Tíminn - 02.03.1989, Qupperneq 9

Tíminn - 02.03.1989, Qupperneq 9
Fimmtudagur 2. mars 1989 Tíminn 9 lllimii VETTVANGUR :iWi^ Sigríður Hjartar: LANDNÝTINGARÁÆTLUN jómfrúræða á Alþingi: grónir. Síðan hcfurgróðureyðingin verið svo mikil að nú er aðeins um 'A hluti landsins eða 25.000 knr grónir. Sá gróður er að langmestu lcyti neðan við 300-400 m hæð yfir sjó. Talið er að gróður- og jarð- vegseyðingin hafi verið mest á síðari hluta 19. aldar og í byrjun þessarar. Forfeður vorir urðu að lifa af því sem landið gaf með góðu eða illu en við eigum að hafa þá þekkingu og tækni sem þarf til að stöðva landeyðinguna. Landgræösla ríkisins hefur unn- ið mjög mikið starf á undanförnum áratugum. Starf hennar hefur sýnt og sannað að við getum snúið vörn í sókn ef veðráttan á annað borð gerir það kleyft. Þjóðargjöfin svonefnda, eða þeir fjármunir sem veittir voru til landgræðslu í tilefni 1100 ára af- mælis landnámsins létti Land- græðslunni verulega róðurinn. Þær fjárveitingar sem Landgræðslan verndun og viðhald þess gróðurs sem fyrir er. Merk þingsályktun um landnýtingu var samþykkt á Alþingi 22. maí 1984. Davíð Aðalsteinsson þingmaður Framsóknarflokksins var frumkvöðull að gerð þessarar ályktunar en hann fékk til liðs við sig þingmenn úr öllum flokkum sem áttu fulltrúa á Alþingi, Þorvald Garðar Kristjánsson, Helga Seljan, Ingvar Gíslason og Jóhönnu Sigurðardóttur. í þingsálykt- uninni segir: Þéttbýli - mengun Á undanförnum áratugum hefur fólksfjölgun á íslandi verið mikil en búsetubreyting margfalt meiri. Um aldamótin bjuggu liðlega 20% landsmanna í þéttbýli en nú eru það rúmlega 90%. Þessi mikla búsetu- og lífsháttarbreyting hefur gjörbreytt viðhorfi manna til land- nýtingar. Landnýtingarvandamál eru að verulegu leyti önnur hér en í nágrannalöndunum. Mengun er hér hlutfallslega lítil miðað við Evrópulönd og landrými til land- búnaðar yfrið nóg. Mengun af völdum þéttbýlis er þó vaxandi, svo sem skolp- og sorpmengun. Nægir að nefna vanda Reykjavíkur og nágrannabyggða þar sem lausn sorpeyðingar er knýjandi. Áhyggj- ur manna vegna mengunar frá fiskeldisstöðvum fara vaxandi en samkvæmt nýjum rannsóknum er áburðarnotkun landbúnaðarins ekki sá mengunarvaldur á íslandi sem nú er í Evrópu. Landnýtingar- áætlun hlýtur að fjalla um mengun. „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að hlutast nú þegar til um að undirbúningi og vinnu við landnýtingaráætlun verði hraðað. Við gerð slíkrar áætlunar verði lögð áhersla á sem hagkvæmasta nýtingu og varðveislu landgæða. Gerð verði kostnaðaráætlun um landnýtingarskipulag sem taki til allra meginþátta landnýtingar. Áætlunin verði lögð fyrir Alþingi og á grundvelli hennar verði tekin ákvörðun um framkvæmdahraða." Hvað er landnýting? Hugtakið landnýting er gjarnan notað á tvennan hátt. Annars vegar er það látið merkja nýtingarstig lands og orðið landnotkun þá not- að um ráðstöfun landsins. Hins vegar er hugtakið notað á miklu víðfeðmari hátt sem spannar ráð- stöfun lands til ýmis konar nota svo sem landbúnaðar, iðnaðar, þétt- býlis og útivistar. Landnýtingarmál eru fjölþætt og viðhorf þeirra sem sækjast eftir afnotum af landi mjög breytileg og þörfin fyrir samræmdar áætlanir og lög um landnýtingu fer stöðugt vaxandi. önnur landnot og þar sem þegar hafa verið byggðir