau orð. Og
hver skyldu nú vera viðbrögð Isra-
eismanna við því t.d. að Palestínu-
menn stofni sitt eigið ríki á þessum
ræmum er þeir enn byggja að
nafninu til, þeir æpa hver í kapp
við annan: „Við munum aldrei skila
herteknu svæðunum. Palestínu-
menn fá aldrei að stofna sitt eigið
ríki“. Að sjálfsögðu koma þessar
yfirlýsingar engum á óvari,síður en
svo. ísraelsmenn hafa alltaf ætlað
sér að leggja allt landið undir sig,
við höfum þeirra orð í ræðu og riti
fyrir því í gegnum tíðina. Þegar
fyrir síðari heimsstyrjöldina var
rætt um það hispurslaust á þingum
Zíonista að fjarlægja þyrfti Palest-
ínumenn til að rýma fyrir gyðing-
um og um nauðsyn þess að beita
valdi í því sambandi gegn heima-
mönnuni og hvað sagði ekki Josef
Weitz, áhrifamikill gyðingur og
stjórnarformaður svokallaðs þjóð-
arsjóðs gyðinga á sínum tíma, það
er áður en ísrael var orðið að
veruleika: „Það verður að vera
ljóst að ekki er pláss fyrir báðar
þjóðirnar í þessu landi, flytja verð-
ur alla araba héðan til nærliggjandi
landa.“ Þannig að það fer vitanlega
ekkert á milli mála hvað þeir
ætluðu sér og hefur aldrei gert.
Palestínumenn voru um langan
aldur undir oki annarra, seinast
Breta, en voru þeir ekki sérstök
þjóð í eigin landi þess vegna? Var
ekki stór hluti mannheims ofur-
seldur kúgun og niðurlægingu lang-
tímum saman? Hvað með okkur
Islendinga, vorum við ekki sérstök
þjóð í eigin landi þó að Danir hafi
ráðið hér lofum og lögum nokkrar
aldir? Hvað hefði íslendingum
fundist heföu Danir allt í einu
ákveðið að heimila einhverjum
þjóðflokki að hefja hér á Fróni
stórfellt landnám sem vitanlega
hefði þegar bitnað á þeim er hér
bjuggu fyrir? Ég er ansi hræddur
um að brugðist hefði verið hart við
og menn hefðu reynt eftir mætti að
koma í veg fyrir slíkt. Þetta er
nákvæmlega það sem gerðist í
Palestínu þegar Bretar heimiluðu
gyðingum að setjast að þar í algeru
trássi við vilja heimamanna.
Það er mikil sorgarsaga er
þarna gerðist og með öllu óskiljan-
legt hvernig siðmenntaðar þjóðir
gátu sýnt af sér siíkt himinhrópandi
ranglæti, vestrænar þjóðir með
Bandaríkin í forystu. þærþjóðirer
sí og æ eru að guma af frelsisást
sinni og telja sig hina einu og sönnu
fulltrúa lýðræðis og mannréttinda.
Þetta er og verður smánarblettur á
þessum þjóðum. Auðvitað eru fs-
lendingar hér meðtaldir, megin-
þorri þeirra hefur frá fyrstu tíð
stutt ísrael dyggilega og samskipti
Guðjón V. Guðmundsson
eru all mikil milli þjóðanna og enn
hefur ísraelsmönnum bæst góður
liðsmaður sem er utanríkisráðherr-
ann. Hann lét til dæmis fulltrúa
okkar á þingi S.Þ. ekki greiða
atkvæði með fordæmingu á l'ram-
ferði fsraelsmanna á herteknu
svæðunum þegar tillaga um það
var samþykkt á Allsherjarþinginu
fyrir nokkrum vikunt, hann hefur
meiri áhuga á að fordæma Palest-
ínumennina. Þeir eiga sem sé að
sitja aðgerðarlausir og láta traðka
á sér í það óendanlega. Hvenær
hefur það gerst í veraldarsögunni
að þeir er við ógn og skelfingu
hernáms búa reyni ekki að rísa upp
í einni eða annarri mynd? Það er
síður en svo ástæða að fordæma
ísraelsku böðlana. Þetta eru sko
menn að skapi Jóns Baldvins. Að
það skuli vera jafnaðarmaður sem
ver þessa níðinga er hámark
ósvífninnar. Aðeins níðingar
skjóta á færi allt niður í átta ára
börn, aðeins níðingar berja menn
niður og halda svo áfram að berja
hann, þar sem hann ligguróvígur í
blóði sínu.
