Tíminn - 14.03.1989, Side 13

Tíminn - 14.03.1989, Side 13
Þriðjudagur 14. mars 1989 Tíminn 13 llllllll. ÚTLÖND líll Fyrrum forseti Suður- Kóreu í yfirheyrslur Chun Doo Hwan fyrrum forseti t.h. fagnar Roh Tae-Woo núverandi forseta Suður-Kóreu. Fögnuður Chun hefur eflaust dvínað því nú þarf hann að mæta fyrir rannsóknarnefnd sem kannar spillingu hans til þess að losa Roh út úr stjórnmálalegri klípu. Það kom að því að Chun Doo Hwan fyrrum forseti Suður-Kóreu gaf sig og féllst á að bera vitni í sérstakri rannsóknarnefnd þingsins sem rannsaka á hvort forsetinn hafi misnotað sér vald sitt þau átta ár sem hann sat í valdastól. Með þessu mun Chun að líkindum leysa alvarlegan hnút sem verið hefur í stjórnmálum í Suður-Kóreu, en stjórnarandstað- an þar hefur krafist þess að hann standi fyrir máli sínu. Var það farið að há þingstörfum meirihlutans og núverandi forseta landsins Roh Tae- Woo sem tók við af Chun. Stjórnarandstaðan heldur því fram að Chun hafi komið af stað uppreisn sem kennd er við Kwangju svo hann hefði átyllu til þess að taka völdin með hervaldi. Tvöhundruð manns féliu í þeim átökum. Auk þess er Chun sakaður um spillingu. Andstaðan gegn Chun var svo hatrömm í haust að hann varð að fara í útlegð frá Seoul og dvelur nú í rólegheitum úti á landi. Þá féllst hann ekki til að vitna, en þrýstingur flokksmanna Chun hefur nú fengið hann til að gefa eftir. í næsta mánuði á þingið að greiða atkvæði um embættisferil Roh Tae- Woos forseta til þessa svo og um stefnuskrá hans á næstunni. Líkur voru á því að Roh hefði farið illa út úr slíkri atkvæðagreiðslu ef Chun hefði ekki gefið sig. El Salvador: Hermenn framseldir fyrir grimmdarverk Herinn í E1 Salvador hefur viður- kennt að hafa myrt tíu óvopnaða bændur og ætlar að framselja ellefu hermenn, þar af tvo liðsforingja, til borgaraiegra yfirvalda sem munu rétta í máli þeirra. Þessi ákvörðun er tímamóta- ákvörðun, því hingað til hafa liðsfor- ingjar í her E1 Saivador aldrei þurft að svara til saka fyrir borgaralegum dómstól vegna morða og hroðaverka í borgarastyrjöldinni í El Salvador. Hefur herinn ætíð komist upp með það að segja morð á sakiausu fólki vera framin í bardaga gegn skærulið- um. Bændurnir tíu voru myrtir í þorp- inu San Francisco. Dan Quayle vara- forseti Bandaríkjanna tók það upp er hann heimsótti El Salvador í febrúarmánuði þegar hann varaði yfirstjórn hersins í E1 Salvador við því að Bandaríkjamenn myndu endurskoða stuðning sinn við her og stjórnvöld Salvador ef mannréttindi yrðu ekki bætt. - Dauði bændanna var ekki af- leiðing umsáturs um hryðjuverka- menn eins og þeir sem fyrir morðun- um stóðu tilkynntu yfirboðurum sínum. Mauricio Beltran de Grana- dos yfirliðsforingi ber ábyrgðina, sagði í yfirlýsingu hersins. Vestur-Þýskaland: Hægri öfgaflokkar styrkjast verulega Sífellt stærri hluti Vestur-Þjóð- verja virðist nú vera að hallast heldur betur til hægri. Skemmst er að minnast góðs árangurs nýnasista í kosningunum í Vestur-Berlín. Þessum góða árangri var fylgt eftir um helgina þegar sveitarstjórnar- kosningar fóru fram í Hessen. Þar