flugvellir þarf að kanna vel áhrif flugumferðar í næsta nágrenni. Þegarhefurkomið í Ijós að loðdýrarækt og hávær flugumferð fara illa saman. Virkjanir Vatnsorkan er helsta orkulind íslendinga. Orkustofnun og Lands- virkjun hafa í sameiningu gert yfirlit um landrýmisþörf vegna virkjunar vatnsorku. Ef litið er á landþörf þeirra virkjana sem þegar Samgöngur Breyttir samgönguhættir hafa áhrif á landnýtingu. Undir þjóð- vegina fara um 300 km2 og er það að mestu ræktanlegt land í byggð. Þó er ekki unnt að segja að lagning þjóðvega um landið hafi valdið verulegum deilum. Öðru máli gegnir um flugvallagerð. Reykja- víkurflugvöllur hefur verið um- deildur allt frá byggingu hans. Margir hafa áhyggjur af jafn mikilli flugumferð yfir höfuðborginni og raun ber vitni. Aðrir telja illa varið góðu byggingarlandi undir flugvöll. Lengi var rætt um að gera flugvöll fyrir innanlandsumferð á Álftanesi. Á meðan menn ræddu kosti þess og ókosti óx byggð þar svo mjög að flugvallargerð er fyrir löngu úr sögunni þar. Þær deilur sem nú eru risnar um staðarval fyrir millilandaflugvöll eiga sér ekki nema að litlu leyti rætur í Iandnýtingarsjónarmiðum. Gæta verður þess við staðarval fyrir flug- velli að ekki verði árekstrar við hafa verið byggðar auk virkjunar- kosta sem eru á athugunar- eða undirbúningsstigi er gróflega áætl- uð landþörf um 1.100 km2 eða um 1% af flatarmáli landsins alls. Þar af eru um 400 km2 gróið land. Eins og málum er nú háttað er ekki þörf fyrir mikla viðbótarorku innan- lands en hugmyndir manna um orkusölu til útlanda hafa fengið nokkurn byr. Við hönnun virkjana ber að hafa í huga að sem minnst gróðurlendi tapist. Reynslan af gróðurtilraunum á Auðkúluheiði sýnir að unnt er að rækta upp landið jafnvel í mikilli hæð yfir sjó, með friðun og áburðargjöf. Þó má deila um hvort ekki sé réttara að meta arðsemi áburðargjafar ef val- ið stendur á milli áburðardreifingar á hálendi og láglendi. Landeyðing Landeyðing er mjög alvarlegt vandamál á íslandi. Talið er að við upphaf landnáms hafi að minnsta kosti 3/s hlutar landsins verið fær nú þyrftu að vera þrisvar til fjórum sinnum meiri til að vera jafngildar þjóðargjöfinni. Starf landgræðslunnar er enn slökkvi- starf, svo vitnað sé í orð land- græðslustjóra. Við höfum þó líklega aldrei efni á að græða landið allt upp með áburði eða sáningu. Friðun birki- skóga og kjarrlendis er ódýrasta skógræktin og öflugasta vörnin gegn gróðureyðingu sem við eigum völ á. Taliö er að birkiskógar og kjarr hafi um landnám þakið um fjórðung landsins. Nú er samanlagt flatarmál alls birkilendis hér á landi um 1250 km2. Rannsóknir sem unnar hafa verið á vegum Skógræktarstöðvarinnar á Mógilsá sýna að íslenska birkið er mjög skammlíft. Aldur þess verður mishár eftir landsvæðum. Á Vest- urlandi virðist birkikjarrið verða 20-30 ára en um 80 ára á Norð- Austurlandi þar sem skilyrði til trjáræktareru mun betri. Eitt meg- insvið landnýtingaráætlunar á að vera landgræðsla og jafnframt Beitarálag - landbúnaðarkvóti Þar með hlýtur landnýtingar- áætlun að snerta mjög framtíðar- skipulag landbúnaðar. Minnkandi markaður fyrir hefðbundnar land- búnaðarafurðir leiddi til þess kvótakerfis sem þegar hefur valdið þriðjungs fækkun sauðfjár á 10 árum og því minnkaðs beitarálags bæði á heiðum uppi og í