Tíminn - 14.03.1989, Síða 20

Tíminn - 14.03.1989, Síða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RlKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 „LÍFSBJÖRG f NORDURHÖFUM" v?> Útvegsbankinn Seltj. VHRÐBRlffllftfiSKIF'TI Gíró—1990 SAMVINNUBANKANS SUÐURLANOSBRAUT 18, SÍMi: 683568 Gegn náttúruvernd á villigötum Asr0 ÞRÚSTUR 685060 VANIR MENN Tíminn ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1989 ifciHilMii iiii'iMlWHWlWM Starfsfólk fullyrðir í einkasamtölum að húsnæðiskerfið leiti jafnvægis: Upplýsingar kyrrsettar hjá Húsnæðisstofnun Starfsmönnum Húsnæöisstofnunar þykir sumum hverj- um hart að þurfa aö horfa upp á núverandi húsnæðiskerfi lagt í rúst á fölskum forsendum - þ.e. stöðugum yfirlýsingum um að allt sé það krosssprungið og ónýtt - á meðan þeim er svo harðbannað að skýra frá þeirri vitneskju, sem fyrir liggur í stofnuninni og gefur allt annað til kynna. Af þeim upplýsingum má ráða að kerfið sé síður en svo sprungið, heldur sé þvert á móti að komast í jafnvægi, þannig að biðtími eftir lánum geti jafnvel farið að styttast á ný áður en langt um líður, svo framarlega að ekki verði því meira fjármagn tekið af Byggingarsjóði ríkisins. Með því að fínpússa núverandi lög svolítið frekar mætti svo gera núverandi kerfí ennþá virkara. Hvað varðar lánsumsóknir er árlega. Þeir sem sækja um lán staðan nú þannig að fjöldi (virkra) óafgreiddra lánsum- sókna er kominn niður í um 5-6.000. Og fjöldi nýrra lánsum- sókna niður í um 300 á mánuði, sem er álíka fjöldi og ráð var fyrir gert í upphafi og álíka fjöldi og stofnunin ræður við afgreiðslu á þessa dagana til kaupa á fyrstu íbúð geta búist við að fá lánslof- orð í hendur eftir u.þ.b. hálft annað ár og fyrri hluta lánsins borgaðan út eftir 2 til 2 og 1/2 ár. Þeir sem eiga íbúð fyrir bíða um hálfu ári lengur. Fjöldi lánsumsókna er rúmlega 300 að meðaltali á mánuði s.l. hálft ár. Öfugt við það sem ýmsir höfðu spáð að þeim mundi fara fjölgandi á ný í byrjun þessa árs, reyndust nýjar umsóknir rúmlega 300 talsins nú í janúar og febrúar. Af rösklega 17.000 umsóknum sem borist hafa frá því kerfið tók gildi fyrir tveim og hálfu ári, eru rúmlega 7.000 umsækjendur þeg- ar búnir að fá lán annað hvort allt eða fyrrihluta láns. Þar við bætast á 3. þúsund sem þegar hafa fengið í hendur lánsloforð með ákveðinni dagsetningu og fjár- upphæð sem greidd verður út á þessu ári, þannig að um 10.000 umsóknir hafa þegar fengið af- greiðslu á rúmlega tveim árum. Það eru því um 7.000 umsóknir sem nú bíða afgreiðslu. Af þeim er talið að reikna megi með um 25% afföllum, þannig að óaf- greiddur biðlisti sé raunverulega ígildi um 5-6.000 fullgildra lána. Þessi afföll skiptast í þrjá höfuðflokka. Um 2-5% detta út vegna þess að umsækjendur eiga ekki lánsrétt þegar að er gáð, annað hvort vegna ófullnægjandi greiðslu í h'feyrissjóð eða að þeir hafa ekki nægar tekjur. Síðan eru 2-3% umsækjenda sem fá láns- loforð en nýta sér ekki lánarétt- inn og falla því út. Stærsti hlutinn er svo vegna fólks sem fær loforð um fullt lán en getur ekki nýtt það nema að hluta vegna þess að það kaupir íbúðir með áhvílandi eldri lánum frá stofnuninni - oft á bilinu 500 til 700 þúsund - sem þá dragast frá nýja láninu. Annað atriði sem bendir til jafnvægis og stöðugleika er það, að stærri og stærri hluti umsókna er frá fólki sem búið er að skipuleggja fram í tímann, frem- ur en að því sé sérstakt kappsmál að fá lár.ið sem allra fyrst. Þetta fólk hefur sett sér markmið um sparnað og síðan íbúðarkaup á ákveðnum tíma og leggur inn lánsumsókn í samræmi við það. I ljósi þess að íbúðakaup eru jafnan lang stærstu framkvæmdir sem almenningur leggur í á lífs- leiðinni hefur starfsmönnum Húsnæðisstofnunar hins vegar þótt það í meira lagi hlálegt hve fjöldi lánsumsókna hefur oft stjórnast mikið af fjölmiðlaum- ræðunni. Einna broslegasta dæmið um þetta var í kosningabaráttunni 1987, sem framan af snérist að stórum hluta um húsnæðismál, og umsóknir streymdu inn í stríð- um straumum. Síðan upphófust Albertsmál og yfirskyggðu flestar