Tíminn - 22.03.1989, Qupperneq 4

Tíminn - 22.03.1989, Qupperneq 4
4 Tíminn Miðvikudagur 22. mars 1989 Lifandi brandugla fannst við Lögberg Brandugla, sem vegfarandi fann fyrir ofan Lögberg á laugardag er nú í vörslu Náttúrufræðistofnunar. Ævar Petersen fuglafræðingur sagði í samtali við Tímann að í sjáll'u sér væri það ekkert óeðlilegt að brandugla finnist hér á landi, enda væru þetta staðfuglar sem verptu hérlendis, en hins vegar fyndust þær ekkert allt of oft og allra síst lifandi. Komið var með ugluna til lög- reglunnar í Árbæ, en sá sem fann hana og tók hana með sér, sagði að hrafnar hefðu verið að gera aðsúg að henni. Ævar sagði að uglan væri sködduð á væng og því hefðu þeir tekið hana að sér. Það yrði síðan bara að koma í Ijós hvort mögulegt væri að bjarga henni, en ef ekki þá yrði að svæfa hana. - ABÓ Samband ungra framsóknarmanna lýsir áhyggjum sínum yfir fyrirsjáanlegu atvinnuleysi ungs fólks: Sveitarfélög skapi skólafólki atvinnu Atvinnumál ungs fólks bar á góma á miðstjórnarfundi Sambands ungra framsóknarmanna sem haldinn var í Viðey á laugardag. Samþykkti fundurinn sérstaka ályktun þar sem lýst er áhyggjum yfir slæmum sumaratvinnuhorfum skólafólks og skorað á sveitarfélög að veita fjármagni í sérverkefni er skapi skólafólki atvinnu n.k. sumar. - Það er ljóst að stórir hópar skólafólks munu verða atvinnulausir í sumar verði ekkert að gert, sagði Hallur Magnússon formaður ungra framsóknarmanna í Reykjavík. Af þessu höfum við þungar áhyggjur. Þetta hefur einnig verið rætt í borgarmálaráði Framsóknar- flokksins í Reykjavík, enda var Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi okkar framsögumaður þegar minnihlutinn í borgarstjórn lagði til við fjárhagsáætlun að fjárframlög til Vinnuskóla Reykjavíkurborgar yrði aukið í stað þess að úr því yrði dregið, eins og sjálfstæðismenn lögðu til og raunin varð á. - Nú er ljóst að ástandið í atvinnu- málum skólafólks sem komið er yfir þann aldur sem vinnuskólinn tekur við, er mjög slæmt. Því höfum við í borgarmálaráði Framsóknarflokks- ins komist að þeirri niðurstöðu að borgarstjórn bcri skylda til að veita muyndarlegri aukafjárveitingu til framkvæmda þar sem vinnuafl skóla- fólks nýtist og skapi þannig atvinnu- tækifæri. Ef mikið atvinnuleysi verð- ur meðal skólafólks fylgja því alvar- leg samfélagsleg vandamál. Það hef- ur sýnt sig í nágrannalöndunum. - Þetta vandamál ríkir víðar en á höfuðborgarsvæðinu og því miður eru staðir þar sem fullvinnandi fólk gengur atvinnulaust. Það gengur fyr- ir með atvinnu að sjálfsögðu. En þar sem sveitarfélög hafa bolmagn til er það að mati okkar ungs framsóknar- fólks skylda þess að skapa atvinnu- tækifæri. Næg eru verkefnin, sagði Hallur. - AG Jón Helgason alþingismaður sakar starfs- bræður sína um hugsunarleysi og skammsýni: Ríkið hætti að veita vín Þeir sem reka meðferðar- stofnanir hér á landi telja að samkvæmt fenginni reynslu, að næstum þriðji hver ferm- ingardrengur ársins 1988 muni fara í áfengis- eða vímu- efnameðferð áður en hann nær sjötugu. Þetta kom fram í ræðu Jóns Helgasonar í sameinuðu Alþingi í gær, þar sem hann veittist harðlega að starfsbræðrum sínum á þingi fyrir andvaraleysi í áfengis- málum. Jón Helgason er fyrsti flutnings- maður að þingsályktunartillögu um að dregið verði úr vínveitingum á vegum ríkisins, með það fyrir augum að þær verði afnumdar á næstu þrem árum. Jón mælti fyrir tillögu sinni í gær og sagðist vona að aðgerðir og aðgerðarleysi alþingismanna í áfeng- ismálum á undanförnum árum sem