Tíminn - 02.03.1989, Síða 11

Tíminn - 02.03.1989, Síða 11
Fimmtudagur 2. mars 1989 Tíminn 11 Japanska þjódaríþróttin sumo vinsæl í Bretlandi Nú er 2000 ára japönsk bardagaíþrótt orðin meðal vinsælasta efnis í bresku sjónvarpi. Konur jafnt sem karlar fylgjast af aðdáun með risavöxnum japönskum sumo- köppum iðka íþrótt sína í vikulegum þáttum á rás 4. Því þyngri sem kapparnir eru því betra t>að er ómögulegt að segja til um hver sé besta þyngdin en því þyngri sem þeir eru, því betra. Meistari Konishiki (litla brókaði) vegur 241 kíló. Eftirsóknarverðasta vaxtarlagið minnir helst á peru, þ.e. mikið umfang um lendar og læri á að færa þyngdarpunkt líkamans neðar. Risa með slíkt sköpulag verður ekki svo auðveldlega ýtt út úr keppnishringnum eða skellt í gólfið. Þessir hrikalegu skrokkar eru klæddir skringilegum bardagabún- ingum. Atvinnumenn í sumo bera lendabindi sem minna helst á blei- ur. Rasskinnarnar eru berar en að framan blaktir eins konar svunta. Á upphandleggjum vellur spikið fram. „Konur hrífast af þessum ferlíkjum“ Þessir gífurlegu búkar, sem til skamms tíma voru séreign Japana, hafa nýlega náð hylli Vesturlanda- búa. „Sumo er sexý“ lýsti breska blaðið „Daily Mirror" nýlega yfir og: „Konur hrífast af þessum fer- líkjum". En það eru ekki bara konur sem hrífast. Allt að þvf tvær milljónir Breta, þar af er ríflega helmingur- inn karlmenn, stillasjónvarpstækin sín á rás 4 á fimmtudögum til að fylgjast með sumo-keppni frá Tókýó. Fyrir jólin var söluhæsta íþróttabókin einmitt „Sumo“, ný bók um þjóðaríþrótt Japana. Japanskir sumo-kappar takast á. Nú eru Bretar farnirað tileinka sér þessa japönsku þjóðaríþrótt. [lÍl g-ls-! l' ==!==— | lESTUNARÁflTLUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla föstudaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Schouwenbank....... 3/3 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga SKJPADEILD Pí* SAMBANDSJNS Bretar famir að æfa sumo Nú eru þungir Bretar í óðaönn að æfa sig í „soto-gake“, „kote- nage“ og hvaða nöfnum sem brögðin 200 í sumo heita. Kaup- sýslumaðurinn Syd Hoare stofnaði fyrsta sumo-klúbbinn í Bretlandi í Stockwell í Suðurhluta Londón og annars staðar í landinu hafa júdó- og karateiðkendur bætt sumo- brögðum við æfingarnar. Fyrsta keppnin um breskan meistaratitil í sumo fer fram í ár. „Þennan aukna áhuga á sumo þökkum við eingöngu sjónvarp- inu,“ segir Hoare. Svo virðist sem rás 4, sem varð fræg fyrir að taka á dagskrá nýjar breskar kvikmyndir og leiksýningar, hafi enn einu sinni veðjað á réttari hest. Uppar hafa tekið sérstöku ástfóstri við sumo- útsendingarnar og þeir líta á þær sem menningarefni. En eldri kyn- slóðin lætur ekki heldur sitt eftir liggja og þessi 2000 ára bardaga- íþrótt virðist höfða sterkt til þeirra. fþrótt í breskum anda og með drengilegum leik Breski mannfræðingurinn og sumo-sérfræðingurinn Lyall Wat- son skýrir hinn óvænta geysilega áhuga almennings í Bretlandi á sumo með því að íþróttin sé eins og blanda af „konunglegri fána- hyllingu og úrslitum í bikarkeppni í fótbolta“. Þessi „blanda af íþróttadrama með viðhöfn og gömlum siðum“, sé að mörgu leyti mjög í breskum anda. Bretar þykjast líka finna í hegð- un japönsku sumo-íþróttamann- anna aftur „fair play“, drengilegan leik, sem sé útdautt hugtak í hinu vestræna „móðurlandi íþrótt- anna“. Sigurvegarar sýni kurteis- lega hógværð, þeir sem tapa beri örlög sín með hljóðlátum virðuleik og keppendur deili aldrei við dóm- arann. Rás 4 strax til í tuskið - en Japanar tregir Þegar Lyall Watson var í náms- ferð í Japan fékk hann þá hugmynd að kynna löndum sínum betur sumo-íþróttina. Hugmynd hans fékk fljótlega hljómgrunn hjá rás 4, þar sem menn eru alltaf tilbúnir að reyna eitthvað nýtt. Hins vegar tók það Lyall marga mánuði að fá japanska sumo- sambandið á sitt band. Þar óttuðust menn að enn einu sinni ætluðu útlendingar að búa til hlægilega afskræmissýningu með hálfnöktum asískum tröllum. En Bretum tókst að forðast að falla í þá gryfju. í byrjun ársins 1988 hófust sýningar á rás 4, og í einum af fyrstu níu þáttunum var sýnt hvernig þessi framandi bar- dagaíþrótt er tengd shintó-trúnni. Áhorfendum voru kynntir ítarlega helgisiðir, þjálfun og lifnaðarhættir sumo-keppendanna. Með því að sýna myndirnar hægt var athygli áhorfenda beint að því hversu gífurlega fimlega, jafnvel með yndisþokka, risarnir hreyfðu sig í hringnum. Það er a.m.k. ólíku saman að jafna við fjölbragðaglím- una sem sýnd er á samkeppnisstöð- inni ITV. „Sumo höfðar til móðurtilfinningar“ Og vandvirknin sem Bretar við- höfðu við að kynna þessa framandi íþrótt á heirnilum almennings hef- ur skilað góðum árangri. Áhorf- endur létu hrifningu sína svo óspart í Ijós að rás 4 hefur nú hafið sýningar á 15 nýjum þáttum á besta útsendingartíma, kl. 8 að kvöldi, á surao. Það sem kemur þó mest á óvart við vinsældir sjónvarpsþáttanna er hvað mikill fjöldi kvenna er meðal fastra áhorfenda. En af hverju ættu ekki enskar konur að bregðast við á sama hátt og kynsystur þeirra í Austurlöndum fjær? Þar fær meistari í sumo daglega allt að 100 aðdáendabréf frá konum. Og hrifnar stelpur fylgja köppunum eftir á keppnisferðum. „Sumo höfðar til móðurtilfinn- ingar hjá mörgum konum,“ segir Lyall Watson og vísar til barnslega búlduleitra glímukappanna, olíuborinna líkamanna og blei- anna. En meistari Konishiki vildi held- ur klæðast kímonó þegar hann heilsaði upp á Díönu prinsessu þegar hún var í heimsókn í Japan. Honum lcist greinilega ekki á holdafar prinsessunnar og þar sem hann er bæði kurteis og góðviljaður gaf hann prinsessunni gott ráð. „Þér ættuð að borða meira!“ UNDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVlK SlMI 698100 111 Á 1114. !AKN IRAIJSIRA KIONINGA EINN El AKI NEINN !/ AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓE)S FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1985-2. fl.A 10.03.89-10.09.89 kr. 239,94 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.