Tíminn - 22.03.1989, Side 9

Tíminn - 22.03.1989, Side 9
Miðvikudagur 22. mars 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR Ingvar Níelsson: Um hvali og þorsk á Islandi Opið bréf til þýsku þjóðarinnar Heldur hefír farið vel á með Þjóðverjum og íslendingum gegnum tíðirnar. Þó hefír slest upp á vinskapinn og eru til dæmis annáluð átökin, sem urðu þegar þýsk yfírvöld freistuðu þess að festa hér fót á árunum milli heimsstyrjald- anna, með umsókn um lendingaleyfí fyrir fánabera sinn - Deutsche Lufthansa. En þegar bæði „Galanterie“ og ógnanir komu fyrir ekki var reynt að múta og brást það einnig. Umsókn þýska flugfélagsins var kurteislega vísað til baka en þrátt fyrir allt þetta fór hópur íslenskra íþróttamanna til ólympíuleikanna í Berlín 1936 og var ekki að sjá að í milli hefði borið. Ekki varð vart örðugleika í stjórnmálasambandi þjóðanna í tengslum við atvikið. Samskipti Islendinga við Breta á árunum eftir síðari heimsstyrjöld- ina voru hinsvegar ekki jafn „gen- tlemanlike" og vekur það nokkra undrun. Meðan á styrjöldinni stóð var fsland sem kunnugt er hernum- ið af Bandamönnum og flutti, þrátt fyrir ógnanir þýskra kafbáta, allan besta fiskinn sinn til Englands. Þegar styrjöldinni lauk og íslend- ingar tjáðu þessum nágrönnum sínum - kurteislega sem fyrr - að nú hygðust þeir hafa fiskinn útaf fyrir sig (sjá stöplarit, „vier Meilen Zone“), brugðust Englendingar hinir verstu við og létu brynvarin orrustuskip (það sem eftir stóð af glæsiflota herveldis á hafinu) fylgja togskipaflota sínum á íslandsmið. Sér er nú hver ósvífnin. Þá var íslendingum líka nóg boðið. Þeir athuguðu bækur sínar og komust að þeirri niðurstöðu að Englendingar höfðu þegar veitt allt of mikinn fisk á íslenskum miðum (neðri fletirnir í stöplarit- inu). Og að fenginni þessari stað- festingu voru nágrannarnir hvattir til að sigla ryðkláfum sínum sam- stundis heim í eigið land. Þarflaust er að rekja einstök atriði þeirrar „tragi-comedy“, sem í hönd fór. Þar nægir að minna á að eftir þrjú bitur þorskastríð og tuttugu og fimm löng ár var togskipafloti Eng- lendinga nánast horfinn. Því er þó víðs fjarri að íslending- ar séu ofbeldismenn. Það er nú öðru nær. Þeir eru hið alúðlegasta fólk og láta sig fyrst og fremst eigin málefni skipta. En eyríki eins og ísland er háð heimshöfunum um alla afkomu sína. Því er bæði eðlilegt og rétt að eyjaskeggjar ráði yfir auðlindum hafanna um- hverfis þá. Til samanburðar má nefna að Arabar vilja ekki láta segja sér hve mikilli olíu þeir mega dæla upp úr eyðimörkum sínum - né heldur hvenær. Hópur fólks nefnir sig Grænfrið- unga. Þeir velta sér í auðfengnum peningum. í Vestur-Þýskalandi einu saman eiga þeir þrjátíu og fimm milljónir marka (jafngildi þúsund milljóna króna) á banka- reikningum sínum, sem stækka sífellt. Oft heyrist hvíslað að mikill hluti þessara peninga komi frá fyrirtækjum í efna- og meðalaiðn- aði Mið-Evrópu, sem múti Græn- friðungum bak við tjöldin til að láta þá í friði (Farð’og bítt’ein- hvern annan!). Mótmælaaðgerðir Grænfriðunga gegn eiturbrösurum þessum séu sviðsettar, segja hinir illgjörnu. En þetta eru auðvitað dylgjur. Grænfriðungar eru að sjálfsögðu langt yfir slíka óhæfu hafnir. Þeir eru heiðarlegir og hreinir, fyrir- mynd fullkomleikans, talsmenn hins nýja og tandurhreina Vestur- Þýskalands eins og það hlýtur að hafa litið út áður en viðurstyggileg iðnvæðingin hélt innreið sína. Hér hefir hinsvegar eitthvað far- ið úrskeiðis í rökfræðinni, þessari sannþýsku dyggð. Samkvæmt henni má nefnilega spyrja hvað Grænfriðungar eru að vilja norður á íslandi á meðan slíku óhemju magni af óþverra - jafnt „made in Germany" sem „imported“ (sjá landakort) - er dembt yfir hausinn á þeim sjálfum að mannskepnan er brátt einasta tegund sköpunar- verksins, sem lifir það af. Og samkvæmt hinni sömu þýsku rök- fræði má ennfremur velta fyrir sér hvort ef til vill er eitthvert sann- leiksgildi í áðurnefndum dylgjum (Farð’og bíttu bölvaða fslending- ana. Þeirveiða hvali. Það erljótt!). Það er