fréttir aðrar - og um leið duttu niður umsóknirnar í Húsnæðis- stofnun. -HEI Lausn fengin á deilum stjórnarflokkanna um skipan húsnæöismála? BOLHNN HJÁ ALLABÖLLUM Húsnæðismál voru rædd á þing- flokksfundum stjórnarflokkanna í gær. Eftir stíf fundahöld fulltrúa Framsóknarflokks og Alþýðuflokks um helgina og t' gærdag var sæst á að borin skyldi upp málamiðlunartil- laga við þingflokkana. Þingflokkar beggja flokka hafa sæst á tillöguna, þó með fyrirvara. Er blaðið fór í prentun í gær hafði þingflokkur Alþýðubandalagsins ekki enn tekið afstöðu til málsins. Helsta breyting frá þeirri mála- miðlun sem framsóknarmenn settu fram í síðustu viku er að ráðstöfun- arfé húsbréfadeildarinnar hefur ver- ið aukið úr 500 m. kr. í 16.000 m. kr. Þingflokkur Alþýðubandalagsins hafði fyrir fund í gærkveldi ekki gert upp hug sinn, hvorki varðandi frum- varpsdrög Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um húsbréfa- kerfi, né þær málamiðlanir sem framsóknarmenn hafa lagt fram. í þeirri málamiðlunartillögu sem lögð var fram í gær var lagt til að húsbréfakerfi yrði reynt samhliða núverandi húsnæðislánakerfi og þá sem deild í Húsnæðisstofnun ríkis- ins. Kaupskylda lífeyrissjóðanna á skuldabréfum verði 55%, eða óbreytt. 10% af því fé, 16.000 m. kr., verði veitt í húsbréfadeildina og verði vextir á húsbréfum aldrei hærri en á skuldabréfum ríkissjóðs. Upp- hæðin sem veitt er í húsbréfadeildina verði endurskoðuð að hálfu ári liðnu. Tilraun með húsbréfakerfi til hliðar við núverandi kerfi verði reynd í tvö ár, en tekin þá til endurskoðunar. Fyrra árið taki hús- bréfaviðskipti einungis til kaupa á eldra húsnæði, en seinna árið verði heimild til að lána til nýbygginga ef rétt þyki. Þeir sem eru á biðlista hjá Húsnæðisstofnun nú gangi fyrir fyrstu sex mánuðina. Þá hefur verið sett inn sú breyting frá upphaflegum málamiðlunartillögum framsókn- armanna að húsbréf skuli meðhöndl- uð skattalega séð á sama hátt og skuldabréf ríkissjóðs. Ekki náðist í þingmenn Alþýðu- bandalags í gærkvöld, en eftir þing- flokksfund fundaði framkvæmda- ;stjórn flokksins og var afstaða Al- : þýðubandalagsins eitt af þeim mál- um er þar voru tekin fyrir. -ág Fyrsti samningafundur ASÍ og VSÍ fór fram í gær. Niðurstöður fundarins urðu þær að vinnuveitendur höfnuðu algerlega öllum hugmynd- um ASÍ um kauptryggingarákvæði í komandi kjarasamningum. Viðræð- urnar snúast því um skammtímasamninga til haustsins að kröfu ASÍ en VSÍ hefur ekki útilokað þann möguleika. Næsti fundur aðilanna verður á fimmtudag. — ABÓ Tímamynd Árni Bjarna. Þyrla Gæslunnar í sjúkraflug: Varðfyrir fjórhjóli Eldri maður varð fyrir fjórhjóli á sumarbústaðalandi f Grímsnesinu síðdegis í gær og fótbrotnaði. Vegna ófærðar þurfti að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar, til að flytja manninn á sjúkrahús. Vegna mikillar ofankomu og ís- ingar á flugleiðinni frá Reykjavík til Grímsness þurfti þyrlan að sneiða fram hjá henni við Krísuvík, á leiðinni austur. Þegar fljúga átti til baka hafði snjókoman magnast enn frekar og flugleiðin með öllu lokuð og þurfti þyrlan að fljúga á haf út til að komast fram hjá ofankomunni. Flugið tók um einn og hálfan tíma en við eðlilegar aðstæður hefði það tekið um 45 mínútur. Komið var með manninn á slysadeild Borgar- spítalans skömmu fyrir klukkan sex. - ABÓ Slegist á bílastæði Til átaka kom milli tveggja manna á bílastæðinu fyrir framan Heklu við Laugaveg um fimmleytið í gærdag. Lögreglan var kvödd á staðinn og hafa mennirnir kært hvor annan fyrir skemmdir á fatnaði. Forsaga málsins er sú að 24 ára gamall Kópavogsbúi og 35 ára gam- all Garðbæingur hittast á bílastæð- inu við Heklu. Kópavogsbúinn hafði að mati Garðbæingsins ekki lagt bifreið sinni nægjanlega vel og hindr- að þannig brottför hans úr stæði í portinu við Heklu. Til orðahnippinga kom milli mannanna og síðan handalögmála, sem enduðu með því að lögreglan var kvödd á staðinn vegna fata- skemmda. Mennirnir hafa kært hvor annan fyrir skemmdir á fatnaði. - ABÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.