byggð. Beitarálag sauðfjár í byggð gjör- breyttist þegar vetrarbeit sauðfjár hætti en beitarálag vegna hrossa fer vaxandi, einkum í byggð. Afréttarbeit hrossa er lítil, Hún- vetningar og Skagfirðingar reka að vísu hross á afrétt, en það er ströngum skilyrðum háð og beitar- tíminn mjög skammur. Kvótakerfið hefur valdið svo mikilli bústofnsfækkun að mörgum bóndanum er ógerlegt að lifa af hefðbundnum landbúnaði einum sér. Því miður hefur loðdýraræktin jafnvel aukið á vanda þeirra bænda sem hana stunda og þarf fleira að koma til. Á nokkrum svæðum á landinu eru taldir raunhæfir möguleikar á ræktun nytjaskóga. Áhugi bænda á ræktun bændaskóga er verulcgur en hér vantar enn frekari stefnu- mörkun og fjármagn af hálfu hins opinbera. Á þessu ári hefur Skóg- rækt ríkisins aðeins 10,3 milljónir á fjárlögum til nytjaskóga á bújörð- um. Útivist Þar sem 90% þjóðarinnar býr í þéttbýli eykst stöðugt þörfin á aðgengilegum útivistarsvæðum í næsta nágrenni þéttbýlissvæða. Vaxandi ferðalög bæði íslendinga og erlcndra manna um landið allt kallar á bætt skipulag ferðamála, bætta aðstöðu til gistingar, bæði í byggð og óbyggð, jaínframt á verndun viðkvæmra gróðursvæða. Við höfum þegar dæmi um hve óskipulögð ferðamannaumferð gctur gengið nærri viðkvæmum stöðum. Landnýtingaráætlun verður að fjalla um þessi mál. Hvað líður áætlunargerð? Ég hef drepiö á örfáa þætti sem landnýtingaráætlun verður að fjalla um en hvað hefur þessum málum miðað síðan samþykkt var á Alþingi að gera slíka áætlun? Landbúnaðarráðuneytið skipaði nefnd í kjölfarþingsályktunarinnar sem var skipuð sérfræðingum þeirra stofnana sem málið snertir mest. Þessi nefnd vann mjög vel og skilaði ýtarlegri skýrslu í maí 1986. Skýrslan sem ber nafnið „Landnýt- ing á íslandi og forsendur fyrir landnýtingaráætlun" er eitt fyrsta heimiídarritið um landnýtingu og áætlanagerö á íslandi af þessu tagi og er mjög gott yfirlit um stöðu landnýtingarmála þegar skýrslan var gerð og bent er á fjölmörg atriði sem taka þarf tillit til við gerð slíkrar áætlunar. Við lestur skýrslunnar verður vel ljós þörfin fyrir landsskipulag og landnýtingaráætlun. Kortagerð lykillinn Glöggt kemur fram hve mikil þörf er á góðum kortum við þessa vinnu. Ekki er unnt að gera raun- hæfa landnýtingaráætlun án korta í stórum mælikvarða. Hinar ýmsu stofnanir sem á kortum þurfa að halda hafa sameinast um stærðina 1:25.000. Saminn hefur verið nýr staðall en útgáfa slíkra korta er mjög skammt á veg komin. Segja má að miðað við nútímatækni og kröfur til kortagerðar og landfræðilegs gagnabanka stöndum við nú í sömu sporum og við gerðum um síðustu aldamót. Nú eru sértekjur Landmælinga ríkisins um 55% heildarfjármagns stofnunarinnar en á Norðurlöndum eru sértekjur landmælinga 12-18%. Alþingi þarf að auka mjög fjárveitingar til Landmælinga ríkisins svo sú stofn- un geti lokið útgáfu kortanna fyrir aldamót. Þar með er unnt að Ijúka gerð landnýtingaráætlunar. Þá fyrst er gerlegt að stunda landbúnað á sem hagkvæmastan hátt, tryggja há- marksarðsemi þeirra fjármuna sem varið er til landgræðslu og haga framkvæmdum og umferð um landið þannig að náttúra landsins varðveitist sem best. Sigríður Hjartar (byggt á fyrirspurn höfundará Alþingi um landnýtingaráætlun)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.