Tíminn - 02.03.1989, Page 15

Tíminn - 02.03.1989, Page 15
Fimmtudagur 2. mars 1989 Tíminn 15 llillllíllJlllllllli! LEIKLIST Ævintýraleikur í Iðnó Leikfélag Reykjavíkur: FERÐIN Á HEIMS- ENDA eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Leik- stjórn: Ásdís Skúladóttir. Leikmynd og bún- ingar: Elín Gunnarsdóttir. Tónlist: Soffía Vagnsdóttir. Aðstoðarleikstjórn: Margrét Árnadóttir. Þetta leikrit er til orðið í hóp- vinnu. Segir í leikskrá að öll forvinna sé unnin af SMÁ-hópi LR og eru í honum þær konur sem að ofan voru nefndar. Þessi vinnubrögð hafa skil- að fjörlegri leiksýningu sem börn munu áreiðanlega hafa gaman af. Og er nú annað uppi en í fyrra þegar börnin voru sett útundan hjá báðum stóru leikhúsunum. Nú eru Óvitar á fjölum Þjóðleikhússins, hið ágæta verk Guðrúnar Helgadóttur. Og nú kemur nýtt verk Olgu Guðrúnar á svið í Iðnó. Þessi verkefni eru skemmtilega ólík. Verk Guðrúnar borið uppi af félagslegu raunsæi sem höfundur kemur fram með sérstöku snilldarbragði. Aftur á móti er verk Olgu Guðrúnar hefðbundinn og kunnuglegur ævintýraleikur fyrir börn, eins og tilbrigði við Grimms- ævintýri. í leiknum blandar Olga Guðrún raunar ýmsu saman: galdrakarls- sögu, skátaævintýri, skrautsýningu o.s.frv. Og auðvitað sést það á að kvenfólk hefur um vélt því að það bregst ekki að karlkyns verur leiks- ins eru annaðhvort huglausar eða illa innrættar. Aftur á móti reynast skátastúlkurnar hinar snjöllustu, sérstaklega Lína sem ratar um allt eftir innbyggðum áttavita. Og auð- vitað er það Lína sem að lokum bjargar Geislaglóð úr höndunt galdrahyskis, með aðstoð vinveittra trölla, svo að prinsessa í ljósalandi getur skipað öllu á besta veg í ríki álfanna. Sýningin er sem sagt hin ásjáleg- asta og leikmynd og búningar Hlínár Gunnarsdóttur eiga lof skilið. Aftur á móti er sjálfur texti leiksins í bitlausara lagi og hvergi verulega fyndinn. Hugmyndir þær sem í hon- um felast eru ýmsar kreistar til hins ítrasta. Kemur það ef til vill gleggst fram í atriðunum með galdrahjúun- um Hrappi og Skottu (Kjartan Bjargmundsson og Margrét Árna- dóttir) og þeirra endurteknu tilraun- um til að komast yfir Geislaglóð. Atriðin í leiknum eru misvel heppnuð. Fallegt er atriðið með vetrardrottningunni, kóngulóa- hjörðin aftur á móti utan garna og úr tröllaatriðinu hefði getað spunnist meira. En hvað sent því líður náðist góður hraði í sýninguna, hún rekur sig greitt og hnökralaust og leynir sér ekki alúð SMÁ-hópsins sem að henni stendur. Það hefur vakað framar öllu fyrir hópnum að búa til litskrúðuga ævintýrasýningu fyrir börnin, og þetta tókst undir útsjón- arsamri stjórn Ásdísar Skúladóttur. Einungis það besta er nógu golt fyrir börnin. Og það er brýnt að örva og eggja okkar fremstu leikskáld til að semja fyrir börn. Undir því er það komið að við getum haldið uppi gróskumiklu leiklistarlífi í framtíð- inni. Ef börn venjast á að fara í leikhús og eiga þar glaða stund, eru leidd snemma inn í furðuheim leik- listarinnar, munu þau á fullorðins- aldri verða sá áhugasami hópur sem svarar áslætti leiklistarinnar og nærir rætur hennar í þjóðlífinu. Mér finnst sérstök ástæða til að fagna því sem gert hefur verið í vetur fyrir börnin í stóru leikhúsunum báðum, og skal því þá ekki gleymt að bæði í Hafnar- Þjóðleikhúsið, Litla sviðið: BRESTIR eftir Valgeir Skagfjörð. Leikstjóri: Pétur Einars- son. Tónlist og áhrifshljóð: Pétur Hjaltested. Leikmynd og búningar: Gunnar Bjarnason. