Tíminn - 14.03.1989, Side 12

Tíminn - 14.03.1989, Side 12
12 Tíminn Þriðjudagur 14. mars 1989 í Líbanon FRETTAYFIRLIT ÚTLÖND ísraelskir vel á verði: Fella þrjá skæruliða PEKING - Kínversk yfirvöld reyna nú aö lægja öldurnar í Tíbet, en vika er liðin frá því kínverska lögreglan réöst aö mótmælendum í Lhasa með vélbyssuskothríð. Nú segjast Kínverjar gjarnan vilja ræða málin við Dalai Lama hinn andlega leiðtoaa Tíbeta, en hann er í útlegð í Indlandi. BEIRUT - Hermenn úr hin- um klofna her Líbanons og eru undir stjórn múslíma vörpuðu sprengju á höfnina i Beirút, en hana hafa kristnir menn á valdi sínu. Áður hafði Michel Aoun leiðtogi kristinna manna aflétt tveggja daga lokun millilanda- flugvallarins í Beirút, en músl- ímar hafa hann á valdi sínu. KANAVERALHÖFÐI - Geimskutlan Discovery hélt út í geiminn með 100 milljón króna gervihnött, fótbrotnar mýs og hænuegg innanborðs, auk áhafnar. WASHINGTON - Moshe Arens utanríkisráðherra ísra- els átti viðræður við James Baker utanríkisráðherra J Bandaríkjanna og er það fyrsti | fundur háttsettra embættis- manna þessara ríkja eftir að ríkisstjórn Bush tók við valda- taumunum. Baker er talinn ihafa þrýst á Arens um að ísraelar komi með nýjar og raunhæfar hugmyndir sem verði til þess að slaka á spennu á hernumdu svæðunum. Eins að ísraela hefji viðræður við Araba um framtíð mála í mið- austurlöndum. KABUL - Afganski stjórnar- herinn hefur hrundið árásum skæruliða á borgina Jalalabad og hrakið þá frá borginni. Skæruliðar halda þó áfram linnulausri eldflaugaárás á borgina. Skæruliðar ætluðu að ná Jalalabad á sitt vald og koma þar upp bráðabirgða- höfuðborq bráðabirgðastjórn- arinnar. íbúar Jalalabad hafa , flúið borgina í þúsundavís og ' haldið yfir landamærin til Pak- i istans. RIYADH - Saudi-Arabar hvöttu íslömsk ríki til þess að í viðurkenna bráðabirgðastjórn iskæruliða í Afganistan, en fundur utanríkisráðherra ísl- amskra ríkja stendur nú yfir í Riyadh. Saud al-Faisal prins utanríkisráðherra Saudi-Ara- bíu opnaði fundinn og minnti á að málefni Palestínumanna væru eitt aðaláhyggjuefni ríkja múslíma. Hann minntist ekki einu orði á Salman Rushdie sem gert hefur allt vitlaust hjá múslímum víða um heim. íran- ar hafa hvatt til þess að fundur utanríkisráðherranna taki und- ir dauðadóm yfir Rushdie. Franskir kjósendur kusu í sveitarstjórnarkosningum um helgina: Sósíalistar halda fylgi í Frakklandi Michel Rocard forsætisráðherra Frakklands ætti að geta glaðst yfir úrslitum fyrri umferðar frönsku sveitarstjórnarkosninganna, sem fór fram á sunnudaginn, því fransk- ir kjósendur veittu hægri öflunum í Frakklandi ekki brautargengi, en oftast hafa stjórnarandstöðuflokk- ar unnið mjög á í sveitarstjórnar- kosningum. Síðast gerðist það 1983 þegar sósíalistar guldu afhroð. Nú bættu sósíalistar nokkuð við sig miðað við þá og fengu vinstrimenn svipað fylgi og í þingkosningunum í fyrra. Síðari hluti kosninganna fer fram í næstu viku, en þá verður kosið um þau embætti bæjarstjóra þar sem ekki náðust ótvíræð úrslit nú. Kosningabandalag hægriflokk- anna sem ekki náði þeim árangri sem þeir stefndu að hafnaði í gær samstarfi við Fjóðarbandalagið, hinn hægrisinnaða öfgaflokk Le Pens, en Þjóðarbandalagið missti mikið fylgi, sérstaklega ef miðað er við kjörfylgi Le Pens í fyrri umferð forsetakosninganna í fyrra. Því eru líkur á því að vinstri menn nái enn betri árangri í síðari umferðinni. Það voru hins vegar græningjar sem helst komu á óvart í þessum kosningum, en þeir náðu víða lykilaðstöðu í sveitarstjórnarkosn- ingunum. Er þetta í fyrsta sinn sem græningjar bjóða fram í kosning- um. Þá unnu víðs vegar staðbundin óflokksbundin framboð góða sigra. Þar sem einn flokkur náði ekki hreinum meirihluta verður kosið aftur um næstu helgi eins og áður segir, en þá geta einungis listar er hlutu 10% atkvæða eða meira boðið fram. BANDARIKJAMENN VILJA SOVÉTRÍK- EKKI í GATT Sovétmenn hafa sýnt áhuga á því að gerast aðilar að svokölluðu GATT samkomulagi, en það er samkomulag um afnám tolla og viðskiptahindrana sem er einn meg- ingrunnur frjálsrar verslunar í heim- inum. Bandaríkjamenn voru ekki lengi að bregðast við þessum áhuga Sovétmanna og setja sig harkalega upp á móti því að Sovétríkin fái aðild að Gatt. Það var Ivan Ivanov aðstoðarfor- stöðumaður Ríkisnefndar Sovétríkj- anna