Tíminn - 02.03.1989, Page 12

Tíminn - 02.03.1989, Page 12
12 Tíminn Fimmtudagur 2. mars 1989 Jose Napóleon Duarte forseti El Salvador á að láta af embætti 1. júní. Stjórnarherinn segist ekki bcrjast gegn skæruliðum fram að þeim tíma. El Salvador: Stjórnarherinn býður vopnahlé Stjómarherinn í E1 Salvador lýsti einhliða yfir vopnahléi í land- inu, en þar hefur hatrömm borg- arastyrjöld verið háð undanfarin níu ár. Hvatti stjórnarhcrinn vinstri sinnaða skæruliða til að leggja cinnig niður vopn, en skær- uliðar hafa gefið sig út fyrir að vilja friðarviðræður og frjálsar kosning- ar í landinu. Stjórnarherinn mun hætta öllunt hernaðaraðgerðum gegn skærulið- um allt þar til Jose Napoleon Duarte forseti lætur af völdunt 1. júní, en framundan eru kosningar. Skæruliðar höföu liins vegar boðist til að leggja niður vopn og hlíta niðurstöðum kosninga ef kosning- um yrði frestað fram á haustið og að tryggt yrði að þær færu heiðar- lega fram. Fyrr í vikunni höfðu skæruliðar stungið upp á að leiðtogar þeirra og stjórnarinnar rnyndu hittast í San Salvador um hclgina og ræða málin. Vilja þeir að allir stjórn- málaflokkar landsins og fulltrúar hersins taki þátt í þeim viðræðum. Duarte forseti landsins hafði áður boðist til þess að fresta kosn- ingunum sem fram eiga að fara 19. mars um sex vikur, en skæruliðar höfnuðu því þar sem þeir telja að ekki vcrði komið í veg fyrir kosn- ingasvik og að kosningabarátta liðsmanna skæruliða yrði of stutt til að mark yrði á takandi. Þeir vilja fresta kosningum um sex mán- uöi. Óttast er að ef ekkert verður úr friðarsamkomulagi nú muni fjand- inn verða laus í kringum kosning- arnar og ofbeldi verða meira en nokkru sinni. Talið er að utn 70 þúsund manns hafi fallið í E1 Salvador þessi níu ár. TUNIS - Frelsissamtök Pal- estínu vilja sjá árangur við- ræðnanna við Bandaríkja- menn ef þær eiga að ganga öllu lengur áfram. Frá þessu skýrði Abdullah Hourani. KHARTOUM - Leiðtogar Súdan héldu neyðarfund eftir að herforingjar í her landsins neituðu bón Sadeq al-Mahdi forsætisráðherra landsins um stuðning hersins við umbóta- áætlun og friðarviðræður við skæruliða í suðurhluta landsins. Sadeq mun því að líkindum segja af sér. FRÉTTAYFIRLIT imilllllllllllllllllllll ÚTLÖND ............ .................. ....................... ................. ................ ................ ................. f,!, ....- -.............................. ................................ „ Yfirvikt í grískri farþegaþotu: Tólf farþegar með aukakíló skildir eftir Yfirvöld í Júgóslavíu láta verkfallsmenn í Kosovo fá fyrir ferðina: Refsivöndur Tólf þungaviktarfarþegar voru skildir eftir á flugvellinum á grísku eyjunni Samos í gær vegna þess hve flugvélin sem bera átti þá til Aþenu var orðin ofhlaðin og komst ekki í loftið. - Þetta var bæði fyndið og sorglegt. Fyrst rifust farþegarnir við áhöfn flugvélarinnar en síðan rifust þeir sín á milli um það hver væri léttastur, sagði Maria Lafi farþegi í hinni sögulegu ferð. - Ég fékk að fljóta með þrátt fyrir aukakílóin - ég er komin átta mánuð á leið. Flugvélin sem er af gerðinni Boe- ing 73 og tekur 130 farþega í sæti komst í loftið tveimur tímum á eftir áætlun vegna þessa máls, en farþe- garnir feitu þurftu að bíða næsta flugs, án matar ... WASHINGTON - George Bush forseti Bandaríkjanna leggur allt undir til að fá öld- ungadeild Bandaríkjaþings til að staðfesta val hans á John Tower sem varnarmálaráð-1 herra landsins þrátt fyrir það að forsetinn kunni að bíða1 ,alvarlega hnekki ef öldunga-| jdeildin hafnar Tower. Frá þessu skýrði Robert Dole leið- togi repúblikana í öldunga- deildinni. JERÚSALEM - Hið hægri sinnaða Likudbandalag Yit- zhak Shamírs sigraði í sveitar- stjórnakosningunum í ísrael og túlka Likudbandalagsmenn þann sigur sem stuðning ísra- ela við þá stefnu Shamírs að neita að ræða málin við PLO. Gorbatsjovog JóhannesPáll vilja hittast Gorbatstjov leiðtogi Sovétríkj- anna er reiðubúinn til að hitta Jó- hannes Pál páfa II að máli þegar hann sækir Ítalíu heim í nóvem- bermánuði. Það var leiðtogi ítalska kommúnistaflokksins Achille Occ- hetto sem skýrði frá þessu í gær, en hann var í Moskvu