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Tarna var skrýtið leikrit. Það fjallar, eins og lýst hefur verið í fjölmiðlafrásögnum undanfarið, um tvo bræður og þeirra seyrna samband. Eitthvað hefur verið talað um „reynsluheim karlmanna" í sambandi við leikritið og látið að því liggja að hér sé sérstaklega skyggnst í hann. Látum svo vera. Hins vegar get ég ómögulega farið að rekja efni leiksins út í hörgul enda myndi það spilla ánægju leikhúsgesta. Brestir Valgeirs Skagfjörð er nefnilega verk sem lifir á sviðinu þá stund sem sýning fer fram, og síðan ekki. Valgeir Skagfjörð hefur áður sam- ið leikrit, einleiksþættir sem ég hef séð, voru sýndir hjá Egg-leikhúsinu ekki alls fyrir löngu. Að því er ég get munað til samanburðar sýna Brestir töluverða framför í samningu firði og Kópavogi hafa verið á fjölun- unt skemmtileg verk fyrir börnin, - Kópavogssýninguna hef ég raunar ekki séð en heyrt vel af henni látið. Olga Guðrún hefur áður skrifað töluvert fyrir börn. Þótt Ferðin á heimsenda sé ekki veigamikið verk tekur það mjög fram sfðasta leik- verki hennar sem ég hef séð og sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir fáum árum. í þetta sinn hefur hún bæði haft betri efnivið í höndum og notið miklu betri samvinnu af hálfu leik- hússins. Varla er ástæða til að fara hér út í venjulega einkunnargjöf þeirra sem að sýningunni stóðu. Ég hef nefnt Ásdísi leikstjóra og Hlín leikmynda- smið sem eiga mest hrós. Leikararnir hafa augljóslega mjög gaman af að vinna við þetta og eru með af lífi og sál. Kjartan Bjargmundsson er myndarlegur galdrakarl og Margrét Árnadóttir gerir sitt til að gera heldur dauflega skrifað hlutverk Skottu líflegt: Af skátunum kveður mest að Eddu Björgvinsdóttur sem samtals. Samræða þeirra bræðra Jakobs og Páls spinnst greiðlega í gerandi sviðsins. Eitt er að semja frumlegan og persónulegan Ieiktexta, annað að láta andartak sviðsins lifa. Það er að segja; þótt leiktextinn sé undirstað- an getur sýning bjargast sé hann lipur og rennandi þótt í honum sé engin frumleg hugsun. Sú bræðra- karlasálfræði sem Valgeir Skagfjörð hefur troðið í leik sinn er satt að segja eins og út úr þriðja flokks Hollywoodmynd: Litli bróðir kúgað- ur, hann fellur á prófi, gerist sjómað- ur. Stóri bróðir reddar honum alltaf, menntamaður sem hefur heppnast allt, yfirvegaður, áhyrgur. En þeir eru kannski ekki allir þar sem þeir eru séðir. Og kemur nú byssan við sögu, sú sem alltaf er flaggað með í myndum frá sýningunni. Best að segja ekki fleira. En að lokum fær litli bróðir inngöngu í leynifélagið sem hann fékk ekki að vera í þegar hann var krakki. Hann hættir við að Línu. Ása Hlín Svavarsdóttir er Sissa og Stefán Sturla Sigurjónsson Lúlli greyið sem má sín lítils gagn- vart kvenfólkinu. Annars eru leikar- ar í ýmsum hlutverkum og bregða sér í ýntissa kvikinda líki, bókstaf- lega talað. hefna fyrir það að hafa verið hund- inn við snúrustaur forðum. Ef rýnt er í persónugerðir leiksins þá sýnist mér yngri bróðirinn, Palli sjómaður, ganga nokkurn veginn upp. Persónan er auðvitað klisja en hefur engu að síður jarðsamband, er skiljanleg innan sinna marka. Pálmi Gestsson lék Palla af þrótti og innlif- un. Satt að segja er hann miklu betri í þessum hrjúfa farmanni heldur cn í franska greifanum sem hann túlkar á stóra sviðinu um þessar mundir. Hins vegar eru sumar dellur Palla kannski í vitlausara lagi, eins og þegar hann ætlar sér að verða niála- liði í her hvítra í Suöur-Afríku og murka líftóruna úr svertingjum fyrir peninga. En því ekki það; mönnum gctur svo sem dottið margt í hug. Aðalatriðið