um erlend efnahagssamskipti sem skýrði frá þessum áhuga Sovét- manna á blaðamannafundi í Noregi í gærmorgun. Ivan sagði að Sovét- menn hefðu mikinn áhuga á því að gerast aðilar að Gatt og að stjórn- völd í Moskvu vonuðust til þess að samningaviðræður þessa efnis gætu hafist innan tveggja ára. Ivan sagði að viðræður gætu hafist eftir að endurskipulagning sovéska hagkerfisins hefði gengið yfir, en það yrði að líkindum síðari hluta ársins 1991. Eins og áður sagði voru Banda- ríkjamenn ekki lengi að bregðast við þessum hugmyndum Sovétmanna: - Afstaða ríkisstjórnar Bandartkj- anna er sú að Sovétríkin hafa ekki efnahagskerfi sem gengur innan GATT, sagði Clayton Yeutter land- búnaðarráðherra Bandaríkjanna í fjölmiðlum vestanhafs í gær. Þó flest hinna 96 aðildarríkja GATT séu með kapftalísk eða blönduð hagkerfi þá er þar að finna kommúnistaríki eins og Kúbu, Tékkóslóvakíu, Ungverjaland, Pólland. Rúmeníu og Júgóslavíu. Norðmenn hætta útflutningi á þungu vatni Norðmenn hafa nú ákveðið að hætta algerlega útflutningi á þungu vatni enda hefur hvert söluhneykslið af öðru sett ríkisstjórn landsins í vandræði að undanförnu. Þungt vatn er nauðsynlegt til að smíða kjarna- sprengju. Það var talsmaður norska utanrík- isráðuneytisins sem skýrði frá þess- ari ákvörðun sem ríkisstjórnin tók á fundi sínum á föstudaginn. Sagði hann að einungis yrði leyfður út- flutningur á örsmáum skömmtum til rannsóknarstarfa, en ekki það mikið ísraelskir hermenn drápu þrjá skæruliða í suðurhluta Líbanon í gær. Skæruliðamir voru komnir al- veg upp að landamærunum að Israel þegar hermenn urðu þeirra varir. Skæruliðar hafa ekki komist svo nærri landamærunum síðan Arafat fordæmdi öll hryðjuverk í desember- mánuði. ísraelski herinn hafði ekki endan- lega borið kennsl á skæmliðana sem voru drepnir í bardaga við þorpið Meiss aj-Jabal sem er aðeins 1 km frá landamærunum. Árásin er að minnsta kosti sú fimmta sem gerð er við landamæri ísrael frá því Arafat gaf út yfirlýs- ingu sína í því skyni að brjótast út úr þrettán ára einangmn Frelsissam- taka Palestínu frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum. Bush finnur mann í stað Johns Tower: Cheney varnar- málaráðherra? George Bush var ekki lengi að velja sér nýtt varnarmálaráðherra- efni eftir að öldungadeild Banda- ríkjaþings hafnaði John Tower fyrir helgi. Á laugardaginn kynnti hann hinn nýja kandídat, Dick Cheney, en hann á sæti í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings fyrir repúblikana í Wy- oming. Þó demókratar hafi unnið orrnst- una um John Tower eru allar líkur á því að það hafi verið tvíbentur sigur þar sem almenningsálitið hafi snúist gegn þeim vegna harkalegra aðfara að einkalífi Towers. magn að hægt væri að nota það til kj arnorkusprengj usmíði. Norðmenn hafa að undanförnu reynt að finna út hvar 15 tonn af norsku þungu vatni væru niðurkom- in, en það var að líkindum flutt ólöglega frá Sviss til Indlands. Þá vita þeir ekki hver urðu endanleg örlög 20 tonna af þungu vatni sem ísraelar keyptu á sínum tíma. ísrael- ar neita því að vatnið hafi verið notað í kjarnorkusprengju en neita Norðmönnum um upplýsingar varð- andi það hvar vatnið sé niðurkomið. Suður-Afríka: Botha ríg- heldur í for- setastólinn P.W. Botha ætlar að sitja sem fastast í forsetastólnum í Suður- Afríku þrátt fyrir að flestir þing- menn Þjóðarflokksins hafi skor- að á hann að segja af sér vegna heilsubrests. Botha fékk hjarta- áfall fyrir stuttu, en hann er 73 ára að aldri. Botha er staðráðinn í að sitja út kjörtímabil sitt sem lýkur í mars á næsta ári. Hann sagði þá afstöðu flokksmanna að vilja láta hann hætta nú vera til þess fallna að grafa undan stjórnmálum í Suður-Afríku. Það voru 120 af 133 þingmönn- um Þjóðarflokksins sem skrifuðu undir áskorun á Botha um að hann léti af forsetaembættinu svo að F.W. de Klerk formaður flokksins gæti tekið við stjórnar- taumunum. De Klerk var kjörinn formaður flokksins í febrúar eftir að Botha hafði afsalað sér þeirri stöðu vegna heilsubrestsins. Helstu leiðtogar Þjóðarflokks- ins á þingi hafa krafist þess að sérstakur fundur verði haldinn í miðstjórn flokksins á mánudag til að fá Botha frá völdum og koma de Klerk í forsetastólinn. ISPENNUM i BELTIN sjálfra okkar vegna!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.