Tíminn - 02.03.1989, Side 3

Tíminn - 02.03.1989, Side 3
•''fömnrrttidagur' 2.nrars' 19B9 'tímlnn ‘ 3 Frumlegar hugmyndir skjóta upp kollinum á Búnaðarþingi 1989: Heilsárshótel í Kverkfjöll ? Er raunhæfur möguleiki að koma upp heilsárs ferðamann- aþjónustu á háhitasvæðinu við Kverkfjöll? Er möguleiki á orkuflutningum til byggða á Austurlandi, en stysta leið til byggða er um 70 km. Guttormur V. Þormar, sem er einn af þingfulltrúum á Búnaðar- þingi 1989, hefur lagt þarfram erindi varðandi rannsóknir á háhitasvæð- inu í Kverkfjöllum. Þar er mælst til að Búnaðarfélag íslands fari þess á leit við Orkustofnun að fram fari rannsókn á háhitasvæðinu við Kverkfjöll með hliðsjón af bættri aðstöðu fyrir ferðamenn og mögu- leikum á orkuflutningum til byggða. Svæðið sem um er að ræða liggur í tæplega 800 metra hæð. Sjálfur ferðamannaskálinn sem er í eigu ferðafélaga á í Þingeyjasýslu og Norður-Múlasýslu liggur fast við Vatnajökul að norðaustan. Gæsla er í skálanum yfir sumarmánuðina en talsvert skortir á að aðstaða fyrir ferðamenn sé fullnægjandi og má þar nefna að ekkert heitt vatn er í skálanum þrátt fyrir að stutt sé að sækja það. Að sögn Guttorms hefur aðsókn að ferðamannaskálanum við rætur Kverkfjalla aukist mjög undanfarin sumur og skiptir fjöldi ferðamanna jafnvel hundruðum um helgar. Hann og fleiri vilja nú láta kanna hvort möguleiki sé á að reisa heilsárshótel, með sundaðstöðu og tilheyrandi það sem skálinn stendur nú. í ályktun- inni sem liggur fyrir búnaðarþingi er tekið fram að nauðsynlegur undan- fari þessa sé veðurathugun á staðn- um allt árið um kring. t>á er tekið fram að athugað skuli um lengingu flugbrautar við ferðamannaskálann. Haldinn var fundur með fulltrúum frá Orkustofnun á síðast liðnu hausti, þar sem málið var kynnt. Einnig var fundað með veðurstofu- stjóra um þær hugmyndir að komið yrði á fót veðurathugunum allt árið í Kverkfjöllum, en það ntun kosta talsverða peninga. Hugmynd þessi kont fyrst upp í sýsluráði N-Múlasýslu, en Guttorm- ur átti sæti í ráðinu. Nú þegar sýslunefndir og ráð hafa verið lögð niður reyna menn að finna annan aðila sem gæti komið þessu máli áleiðis og þess vegna hefur það verið langt fyrir búnaðarþing. - ág Guttormur V. Þormar hefur lagt erindi fyrir búnaðarþing þar sein lagt er til að Orkustofnun rannsaki háhitasvæðið við Kverkijöll m.a. með það fyrir augum að reisa þar hótel opið ferðamönnum allt árið. Snjóþyngslin á Vestfjörðum: Víða með öllu fennt að neðri hæðum húsa og varð því að fresta verslunarleið- angrinum. Vegna ntjólkurleysis var þó ekki urn annað að ræða fyrir húsbóndann en að skríða út um Þaö fer engum ofsögum af fannfergi á Norðurlandi og á Vestfjörðum, það sem af er þessu ári. Hér eru birtar myndir sem teknar voru í Hnífsdal við ísafjarðardjúp um helgina og tala þær sínu máli. t>ar sem víða annars staðar hafa íbúar þurft að búa við snjóflóða- hættu um tíma, rafmagnsleysi í lengri og skemmri tíma, verulega heftar samgöngur og hefur einnig borið á matarskorti í lengstu hryðj- unum á flestum heimilum. 1 tveggja hæða húsum liafa íbúar hafst við á efri hæðum þar sem víða er með öllu fennt að neðri hæðum húsanna og þar því erfitt um vik að hleypa inn hreinu lofti eða njóta dagsbirtunnar. í verstu byljum er vitanlega ekki hundi út sigandi og eftir að bætt hefur í snjókisturnar eða fönnin flust til í skafrenningum, er oft erfitt að komast á milli húsa, hvað þá að ná til verslana eftir nauð- þurftum. Við þessar aðstæður er ekki óalgengt að háir menn sem lágir lendi í þrekraunum, án þess að af því berist einhverjar sérstakar fréttir til annarra landsmanna. S.l. föstudag var t.d. sex ára drengur að fara milli húsa sem ekki eru í meira en átta metra fjarlægð, en varð nánast úti er að honum fennti