þar sem Palli gerir sér í hugarlund atvik úti á vatninu var skemmtilega af hcndi leyst. Eldri bróðirinn, Jakob arkitekt, er nokkuð mótsagnakennd persóna, menntamaður sem rcynist svo vera Hinir ungu leikhúsgestir í Iðnó á laugardaginn tóku leiknum ágæt- lega. Svona sýning er ræktunarstarf sem skilað getur góðum arði ef ekki er slakað á. Meira af þessu. Gunnar Stefánsson. dýróður undir niöri. Þá myndhreyt- ingu er ekki hægt að festa trúnað á þótt Egill Ólafsson skili hlutverkinu einkar skynsamlega. Þeir Egill og Pálnti náðu góðunt samleik og leik- stjórinn hefur lagt verkið vel upp, hraðinn góður, leikhljóð notuð á nákvæman hátt, lýsingin átti líka góðan hlut að máli. Þannig verður niðurstaða af kom- unni á Litla sviðið á sunnudags- kvöldið dálítið undarleg. Maöur horfði á melódrama sem á köflum var alkáralegt, kannski broslegast þegar hæst hóaði. Maður heyrði alls konar hillega sálfræði velta upp úr persónunum. En þrátt fyrir allt þetta var í sýningunni einhver þaninn strengur sem ómaði viö, hélt áhorf- anda við þctta kostulega sjónarspil í sumarbústað austur í sveitum. Þarna er kominn fram höfundur sem áreið- anlega á eftir að skrifa ýmislegt álitlegt fyrir svið. Hann getur látið samræður lifa á sviðinu, í gerandi athurðarásarinnar. Og það eru ekk- ert alltof margir sem það geta. Gunnar Stefánsson. Palli kemst í leynifélagið lllllllllllllll UM STRÆTI OG TORG . ................................................ -j|:: Á, :li. á|; : ............ ■; ' ... KRISTINN SNÆLAND SKRIFAR ||||]lllllllll| SKILAGJALD Sífellt fjölgar þeim vörutegund- um sem seldar eru í stöðluðum umbúðum. Þessi þróun er augljós í umbúðum um allskonar drykkjar- vöru og felur í sér gengdarlausa sóun, svo alvarlega að full ástæða er til þess að við gefum henni gaum og leitum ráða til þess að minnka hana eða stöðva. Elsta ráð í þess- um efnum var þegar skilagjaldi var komið á gos og áfengisflöskur. Það gjald mun hafa veri sett til þess að flöskurnar skiluðu sér aftur til verksmiðjanna, vegna erfiðleika um innflutning nýrra flaskna. Skilagjald þetta hefur þó verið langt of lágt undanfarin ár, svo lágt að fólk hendir flöskunum í allar áttir og krakkar nenna ekki að hirða þær sér til fjáröflunar. Af þessu hefur orðið sóðaskapur og slysahætta eða hver man ekki þegar götur og gangstéttar við skemmti- staði voru þaktar glerbrotum. Þetta hefur breyst svo með plastí- látunum að nú orðið er sjaldgæft að sjá brotna flösku við þessa staði, hinsvegar feykjast nú hinar margvfslegustu plastflöskur, gos og öldósir um borgina. Nú mun í ráði að setja skilagjald á öldósirnar kr. 5 á dós. Þetta lága skilagjald sem nú nægir ekki til þess að ölflöskur séu hirtar upp af almannafæri, er svo lágt að það verður tæpast til þess að hér verði hrein stræti og torg. Ég sé fátt mæla gegn því að skilagjald sé hátt, svo hátt að helst enginn hendi frá sér umbúðum með skilagjaldi. Lágmark er að gjaldið sé svo hátt að einhver hópur sjái sér hag af að safna slíkum umbúðum sér til fjáröflun- ar. Fimm krónur er of lítið til þess, 10 til 20 kr. væri nær lagi. Slíku gjaldi ætti að koma á sem flestar umbúðir, a.m.k. þær sem seljast í tuga eða hundruð þúsunda tali, svo sem gos, öl og mjólkurumbúðir. Mér sýnist skynsamlegt að fela Hollustuvernd ríkisins að ákveða hvaða umbúðir skuli verða með skilagjaldi og mætti fólk á þeim bæ þá frekar vinna of en van. Nú er að koma, eða komið á einskonar skilagjald á bifreiðar. Þessu mætti beita á miklu fleira en bíla, gos og öl dósir og flöskur. Ef