náðu öfgafullir hægriflokkar góðum árangri. Hinn Kristilegi Demókrata- flokkur Helmut Kohls kanslara beið hins vegar afhroð í kosningunum. Þjóðlegi lýðræðisflokkurinn sem er öfgafullur hægriflokkur og sá hægrisinnaðasti sem leyfður var í Vestur-Þýskalandi þar til nýnasistar fengu að starfa undir merkjum Lýð- veldisflokksins árið 1985, náði mestu fylgi í Frankfurt þar sem hann hlaut 6.6% atkvæða. Þetta fylgi fékk hann út á gegndarlausan áróður gegn útlendingum líkt og Lýðveldisflokk- urinn í Vestur-Berlín beitti. Lýð- veldisflokkurinn bauð hins vegar ekki fram nema á nokkrum stöðum. Flokkurinn fékk yfirleitt ágæta út- komu, sumstaðar allt að 10% at- kvæða. Kristilegir demókratar sem hafa átt borgarstjóra Frankfurt í tólf ár misstu nú meirihluta sinn f Frankfurt. Flokkurinn hlaut 35% atkvæða en hlaut 50% í síðustu kosningum. Jafnaðarmenn hlutu hins vegar góða kosningu. Flokkurinn fékk að jafnaði 45% atkvæða í Hessen. Græningjar hlutu 9% að meðaltali og hafa þessir tveir flokkar nú meiri- hluta í Frankfurt. Því gæti svo farið að fleiri „rauðgrænar" samsteypu- stjórnir sjái dagsins Ijós í Vestur- Þýskalandi, en jafnaðarmenn og um- hverfissinnar mynduðu slíka í Vest- ur-Berlín í síðustu viku. Einbýlishús - Til sölu Ríkissjóður leitar eftir kauptilboðum í fasteignina Safamýri 18 í Reykjavík. Húsið er 2 hæðir og kjallari, u.þ.b. 290 fermetrar að stærð. Tilboð óskast send eignadeild fjármálaráðuneytis- ins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, í lokuðu umslagi, merkt „Tilboð-Safamýri“, fyrir kl. 17.00 miðviku- daginn 22. mars 1989. Fjármálaráðuneytið, 13. mars 1989. Kópavogur - Garðabær - Seltjarnarnes Jóhann Einvarðsson, alþingismaður, verðurtil viðtals: 1. Kópavogi miðvikudaginn 15. mars kl. 18.00 að Hamraborg 5. 2. Garðabæ og Bessastaðahreppi miðviku- daginn 15. mars kl. 20.30 í Framsóknar- húsinu, Garðatúni 2. 3. Seltjarnarnesi fimmtudaginn 16. mars kl. 20.30 í Félagsheimili framsóknarmanna, Eiðistorgi 17. K.F.R. Jóhann LEKUR ER HEDDID BLOKKIN? SPRUNGID? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir - rennum ventla. Eigum oft skiptíhedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum - járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjonssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110 /gjk Aðalfundur mk fej ®q ý*' Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 15. mars, kl. 20.30 að Hótel Sögu, Átthagasal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. t Faðir okkar Þorgrímur Maríusson Höfðabrekku 16, Húsavík andaðist á Sjúkrahúsi Húsavíkur 12. mars. Brynja Þorgrímsdóttir Guðrún Þorgrímsdóttir Skjöldur Þorgrímsson María Þorgrímsdóttir Helga Þorgrímsdóttir Jónína Þorgrímsdóttir Sigurbjörn Þorgrímsson Sigrún Þorgrímsdóttir Steinunn Þorgrímsdóttir t Eiginmaður minn Þorgeir Þorleifsson Byggöarholti 21 Mosfellsbæ lést 12. mars á Borgarspítalanum. Þorgerður Jónsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför Maríu Emilíu Albertsdóttur frá Sléttu, Hraunbraut 14, Kópavogi Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.