Tíminn - 10.03.1989, Side 7

Tíminn - 10.03.1989, Side 7
Föstudagur 10. mars 1989 Tíminn 7 DEYR LANDSBYGGÐIN SMÁTT OG SMÁTT ÚR ELLI? Sjöunda hvert unamenni fór suour $.1.5 ár Um sjöundi hluti þeirra 20-24 ára ungmenna (fæddir 1959-63) sem bjuggu úti á landi fyrir fimm árum hefur síöan flutt „suður“. Fólki af þessum árgöngum hefur t.d. fjölgaö um 10-11% í Reykjavík. Af öllum milli tvítugs og þrítugs sem bjuggu úti á landi 1983 hefur síðan níundi hver (nær 2 þúsund manns) nú flutt suður. Eðlilega hefur börnum þar stórfækkað samhliða. Öldruðum hefur aftur á móti hlutfallslega ekki fækkað og t.d. eru aldraðar ekkjur og ekklar nú mun fleiri úti á landi, en fyrir fimm árum. Spurningin er hvort landsbyggðin deyi smám saman úr elli. Til höfuðborgarinnar flytja hins vegar miklu fleiri en þar deyja. Hin hlið biðlistans? Sýnist ekki þarna kominn a.m.k. hluti skýringarinnar á því af hverju svo gífurlegur meirihluti þeirra sem sótt hafa um lán Húsnæðis- stofnunar ætlar þau til byggingar eða íbúðakaupa á höfuðborgar- svæðinu? En yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra stendur í íbúðakaupum er einmitt fólk milli tvítugs og þrítugs. Um 2.000ungmenni flúin Hagstofan raðar mannfjöldan- um í landinu niður f 5 árganga flokka. Þeir sem voru 25-29 ára á síðasta ári (fæddir 1959-1963) eru því t.d. sama fólkið og var í hópi 20-24 ára árið 1983 og lítið fækkað enn. Fyrir fímm árum bjuggu 9.200 ungmenni úr þessum hópi utan R-kjördæmanna. Fimm árum eldri (1988) voru aðeins innan við átta þúsund þeirra eftir úti á landi. Sjöundi hver (13,3%) var fluttur suður (þ.e. umfram fjölda jafn- aldra sem kann að hafa komið í staðinn). Hlutfallslega mestur var flóttinn af Suðurlandi, þar sem nær 16% þessara árganga var farinn. en minnstur tæp 12% af Austur- landi. Af öllum fslendingum fæddum árin 1959-63 bjuggu 43% úti á landi fyrir áratug, yfir 41% fyrir fimm árum, en nú eru þar aðeins eftir um 36% þess sama hóps. Og þetta er ekki eini hópurinn sem flytur. Árið 1983 skráði Hagstofan 42.700 fslendinga fædda á árunum 1954-1963 og nær allir voru þeir enn á skrám nú fimm árum síðar. Sú stóra breyting hefur aftur á móti orðið, að af þeim rúmlega 17.200 sem bjuggu úti á landi 1983 eru næstum tvö þúsund fluttir suður nú fimm árum síðar. Og þúsund börn... Far sem þarna er um að ræða fólk á þeim aldri sem hvað dugleg- ast er að fjölga mannkyninu, hefur börnum eðlilega fækkað um leið og unga fólkinu. Fyrir fimm árum bjuggu t.d. um 18 þús. börn fædd 1973-1983 úti á landi. Af þessum sama hópi hafa um 1.000 börn (nú á aldrinum 5-14 ára) flutt suður með foreldrunum, sem þýðir þá samsvarandi fjölgun þessara fæð- ingarárganga þar. ...en aldraðir ekki á faraldsfæti Aftur á móti virðast þeir ekki á faraldsfæti sem nú eru að nálgast eða komnir á ellilaunin, þ.e. fyrr en þeir kveðja að fullu og hverfa þar með úr mannfjöldatölum Hag- stofunnar. Umskiptin virðast hjá þeim sem náð höfðu sextugu árið 1983 og því komnir yfir 65 ára aldur nú. í þessum árgöngum hefur fólki hlut- fallslega ekki fækkað meira á landsbyggðinni heldur en í R-kjör- dæmunum samanlögðum. Áttræðir hlutfallslega flestir Athygli vert virðist að af öllum fslendingum yfir áttrætt búa nú vel yfir 42% úti á landi, samanborið við aðeins 35-36% fólks á besta starfsaldri, þ.e 25-45 ára. Áralang- ur barlómur borgarbúa/yfirvalda yfir því að þangað streymi aldraðir landsbyggðarmenn í leit að hjúkr- un og ummönnun virðist því, a.m.k. ekki lengur, á rökum reistur - þvert á móti eru það hinir ungu á besta og mesta vinnu-, neyslu-, fjárfestingar-og skattgreiðslualdri, sem þúsundum saman hafa hópast suður nú síðustu árin. Rúmlega 6 þúsund „flóttamenn“ Til að iíta á þróunina í heild má benda á að fyrir fimm árum voru íslendingar tæplega 238 þúsund. Af þeim eru rúmlega 231 þúsund enn á lífi og búsettir í landinu, en rúmlega 7 þús. látnir eða brottflutt- ir af landinu. Árið 1983 bjuggu rúmlega 40% allra landsmanna utan R-kjördæm- anna. Ef ekki hefði komið til neinnar byggðaröskunar (fólks- flótta) ættu 93.000 manns fæddir 1983 eða fyrr, að búa þar ennþá. í raun eru þeir aðeins um 86.900 manns (37,6%). Með öðrum orð- um þá hafa meira en sex þúsund manns, mest ungt fólk og börn, flutt suður s.l. fimm ár, umfram þá sem kunna að hafa flutt út