Fulltrúi á fsraelsþingi, Yossi Sar-
id hefur kannað hvað hæft sé í
staðhæfingum um barsmíðaæði
Israelsdáta, honum fórust svo orð
um niðurstöður rannsókna sinna:
„Sumir mótmælenda eru barðir
löngu eftir handtöku og aðrir eru
rifnir út af heimilum sínum og
barðir án þess að hafa nokkuð til
saka unnið. Aðeins níðingarhenda
táragassprengju inn í vistarverur
fólks og læsa það inni, aðeins
níðingar refsa mönnum fyrir að
neita að þurrka slagorð gegn her-
námsliðinu af veggjum með því að
misþyrma börnum þeirra, aðeins
níðingar sprengja hús grunaöra
forsprakka í loft upp, aðeins níð-
ingar eyðileggja lífsafkomu manna
með því að eyðileggja uppskeru,
höggva tré og neita bændum um
vatn til áveitu, aðeins níðingar
hrúga mönnum í fangelsi eða
fangabúðir fyrir það eitt að vilja
lifa sem frjálsir menn í frjálsu
landi." Þingmennirnir Tavvik To-
ubi og Tawik Zayyad heimsóttu
fangabúðirnar Ansar 3 sem stað-
settar eru í Negev eyðimörkinni.
Eftir þá heimsókn gáfu þeir út
yfirlýsingu: „Eftir að hafa farið um
búðirnar og rætt við fangabúðaryf-
irvöld og þá er þar eru í haldi,
lýsum við yfir því að Ansar 3 er
helvíti á jörðu.“ Ég gæti auðvitað
haldið áfram í það óendanlega.
Grimmd og ofbeldisverk ísraelsku
hermannanna og „landnemanna"
er yfirþyrmandi. íslenski utanríkis-
ráðherrann þeysist um landið og
boðar jafnrétti, frelsi og bræðralag
en styður á sama tíma í verki mestu
ofbeldis og ójafnaðarmenn er nú
fyrirfinnast á jarðarkringlunni.
Hvílíkur bölvaður hræsnari, þarna
er svo sannarlega á ferðinni úlfur í
sauðargæru. Ætla íslenskir jafnað-
armenn að hafa þennan mann
áfram innan sinna raða og láta
hann vinna jafnaðarhugsjóninni
óbætanlegt tjón?
UM STRÆTI OG TORG
KRISTINN SNÆLAND SKRIFAR
Af mjóum þvengjum
Án efa kannast margir við mál-
tækið sem hefst á ofanrituðum
orðum og vita að framhaldið er:
„læra hundarnir að stela“. Ég varð
þó býsna hissa er ég ók fjórum
menntaskólastúlkum nýverið, en
þær voru að skemmta sér með
orðtakið „að vera eins og snúið roð
í hundi“, sem þeim fannst
skemmtilegt. Ég lét eftir mér, af
minni alkunnu hæversku, að út-
skýra fyrir stúlkunum að rætt væri,
„að vera eins og snúið roð í hund“
og skýrði málið nánar. Sem betur
fer, þótti stúlkunum þeim meira
varið í máltækið sem þær skildu
það betur. Margir eru uggandi
vegna vinsælda frúarinnar á Brá-
vallagötunni, sem á Bylgjunni snýr
við og afbakar orðtök og málshætti
af einstakri snilld. Mér sýnist af
undirtektum þess unga fólks sem
ég þekki og hitti, sem þessi ótti sé
ástæðulaus. Allir sem hlusta á
frúna gera sér grein fyrir því að
hún fer ekki rétt með og íþrótt
áheyrendanna er því sú að finna út
hvernig máltækið eða orðtakið er
rétt. Frúin á Brávallagötunni vekur
þannig áhuga fólks á merkilegum
og skemmtilegum þætti íslensk-
unnar og hvetur til nánari kynna.
semsé gott. Miklu verra þykir mér
að hlusta á og lesa eftir íþrótta-
fréttamenn hið stöðuga stagl um
að „liðið hafi sigrað keppnina“ og
jafnvel að „liðið hafi sigrað hálf-
leikinn“. Mér finnst eðlilegt og
sjálfsagt að lið mæti til þess að sigra
andstæðingana í keppni, en ég
ætlast ekki til þess að mitt lið sigri
keppnina. Til þess var áreiðanlega
ekki að heiman farið og jafnvel
ekki til þess eins að sigra hálfleik-
inn. f keppni vil ég sigra andstæð-
inginn, hitt liðið eða öll hin liðin og
andstæðingana með tölu, en
keppnina vil ég hugsanlega vinna
með sigri á öllum mínum andstæð-
ingum. Mér finnst lélegt ef ég sigra
bara keppnina. Ef málfarsráðu-
nautur ríkisútvarpsins sigraði þó
ekki væri nema íþróttafréttamenn
þeirrar stofnunar í þessu efni, þá
þætti mér mun þægilegra að hlusta
á mas þeirra. Enn aðrir fjölmiðla-
menn, ekki síst Ijósvíkingarnirsem
til oss koma með mælt mál, ættu að
varast betur enskuna. Ömurlegt er
að heyra Ó. Johnson og Kaaber og
Árna Johnsen kallaða „Ó. Djon-
son og Kaaber“ og „Árna Djon-
sen“. Þetta heyrist því miður oft
núorðið og lætur ægilega í mínum
eyrum. Nóg um þetta efni, en ég,
leikmaður í tungunni og ekki sleip-
ur á svellinu. ég fipast svo mikið
við aksturinn þegar ég heyri svona
í útvarpinu að til stórhættu getur
stefnt. Útvarp. efni þess og fram-
setning hefur án efa umtalsverð
áhrif á akstur og akstursmáta
þeirra sem á hlýða. Ég fullyrði að
tónlistar- og rabbþættir Péturs Pét-
urssonar, „Góðan dag góðir hlust-
endur“, svo og viðtalsþættir Jónas-
ar Jónassonar, eru þættir sem hafa
góð áhrif á umferðina. Ég held að
ég hafi heyrt nefnda hundasál-
fræði. Er þá ekki líka til umferðar-
sálfræði? Ekki væri nú vanþörf á,
eða hvað?
