Tíminn - 14.03.1989, Síða 9

Tíminn - 14.03.1989, Síða 9
Þriðjudagur 14. mars 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR Á morgun, miðvikudaginn 15. mars, ganga stúdentar við Háskóla íslands að kjörborðinu og kjósa til Stúdenta- og Háskólaráðs. Allir skráðir stúdentar hafa atkvæðis- rétt. Tvær fylkingar bjóða fram: Röskva, samtök félagshyggjufólks í H.Í., og Vaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta. Kosningabaráttan hefur verið óvenjuhörð og átök milli fylkinganna mikil og óvægin. Stúdentaráð: Starfið í vetur í Stúdentaráði sitja 30 fulltrúar og eru 15 kjörnir á hverju ári til tveggja ára í senn. Síðastliðið ár kom upp sú staða að hvor fylking hafði 15 fulltrúa og því var enginn meirihluti fyrir hendi. Vegna þessa skiptu fylkingarnar með sér störfum. Vaka tók að sér rekstur skrifstofu Stúdentaráðs og stjórn þess en Röskva sá um lánamál og fór með stjórn Félagsstofnunar stúdenta. í upphafi gekk samstarf- ið vel, en þegar á leið kom upp ágreiningur milli fylkinganna. Vaka þverbraut samstarfssamning þann sem í gildi var og reyndi að spilla fyrir samkomulagi Röskyu Stúdentaráðskosningar 1989: ROSKVA Samfylking félagshyggjufólks og hinna námsmannahreyfing- anna, Sambandi ísl. námsmanna erlendis, Bandalagi sérskólanema og iðnnema við stjórnvöld um hækkun námslána. Vegna þessa sá Röskva sig knúna til þess að segja upp þessum samstarfssamningi og lagði jafnframt fram vantraust á stjórn og formann SHÍ. Röskva eða Vaka? En fyrir hvað standa þær fylking- ar sem bjóða fram? Röskva er breiðfylkingfélagshyggjufólks. Að félaginu standa óflokksbundnir vinstrimenn ásamt fólki úr þeim flokkum sem kenna sig við jafnað- ar-, jafnréttis- og samvinnustefnu. Að Vöku standa hins vegar ungir hægrimenn og hefur félagið gegn- um árin verið uppeldisstöð fyrir unga sjálfstæðismenn. Þannig er nær öll núverandi forysta Sjálf- stæðisflokksins upprunnin úr Vöku að formanni flokksins meðtöldum. Við í Röskvu höfnum hins vegar beinum flokkspólitískum áhrifum á starfsemi Stúdentaráðs, en tök- um afstöðu til mála á grundvelli þeirrar lífsskoðunar sem félags- hyggjan er. Um hvað er kosið? Helsta ágreiningsmál milli fylk- inganna fyrir kosningarnar nú er nýgert samkomulag námsmanna við stjórnvöld um hækkun náms- lána í þremur áföngum. Þar setja Vökumenn sig upp á móti svoköll- uðu tekjutilliti. Tekjutillitið gerir það að verkum að þeir sem við verst kjör búa fá mesta hækkun, en því hærri sem tekjur námsmanns eru, því lægri verður hækkun lán- anna í krónutölu. Allur þorri námsmanna fær verulega kjarabót, en þeir fáu sem hafa mjög háar tekjur (yfir 500.000 á sumri) fá lægra lán en áður, enda þurfa þeir ekki á félagslegum framfærslulán- um að halda í sama mæli og hinir. Þetta er sá hópur sem Vaka er að verja, en í vetur lagði Vaka til flata bráðabirgðahækkun til ákveðinna hópa án tillits til tekna eða félags- legra aðstæðna. Einstaklingur með heila milljón i árstekjur hefði sam- kvæmt þessu fengið sömu hækkun og tveggja barna einstætt foreldri með 150.000 krónur í sumartekjur! Af öðrum málum sem deilt er um má nefna garðabyggingar, út- gáfumál, hlutverk Stúdentaráðs og að sjálfsögðu menntamál almennt. Stúdentar, mætum á kjörstað! Vegna þeirrar tvísýnu stöðu sem nú er í Stúdentaráði getur hvert atkvæði skipt sköpum. Því er mikilvægt að allt félagshyggjufólk mæti á kjörstað og hrindi þeirri sókn sem hægrimenn innan Há- skólans hafa verið í síðastliðin tvö ár. Sá sem situr heima greiðir Vöku atkvæði sitt. í annað sinn býður félagshyggjufólk fram sam- eiginlega undir merki