átak yrði gert í þessu efni, þá er víst að borgin og landið okkar verður fegurra og hreinna. Hálkuskrið Nýlega var ágæt þýdd grein í DV um hálkuakstur. Eitt atriði var í þessari annars ágætu grein sem mér þótti miður að ekki var fjallað nánar um af þýðanda sem án efa er einn af ágætum bílamönn- um á DV. í greininni var lagst gegn þyngingu bíla með sandpokum og bent á að sú þynging í skott bifreiðar eykur pendúlhreyfingu bílsins. Þarna skorti að geta þess að grundvallarmunur virðist vera á tilgangi þyngingar bílsins á íslandi og í Þýskalandi (þaðan var grein- in). Samkvæmt þessu virðast Þjóð- verja þyngja bílinn í þeim tilgángi að hann verði rásfastari en við þyngjum til þess að hjólin taki betur á þegar ekið er upp brekku, þegar taka þarf á stað eða við juð í sköflum. Við slíkar aðstæður kemur þynging að miklu gagni og því sækjumst við eftir þó þynging geti lítilsháttar aukið skrið aftur- endans í hálku í beygjum. Ég vona því að þýsk athugasemd gegn notk- un sandpoka til þyngingar, verði ekki til þess að fækka þeim bílstjór- um íslenskum sem aka með sand- poka í skottinu. Auk þess nefni ég enn að sandurinn verður oft til þess að auðvelt er að losa fastan bíl, en getur einnig komið í veg fyrir beinbrot og slys við heimahús. Semsagt ökum með sandpoka og notum sandinn frjálslega á götur og gangstíga. Alltaf má fá nýja sandpoka í bækistöðvum borgar- innar. Trassar Ekki fer á milli mála að ef ekki er lagaleg skylda að hreinsa snjó af gangstétt, framan við hús eða stofnanir, þá er það lágmarkskurt- eisi fyrirtækja sem laða að sér fjölda viðskiptavina - og hagnast vel á þeim - að hreinsa vel göngu- svæði við hús sín. Mörg fyrirtæki standa sig skammarlega í þessu efni. Sem dæmi nefni ég Fógetann í Aðalstræti, Casablanca við Skúla- götu, Broadway og Bíóhöllina í Mjódd. Aðsókn að öllum þessum stöðum er slík að fjárhagslega ætti ekki að vefjast fyrir ráðamönnum þessara staða að kaupa sér vandaða snjóhreinsun, a.m.k. næst dyrum. Hjá Fógetanum er gangstéttin um 20 metra löng og aldrei hreinsuð svo vel sé. Vera má að kákað hafi verið við snjóinn en „jökull“ hylur nú alla gangstéttina. Framan við innganginn er ein trappa, stein- bálkur um 35x150 sentimetrar að stærð. Að hreinsa þennan litla flöt hefur jafnvel verið ofvaxið starfs- fólki staðarins. Hvergi á einum stað hef ég séð jafn marga falla af hálku. Tekið skal fram að þar er ekki ölvun um að kenna enda gestir staðarins almennt hófsamir við drykkju. Hitt er svo rétt að á flestuni þessara staða eru fætur gesta gjarnan örlítið reikulir a.m.k. þegar út er farið og skylda viðkomandi staða þeim meiri að hreinsa vel við húsin. Ég gleymdi að geta þess að Hollywood átti heima í upptalningunni hér að framan. Hina trassana sem ekki sinna þeirri sjálfsögðu skyldu að gera hreint fyrir sínum dyrum, bið ég að afsaka að ég skuli ekki nafngreina þá núna. Þeirra tími kann að koma síðar. Númerslausir enn Bílum sem ekið er númerslaus- um að framan hefur fjölgað mikið síðustu mánuði. Á einu kvöldi í miðbænum, má sjá marga slíka bíla, flesta reyndar með ökumenn sem rétt eru komnir af skellinöðru- aldrinum. Þessum bílum á lögregl- an hiklaust að kippa inn á Hlemm og geyma uns númerið er komið á. Þessir ökumenn eru yfirvegað og vísvitandi að svifta bíla sína hluta af lögboðnum búnaði. Þetta er ásetningsbrot og sá sem fjarlægir númerið af bíl sínum er jafnframt að lítilsvirða alla þá lögreglumenn sem hann mætir í umferðinni. At- hugið það.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.