Tíminn - 22.03.1989, Side 6

Tíminn - 22.03.1989, Side 6
6 Tíminn Miövikudagur 22. mars 1989 Útflutningur ullar og skinnavöru hrapar ár frá ári: „Mjúki“ iðnaðurinn minnkaði 30% 1988 Ætla má að tölur um útflutning iðnaðarvara úr ull og skinnum árið 1988 séu áhugamönnum um þann iðnað dapurleg lesning. Útflutningur allra þessara framleiðslu- vara minnkaði stórlega frá árinu áður, eða um nærri því þriðjung í tonnum talið. Og útflutningsverðmæti þessa „nrjúka" iðnaðar í fyrra var í krónum talið nær 20% minna held- ur en 1987 og m.a.s. nær 14% minna heldur en árið 1986. Á mælikvarða verðtryggðrar krónu hafði útflutningsverðmæti þessara vara í fyrra minnkað um 35% frá árinuáðurogum40% s.l. tvöár. Verðmæti loðsútaðra skinna og vara úr þeim, prjónafatnaðar, lopa og bands, ullarefnis og teppa hefur samtals verið sem hérsegir s.l. þrjú ár: Samdráttur í magni varð í öllum greinum framleiðslunnar á s.l. ári. Þróunin varð sem hér segir milli 1987 og 1988 í tonnum: Loðsútuð skinn 4091. 2811. Skinnavörur 16 t. Ot. Prjónafatnaður 634 t. 441 t. Ytrifatnaður 31 t. 25 t. Ullarefni 50 t. 35 t. Lopi/band 404 t. 318 t. Teppi 117 t. 64 t. Samtals: 1.662 1. 1.165 t. 1986 1.626 milljónir 1987 1.747 milljónir 1988 1.406 milljónir Verð á tonn af sútuðum skinnum hækkaði um 10% milli ára og svipað á ullarefnum. Verð á tonn af fatnaði (sem vitanlega er ekki góður mælikvarði) hækkaði um 25% og á teppum um 55%. Verð á lopa og bandi lækkaði hins vegar um 9%. Hlutfall ullar- og skinnaiðnaðar- ins af heildarútflutningi hefur nú minnkað um meira en helming á þrem árum. Þessi þróun hefur verið eins og sjá má á þessum tölum: 1985 4,6% 1986 3,7% 1987 3,3% 1988 2,2% Útflutningsverðmæti ullariðnað- arins eins og sér var 1.193 milljónir kr. árið 1985. Ef það hefði þróast eins og innlent verðlag (lánskjara- vísitala) hefði það átt að vera um 2.540 millj.kr. á síðasta ári, en var hins vegar í raun aðeins 935 millj.kr. á því ári. Rýrnun þessarar iðngreinar er í kringum 60% (eða nær 2/3) á þessum þrem árum hvort sem mælt er með lánskjara- vísitölu eða sem hlutfall af heildar útflutningsverðmætum. Sem við er að búast hefur út- llutningur óunninnar ullar stórauk- ist á þess um árum - og þó ekki hvað síst innflutningur á ull. Út- og innflutningur á ull var sem hér segir þessi fjögur ár: Útflutningur: Innflutningur: 1985 821 tonn 1.700tonn 1986 1.053tonn 1.255tonn 1987 1.529 tonn 1.391 tonn 1988 1.968 tonn 735tonn 'Pe'ssi hát't 'í 2 þús.'tóhná úlíarút- flutningur á síðasta ári svarar til rúmlega 3ja kílóa af ull af hverri vetrarfóðraðri kind í landinu, sem gefur til kynna að nær öll íslensk ull er nú orðið seld óunnin úr landi. Þær 141 milljónir sem fyrir hana fengust dugðu hins vegar ekki til að borga fyrir þau 735 tonn af ull sem flutt voru til landsins þetta sama ár. - HEl Söngtónleikar í Langholtskirkju 70 tónlist- armenn frá Færeyjum Á fimmtudaginn kemur, Skírdag, munu sjötíu tónlistarmenn frá Fær- eyjum flytja söngverkið „Jesús og maðurinn frá Makedóníu" í Lang- holtskirkju. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Reykjavíkurborgar í tengslum við opinbera heimsókn borgarstjórnar Þórshafnar. Höfundar verksins eru færeiskir, þeir Pauli í Sandgerði og Sigmund Paulsen. í tilefni páskanna er verkið byggt á píslarsögu Jesú eins og frá henni er greint í guðspjöllunum fjórum. Hlutverk hins ókunna fiskveiði- manns er að brúa bilið milli nútíma fiskveiðiþjóðar í norurhöfum og samtímamanna krists. Stílbrigði verksins eru margbreyti- leg, allt frá köflum sem svipar til rokktónlistar til þátta sem byggja á mun hefðbundnari tónsmíðaaðferð- um. Hljómsveitin er skipuð strengjum, blásurum, rokkhljóm- sveit, einsöngvurum og á fjórða tug kórsöngvara. Ókeypis aðgangur er öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. jkb Úthlutun úr Söngvarasjóöi óperudeildar FÍL: Söngkonur fá viðurkenningu Söngvarasjóður óperudeildar Fé- lags íslenskra leikara styrkir efnilega söngnema til náms og starfandi söngvara til frekari menntunar í list sinni. í ár er í annað sinn sem sjóðurinn úthlutarsamkvæmt nýjum reglum sjóðsins. Þetta er því jafn- framt í annað sinn sem sjóðurinn auglýsir styrkveitingu opinberlega og óskar eftir umsóknum. Styrkveit- ing er háð því skilyrði að umsækj- andi hafi lagt stund á söngnám um nokkurra ára skeið og ætli í enn frekara nám erlendis. Styrkumsækjendur eru aðeins metniráfaglegumgrunni. Þaðerþví umtalsverð viðurkenning fyrir söng- nema að fá umræddan styrk og hlýtur að vera uppörvun til frekari átaka. Þar fyrir utan er hvor styrkur í ár kr. 100.000,-. Alls sóttu 9 manns um styrk að þessu sinni. Voru umsækjendur allir í hópi okkar efnilcgustu söngnema og einn söngvari. Til styrkveitingar í ár komu kr. 200.000,- og ákvað- sjóðsstjórn að skipta þeirri upphæð í tvennt. Styrki hlutu þær Sigríður Jónsdóttir, mezzósópran og Jóhanna V. Þórhallsdóttir, alt. Hlutu þær hvor um sig kr. 100.000,-. Sigríður Jónsdóttir, mezzósópran, hóf nám hjá Ólöfu Kolbrúnu Harð- ardóttur við Söngskólann í Reykja- Frá afhendingu styrksins. F.v. Júlíus Vífill Ingvarsson, Jóhanna Þórhallsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Kristinn Hallsson. vík, síðan lá leið hennar til Banda- ríkjanna þar sem hún hefur nú lokið BM námi (Bachelor of Music) við Háskólann í Illinois. Liður í hennar námi voru tvennir tónleikar sem hún hélt hér á íslandi. Hlaut hún gott lof fyrir og er augljóst að mikils má vænta af Sigríði. Jóhanna Þórhallsdóttir, alt, hóf söngnám hjá John A. Speight við Tónskóla Sigursveins. Þaðan lá leið hennar til Manchester þar sem hún stundaði nám við Royal Northern College of Music. Jóhann hefur sérstaklega vakið athygli vegna túlk- unar sínnar og áhuga á íslenskum nútímaverkum. Hún hefur m.a. frumflutt verk eftir Hróðmar Sigur- björnsson, John A. Speight og Hjálmar H. Ragnarsson. f stjórn Söngvarasjóðs óperu- deildar FÍL eru þau Elísabet Erlings- dóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Kristinn Hallsson. Frumvarp til laga Menntamálaráðherra hefur skip- að nefnd til að semja tillögur að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Tilraunastöð Háskólans í meinafræðum að Keldum. Nefndinni er ætlað að skila til- lögunum fyrir ágústlok 1989. Hún skal byggja tillögurnar á grundvelli nefndarálits Keldnanefndar varð- andi stöðu og þróunarmöguleika Tilraunastöðvarinnar. f nefndinni eiga sæti Guðrún Agn- arsdóttir