um helgina að fá rétta línu frá Gorbatsjov. Páfinn hefur þegar lýst því yfir að hann sé reiðubúinn til að hitta Gor- batsjov að máli og yrði það fyrsti fundur páfa og leiðtoga svo voldugs kommúnistaríkis. Forsætisráðherra Vatikansins Ag- ostino Casaroli hitti Gorbatsjov að máli á síðasta ári er hann heimsótti Sovétríkin í tilefni af lOOOára afmæli kirkjunnar í Rússlandi. Ef af fundi verður eru líkur á því að þeir félagarnir ræði eitthvað um málefnin í Póllandi því páfinn er pólskur. Það bar til tíðinda í Póllandi um helgina að þekktur pólskur sagn- fræðingur sagði það skýrt og skorin- ort að Sovétmenn bæru ábyrgð á morðum á að minnsta kosti 4000 pólskum liðsforingjum í Katyn skógi árið 1940. Það hefur verið opinbert leyndarmál í marga áratugi. á loft gegn forsprökkum TOKYO - Mútuhhneyksli og ný söluskattslög gætu orðið til þess að ríkisstjórnin í Japan neyðist til að rjúfa þing og boða kosningar í apríl. Þetta var mál stjórnmálaspekinga eftir að skoðanakönnun sýndi að ríkis- stjórn Nobru Takeshita nýtur einungis stuðnings 19% kjós- enda. BANGKOK - Burmabúar gætu orðið að þola herstjórn í nokkur ár í viðbót eftir eins flokks alræði i aldarfjórðung þrátt fyrir byltingar þær er gengu yfirlandið í haust. Ríkis- stjórnin hefur ekki enn gefið út hvenær þeir kjörnu fulltrúar sem kjósa á á þing í haust fái þau völd sem þeim ber. WINDHOEK - Louis Pie- naar sem var fylkisstjóri í Suð- ur-Afríku tók við valdataumun- um í Namibíu og lenti sam- stundis upp á kant við Þjóðar- samtök Suðvestur-Afríku er hann skýrði frá því að sum ákvæði aðskilnaðarlaganna sem Suður-Afríkustjórn stjórn- aði eftir á sínum tíma yrðu áfram f gildi þar til landið fær algert sjálfstæði. Helstu leiðtogar Júgóslavíu tóku í sama streng og Serbinn Slobodan Milosevic sem hét því að taka í lurginn á forsprökkum verkfalls námuverkamanna í Kosovo, en verkfall þeirra neyddi þrjá háttsetta embættismenn í Kosovo hliðholla Serbum til að segja af sér. Mikil reiði ríkir meðal Serba vegna þessa, en námuverkamennirnir eru af al- bönsku bergi brotnir. Raif Dizdarevic forseti Júgóslavíu og stjórnarnefnd kommúnista- flokksins hétu því að forsprakkar verkfallsins yrðu handteknir og þeim refsað. Voru það viðbrögð við mót- mælagöngu hálfrar milljónar Serba sem tóku sér stöðu utan við þinghús- ið í Belgrad á þriðjudag eftir að embættismennirnir sögðu af sér. Við það tækifæri hét Slobodan Milosevic hefndum. Lögregla og hermenn voru á varð- bergi við alla vegi er liggja’til og frá Pristína sem er höfuðstaður sjálf- stjórnarhéraðsins Kosovo þar sem Albanir eru í miklum meirihlta. Viðbúnaður hersins við landamæri Júgóslavíu og Albaníu var einnig mikil. Þó flesti námuverkamennirnir hafi hætt verkföllum þá liggur vinna ennþá niðri á ýmsum stöðum. 100 FALLNIR fVENEZÚELA Ljóst er að hátt í hundrað manns féllu í óeirðunum í Venezúela á mánudag og þriðjudag þegar múgurinn rændi og ruplaði í versl- unum í borgum og bæjum eftir að holskefla verðhækkana gekk yfir landið. Forseti landsins Carlos Andréz Pérez beitti valdi sínu til að afnema um stundarsakir almenn lýðréttindi og sendi hann hermenn út á göturnar til að halda uppi lögum og reglu. Samkvæmt opinberum tölum höfðu sextíu manns fallið í átökun- um, en háttsettur maður innan hersins sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði að tala fallinna næði að líkindunt hundraðinu. Málfrelsi, fundahöld og ferðalög innan Venezúela eru nú bönnuð og hefur herinn fengið rétt til að gera húsrannsóknir án húsrannsóknar- heimildar. Hinar harkalegu efnahagsað- gerðir sem Pérez kynnti á mánu- daginn og hleyptu öllu í bál og brand eru gerðar til að koma til móts við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn sem setur mjög strangar kröfur til að ríki fái lán úr sjóðnum. Skulda- byrði Venezúela er mjög þung og þrátt fyrir að ríkið þar hafi reynt að komast hjá því að taka lán úr sjóðnum er ekki hjá því komist nú. Ofbeldisaldan hefur vakið mik- inn óhug víða um heim því Venez- úela hefur undanfarna áratugi ver- ið fyrirmyndarland í Suður-Amer- íku hvað lýðréttindi og almenn lífskjör varðar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.