Röskvu. Stúdentar, tryggjum Röskvusigur í kosningunum á morgun og grcið- um V-listanum atkvæði. Runólfur Ágústsson, laganemi. Gylfi Guðjónsson: Frá Isafjarðardjúpi að vetrarlagi Eftir góða árshátíð Djúpmanna er þægiiegt að setjast við ritvélina, hugsa og láta síðan fingur ráða ferðinni. I blíðviðrinu hér í Mosfellssveit er þó kyrrðin rofin með heimsókn ungs manns. Hann sagði sínar farir ekki sléttar. Hann hafði gegnum tíðina staðið í bréfaskriftum við unga stúlku í Austurríki og sá þáttur gengið vel. í bréfunum kom fram að þau voru bæði ánægð með sig en hún sagðist vera stór (large). Við komuna núna um daginn til Austurríkis sá hann loksins elsk- una sína gegnum glerrúðurnar í flughöfninni. - Fyrst horfði hann á hnén, síðan sá hann mjaðmirnar, þá brjóstin og axlirnar. Eftir það hreyfðust augun á honum hægt upp á við og námu staðar við höfuðhæð stúlkunnar. Þórólfur skinnið er nú ekki í smærra lagi, hann er 1.90 m á hæð. Stúlkan var 2.10 m á hæð að hans sögn. Hann fór með henni 200 km veg, hún bakaði fyrir hann köku og síðan spjó hann. Honum þótti kakan slæm. í mínum augum hefur Vegagerð ríkisins ávallt verið stór, starfs- menn hennar valdamiklir og alls ráðandi. Ég held að aldrei hafi birst á prenti sú ferðasaga, sem hér kemur á eftir. Um tíðina hafa drengirnir mínir verið í sveit við ísafjarðardjúp. Sjálfur ólst ég þar upp og leið vel í uppvextinum, og vildi ég gefa þeim það besta sem ég átti til. Að venju fór ég að Djúpi ýmissa erinda og föst var haustferðin, sækja slátur, saltkjötskútinn frá henni Lóu og ýmislegt annað sem lagðist til og kippa þá stráknum með í leiðinni. Eg fór ferðina í október 1979. Bíllinn var lítill, gulur fólksbíll með drifi á framhjólum. Ferðin gekk bærilega vestur en það lagðist að mér illur grunur varðandi Þorskafjarðarheiðina til baka. Ég vék þeim hugsunum frá mér, veðurútlit var ekki tvísýnt að ráði og við Djúp voru menn á bílum varðandi frumrannsóknir vegna fiskeldis að Nauteyri og dráttarbíll frá GG með búnað og mannskap frá Jarðborunum ríkisins. Annað fólk var á ferð og ég hugsaði með mér að Þorskafjarðarheiði hlyti að verða mokuð. Á þeim tíma var Þorskafjarðarheiði mokuð með höppum og glöppum eftir því hvernig lá á stjórnendum Vega- gerðarinnar hverju sinni. Ef stór bylur kom, var heiðin ekki mokuð fyrr en í júní næsta ár. Djúpbátur- inn Fagranes var þá oft eina sam- gönguleiðin frá innanverðu ísa- fjarðardjúpi við umheiminn. Heimaslátrunin gekk vel við Djúp, strákurinn minn var ánægð- ur með tilveruna og lífið gekk allt sinn vanagang. Saltað var í kjötkútinn að Hallsstöðum og allt undirbúið fyrir brottför yfir Þorskafjarðarheiði. Ég kíkti á næstu bæi og nieðal annars að Laugarási. Þar bjuggu þá Margrét og Jón og var þeim talið til ágætis að halda uppi nyrstu gróðurhúsum í heimi. Rófur spruttu afar vel hjá þeim hjónum og gaukuðu þau að mér 25 kg rófupoka er ég kvaddi þau. - Sá misbrestur varð á þessari annars ágætu ferð að það gránaði vel niður fyrir hlíðar. Að morgni brottfarardags lagðist. uggurinn að mér aftur. Skyldu þeir moka? - Ljóst var að heiðin var ekki færdráttarbílnum frá Jarðbor- unum ríkisins, ekki fær bílaleigubíl fiskeldismanna og ekki fær litla bílnum mínum. Ég hringdi í Vega- gerðina á ísafirði og ræddi við frænda minn Jón Kristin. Hann taldi öll tormerki á að heiðin yrði rudd en vildi athuga málið. Nokkru síðar ræddi ég aftur við frænda minn Jón Kristin. Hann taidi að heiðin yrði ekki rudd en benti mér á að hafa samband við höfuðstöðv- ar Vegagerðar ríkisins í Reykja- vík. Ég hringdi þangað og var ákaflega vel tekið í þessu