Tíminn - 02.03.1989, Page 7

Tíminn - 02.03.1989, Page 7
Fimmtudagur 2. mars 1989 Tíminn 7 Hyggjast endurvekja fyrrum þjóðleið milli Hvalfjarðarbotns og Þingvallasveitar: Vegur yfir Leggjabrjót í skipulag Hvalfjarðar Uppi er tillaga um að leggja beri vel akfæran veg úr Botnsdal í Hvalfirði austur í Hrútagil eða Svartagil í Þingvallasveit, en slóði sá sem enn mótar fyrir á þessari fyrrum þjóðleið er gjarnan kallaður leiðin yfir Leggjabrjót. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, sagði í viðtali við Tímann í gær að þessi vegarlagning væri mjög ofarlega á blaði vegna skipu- lagningar Akranesbæjar og hrepp- anna sunnan Skarðsheiðar, sem nú er að hefjast og móta framkvæmdir á svæðinu næstu þrjú til fjögur árin. Það sem menn sjá við lagningu slíks vegar er að þarna myndi opnast leið um mjög fallega nátt- úru Botnsdalsins og ekki síður um Kjóavelli sunnan Botnssúlna og norðan upptaka Öxarár í Myrka- vatni og norðan Sandvatns. Þar með yrði einnig rudd leið fyrir nýtt almennt skíðasvæði í hlíðum Botnssúlna, en það hefur Iengi verið talið mjög ákjósanlegt skíð- asvæði. Vegur yfir Leggjabrjót, eins og þessi væntanlegi vegur er kallaður manna á meðal í dag, myndi einnig opna nýja möguleika sem ferðamannaleið til lengingar á þeirri hefðbundnu ferðamannaleið á Gullfoss, Geysi, Laugarvatn og Þingvöll. Hefur fjöldi ferðamanna undrað sig á því að geta ekki farið stystu leið yfir í Hvalfjörð frá Þingvöllum, en eitt af því mark- verðasta sem erlendir ferðamenn leita eftir í Hvalfirði er vitanlega Hvalstöðin. Akurnesingar hafa einnig bent á að með slíkum vegi megi gera ráð fyrir því að nýr hringur opnaðist fyrir einhvern ferðamannastraum, innlendra og erlendra ferðamanna, niður á Akranes og með Akraborginni til höfuðstaðarins, eða gagnstæðan hring. Einnig hefur verið bent á að slíkur vegur myndi auka öryggi rjúpnaskyttna sem leggja leið sína um þetta svæði á haustin og þá ekki síður öryggi almennra ferða- manna. Upphaflega var tillaga að lagn- ingu vegar um Leggjabrjót sett fram af Jóni Einarssyni, prófasti á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann lagði fram þessa tilögu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi árið 1987. Á síðasta aðalfundi samtakanna í nóvember sl. var þessi tillaga endurvakin og sam- þykkt annað sinn. Nú hefur verið ákveðið, eins og að framan greinir, að leggja mikla áherslu á gerð þessa vegar vegna heildarskipulags á svæðinu sunnan Skarðsheiðar. Að því skipulagi standa Akranes- bær og allir hreppar sunnan Skarðsheiðar og við Hvalfjarðar- strönd. Ekki hefur verið gert ráð fyrir því að þessi Leggjabrjótsveg- ur verði inni á vegaáætlun þetta árið, en stefnt að því að hann verði mjög ofarlega á blaði innan áður- nefnds skipulags, sem unnið verður að næstu tvö til þrjú árin. Núverandi vegur milli Hrútagils í Þingvallasveit og Botns í Hval- firði er rctt ríflega fimmtán kíló- metra langur og liggur hæst í um 350 metra hæð yfir sjó. Aðkoman úr Hvalfjarðarbotni er nú sem stendur lokuð fyrir umferð, enda er hún erfiðari en þegar farið er upp á þessa leið að austanverðu, við Hrútagil. Síðustu árin hefur verið hægt að aka að sumarlagi á jeppum ntilli Hrútagils og dal- botnsins í Brynjudal, sem er næsti dalur sunnan Hvalfjarðar. Er þá beygt út af veginunt ofan í Hval- fjarðarbotn vestan Sandvatns og farið um afleggjara suður íBrynju- dalsbotn. KB Bílum stolið á sama stað Tveim bílum var stolið frá Ryð- varnarskálanum við Sigtún 5, að- faranótt þriðjudags, 28. febrúar og aðfaranótt miðvikudags 1. mars sl. í báðum tilfellum var brotist inn og náð í lyklana að bílunum. Bifreiðin sem stolið var aðfaranótt þriðjudags er af gerðinni VW Golf árgerð 1987, gullsanseruð að lit, með skráningarnúmerið R-55717. Bifreiðin hafði lítið merki bílaleigu á framhurðum. Aðfaranótt miðvikudags var síð- an stolið frá sama stað bifreiðinni Y-3212, sem er af gerðinni Nissan Sunny árgerð 1986 hvít að lit. Ekki