ljóst að í hvaladeilunni eru íslendingar einungis lítilfjör- legir óknyttastrákar. Hinir virki- lega vondu eru auðvitað Rússar og Ingvar Níelsson. Japanir, en hvorir um sig - að ekki sé nú rætt um báða í einu - voru að sjálfsögðu einum um of geigvæn- legir fyrir Grænfriðunga, að minnsta kosti í upphafi. Þá var í snarheitum svipast um eftir „hent- ugum illvirkja” og í öngþveitinu urðu íslendingar fyrir valinu - kannske vegna þess að ekki voru aðrir við hendina. En heppnin var ekki með Græn- friðungum íþessu vali. Þýskuþjóð- inni þykir frá fornu fari vænt um íslendinga og hún vill einfaldlega ekki að þeir séu svertir að ástæðu- lausu. Þar við bætist að stjórnmála- samband þjóðanna er síst verra í dag en á árunum milli heimsstyrj- aldanna. Grænfriðungum brást því greinilega bogalistin þegar þeir völdu sér íslendinga til að fjand- skapast við. Ennfremur er Ijóst að þeir eiga eftir að læra ýmislegt um íslendinga því, eins og allir vita, þá töpuðu Englendingar öllum þrem- ur þorskastríðunum. Meðfylgjandi landakort segir aumkunarverða sögu um það hvernig Grænfriðungar hafa ger- samlega misskilið hlutverk sitt. Á sama tíma og Norðursjórinn safnar í sig alls kyns óþverra og fiskurinn, sem upp úr honum kemur og smakkast greinilega ágætlega í Þýskalandi, lyktar æ viðbjóðslegar flytja nýtískulegar breiðþotur Fly- ing Tigers bestu sjávarafurðir Is- lendinga sem leið liggur til Tókíó - í þveröfuga átt. í Japan býr nefni- lega kröfuhörð þjóð, sem neytir einungis nýs og ilmandi fisks og jafnframt er tilbúin að greiða fyrir hann gott verð. Meðan þessu fer fram telja Grænfriðungar lands- mönnum sínum trú um að hið eina skynsamlega í stöðunni sé að hafna algerlega íslenskum fiski. Hvað varð skyndilega um þig - þýsk rökfræði? Og Norðursjórinn heldur áfram að mettast af óþverra. Auk óheilla- vænlegs úrgangs, sem í hann fellur frá ýmsum iðnaði, gera nær tvö hundruð milljónir manns - frá Rússum til Breta og Frakka, Þjóð- verjar að sjálfsögðu meðtaldir - þarfir sínar í þetta ógnarlega skólp- ræsi. Því er í sjálfu sér ekki nema eðlilegt að selirnir drepist („njet,“ sagð’ann og svo dó’ann, er haft eftir gárunganum). Samkvæmt þýskri rökfræði, sem vonandi er enn einhversstaðar að finna, má svo spyrja hvort er nú betra fyrir hvalastofnana: þessi ómælanlegi óþverri eða stjórnun af þekkingu í ferskum íslenskum sjó. Sem betur fer verður þess enn langt að bíða að sjórinn umhverfis ísland - þessi lífæð, sem er ekki síður mikilvæg fyrir alla trygga kaupendur hreinna íslenskra sjáv- arafurða en íslendinga sjálfa - mengist frá Mið-Evrópu. Til þess eru fjarlægðirnar of miklar og haf- straumarnir of sterkir - sjálft Atl- antshafið of öflugt. Já, íslendingar eru sannarlega hamingjusöm þjóð. En ekki verður skilið við þetta mál án þess að litið sé yfir niður- stöðurnar. Það er ljóst að ekki er mögulegt að múta íslendingum. Um það fullvissuðu sig þýsk stjórn- völd fyrir fimmtíu árum. Hernað- arofbeldi dugir skammt, en það þekkja Englendingar út í æsar. Kúgun í sérhverri mynd reitir ís- lendinga til mikillar reiði. Og hvað er þá eftir? Samvinna? Hana hafa Grænfriðungar ekki reynt enn. Það er deginum ljósara að Grænfriðungar eiga mun meira sameiginlegt með íslendingum en gegn þeim. ísland nýtursem kunn- ugt er allmikillar virðingar á er- lendum vettvangi. Því hljóta ís- lendingar að vera mun æskilegri fyrir Grænfriðunga sem samherjar en sem óvinir. Þá er ekki ómögu- legt að íslendingar séu sama sinnis og Grænfriðungar í einhverjum málum. Slíkt er aldrei að vita. Góðir kaupsýslumenn leiða hug- ann að öllum slíkum möguleikum. En mest af öllu hljóta Grænfrið- ungar að velta fyrir sér hvernig þeir losa sig úr þeirri vandræðastöðu, sem fjandskapurinn við íslendinga hefir komið þeim í. Ingvar Níelsson Grein þessi birtist í þýska ney tendatíma- ritinu TK-Report. .......Illllllll TONLIST " ...........................................................Illlll...........- .................I.........' ............................... ...............Illll!!!.......... ....................... ........................................ ............................................. ......................................................... .......Illllllllllllllllllllllllllii............................ ■■■lillllllllllllllllm,, CEZANNE TRIO Á fimmtu tónleikum vetrarins fyr- ir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins í Reykjavík spilaði píanótríóið Trio Cézanne verk eftir Haydn, Brahms og Ravel. Nú er Austurbæjarbíó fyrir nokkru niður lagt sem hljóm- leikasalur og hefur Tónlistarfélagið fengið inni í íslensku óperunni, sem áður var Gamla bíó. Trio Cézanne skipa þeir Kowalski-bræður Henryk (fiðla) og Jakob (knéfiðla) og pí- anóleikarinn Paul Schoenfield. Af einhverjum ástæðum lætur tónleika- skráin eins og píanistinn sé varla til - og er þó hlutur hans ólítill í þessum tríóum og í sumum þeirra mestur - því um hann segir það eitt að nafni tríósins hafi verið breytt (úr Trio European) í Trio Cézanne „og hefur píanóleikarinn Paul Schoenfield komið til liðs við þá [bræður].“ Af þeim Kowalski-bræðrum er hins vegar mikil saga, sem ekki verður rakin hér að ráði, en þeir eru Pólverjar sem fluttust til Danmerk- ur; Henryk fékk þar Jakob Gade verðlaun fyrir tónlist, fór síðan til Bandaríkjanna og komst undir verndarvæng Pablo Casals (sem þá hlýtur að hafa verið æði gamall, því þetta var eftir 1970) og er núna prófessor í Indíana. Hinn bróðirinn, Jakob, lærði hjá hálflanda vorum Erling Blöndal Bengtsson og síðan í Bandaríkjunum; líklega er hann Bandaríkjamaður en ekki Dani núna. En hitt er athyglisvert, að Jakob hefur „afró-hárgreiðslu“ eins og fleiri knéfiðlarar sem numið hafa hjá Erling Blöndal Bengtsson og verður að teljast óvenjulegt að kenn- arar móti nemendur sína svo full- komlega. í stuttu máli þótti mér Trio Cé- zanne spila ákaflega vel: þetta var kammertónlist af fínasta tagi þar sem hópurinn var afar samstilltur og spilaði sem ein heild og enginn hljóðfæraleikaranna reyndi að ólm- ast á annars kostnað. Hljómleikasal- urinn (íslenska óperan) hentar líka mjög vel fyrir kammertónlist - raun- ar líklega alla tónlist - og var því líkast að áheyrendur hefðu verið fengnir til skemmtunar. Slíkur höfð- ingsskapur er að vísu sjaldgæfur á landi hér, vegna þess að þeir ríku eru venjulega kúltúrsnauðir og þeir siðmenntuðu oftast auralausir, en þókomatvö dæmiíhugann: Halldór Nóbelsskáld, sem hélt fræga kamm- ertónleika á heimili sínu í eina tíð og hafa þeir orðið nafnkunnastir er Otto Lansky-Otto spilaði hornkvint- ett með Busch-kvartettnum. Og svo fulltrúi hins Nýja íslands, Reynir Ármannsson fjármálamaður, sem sagt er að bjóði viðhlæjendum sínum uppá kammertónlist undir steikinni og listamennirnir eti úr lófa hans. Sem fyrr segir voru þrjú tríó á efnisskrá: nr. 3 í C-dúr eftir Joseph Haydn (1732-1809), op. 101 nr. 3 í c-moll eftir Johannes Brahms (1833- 1897) og tríó í a-moll eftir Maurice Ravel (1875-1937). Margt spaklegt má um þessi tríó hafa úr fræðibókum og af plötu-umslögum og kann sumt af því að hafa ratað í tónleikaskrána, en einmitt þau skrif sýna betur en flest annað fánýti þess að lýsa tónlist í orðum. Svo vildi til, að tónleikakvöld Tríós Cézanne vareinmitt Korsbæk- kvöld í sjónvarpinu og líklega þess vegna var aðsókn dræm miðað við það sem venjulegt má teljast hjá Tónlistarfélaginu í Reykjavík. Mun- urinn er hins vegar sá, að Korsbæk má alltaf taka upp á myndband - og fyrst hálf þjóðin hefur efni á því að kaupa myndlykil og greiða afnota- gjöld af honum, munar hana tæpast um að kaupa myndbandstæki - en slíkt verður ekki gert með jafn ágætan atburð og þessir tríótónleik- ar voru. Hafi hins vegar einhverjir setið af sér tónleikana vegna þess að þeir voru sjálfir að spila tríó í hcimahúsi, eins og læknirinn, banka- stjórinn og organistinn í Korsbæk, þá var það rétt valið. Því kammer- tónlist hefur verið nefnd „Musik fúr Freunde”, eða vinatónlist, ogþannig hljómar hún fegurst í sálinni. Sig. St.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.