símtali. Þeir skýrðu mér frá því, að Vega- gerðin á Isafirði stjórnaði snjó- mokstri yfir Þorskafjarðarheiði en ekki þeir fyrir sunnan. Þeir voru eiginlega hissa á því að heiðin skyldi ekki vera rudd. Það fór um mig fagnaðarbylgja og ég hringdi í Jón Kristin frænda á ísafirði. Hann skýrði mér stuttlega frá því, að Þorskafjarðarheiði væri ekki á mokstursáætlun, en vesturfirðirnir yrðu mokaðir fyrir þá sem hyggju á ferð í höfuðstaðinn. Það varð fátt um kveðjur en trúlega hafa margir hlustað á þessi símtöl við ísafjarð- ardjúp, því þá var sveitasíminn virkur. Engilbert á Hallsstöðum tróð saltkjötskútnum inn í litla bílinn. Þar á eftir kom brúsi með blóði, nokkrir sviðahausar og lappir. Vélindu og slög fylgdu með, síðan nýtt kjöt til hátíðabrigða, hangi- kjötið beið lengur fram til hausts- ins. Það skyldi sent með Ríkisskip. Vömbum var komið fyrir og öllu sem þeim fylgir. Rófupokinn lét fara vel um sig í öllu þessu, sumar- kaupinu stráksins var stungið í umslag og honum fengið. Góðu sumri var lokið við ísa- fjarðardjúp og það var öllum ljóst. Kveðjustundin var stutt á hlaðinu, litli guli bíllinn ók af stað út ísafjarðardjúþ fullhlaðinn með strákinn harðánægðan í framsæt- inu. - Hann vissi ekki hvílíkt áhyggjuefni þessi ferð var föður hans og heimilisfólkinu að Halls- stöðum. Vegalengdin milli Reykjavíkur og Djúps er um 350 km, sé ekið Dali og Þorskafjarðarheiði. Leiðin út ísafjarðardjúp, ísafjörður, vest- urleiöin um Barðaströnd er milli 700 og 800 km. Það gekk sæmilega út Djúp. A Isafirði um kl. 19:00 hafði ég samband við Karl frá Ármúla, til að fá ráðleggingu. Hann var ekki heima. Það var farið að snjóa og komið myrkur. Mér var þó ráðlagt að fara strax eða ekki. - í Dýrafirði villtumst við en nutum góðrar leiðsagnar fólks þar á bóndabæ. Ég hafði aldrei fyrr verið hrakinn til þess að fara þessa leið og var því ókunnugur. Yfir Rafnseyrarheiði var snjór og flug- hálka. Ríkisútvarpið flutti ágætt leikrit framsett af leikhóp frá ísa- firði. Það var eitthvað um bíl sem var að fara fram af hengiflugi. Það fór hrollur um mig að hlusta á þetta yfir þessa viðsjárverðu heiði. Ég mætti engum bíl og ekkert mátti koma fyrir. Það var enginn í Flókalundi, Barðaströndin var greiðfær, tunglskin og ferðin gekk vel. Upp ■ Klettshálsinn bætti í snjókomuna og engum bíl hafði ég mætt. Færðin þyngdist, það var kominn bylur. Ég setti keðjur á framhjólin en hafði það ekki upp. Nægur matur var fyrir hendi og ég hafði hitunar- tæki í bílnum ef hann færi út af og yrði bensínlaus. Ljóst var að þarna var ég hætt kominn. Ég hafði mestar áhyggjur af drengnum ef hann yrði úti með mér: Það var enn auður kantur vinstra megin en snjó hlóð í sífellu niður. Það var kominn þreifandi bylur. Ég kannaði hátopp Kletts- háls og sagði drengnum að bíða. Það var fært yfir ef ég kæmist strax. Er ég kom til baka tók ég allan flutning úr bílnum, þar með salt- kjötskútinn, rófupokann, nýja kjötið, blóðið og vambirnar og allt sem þeim fylgdi. Það skóf kringum saltkjötskútinn og þetta varð allt hvítt. Eftir að ég hafði létt bílinn gerði ég atlögu upp brekkuna. Ég gerði mér Ijóst, ef ég missti bílinn út af, yrði ég að dvelja þar með drenginn. Fólkið í Djúpinu vissi af okkur, Gylfi Guðjónsson konan og hinir drengirnir fyrir sunnan og okkar yrði leitað. Það var óhugur í mér, mér lá ofarlega í sinni að snúa viö, en langt var til næstu bæja og bensín af skornum skammti. Bíllinn hrat- aði út í kantinn og ég komst ekki lengra. Ég bakkaði honum aðeins í snjónum, stöðvaði hann og setti handhemil á. Égskipaði drengnum að fara