Uppeldið enn
Upphafið var: „Af mjóum
þvengjum læra hundarnir að
stela“. Líka mætti segja: „Margt
smátt gerir eitt stórt“, eða „mjór er
mikils vísir“ og lengi mætti tína til
máltæki sem vísa til þess að „oft
veltir lítil þúfa þungu hlassi“. Eða
með öðrum orðum: Ef lögreglan
okkar lætur hin ýmsu smábrot í
umferðinni afskiftalaus, þá verður
hún að glíma við þeim mun meiri
fjölda stærri brota. Þetta er m.ö.o.
staðreyndin um að „færa sig upp á
skaftið". Ég er sannfærður um að
svo lengi sem lögreglan lætur hin
margvíslegu smábrot sem einkan-
lega hinir yngri ökumenn gera sig
seka um afskiftalaus, þá verður
hún að sinna fleiri stærri og verri
brotum. Þau brot sem mér virðist
lögreglan lítt eða ekki sinna varð-
andi unga ökumenn og upprenn-
andi ökumenn skulu nú talin upp:
Vélsleðum er ekið um íbúðar-
hverfi, eftir gangstígum, af öku-
mönnum sem eru undir aldri til
þess að aka slíkum tækjum og
vitanlega má ekki aka þessum
tækjum á gangstígum. Skellinöðr-
urnar aka um gangstfgana og oft
tvímennt og án hjálms. Reiðhjól
eru á ferðinni algerlega ljóslaus og
án glitmerkja. Varðandi þessi mál
finnst mér lausnin vera sú að hvert
hverfi eigi sinn lögregluþjón. Ég
gæti hugsað mér að hann byrjaði
starf í vor, gengi um hverfið,
kynntist fólkinu og börnunum,
spjallaði við og legði rækt við
börnin. Að vetrinum væri hann við
störf í skólum hverfisins en tæki sér
gönguferðir um hverfið þegar
sæmilega viðrar. Góður lögreglu-
þjónn, í hverfinu sínu, gæti gert
kraftaverk á svo margan veg. Hann
gæti unnið ómetanlegt forvarnar-
starf, athugið það.
Önnur mál sem lögreglan sinnir
lítt: Ekið er með „skökk" þoku-
eða aukaljós að framan sem blinda
vegfarendur, ekið er innanbæjar
með þokuljós að aftan, en hvorki
má aka með þokuljós að aftan né
að framan eða með númerin hulin
snjó, þótt góðviðri hafi staðið dög-
um saman. Ekið er með allt útsýni
hulið af snjó og verstir eru þeir sem
aka með grjóthlífar á framenda
bifreiðanna. Þessir ökumenn eru
margir svo vesælir að þeir geta með
engu móti hreinsað snjóinn sem
hleðst á framljósin innan við
grjóthlífina. Ekið er baki brotnu
gegn akstursmerkjum vestur Aðal-
stræti frá Herkastalanum, gegn
akstursmerki út frá ESSO í Hafn-
arstræti og gegn akstursmerki út
frá Hótel Esju, svo eitthvað sé
nefnt. Auk þessa skiftir lögreglan
sér lítt af því þó ökumenn loki
götum við danshús eða rúntinum.
Að sinna öllu þessu sem hér hefur
verið nefnt væri örugglega gott
forvarnarstarf. Ég hefi vissulega
margoft nefnt þetta en ég er sann-
færður um að rétt er, að „á skal að
ósi stemma".
Tjöruþvottur
Snjóverk gatnamálastjóra og
manna hans hafa verið góð í ófærð-
inni undanfarið en sérstaklega
þakkarvert er hversu sparlega hef-
ur verið farið með saltið.
Ég vil þrátt fyrir þakklætið
benda á að jafn umferðarþungar
götur og Einholtið ættu að fá þó
ekki væri annað en svona eina
sköfu, athugið það. Hitt sem er
efni klausunnar er sá tjöruþvottur
hjólbarða sem gatnamálastjóra-
embættið býður um þessar mundir.
Þarna er afar gott mál á ferðinni
sem ökumenn ættu að huga að. f
fjórum bækistöðvum borgarinnar
- við Jafnasel, Nótatún/Sigtún, við
höfða neðan og norðan við bíf-
reiðaeftirlitið og í vesturbænum
líklega nálægt Meistaravöllum -
fæst nú ókeypis tjöruþvottur á
hjólbörðum. Þetta er gott mál hjá
gatnamálastjóra. Ökumenn, not-
færið ykkur þetta góða boð. Hjól-
barðarnir taka miklu betur á snjón-
um þegar þeir eru hreinir.