Tíminn - 01.03.1989, Page 13
Miðvikudagur 1. mars 1989
Tíminn 13
Stjórnarherinn í Eþíópíu að missa öll tök í norðri:
Tígerhérað nú á
valdi skæruliða
Skæruliðar í Tígerhéraði hafa barist gegn stjórnarher Eþíópíu í fjórtán ár.
Nú hafa þeir krakið stjórnarherinn frá Tíger.
Skæruliðar í Tígerhéraði í
norður Eþíópíu fullyrða að
stjórnarherinn hafi yfirgefíð
borgina Mekele sem er
höfuðstaður héraðsins. Því
sé héraðið nú allt á valdi
skæruliða.
Ekki hafa borist fréttir frá hlut-
lausum aðilum af þessu, en Þjóð-
frelsishreyfing Tíger staðhæfir að
hreyfingin hafi nú allt héraðið á
valdi sínu, en í því búa nú fimm
milljónir manna.
-Stjórnarherinn flaug með vopn
stórskotaliðsins, embættismenn
stjórnarinnar og leiðtoga flokksins
frá Mekela 500 km norður af Addis
Ababa á sama tíma og 15 þúsund
hermenn þrömmuðu suður á bóginn
í átt að Wollo héraði, sagði Yemane
Kidani talsmaður skæruliða í samtali
við Reuter.
-Þetta er í fyrsta sinni sem Tíger
er frelsað í fjórtán ára valdatíð
núverandi ríkisstjórnar Eþíópíu,
sagði Yemane og bætti við:
-Ég hef ekki séð Mekele í fjórtán
ár.
Yfirstjórn Þjóðfrelsisfylkingar-
innar og hersveitir hennar hafa nú
þegar tekið yfir Mekele og stjórna
þaðan málum Tígers.
Núverandi ríkisstjórn marxista í
Eþíópíu hafa haft Mekele á valdi
sínu frá því Haile Selassie keisara
var steypt af stóli af hernum árið
1974.
í síðustu viku náðu skæruliðar
Þjóðfrelsishreyfingarinnar bænum
Inda Selassie á sitt vald og naut við
það dyggrar aðstoðar hersveita frá
Frelsishreyfingu Erítreu sem berst
fyrir sjálfstæði nágrannahéraðs
Tíger. Þá féllu um 9 þúsund stjórnar-
hermenn og rúmlega 12 þúsund voru
teknir höndum eftir tíu daga bar-
daga. Tveir hershöfðingjar féllu þar
og sá þriðji var handtekinn.
Tígerhérað sem er ntjög fjöllótt
hefur alla tíð verið menningarsvæði
og yfirleitt sjálfstætt ríki, en þar var
konungdæmið Axum stofnað fyrir
um það bil 2500 árum. Tígerhérað
féll undir Eþíópíu í þeirri mynd sem
nú er upp úr síðustu aldamótum.
Skósmíðaverkstæöiö „Duckers“ í Oxford:
75 ára skuld Rauða
barónsins afskrifuð
Eftir 75 ár hefur skósmiöur í Oxford á Englandi loks getaö
afskrifað skuld „Rauða barónsins“ hins þekkta þýska flug-
manns sem skaut niður fleiri flugvélar bandamanna í fyrri
heimsstyrjöldinni en nokkur annar.
Manfred von Richthofen barón
pantaði par af gaddaskóm hjá hinu
virðulega skósmíðafyrirtæki
„Duckers" á meðan hann var við
nám í Oxfordháskóla árið 1914.
Baróninn hélt hins vegar heim í
snarhasti þegar drungaleg ófriðarský
tóku að hrannast upp yfir Evrópu og
láðist honum að greiða skó sína.
-Þetta er færsla í viðskiptabók
okkar sem ekki er auðvelt að
gleyma, sagði George Purves eig-
andi Duckers á fimmtudaginn eftir
að skuld “Rauða barónsins" hafði
verið afskrifuð.
Skuldin var afskrifuð eftir að send-
iherra Vestur-Þýskalands, Hermann
von Richthofen, náfrændi „Rauða
barónsins" hafði litið inn hjá
“Duckers" ásamt vini sínum Sir
Julian Bullard, sem er breskur
diplómat sem nú er kominn á eftir-
laun.
Þeir hjá „Dukcers" notuðu tæki-
Suður-Afríka:
Blökkumenn í Natal
myrða hver annan
Mikil ólga ríkir nú í Natalhéraði í Suður-Afríku þar sem
blökkumenn vega hver annan í átökum Zulumanna og
stuðningsmanna Sameinaða lýðræðisfíokksins sem er vinstri
sinnaður flokkur blökkumanna. Sjö blökkumenn voru myrtir
í héraðinu í gær.