á land á sama tíma. í R-kjördæmunum hefur fólki fæddu 1983 eða fyrr aftur á móti fjölgað í kringum tvö þúsund manns, þrátt fyrir að um fjögur þúsund manns af þessum aldursár- göngum hafi látist (eða flutt á brott af landinu) s.l. fimm ár. Miklar barneignir duga ekki til f stað þeirra 8.700 íbúa sem landsbyggðin hefur misst vegna dauðsfalla og fólksflótta hafa henni bæst tæplega 8.000 börn fædd eftir 1983 (af alls 20.400 í landinu). Það gefur að vísu til kynna að ungt fólk úti á landi á mun fleiri börn heldur en syðra - en dugir þó ekki til þess að koma í veg fyrir beina tölulega fólksfækkun (um 700) á lands- byggðinni s.l. fimm ár. Og litlar líkur virðast á að það breytist haldi unga fólkið að streyma suður í jafn stórum stíl og undanfarin ár. Þeir nýju borgarar sem R-kjör- dæmunum hafa bæst eftir 1983 koma hins vegar til viðbótar þeim tvö þúsund (áður fæddu) sem þau á sama árabili höfðu „unnið“ (um- fram fjölda látinna). Samtals þýðir þetta um 14.500 manna fjölgun á suð-vesturhorni landsins á aðeins fimm ára tímabili. Um 35% ungra en 43% gamalla Ýmsum, landsbyggðarmönnum a.m.k., hefur þótt nóg um þá 700 manna fækkun sem þar hefurorðið á sama tíma og þjóðinni hefur fjölgað um nær 14.000 manns. En eins og hér hefur verið rakið segja þær beinu tölur aðeins lítinn hluta sögunnar. Þegar aðeins 35-36% fólks á barneignaraldri er eftir á landsbyggðinni (og virðist enn fara hraðfækkandi) þá bjargar það ekki þótt 43% áttræðra og eldri sitji þar um kyrrt. Flóttamennirnir hafa nær allir farið á höfuðborgarsvæð- ið. Suðurnesin eru eini landshlut- inn þar sem segja má að íbúafjölg- un hafi verið í jafnvægi á þessu tímabili. - HEI London City Ballet í Þjóðleikhúsinu Aukasýning vegna mikillar aðsóknar Föstudaginn 31. mars og laugar- daginn 1. apríl mun London City Ballett sýna í Þjóðleikhúsinu. Samt- als koma þrettán dansarar úr flokkn- um hingað og dansa atriði úr Hnotu- brjótnum, Celebrations ogTransfig- ured Night. Uppselt er á báðar sýningar ball- ettsins. „Við erum að kanna mögu leika á því að hafa aukasýningu vegna þessarar miklu aðsóknar. Endanleg ákvörðun um það verður tekin í dag, föstudag" sagði Gísli Alfreðssor. leikhússtjóri í samtali við Tímann. í samræmi við stefnu forsætisráð- herra Bretlands hefur mjög verið dregið úr opinberum styrkjum til listastarfsemi. Ballettflokkurinn er nú að mestu styrktur af einkaaðilum, fyrirtækjum og einstaklingum. Landsbanki Islands og Scandinavian Bank í London styrkja komu dansar- anna hingað. „Bankastjóri Scandinavian Bank John Quitter á sæti í styrktarstjórn flokksins. Quitter hefur haft mikil tengsl við ísland og mikið verið hér á landi. Er það einkum fyrir hans tilverknað að flokkurinn sækir okkur heim. Þau sýna eingöngu klassískan ballett og eru að mínu mati mjög góð. Þá eru þau vön að dansa á sviði af svipaðri stærð og er í Þjóðleikhús- inu sem kemur sér vel“ sagði Salvör Nordal í samtali við Tímann. En hún hefur haft milligöngu um komu flokksins hingað. Salvör sagði að til greina hefði komið að flokkurinn kæmi á Lista- hátíð í fyrra. En áður en til þess kæmi var koma Black Ballet Jazz fastsett. Á listahátíð hefurvenjulega aðeins verið fenginn einn dansflokk- ur og var því komu balletsins frá Bretlandi frestað. London City Ballet var stofnaður 1978 og er nú talinn einn fremsti dansflokkur Bretlands. Dansævin er að jafnaði mjög stutt og var upphaf- Beverly Jane Fry og Steven Annegarn, tveir aðaldansara London City Ballet. En þrettán dansarar hópsins sækja Þjóðleikhúsið heim i lok þessa mánaðar. legt markmið með stofnun flokksins að gefa ungum og hæfileikaríkum en atvinnulausum dönsurum tækifæri til að spreyta sig áður en það yrði of seint. Verndari ballettflokksins er Diana prinsessa af Wales sem hefur fylgst mjög náið með uppbyggingu hans. En hún hefur verið mikið hraðari en búist var við miðað við stuttan starfsaldur. Flokkurinn hefur ferðast víða og hvarvetna notið mikilla vinsælda. Af þeim þrettán dönsurum sem hingað koma eru fjórir aðaldansarar ball- ettsins. Þau eru Jane Sanig, Steven Annegarn, Beverly Jane Fry og Jack Wyngaard. Þessir dansarar eiga það öll sameiginlegt að búa yfir mikilli reynslu og hafa dansað mörg stærstu hlutverk klassískra balletta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.