Tíminn - 22.03.1989, Page 14

Tíminn - 22.03.1989, Page 14
14 Tíminn Miðvikudagur 22. mars 1989 llilllll ÚTLÖND llllllllllllllllll llliiiillllllllllllliillllllllllii llllilllllllilll lliiiill llllliillllliill Franska forsetafrúin fer sínar eigin leiðir Francois og Danielle Mitterrand eru dugleg að ferðast. Þau eru samt ekki alltaf saman á ferðalögum. Fyrir skemmstu, þegar forseti Frakklands var í opinberri heim- sókn í Alsír, brá kona hans sér í þveröfuga átt. Hún heilsaði upp á Sandinistana í Níkaragva og Fídel Castro á Kúbu. Danielle Mitterrand, franska forsetafrúin, heimsótti Kúbu nýlega. Fidel Castro tók vel á móti henni og sýnir henni hér rannsóknastofnun í Havana. Franskir hægrisinnar urðu æfir þegar þeir höfðu spurnir af ferðum forsetafrúarinnar í höfuðstöðvar byitingarmanna í Rómönsku Am- eríku og þóttust þar sjá, að þó að maður hennar hefði aðeins dregið í land með sósíalskar skoðanir, héldi hún sínu striki og væri öfga- manneskjan til vinstri í forsetahöll- inni, sem sífellt væri að vinna að því að styrkja róttæk málefni og stefnu hliðholla þriðja heiminum. Heimsókn hennar til Havana, þar sem hún ræddi um góðgerða- verkefni, var sérlega viðkvæm. Af tilviljun var heimsóknin á sama tíma og birt var „opið bréf til Fidels Castro“, undirritað af kunn- um frönskum og erlendum rithöf- undum, sem minnti hann á að Chile hefði haldið þjóðaratkvæða- greiðslu um pólitíska framtíð landsins eftir 15 ára einræði. Hins vegar hefði Kúbumönnum verið synjað um stjórnmálaréttindi í þrjá áratugi. En svona nagg hefur lítil áhrif á forsetafrúna, sem íhaldsmenn kalla „Pasionaria11 í frönskum stjórnmálum. Ef hún er ekki að kynna sér pólitískan bækling sem náinn vinur hennar, Regis Debray hefur skrifað, er hún önnum kafin við að veita vinstri sinnuðum ein- ræðisstjórnum aðstoð sína og um- hyggju, segja þeir. Regis Debray er reyndar róttæklingur sem lét mikið að sér kveða á 7. áratugnum, en hefur nú starf í stjórnkerfi Mitterrands. Jafnvel maðurinn sem annaðist innréttingu á einka- hýbýlum hennar í Elysée-höllinni, Philippe Starck er í augum hægri manna „Baader-Meinhof nútíma innréttingar". Danielle Mitterrand hefur alltaf gert sér far um að láta lítið á sér bera og staðið vörð um einkalíf sitt. En hún hefur aldrei farið dult með að stjórnmálaskoðanir hennar og manns hennar fara ekki alls kostarsaman. Hún hefursagt: „Ég er sósíalisti, hann er Mitterrand- isti“. Hún er ákafur stuðningsmaður hreyfingarinnar um „Samstöðu Salvador og Rómönsku Ameríku" og á veggjum skrifstofu hennar er útsaumur frá Guatemala og E1 Salvador. Hún hefur líka valdið deilum með því að hitta í Senegal félaga úr Afríska þjóðarráðinu, sem er útlægt frá Suður-Afríku eins og kunnugt er. Pá þykir ekki öllum viðkunnan- legt hversu eindreginn stuðningur hennar við Winnie Mandela er enn, þó að henni hafi nú víðast hvar verið útskúfað. Danielle Mitt- errand líkti Winnie Mandela við Bertie Albrecht, franska þjóðhetju sem leið píslarvættisdauða í trönsku andspyrnuhreyfingunni. Þessi samlíking varð til þess að sonur Bertie Albrechts gaf forseta- frúnni ofanígjöf. Hann sagðist ekki geta sætt sig við að eiginkona forsetans líkti móður hans við „einhverja sem notar ruddalegustu aðferðir til að ryðja kommúnista- einræði í sovéskum stíl braut“. Innan Sósíalistaflokksins er hún nákomnust róttækustu félögunum eins og Debray, sem sat í fangelsi í Bólivíu í þrjú ár, frá 1967, eftir að hafa sett sig í samband við Che Guevara, sem var drepinn þegar hann reyndi að flytja kúbönsku byltinguna til Bólivíu. Pað var langt í frá að allir væru sammála um ágæti þeirrar ákvörð- unar Mitterrands þegar hann settist á forsetastól 1981, að gera Debray að ráðgjafa um utanríkismál. Nú hefur Debray verið hækkaður í tign og er