leitt hefðu til þess ástands er nú ríkti í þjóðfélaginu, stöfuðu ekki af öðru en hugsunarleysi og skammsýni. Orðrétt sagði Jón: „Hér á hátt- virtu Alþingi fer mestur tími í um- ræðu um efnahagsmál og skal síst úr því dregið að það bíða okkar mörg og erfið verkefni. En þessi tala um sjúkrarými sem ég nefndi um af- leiðingar áfengisneyslu ætti að nægja til að sannfæra alla um það hversu gífurlegar efnahagslegar afleiðingar áfengisneyslan hefur fyrir þjóðfélag- ið. I mínum huga er þó hinn mann- legi harmleikur margfalt meira mál. En hvoru tveggja er svo miklu alvarlegra mál en það, að meirihluti háttvirtra alþingsmanna geti haldið Gissur Pétursson formaður SUF: Hvar er vaxta- lækkunin? „Menn spyrja mjög eftir vaxtalækkuninni sem núverandi stjórnvöld hafa boöaö af krafti“ sagði Gissur Pétursson formað- ur SUF þegar hann var inntur frétta af miðstjórnarfundi SUF sem haldinn var í Viðey nú um helgina. „í almennu umræðunum um stjórnmálaviðhorfið og við samn- ingu stjórnmálaályktunarinnar kom í Ijós mikil óánægja innan okkar hóps með framgöngu stjórnvalda í vaxtamálunum. Við höfum marg- bent á nauðsyn lægri vaxta en virð- umst hafa talað fyrir mjög daufum eyrum. Enda eru atvinnufyrirtækin komin að fótum fram. Þessi ríkis- stjórn er ákaflega óstyrk vegna þess hversu veikan meirihluta hún hefur á þingi. Nái hún hins vegar ekki saman um jafn þýðingarmikið mál eins og að knýja niður vexti þá sér maður ekki tilganginn í þessu stjórn- arsamstarfi," sagði Gissur. Gissur sagði þetta hafa verið góð- an og málefnalegan fund. - „Það var samþykkt þarna athygl- isverð ályktun um atvinnuhorfur skólafólks þar sem við hvetjum sveit- arfélögin til að gera sérstakt átak í atvinnuskapandi verkefnum fyrir skólafólk í sumar því útlitið er afar dökkt á þeim vettvangi". Sérmál fundarins voru bygging varaflugvallar og bygging nýs álvers, en þessi tvö mál hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Albert Jónsson framkvæmdastjóri Öryggis- Gissur Pétursson. málanefndar fjallaði um varaflug- völlinn og Guðmundur G. Þórarins- son alþingismaður um nýtt álver. „Það eru vitaskuld skiptar skoðanir um þessi mál en í ályktun um varaflugvöllinn sem samþykkt var segir að SUF sé mótfallið frekari útfærslu á umfangi varnarliðsins hér á landi sem bygging varaflugvallar óneitanlega er, verði hann greiddur út mannvirkjasjóði NATÖ. Hins vegar telur SUF að lenging flug- brautanna á Egilsstöðum eða Sauð- árkróki í 2700 metra fullnægi öllum öryggiskröfum fyrir almennt far- þega- og flutningaflug og þá fram- kvæmd eigum við að borga úr eigin vasa“ sagði Gissur Pétursson for- maður SUF. - ÁG Jón Helgason vill ekki trúa því að háttvirtir alþingismenn hafi Iátið áfengið svæfa samvisku sína. áfram að kynda undir þá elda sem þar brenna. Ég vil ekki trúa því að meirihluti alþingismanna hafi látið áfengi svo svæfa samvisku sína að þeir vilji ekki rétta æskunni hjálpar- hönd til að sleppa frá þeim örlögum. Að þeim finnist það ekki meira virði en það sem þeir hingað til hafa talið svo mikið hnoss, að fá vínveitingar fyrir ekki neitt á opinberum fundum og mannfagnaði þegar kostur gefst á“. Þá vék Jón einnig að markmiði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar að draga úr áfengisneyslu um 25% á næsta áratug. Ef slíkt mark- mið ætti að nást þyrfti öflugt átak og mikið starf. Ekki síst vegna tilkomu bjórsins hér á landi, sem gjarnan stæði við hliðina á mjólkinni og ávaxtasafanum í ísskápnum. - ág

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.