Gatið á skrokki farþegaþotu
United Airlines:
Sprengja
ekki
orsaka-
valdur
Ljóst eraðekki var um sprengju-
tilræði að ræða þegar gat kom á
skrokk Boeing 747 farþegaþotu
bandaríska flugfélagsins United
Airlines með þeim afleiðingum að
níu farþegar soguðust út í tómið
yfir Kyrrahafi fyrir helgi. Allar
iíkur eru á að bilun í lokunarbún-
aði hurðar í farangursrými hafi
valdið slysinu. Hurðin opnaðist og
varð það til þess að gat kom á
farþegarými flugvélarinnar þar
sem farþegarnir soguðust út.
Þrír skóladrengir voru stungnir til
bana í Cleremont, en þeir voru
taldir fylgja Sameinaða lýðræðis-
flokknum að málum. Múgurinn elti
þá uppi eftir að þeir höfðu kveikt í
húsi Zulumanna í KwaDabeka.
Fjórir menn létu lífið í átökum í
Edendale nærri Pietermaritzburg,
færið og sýndu Hermanni von Richt-
hofen reikning frænda síns. Eins og
sönnum herramanni og barón sæmdi
bauðst sendiherrann til þess að
greiða reikning frænda síns. Hljóð-
aði reikningurinn upp á 54 pence.
Þeir hjá „Duckers" tóku slíkt ekki
á mál heldur gáfu Richthofen ættinni
eftir skuldina og geta nú loks afskrif-
að þau 54 pence sem verið hafa
útistandandi í 75 ár.
Rauði baróninn flaug þriggja
vængja herflugvél af Fokker gerð í
fyrri heimsstyrjöldinni og skaut nið-
ur áttatíu flugvélar bandamanna.
Hann féll í flugorrustu árið 1918.
en þar hafa átök brotist út nær
daglega að undanförnu. Þar beitti
lögregla táragasi gegn stríðandi hóp-
um blökkumanna.
Talið er að rúmlega þúsund manns
hafi verið drepnir í átökum í Natal-
héraði sfðastliðin tvö ár.
■ - lr«"
i r C ■ «nr
FÉLAGSMÁLASKÓLI
Gissur Pétursson
Egill H. Gíslason
Finnur Ingolfsson
Arnar Bjarnason
Hrólfur Ölvisson
Helgi Pétursson
Samband ungra framsóknarmanna og Kjördæmissambönd
Framsóknarflokksins hafa ákveðið að fara á stað með
Félagsmálaskóla þar sem boðið verður uppá eftirfarandi
námskeið:
A. Grunnnámskeið í félagsmálum:
Efni: Fundarsköp og ræðumennska, tillögugerð, stefnumál
Framsóknarflokksins o.fl.
Tímalengd: 8 klst.
Leiðbeinendur verða: Gissur Pétursson, Egill HeiðarGísla-
son, Finnur Ingólfsson, Arnar Bjarnason og HrólfurÖlvisson.
Stefnt er að því að halda námskeiðið í febrúar og mars á
eftirtöldum stöðum ef næg þátttaka fæst: Reykjavík, Keflavík,
Selfoss, Vestmannaeyjar, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Sauð-
árkróki, (safirði, Ólafsvík og Akranesi.
B. Fjölmiðlanámskeið:
Efni: Framkoma í sjónvarpi og útvarp. Undirstöðuatriði í
frétta- og greinaskrifum. Áhrif fjölmiðla.
Tímalengd: 16 klst.
Leiðbeinandi: Helgi Pétursson, fréttamaður. Stefnt er að því
að halda námskeið í Reykjavík og á Akureyri.
Þeir aðilar sem hafa áhuga á þessum námskeiðum eru hvattir
til að hafa samband við eftirtalda aðila:
Reykjavík: Skrifstofa Framsóknarflokksins, s. 91-24480
Reykjanes: Ágúst B. Karlsson, sími 91-52907
Vesturland: Bjarni Guðmundsson, sími 70068
Vestfirðir: Sigurður Viggósson, sími 94-1389
Norðurland vestra: Bogi Sigurbjörnsson, sími 95-71527
Norðurland eystra: Snorri Finnlaugsson, sími 96-61645
Austurland: Olafur Sigurðsson, sími 97-81760
Suðurland: Guðmundur Búason, sími 98-23837
Samband ungra framsóknarmanna
Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins
Framsóknarfélag Árnessýslu boðar fil félagsfundar um málefni
Samvinnuhreyfingarinnar mánudaginn 6. mars kl. 21 að Eyrarvegi
15, Selfossi.
Frummælandi verður Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins.
Félagsmenn og aðrir áhugamenn um málefni Samvinnuhreyfingar-
innar eru hvattir til að mæta.
Stjórnin
Framsóknarvist í Kópavogi
Framsóknarfélögin í Kópavogi
efna til 3ja daga spilakeppni í Félagsheimili Kópavogs Fannborg 2.
Spilað verður þrjá sunnudaga í röð og í fyrsta sinn sunnudaginn 5.
mars n.k. kl. 15. Góð verðlaun verða veitt alla dagana og síðasta
daginn 19. mars verða veitt glæsileg verðlaun til stigahæsta
einstaklingsins.
Kaffiveitingar verða á staðnum. /
Framsóknarfélögin í Kópavogi