orðinn meðlimur hins valdamikla ríkisráðs. Hann er þó enn tákn róttæknitísku. Leiðir Danielle, sem nú er 64 ára, og Francois Mitterrand, nú 72 ára, lágu saman í frönsku and- spyrnuhreyfingunni 1944. Hún heldur því fram að sér sé lítið gefið um allan glæsibraginn sem fylgir embætti manns hennar. Hún er ekk'i hrifin af því að vera „forseta- frúin“ og hefur ímugust á öllum fínu siðunum í Elysée-höllinni. „Kvöldkjóllinn, þjónamir í ein- kennisbúningunum, móttökurað- irnar, þetta allt tilheyrir fortíð- inni,“ sagði hún áður en hún flutti inn í höllina. „Það verður að setja nútímalegri blæ á veisluhöld í Elysée-höllinni." Danielle forðast slíkar hátíðlegar athafnir eftir bestu getu og er þar ekki á sama báti og maður hennar, sem virðist fá æ meira dálæti á slíkum íburði eftir því sem aldurinn færist yfir hann. En þrátt fyrir skoðanir hennar, er hugmyndin um hana sem Pas- ionaria franskra vinstri manna frá- leit. Hún leggur hart að sér við að vinna að góðgerðamálefnum. Hún hefur tekið upp á sína arma fimm munaðarleysingjahæli í Bangla- desh, forskólamenntun 5.000 barna sem búa á götunni í Manila og notkun erfðafræðilegra fingra- fara til að sameina aftur fjölskyldur sem voru skildar að á árum manns- hvarfanna þegar Argentína var undir stjórn herforingja. Nýjasta áhugamál hennar er að safna saman 5 milljónum einnota sprautunála til að koma í veg fyrir að óhreinar nálar séu notaðar aftur og aftur, sem stuðlar að útbreiðslu eyðni á sjúkrahúsum í Afríku. Stuðningsmenn Danielle benda á að slík óeigingirni dragi að sér svolitla öfund, jafnt og illkvittni, frá andstæðingum hennar í stjórn- málum. Skúli Magnússon: Hafrannsóknarstofnun kefld „Langreyðar kefldar oftar en álitið var?“ Þannig hljómaði fyrirsögn á for- síðu Tímans þann 10. febr. s.l. Þá var vísað til greinar á fimmtu síðu blaðsins. Hvað kom svo fram á fimmtu síðunni? Jú - uppsláttur- inn á forsíðu var byggður á mis- skilningi. Blaðamaðurinn hafði ekki skilið Jóhann. Niðurstöðurnar í rannsóknum Jóhanns höfðu orðið þær að meiri sveiflur væru í við- komu langreyðar en haldið hafði verið áður - les: en Jóhann hafði haldið. Langreyðarkýrnar eru stundum „kefldar" oftar en stund- um sjaldnar. Þannig að þótt Jó- hann varpi Ijósi á langreyðar, þá varpar hann sáralitlu Ijósi á blaða- menn. En áróðurslega var forsíðan heppilegri en innsíðan. Kannski eignarhlutur SÍS í Hvalstöðinni eigi hér hlut að máli. Ofan aðalfyrirsagnar á blaðsíðu 5 stendur: „Gengið hefur verið út frá því að mikils stöðugleika gætti í viðkomu hvalastofnanna, en mikilverðar niðurstöður Hafrann- sóknarstofnunar gætu kollvarpað útreikningum á stofnstærð." Þessi orð eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir: Ég veit ekki hverjir-nema þeirá Hafrannsókn- arstofnun - hafa gengið útfrá „miklum stöðugleika í viðkomu hvalastofna“. Menn hafa áratugum saman - kannski í heila öld - vitað hið gagnstæða - nema þeir á Haf- rannsóknarstofnun. Áður en hvalastofnarnir hrundu í Suðurhöf- um varð vart feikilegrar aukningar á viðkomu hvala - mig minnir sérstaklega hjá langreyðinni. Enn- fremur lækkunar á kynþroskaaldri. Því var ályktað að hér væri um varnaviðbragð stofnanna að ræða tii viðhalds eða björgunar þeirra. Ég veit ekki hvað Jóhann var að læra í Osló ef þetta hefir farið framhjá honum. Alltént vissi ég þetta áðuren Jóhann fór til náms. Einmitt þessa fyrirbæris hefir gætt hér við íslandsmið og verið ein aðal-röksemd fyrir friðun hvala- stofnanna. Nú hefir Jóhann snúist í hálfhring og styður röksemdir okkar sem vilja friða hvali. í öðru lagi hefir Hafrannsóknar- stofnun nú að sögn Jóhanns koll- varpað fyrri hugmyndum - þ.e. kollvarpað sjálfri sér. Eykur þetta tiltrú manna á Hafrannsóknar- stofnun - eða hvað? Gæti verið að Hafrannsóknarstofnun