læknir og alþingismaður sem jafnframt er formaður nefndar- innar, Jón Höskuldsson deildarstjóri í Landbúnaðarráðuneytinu og Har- aldur Ólafsson dósent við Háskóla fslands. jkb Ítarlegar upplýsingar um lifnaðarhætti og útbreiðslu „North Atlantic killer whales“ er 11. bindi Rits Fiskideildar, fræðirits Hafrannsóknastofnunar sem nú er komið út og inniheld- ur safn vísindaritgerða um háhyrninga á Norður Atlantshafí. Sjö greinar fjalla að nokkru eða öllu leyti um rannsóknir á háhyrn- ingum við ísland og eru tvær þeirra ritaðar af starfsmönnum Hafrann- sóknastofnunar. Þá er að finna ítarlega samantekt á athugunum stofnunarinnar undanfarin ár á há- hyrningum á síldarmiðum austan- lands. Niðurstöður benda til þess að þeir háhyrningahópar sem halda til á miðunum út af Austfjörðum, séu árvissir gestir þar og hafa verið greindir sex hópar dýra, en fjöldi einstaklinga gæti skipt hundruð- um, sem árlega koma á svæðið á haustin og veturna. Niðurstöður talningar stofnunarinnar sýna hins vegar að stofninn er mun dreifðari að sumarlagi og telur a.m.k. 4000 dýr á öllu íslenska hafsvæðinu. Þá er greint frá niðurstöðum rannsókna á hljóði háhyrninga við strendur fslands og Noregs, og meðal háhyrninga í sædýrasöfnum. Þessar athuganir benda til að lítill samgangur sé milli háhyrninga við Noreg og ísland. Greint er frá athugunum á aldri og vexti, auk þess sem greint er frá athugunum á lífshlaupi, langlífi, aldri og við- komu 56 háhyrninga, þar af 19 frá íslandi. í ritgerðasafninu er einnig greint frá upplýsingum um útbreiðslu há- hyrninga, m.a. byggðum á leiðar- bókum hvalskipa fyrr á tímum, sem stunduðu veiðar vítt og breitt á Norður Atlantshafi og óbirtum upplýsingum sem sóttar hafa verið á rannsóknastofnanir og í skjala- söfn í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Þá er sagt frá veiðum Norðmanna fyrr á þessari öld, m.a. við íslandsstrendur, veiðum Færeyinga og Grænlendinga og útflutningi á háhyrningum frá ís- landi sl. 13 ár. í tilkynningu frá Hafrannsókna- stofnun segir af ein af forsendum fyrir farsælli stjórnun veiða á hvöl- um og öðrum sjávarlífverum, sé sú að sem best vitneskja um lifnaðar- hætti, útbreiðslu og fjölda þeirra liggi fyrir. Með þessu riti íslenskra og erlendra fræðimanna er lagður mikilvægur grunnur að þessu hvað snertir háhyrninga á Norður-At- lantshafi og er stefnt að því að gefa út áþekk rit um aðrar hvalategund- ir við ísland að afloknum þeim umfangsmiklu athugunum Haf- rannsóknastofnunarinnar, sem nú standa yfir. „North Atlantic killer whales“ er 317 blaðsíður og skrifað á ensku, enda fyrst og fremst ætlað sér- fræðingum á sviði háhyrningsrann- sókna og þeim sem fara með mál verndunar og nýtingar þessara hvalategunda. Aðalritstjóri ritrað- arinnar er prófessor Unnsteinn Stefánsson, en sérstakir ritstjórar þessa bindis eru þeir Jóhann Sigur- jónsson, sérfræðingur á Hafrann- sóknastofnun og Stephen Leather- wood, hvalasérfræðingur á Hubbs sjávarrannsóknastofnuninni í San Diego, Kaliforníu. f bókinni er 21 ritgerð eftir 36 höfunda frá 8 þjóð- löndum og byggja flestar greinarn- ar á gögnum sem ekki hafa birst áður. - ABÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.