Tíminn - 01.03.1989, Side 6

Tíminn - 01.03.1989, Side 6
6 Tíminn Miðvikudagur 1. mars 1989 Rut Árnadóttir tekur við viðurkenningu fyrir nafnið Fjörgyn úr hendi forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Soffíu Pálsdóttur. Timamynd: \mi Bjama Ný félagsmiöstöö tekin í notkun: Foldafjör í Fjörgyn Á föstudaginn var formlega tekin í notkun menningar- og félagsmiðstöðin í Foldaskóla. Þetta er í fyrsta sinn sem skólabygging er samnýtt á þennan hátt. Um leið voru veittar viðurkenningar í samkeppni um nafn á félagsmið- stöðina sem hér eftir ber nafnið Fjörgyn. Félagsmiðstöðinni er ætlað það hlutverk, að vera félagsmiðstöð allra íbúa hverfisins og þeirra fé- lagasamtaka sem þar eru, auk þess að vera félagsmiðstöð unglinganna í hverfinu. Daglegur rekstur er á vegum íþrótta- og tómstundaráðs. Húsnæðið er hins vegar skólahús- næði undir umsjón Skólamálaráðs og stjórn skólastjóra Foldaskóla. Samnýting skólahúsnæðis á þenn- an hátt á sér stoð í grunnskóla- lögunum en hefur ekki verið reynt í Reykjavík áður. „Hér verður opið á daginn og þrjú kvöld í viku fyrir skólakrakk- ana. Tvo rúmhelga daga vikunnar, auk laugardaga geta síðan hin ýmsu félagasamtök fengið húsnæð- ið til afnota. Til dæmis verða skátar hérna en þeirra starf er geysilega öflugt í hverfinu. Við verðum einnig með ýmsar óvæntar uppákomur eins og ferð út í buskann, hér verða fræðslukvöld og aðstaða fyrir krakkana til heimanáms, við höldum böll og margt fleira. Við reynum að sinna mjög breiðum hópi, verðum með tíu til tólf ára krakka einu sinni í mánuði og svo verður farið af stað með mæðra-morgunn. Þá verður reynt að fá heimavinnandi hús- mæður í hverfinu til að koma, rabba saman og drckka kaffi með- an börnin leika sér“, sagði for- stöðumaður miðstöðvarinnar Soff- ía Pálsdóttir í samtali viðTímann. Við opnunina veitti Soffía viður- kenningar til vinningshafa í sam- keppni sem efnt var til um nafn á félagsmiðstöðina. í dómnefnd sátu auk Soffíu, Guðmundur Kristins- son formaður ungmennafélagsins Fjölnis, Bára Jóhannsdóttir kenn- ari við Foldaskóla, Valgerður Kristín Guðbjörnsdóttir fulltrúi áttundu bekkinga skólans og Jón Pór Bjarnason fulltrúi sjöundu bekkinga. Fyrir valinu varð nafnið Fjörgyn sem þýðir jörð og er sérnafn fyrir móður Þórs í Goða- fræðinni. Tillaga að nafninu barst frá Rut Árnadóttur. Annað nafn Foldafjör fékk einnig viðurkenn- ingu og verður notað sem nafn á dagskrá félagsmiðstöðvarinnar, sú tillaga barst frá íris Viglund Péturs- dóttur. Þá var Guðbirni Einarssyni veitt viðurkenning fyrir tillögu að nafninu Foldaból. Fjörgyn er alls átta hundruð fermetrar að stærð. Húsnæðinu er skipt niður í samkomusal, setu- stofu, tómstundaherbergi, her- bergi forstöðumanns, nemenda- ráðs, og starfsmanna auk snyrting- ar, fatageymslu og fleira. Fullkom- in hljómflutningstæki verða í saln- um og sjónvarp og myndbandstæki í setustofunni. „Ég er vitaskuld hæstánægð með að þessi aðstaða skuli vera komin í gagnið. Þetta getur orðið mikil lyftistöng fyrir hverfið" sagði Sig- rún Magnúsdóttir borgarráðsfull- trúi Framsóknarflokksins. Fyrir ári mælti hún fyrir tillögu um að borgarstjórn keypti húsnæði undir félagsstarf í hverfinu. „Pess vegna er mér mjög umhugað um málið. Sérstaklega finnst mér ánægjulegt að hin frjálsu félög fái þarna að- stöðu undir starfsemi sína. Einnig er þetta afskaplega mikilvægt fyrir börn og unglinga í hverfinu einkum þar sem húsnæði til íþróttaiðkana fyrirfinnst ekki. Mér finnst þetta afskaplega glæsilegt, alveg til fyrir- myndar. Ég vildi gjarnan sjá svona samstarf og aðstöðu víðar og von- ast til að í framtíðinni verði tekið mið af þessu“ sagði Sigrún. Til stendur að byggja upp sams- konar aðstöðu í Seljaskóla. En fjöldi barna er þar svo mikill að talið er að fyrst um sinn verði húsnæðið nýtt sem viðbót við kennslurými skólans. Að sögn stúlku úr nemendaráði Foldaskóla eru krakkarnir hæst- ánægð með aðstöðuna. „Við fórum og kynntum okkur starfsemi félags- miðstöðvar í Hafnarfirði og stefn- um að samstarfi við aðrar félags- miðstöðvar í framtíðinni" sagði hún. jkb Formlegar viðræður milli íslenskra og amerískra stjórnvalda um mengun á Miðnesheiði: Endurnýjun vatnsbóla á dagskrá Ákveðið hefur verið að hefja formlegar samningaviðræður milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og bandarískra vegna mengunar í vatnsbólum Njarðvíkurog Keflavík- ur af völdum atvinnustarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Ákvörðun þessi kemur í framhaldi af viðræum þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og James A. Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Leifsstöð fyrir skömmu, en vatnsból þessi eru talin í verulegri hættu. Utanríkisráðherra hefur skipað í samninganefndina af íslands hálfu þá Porstein Ingólfsson skrifstofu- stjóra í varnarmáladeild, Guðmund Eiríksson þjóðréttarfræðing, og Hannes Einarsson, form. bæjarráðs Keflavíkur. Dómsmálaráðuneytið skrifar lögreglustjórum umburðarbréf: Hvetur til eftirlits Dómsmálaráðuneytið hefur sent öllum lögreglustjórum á landinu bréf þar sem þess er óskað að endur- skipulagt verði eftirlit með ölvuðum ökumönnum. Pessa er óskað þar sem vænta megi fleiri ölvunarakstra en áður, með tilkomu bjórsins og að ölvunar- aksturinn dreifist meira á virka daga en hingað til hefur verið. Reynslan af bjórlíkissölunni á sínum tíma sýndi ótvírætt að töluverð brögð voru af akstri undir áhrifum áfengis á virkum dögum, segir í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. í bréfinu til lögreglustjóranna er þess farið á leit að fylgst verði með veitingastöðum er hafa vínveitinga- leyfi og að ungmennum undir tví- tugsaldri verði ekki selt áfengt öl. -ABÓ Reglugerð menntamálaráðherra: Námslán hækka Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson hefur gefið út reglugerð um hækkun á framfærslugrunni Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Kemur hækkunin sem nemur 7,5% til framkvæmda í dag 1. mars. Þá er gert ráð fyrir því að námslánin hækki aftur síðar á árinu. Er þetta einkum gert til að bæta þá skerðingu sem varð á metnum framfærslukostnaði á árunum 1984-1986. Samkvæmt áliti vinnuhóps um Lánasjóð íslenskra námsmanna er gert ráð fyrir að skerðingin verði að fullu afnumin á næsta ári. Vinnuhóp- urinn var skipaður í nóvember á síðasta ári og hefur þegar skilað lokaáliti. Stjórn LÍN hefur mótmælt þessari hækkun. Pó ber að geta þess að ekki var samstaða innan stiórnarinnar um mótmælin. í stjórn LÍN sitja þrír menn skipaðir í tíð Birgis ísleifs Gunnarssonar sem menntamálaráð- herra, þeir voru allir á móti hækkun- inni. Einnig sitja þrír fulltrúar námsmanna í stjórninni og voru þeir hlynntir þessari hækkun. Meirihluti stjórnarinnar stendur engu að síður að baki mótmælunum þar sem at- kvæði formanns stjórnarinnar ráða úrslitum. En formaðurinn er Sigur- björn Magnússon sem situr í stjórn gegn vilja núverandi menntamála- ráðherra. Vinnuhópurinn hefur lagt fram fleiri tillögur. Par á meðal er að finna tillögu þcss efnis að skrifstofu og stjórn LÍN verði falið að hefja athugun og undirbúning að því að námsmönnum á fyrsta námsári verði veitt Ián þegar á fyrsta misseri. „Við höfum verið andvíg því að taka málið upp. Pað er gífurlega mikið fall á fyrsta ári og eins að námsmenn skipti um grein. Við teljum engan sérstakan ávinning að því að menn stofni til skulda á þessum tíma. Námsmenn reyna í ríkari mæli að komast hjá því að stofna til fjár- skuldbindinga ef við veitum ekki lán strax. Þeir reyna ef til vill frekar að fjármagna nám sitt með sama hætti og þeir gerðu í menntaskóla. Þetta fyrirkomulag með samstarfi við bankana hcfur gengið mjög vel og lítið verið um kvartanir. Pað er mikill akkur í því fyrir lánasjóðinn að losna við allt umstangið sem því fylgir að fá alla fyrsta árs nemana yfir sig en helmingurinn stenst síðan ekki námskröfurnar" sagði Sigur- björn Magnússon í samtali við Tímann. jkb Menntamálaráðherra á fundi með vinnuhóp um Lánasjóð íslenskra náms - manna þar sem hópurinn skilaði lokaáliti sínu. Tímamynd: Ámi Bjama

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.