út. Hann hlýddi því og ég tók rófupokann úr brekkunni og setti liann á vélarhlífina. Síðan útskýrði ég fyrir drengnum að ég þyrfti að þyngja bílinn að framan vegna framdrifsins og þá kynni hann að hafa sig áfram gegnum tiltölulega lausan snjó. Drengurinn samþykkti þetta, sctti ég hann framan á vélarhlífina hægra megin, en rófupokann vinstra megin. Ég setti í gírinn og ók af staö með drenginn og rófupokann fyrir fram- an mig. Bíllinn hafði það af gegn- um snjóinn en bylurinn, ofankom- an og skafrenningurinn dundi á drengnum og pokanum. Uppi á hálsinum stöðvaði ég bílinn, hafði hann í gangi með handhemil á. Ég fór með drengnum niöur brekkuna afturtilað sækja matvælin. Þaðvar ' löng leið og ég leit tii baka. Þá sá ég bílinn koma á fleygiferð niður brekkuna. Ég hljóp móti honum, kallaði í drenginn að halda kyrru fyrir. Er ég kom nær bílnum sá ég að hann var kyrr, snjóbylurinn hafði blekkt mig. Við bárum allt upp brekkuna aftur, fórum nokkrar ferðir og það var löng leið. Veðrið lagaðist er við ókum niður af Klettshálsinum hin- um megin. í Skálanesi tókum við bensín um hánótt og tíu árum seinna flyt ég því fólki þakkir fyrir búsetu sína. Aðrir hálsar og heiðar voru seinfærir en sem lamb að leika við í jöfnuði við Klettsháls. Inni í Þorskafirði kom ég að veg- hefli. Vegalengdin frá honum að veginum upp Þorskafjarðarheiði yfir í Djúp voru 4 km. Snjórinn á Þorskafjarðarheiði var um 1 fet á þykkt. Okkur hafði verið talin trú unt við Djúp að vegagerðartæki að sunnanverðu væru víðs fjarri. Þetta var haugalygi og ég fann er ég renndi um Þorskafjörðinn að ég hataði Vegagerð ríkisins. Mcr var um megn að skilja ástæðuna fyrir því að senda mennina frá Djúpi ýmist í llugi og skilja bílana eftir eða senda þá í þennan dauðadans á vesturleiðinni í staðinn fyrir að renna hcflinum yfir Þorskafjarðar- heiðina. Færðin þyngdist í Gilsfirði. Það snjóaði stöðugt. Ekki man ég leng- ur hvort við Hcimir fórum Bröttu- brckku eða Heydal. Trúlega fórurn við Heydal. Við komum heim í Mosfellssveitina kl. 08.30, konan gaf okkur hafragraut, soðin egg og fleira góðgæti. Ferðin hafði tekið 18 og '/2 klst. Daginn eftir hafði ég samband viö Jóhann Þórðarson lögfræðing. Við fórum saman til Steingríms Hcrmannssonar, þáverandi sam- gönguráðherra. Hann sagöi veg yfir Steingrímsfjarðarheiði vera á næsta leiti. Hann var mótfallinn því, að Vegagerðin niokaði ekki fjallveginn meðan snjóalög væru lítil. Við Jóhann höfðum síðan fyrir reglu að fara á lund sam- gönguráðherra að hausti til en senda honum bréf að vori. Nú snjóar mikið á Vestfjörðum og uin allt land. Vegagerð ríkisins er okkar haldreipi. Hún er svelt fjárhagslega og lendir í miklum vandræðum þegar slíkir vetur dynja yfir. Þetta fyrirtæki þarf að styrkja upp með betri tækjakosti og allt fólk ætti að leggja slfku lið. Haturshugur minn hcfur fyrir löngu fjarað út, enda eiga ekki langþreyttir starfsmenn Vegagerð- arinnar að líða fyrir slæman tækja- kost, litla peninga og harða vetur. Ég hef mikla samúð með Jóni Kristni frænda mínum að halda opinni Ieiðinni ísafjörður Reykja- vík. Mér finnst þó að Vegagerðin á Hólmavík eigi að hafa yfirumsjón með vegi yfir Steingrímsfjarðar- heiði að Djúpi. Það er nteira nærliggjandi og tek ég sterklega undir orð Þorsteins Sigfússonar á Hólmavík varðandi snjómokstur1 yfir greinda heiði á Rás 2 nú um daginn. - Mér fannst oft að Vega- gerð ríkisins væri hávaxin og sterk- lega byggð, en nú er mér ljóst að hún er aðeins 1.10 m á hæð..... Mosfellssveit í mars 1989 Gylfi Guðjónsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.