eigi eftir að kollvarpa fleiri skoðunum sínum? Svo er mál með vexti að engin dýrategund veiðir skíðishvali og heldur þannig stofnstærð þeirra í skefjum. (Háhyrningar veiða að vísu einstaka sinnum særða hvali eða ef til vill unga kálfa, en þetta er í svo litlum mæli að engin áhrif hefir). Farsóttum sem koma upp þegar stofninn hefir náð hámarki er heldur ekki til að dreifa. Það reynir ekki á það fæðumagn sem hvalirnir lifa af í sjónum né skerða þeir eðlilegan aðgang annarra teg- unda að fæðu. Og hvernig var ástandið í sjónum áðuren maður- inn fór að veiða hvali? Niðurstaðan er því sú að gagnstætt öllum teg- undum sem þekktar eru takmarkar hvalurinn sjálfur stofnstærð sína. Hann stundar einskonar „birth- control" -einn allra tegunda. Beint af þessu leiðir þá niðurstöðu sem Jóhann er nú búinn að komast að - að því er virðist sér til undrunar. Niðurstaða Jóhanns sú margróm- aða var því þekkt apriori löngu áðuren hann hélt til náms í Osló. Því spyr ég enn: Hvað var maður- inn að læra í Osló? Annað er einnig athyglisvert: Þegar stofnarnir í Suðurhöfum höfðu verið veiddir svo stappaði nærri ördeyðu og ekki borgaði sig lengur að gera út á þessi mið, varð vart sérstaks fyrirbæris: Fiskistofn- arnir spilltust svo vandræði hlutust af. Svo virtist sem það svif sem hvaiurinn hafði áður nýtt sér ylli nú skaðvænlegri mengun í höfunum. Þetta er ekki fullkannað. En hvern- ig væri að Jóhann færi nú að stunda alvöru-rannsóknir á hvölum og tæki þetta fyrirbæri til könnunar? Kannski hann myndi þá renna enn nýjum stoðum undir þá stefnu að alfriða beri alla hvali í eitt skipti fyrir öll. Ekki kæmi mér á óvart að sú yrði niðurstaðan. Þetta reyndi ég einusinni að skýra fyrir Jóhanni. Það hefir áreiðanlega ekki tekist, en nú er Jóhann blessunarlega kominn að réttri niðurstöðu hvað „keflun" eða viðkomulögmál hvala varðar. Betra seint en aldrei. Jóhann Sigurjónsson er góður Skúli Magnússon. drengur. En hann lærði hjá léleg- um kennurum í Osló og hefir síðan verið í slagtogi við vafasama pers- ónuleika. Hann þykist hafa varpað einhverju ljósi á langreyðina. Til að vera sanngjarn skulum við játa að hann hefir staðfest það sem löngu. var kunnugt. Ég varpaði þessu ljósi að Jóhanni fyrir áratug. En honum mistókst að varpa því að blaðamanninum - að sinni. En koma dagar og koma ráð. Nú er dagblöðunum jafnvel orð- ið ljóst að svokallaðar „vísinda- veiðar“ á hvölum eru óþarfar - sbr. DV 11. febr. s.l. Bragð er að þá barnið finnur. Mig minnir að Is- lendingur einn í Lundi sé búinn að stunda þesskonar rannsóknir á hvölum ÁN VEIÐA í meira en áratug. Og það með miklu meiri árangri en Jóhann. Maðurinn er kominn að einhverjum niðurstöð- um um innbyrðis skyldleika skíðis- og tannhvala. Hvaða veiðar eru þessar „vísindaveiðar"? Það eru veiðar sem höfðu það að markmiði að sanna fyrirfram gefna niður- stöðu. Vonandi hefir Jóhanni ekki verið kennt í Osló að það væru vísindi að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram. Það hefir hingaðtil verið kallaðir fordómar. Á dragnóta- veiðum veiða menn með dragnót. Á þorskveiðum veiða menn þorsk. En hvað gera menn á vísindaveið- um? Hvort er veiðarfærið vísindin eða það sem veiða skal vísindi? Hvernig er langavitleysa? í framhaldi þess að ljós rann upp fyrir Jóhanni Sigurjónssyni, átti Tíminn við hann spjall með heil- síðu mynd af vísindamanninum. Ég sá eftir þeim tíma sem fór í að lesa þetta samtal: Maðurinn hafði ekkert að segja markvert nema að honum þykir vænt um stólinn sinn. Vonandi renna fleiri ljós upp fyrir honum svo hann geti rennt fleiri stoðum undir þann sannleika að hvalveiðum ber að hætta í eitt skipti fyrir öll. 28d“ febrúar 1989. Skúli Magnússon yoga-kennari.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.