skyndilega í lausamjöllinni. Móðir hans vissi af honum á leið- inni og fór út að leita hans þegar heimferðin dróst á langinn. Þegar hún fann drenginn stóð lítið upp úr snjónum annað en kollur og herðar, en hann var þá orðinn uppgefinn vegna dýptar á lausa- mjöllinni. Tókst móðinni, sem bet- ur fer að koma drengnum og sjálfri sér heim en „björgunin" hafði þá staðið f tæpan hálftíma, vegna þess að stöðugt gekk á með byljum og hríð. Á öðrum bæ hafði heimilisfólkið ætlað að kaupa inn matarföng fyrir helgina á laugardaginn, vegna ann- ríkis daginn áður. Síðar þann dag skall á sú hríð sem áður er getið. glugga á efri hæð hússins um dag- renningu á sunnudag og leita á náðir forsjállar móður sinnar á öðrum stað í Hnífsdal. Að sumri til er um sjö til átta mínútna gangur þarna á milli, en þegar húsbóndinn kom aftur úr leiðangrinum voru liðnar þrjár klukkustundir, enda meiri jafnfallinn snjór en svo að hægt væri að tala bara um kloffönn. KB Kristinn Héðinsson í Hnífsdal lítur til veðurs er um hægðist sl. sunnudag. Eins og sést nær aðfallin fönnin honum í mittið, en hann er um 1,85 sm á hæð. Greinilegt er að pósturinn þarf að moka sig niður að bréfalúgunni. Tímamyndir Anna Rósa Horft inn Hnífsdalinn. f forgrunni sést í toppinn á snúrustaurum. ÓVISSA UM OLÍUFARM í gærkvöldi hafði Olís ekki enn tekist að verða sér úti um banka- ábyrgð vegna gasolíufarms sem lagt verður af stað með í dag eða á morgun hingað til lands frá Sovét- ríkjunum. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Tímans verður allt það magn sem komá átti með skipinu tekið heim, alveg burtséð frá því hvort Óla Kr. tekst að opna bankaábyrgð fyrir hluta Olís í farminum en inn- kaupsverð lians nemur um 50 millj- ónum króna. Olís mun hafa fengið frest til næstkomandi mánudags til að ganga frá sínum málum í sambandi við þennan farm og ef það ckki tekst munu Olíuféiagið og Skeljungur kaupa og skipta á milli sín hluta félagsins í gasolíunni umræddu sem er um þriðjungur larmsins. Þannig munu Olíufélagið og Skeljungur í raun hafa ábyrgst greiðslu farmsins í heild. Ef Olís tekst ekki að ná inn sínum hluta þessa gasolíufarms þykir sýnt að félagið lendi í erfiðleikum með að sjá viðskiptavinum sínurn fyrir olíu og þá muni fljótt síga á ógæfuhliðina. Tvcir háttsettir menn hjá Mobil Oil samsteypunni eru nú staddir hér á landi á vcgum Olís. Annar þeirra er einn af markaðsstjórum þess í Evrópu, John Parry. - sá Sementsverksmiöjan slaer fyrra framleiðslumet sitt frá 1986: Meðalframleiðsla 337 tonn á dag Framleiðsla Sementsverksmiðju ríkisins hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári. Kemur það bæði til af því að rekstrardagar voru margir, eða 349 Ístað3l0árið 1987 og dagsfram- leiðsla mikil. Þetta kemur fram í ársskýrslu Sementsverksmiðju ríkis- ins fyrir árið 1988. Meðalframleiðslan á dag var 337 tonn og ársframleiðslan 117.500 tonn. Þetta samsvarar 4-5% aukn- ingu frá fyrra framleiðslumeti árið 1986. Á síðustu tíu árum hefur tekist að auka dagsafköstin úr 290 tonnum í 337 tonn eða um liðlega 16%. l>á var framleiðsla sements einnig meiri en árin á undan og stafar það af mikilli sölu á árinu. Heildarsementsfram- leiðslan varð 134.100 tonn á síðasta ári. Hagnaður af rekstri fyrirtækisins nam 31,8 milljónum króna. Af ein- stökum rekstrarliðum var mest áber- andi hækkun hráefnis, eða úr 11,5% afveltu 1987 í 17,2% 1988. Ástæðan er fyrst og fremst mikil hækkun á innkaupsverði kísilryks, segir í árs- skýrslunni, auk þess sem rekstrar- dagar semcntsofnsins voru fleiri árið 1988 en 1987. Þá lækkaði fjármagns- kostnaður úr 4,6% af veltu ársins 1987 í 3,8% árið 1988. Hjá verksmiðjunni unnu 140fast- ráðnir starfsmenn í árslok 1988. - ABÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.