hefur tekist að hafa upp á hvar þessir bílar eru niður komnir. Þeir sem séð hafa bílana eftir að þeim var stolið eru beðnir um að snúa sér til RLR. - ABÓ Námsstefna Barnageðlæknafélags íslands: Leikur, samfélag og geðheilsa barnanna Þann níunda og tíunda mars mun Barnageðlæknafélag íslands halda námsstefnu sem er öllum opin. Aðalfyrirlesari á námsstefnunni verður Lawrence Hartmann sem er þekktur læknir og sálkönnuður frá Boston. Fyrri daginn verður fundarefnið „geðheilsa í skólum“. Þá munu auk Hartmanns, Már V. Magnússon forstöðumaður sálfræðideildar Norðurlands eystra á Akureyri fjalla um hlutverk ráðgjafar og sálfræði- þjónustu skóla og Arthúr Morthens sérkennslufulltrúi Reykjavíkur halda fyrirlestur sem heitir sköli og samfélag. Síðari daginn heldur Hartmann þrjá fyrirlestra. Gyða Jóhannsdóttir skólastjóri Fósturskóla íslands talar um uppeldislegt gildi leiks og Ragn- heiður Þórarinsdóttir forstöðumað- ur Árbæjarsafns um leiki barna á Héraði og Seyðisfirði 1979-80. Þátt- töku skal tilkynna í síma 72096. jkb Frá undirritun samnings milli Radióbúðarinnar og Innkaupastofnunar ríkisins. Frá fullorðinsfræðslu í tölvuveri Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki Noröurland vestra Víðtækt nám fullorðinna Nú er hafin á Norðurlandi vestra víðtæk fullorðinsfræðsla sem grunnskólarnir á svæðinu, Fjölbrautaskólinn á Sauðár- króki og Bændaskólinn á Hólum standa sameiginlega fyrir. Síðastliðið haust var sendur áhuga á þessari námstilhögun og spurningalisti á flest heimili í kjör- hefur í framhaldi af þeirri niðurstöðu dæminu þar sem kannaður var áhugi verið unnið að margvíslegri skipu- fólks á að komið yrði á fót fullorðins- lagningu sem óhjákvæmilega fylgir fræðslu á þessu svæði. að hrinda jafn viðamikilli starfsemi Könnunin leiddi í Ijós mikinn af stað. Samningur Radíóbúðarinnarog Innkaupastofnunar ríkisins: STÓRAFSLÁTTUR A TOLVUBUNAÐI Undirritaður hefur verið samn- ingur milli Innkaupastofnunar ríkisins og Radíóbúðarinnar um verðlækkun á Macintosh tölvum frá Apple og fylgibúnaði. Samningurinn mun ná til sölu á allt að 3500 tölvum og getur veitt allt að 40% afslátt frá markaðs- verði. Þeir sem geta nýtt sér hann eru ríkisstofnanir, ríkisstarfsmenn, bæjar og sveitarfélög, kennarar og stúdentar á háskólastigi. Komi fram að kaupandi afgreiði tölvurn- ar til annarra en ofangreindra getur seljandi rift samningnum fyrirvara- laust. Samningurinn gildir til eins árs og er hliðstæður samningi sem gerður var í fyrra. Þá notuðu um eliefu hundruð aðilar sér tilboðið og nam heildarlækkun á keyptum tölvum 170 milljónum króna. Framkvæmd samningsins verður með þeim hætti að pöntunum verð- ur safnað saman í fjórar afhending- ar. Skilafrestur á pöntunum fyrir fyrstu afhendingu rennur út 31. mars. jkb Kennslan fer fram á tólf stöðum í kjördæminu og annast kennarar á hinurn einstöku stöðum að mestu kennsluna, en í nokkrum tilfellum fara kennarar milli staða til að kenna. Meðal þess námsefnis sem boðið er upp á er járnsmíði, fata- saumur, málmsuða, íslenska, enska, þýska, franska, bókfærsla, ættfræði og tölvufræði. Tilhögun fullorðinsfræðslunnar er með tvennum hætti, annars vegar reglubundið öldungadeildarnám sem þá fylgir námsskrá franrhalds- skóla og hins vegar almenn nám- skeið þar sem námið verður sveigj- anlegra eftir námsefni og aðstæðum á hverjum stað. „Nemendur" greiða sjálfir kostn- að af námskeiðunum, en kostnaður við öldungadeildarnámið skiptist á milli ríkis, sveitarfélaga og nem- enda. Eitt fag. tölvufræðin var áberandi vinsælasta námsefnið sem boðið var uppá. Sú námsgrcin verðureingöngu kennd á Sauðárkróki, en þar er nú ágæt aðstaða í tölvuveri Fjölbrauta- skólans sem tekið var í notkun á síðasta ári. Þorkell Þorsteinsson kennari við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki hefur yfirumsjón með fullorðins- fræðslunni á Norðurlandi vestra. ÖÞ Fljótuin

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.