Tíminn - 22.03.1989, Síða 2

Tíminn - 22.03.1989, Síða 2
2 Tíminn Miövikudagur 22. mars 1989 Aðalfundur Flugleiða: 150 milljóna hluta- fjáraukning samþykkt Á aðalfundi Flugleiða sem fram fór í gær var lögð fram tillaga frá stjórn félagsins um að bjóða út nýtt hlutafé að nafnverði 150 milljónir króna og var þessi tillaga samþykkt. Jafnframt var samþykkt að gefa út jöfnunarhlutafé að upphæð 472,5 milljóna króna. Með þessu verður hlutafé félags- ins því 1095 milljónir króna. í skýrslu Sigurðar Helgasonar stjórn- arformanns kom fram að hann hefði viljað auka hlutafé í 1600 milljónir króna á næstu 2 til 3 árum, sem samkomulag náðist ekki um, en sagðist hann vona að þetta hlutafjár- útboð sem stjórnin kom sér saman um yrði upphafið að því að auka hlutafé félagsins verulega. Sigurður Helgason stjórnarfor- maður sagði að það væri skilyrðis- laust hagur núverandi hluthafa að hlutafé félagsins yrði aukið. Þeim Ijárfestingum sem félagið hefði stað- ið í að undanförnu fylgdi mikil áhætta og því bæri að styrkja eigin- fjárstöðuna með sölu hlutafjár. Einnig sagði hann að með aukningu hlutafjár yrði um frekari dreifingu hlutafjáreignar að ræða, sem væri skilyrðislaust æskilegt fyrir fyrirtæki í þjónustugrein sem veitti öllum þegnum landsins þjónustu. Afkoma félagsins á síðasta ári batnaði frá árinu á undan. Rekstrar- tap Flugleiða varð 43 milljónir króna árið 1988, en hafði árið áður verið 194 milljónir króna. Rekstrarhalli ásamt fjármagnskostnaði nam 143 milljónum króna. Með sölu eigna, og þá aðallega fimm flugvéla í eigu félagsins, varð hagnaður að upphæð 949 milljónir króna. Endanlegur hagnaður varð þvf 806 millj. króna. Sigurður Helgason stjórnarformaður Flugleiða og Sigurður Helgason forstjóri. Launakostnaður sem hlutfall af heildarkostnaði var í árslok 33,3%, en launagreiðslur hækkuðu á milli ár um liðlega 18%. Til viðmiðunar var launakostnaður sem hlutfall af hcild- arkostnaði 19,6% árið 1985 og hefur því aukist verulega. Bókfært eigið fé félagsins var í árslok jákvætt um rúmlega 2119 milljónir króna, sem samsvarar um 46% af heildarfjármagni félagsins og rúmlega 76% af langtímafjár- magni félagsins. í máli Sigurðar Helgasonar forstjóra kom fram að líklega hafi bókfærð eiginfjárstaða aldrei verið eins góð og nú. Tap á innanlandsflugi var á síðasta ári um 95 milljónir króna. Þetta samsvarar 10,4% af veltu og hafði staðan versnað verulega miðað við árið áður. en þá nam tapið sem hlutfall af veltu 5,1 milljón. Ein megin stefna félagsins er að endurnýja flugflotann og voru þess vegna fimm eldri vélar seldar, en í stað þeirra nýjar vélar keyptar. Sig- Færeyingar veiöa lax á alþjóölegu svæöi í leyfisleysi: Fleiri merktir laxar í aflanum Tímamynd Pjetur urður sagði að félagið yrði mun samkeppnishæfara með tilkomu nýju flugvélanna og mætti vænta þess að hægt yrði að ná betri nýtingu á þeim. Geta má þess að sætanýting flugvélanna var 60% á síðast ári, miðað við 62% árið á undan. Sem kunnugt er hefur orðið veru- legur samdráttur í Norður Atlants- hafsfluginu, þar sem grundvöllur þeirrar starfsemi er verulega skertur. Sigurður sagði að allur kostnaður hefði rokið upp úr öllu valdi og þeir |iví ekki samkeppnishæfir og því tapað miklum fjármunum. Hann sagði að þetta hefði einnig skapað annarskonar erfiðleika, því við sam- drátt yrði að fækka starfsfólki og minnka yfirbygginguna. Heildar- fjöldi starfsfólks sem sagt hefur verið upp, eða hætt vegna annarra ástæðna er 179 manns. Flugleiðir hafa nú farið fram á fargjaldahækkun við Vcrðlagsstofn- un og er sú hækkun til umræðu hjá stofnuninni. Samkvæmt heimildum Tímans mun hækkunarbeiðnin hljóða upp á 20%. -ABÓ Jón Helgason alþingismaður vill sameina Landsvirkjun og Raf- magnsveitur ríkisins og selja raf- orku á sama verði um allt land. Tillaga til þingsályktunar um sameiningu Lands- virkjunar og Rafmagns- veitna ríkisins: Raforkuverð verði jafnað Jón Helgason alþingismaður hefur ásamt Alexander Stefáns- syni og fleirum flutt þingsályktun- artillögu um að ríkisstjórnin vinni að sameiningu Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins. Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra segir að skoða þurfi þann möguleika að breyta fyrirtækjunum tveim í al- menningshlutafélög. Umræður um þessi mál fóru fram í sameinuðu þingi á mánu- dag. Jón Sigurðsson vitnaði til reynslu erlendis frá þar sem raf- orkumannvirki væru almennings- eign og varpaði fram þeirri spurn- ingu hvort ekki væri eðlilegt að sveitarfélögin ættu eignaraðild að framleiðslu- og dreifingarfyrir- tæki, sameinuðu úr Landsvirkjun og Rafmagnsveitunum. Jón Helgason sagði í sinni ræðu að sjálfsagt væri að taka til athugun- ar að taka inn sveitarfélög, eða samtök þeirra, sem eignaraðila í slíku fyrirtæki. Jón Helgason tók fram að eðli- legt væri að um leið og sameining þessara tveggja fyrirtækja færi fram, yrði kveðið á um jöfnun smásöluverðs á raforku þannig að verðlagning hjá hinu nýja fyrirtæki yrði sambærileg við veg- ið meðaltal hjá öðrum rafveitum. - ÁG Borgarspítali: Niðurskurðar* tillögum skilað Um 12 merktir laxar hafa fundist í afla Færeyinga að undanförnu og er þetta í fysta skipti sem svo margir merktir fiskar hafa verið veiddir. Að sögn Árna ísakssonar veiðimála- stjóra getur þetta bent til þess að göngur físksins séu á annan hátt en undanfarin ár. Árni sagðist einnig telja að heimt- ur hafi verið óvenju góðar, ástand sjávar óvenju gott fyrir norðan og því mikið af fiski sem gengur í íslenskar ár í sjónum á þeim slóðum þar sem Færeyingar veiða og þar sem talið er að þeir hafa verið að veiðum fyrir utan lögsögu sína, inni á alþjóðasvæði, þar sem laxveiðar eru ekki leyfilegar. Merkingar fiskanna eru þáttur í vísindarannsókn sem hefur verið í gangi síðan 1982. Árni sagði að merkingar hefðu verið auknar á Norðurlandi og það kæmi greinilega fram í rannsóknunum að fiskurinn frá Norðurlandi sé fyrst og fremst á leið til Færeyja, en hins vegar virðist fiskurinn frá Vesturlandi fara mjög lítið inn á það svæði. Sem kunnugt er flaug flugvél Landhelgisgæslunnar yfir það svæði, sem færeyskir bátar eru taldir stunda ólöglegar veiðar á, fyrir um viku og sást þá til sjö skipa. Þröstur Sig- tryggsson skipherra sagði í samtali við Tímann að þeir teldu að þessi skip hefðu öll verið útbúin til lax- Frá Klakksvík í Færeyjum. veiða. Starfsmönnum gæslunnar tókst að lesa nöfn sex skipanna. „Við teljum okkur ekki getað sann- að það að þeir hafi verið að veiðum, en hins vegar voru þeir ekki bara á skemmtisiglingu og útbúnaðurinn ekki til annarra veiða en laxveiða," sagði Þröstur. Svæðið sem skipin voru á er um 62 til 130 sjómílur utan við færeyska fiskveiðilögsögu og um 16 til 50 sjómílur utan við fiskveiðilögsögu íslendinga, norðaustur af Glettinga- nesi. Á þessu svæði hafa Færeyingar samþykkt að veiða ekki lax í sjó, ásamt íslendingum, Grænlending- um, Dönum, Svíum og Norðmönn- um. Færeyingar mega veiða lax inn- an sinnar lögsögu, en ekki utan, allt að 200 mílum eða út að miðlínu. Aðrar þjóðir mega ekki veiða lax utan 12 mílna, en Grænlendingar eru einnig með rýmri reglur við vesturströndina, en á þeim er sér- stakur kvóti, eins og Færeyingum. í fyrravetur stóð færeyskt varðskip nokkur færeysk skip að ólöglegum laxveiðum utan landhelgi og voru skipstjórar þeirra þá sektaðir. Landhelgisgæslan getur í sjálfu sér ekkert gert í þessu máli, þar sem lögsagan nær ekki svo langt út. Skýrsla vegna flugsins í síðustu viku var send til dómsmálaráðuneytisins, utanríkisráðuneytisins og sjávarút- vegsráðuneytisins sem síðan munu hafa tilkynnt um málið til Færeyinga. -ABÓ í frétt Tímans í gær af fundi heilbrigðisráðherra með starfs- mönnum Borgarspítalans var sagt svo frá að stjórn spítalans hefði ekki skilað inn niðurskurðartillögum til heilbrigðisráðuneytisins. Hið rétta er að tillögunum var skilað í byrjun þessa mánaðar. Jóhannes Pálmason framkvæmda- stjóri Borgarspítalans sagði í samtali við Tímann að tillögurnar miðuðu fyrst og fremst að því að herða enn frekar reglur um aukavinnu og af- leysingar. Til dæmis verður yfirvinna fólks í hlutastörfum ekki leyfð nema í undantekningartilfellum. Hvað lokunum viðkemur vegna niður- skurðar hefur einungis verið ákveðið að loka sjúkradeild á Fæðingarheim- ilinu, og sagði Jóhannes að áhersla yrði lögð á að komast hjá lokunum á sjúkrahúsinu í Fossvogi. Aðspurður sagði Jóhannes að erf- itt væri að segja nákvæmlega til um það hve miklum hluta af boðuðum niðurskurði yrði náð með þessum aðgerðum en sagðist vona að það væri á bilinu 1-2%. Hefðbundnar sumarlokanir verða svipaðar og verið hefur undanfarin ár en Jóhannes sagði að svo geti farið að frekari samdráttur verði vegna skorts á fólki eða peningaleys- is. SSH FerðirSVR Skírdagur og annar páskadag- ur: Akstur eins og á sunnudög- um. Föstudagurinn langi. Akstur hefst um kl. 13. Ekið samkvæmt sunnudagstímatöflu. Laugardagur: Akstur hefst á venjulegum tíma. Ekið eftir laug- ardagstímatöflu. Páskadagur: Akstur hefst um kl. 13. Ekið samkvæmt sunnu- dagstímatöflu. Fréttatilkynning.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.