Tíminn - 22.03.1989, Page 20

Tíminn - 22.03.1989, Page 20
AUGLYSINGASIMAR: 1 —1 1 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvogölu, S 28822 .g*n*^0kkarÞ9' UtRÐBBÉFflVIÐSKIPTI SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 „LÍFSBJÖRG í NORÐURHÖFUM" Útvegsbankinn Seltj. Gíró—1990 Gegn náttúruvernd á villigötum :MOl0IUS^Ö, ÞRÖSTUR 685060 VANIR MENN Tíniimi MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 1989 Lagmetisframleiðendur fá aukið fjárframlag til að sinna betur gæðamálum sínum: Aldi kaupir enn Þrír af stærstu kaupendum Sölusamtaka lagmetisiðnaöar- ins í Vestur-Þýskalandi, Aldi-verslanirnar og Rewe-Leibb- rand, kaupa ennþá lagmeti frá íslandi þrátt fyrir yfirlýsingar á opinberum vettvangi um að þeir hafi neyðst til að hætta innkaupum vegna mótmælaaðgerða Grænfriðunga gegn hvalveiðum íslendinga. sem allar eru í V-Þýskalandi og áttu áður mismikil viðskipti við SL. Það koro einnig frá á áðurnefnd- um blaðamannafundi að það sé ekki rétt að gæðavandantál sé ástæða þess að tilkynnt var um „riftun" áðurnefndra sölusamninga, eins og fram hafi komið í viðtölum við alþingismanninn Jón Sæmund Sigur- jónsson í Tímanum ogljósvakamiðl- um. Sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður FÍI, að um frásagnir al- þingismannsins af samtölum sínum við forsvarsmenn Aldi, gilti íslenska máltækið „ólyginn sagði mér“. Vildi Víglundur hins vegar ekki bera brigður á ummæli Jóns Sæmundar á annan hátt en þann að öll bréfaskipti SL og Aldi snúist um vandamál Aldi vegna mótmæla Grænfriðunga, en ekki gæðavandamál. SL hefur nú gert opinbert að um 5% allrar rækjusölu SL til V-Þýska- lands á síðasta ári, hafa verið endur- send vegna galla eða vandamála á sviði gæðamála eða sitja föst á ýmsum stöðum í sölukerfinu vegna slíkra mála. Talsverður hluti þess telst þó ekki til gallaðrar vöru og verður að lokum flokkaður frá til sölu á þessum markaði. Nú hefur verið ákveðið að auka verulega framlag úr Þróunarsjóði lagmetisiðnaðarins til gæðaeftirlits og gæðaþróunar. Það byggist á ákvörðun starfshóps þriggja ráðu- neyta um vandamál lagmetisiðnað- arins, er nýlega tók til starfa. Einnig hefur verið ákveðið að efla samstarf opinberra aðila og SL í markaðsmál- um til að leita á markvissan hátt að frekari markaði fyrir lagmeti í öðr- um löndum en V-Þýskalandi, þar sent hópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að of mikil áhætta fylgi því að binda viðskipti að mestu við eina þjóð. KB Fulltrúar SL og íslenskra iðnrekenda á fundinum í gær. Tímamynd: Árni Bjama Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem SL hélt í samstarfi við Félag íslenskra iðnrekenda í gær um sölu- og gæðamál. Ástæða þess að Aldi suður og Aldi norður kaupa ennþá rækju af íslenskum framleiðendum er sú, að sögn Theódórs S. Halldórssonar framkvæmdastjóra SL, að hægt hef- ur verið að höfða til viðskipta um langan tíma. Nú hafi þegar tekist að fá Aldi suður til að taka við allri þeirri framleiðslu sem um hafði verið samið, þrátt fyrir riftun þessara samninga. Þannig eru Aldi suður búnir að taka við vöru sem fólst í samningi fram til loka maí og upp- fylla kaupsamning sinn við SL. Enn standa yfir samningar við Aldi norð- ur um svipaða afgreiðslu á þessu vandamáli, en samningarnir sem rift var af þeirra hálfu náðu fram í júlí á þessu ári. Að auki hefur tekist að halda sölu þeirri sem búið var að semja urn við Rewe-Libbrand-versl- unina í V-Þýskalandi, sem er átt- unda stærsta verslanakeðja Evrópu. Sala hefur hins vegar stöðvast alveg við verslanirnar Tengelmann, Edeka, Karstadt, Co-op og Kafhof, Akraborgin á siglingu með opinn skut? Tímamynd: Árni Bjarn Akraborgin: Opið að aftan? Meðfylgjandi mynd var tekin í fyrradag, rétt fyrir kl. 19:00 er Akraborgin var á siglingu miðja vegu milli Reykjavíkur og Akraness. Af myndinni að dæma bendir allt til þess að farist hafi fyrir að loka skutnum, en áður en lagt er frá bryggju á að loka bíladekkinu með hlera sem fclldur er fyrir innkeyrsluna. Helgi Ibsen, framkvæmdastjóri Skallagríms, sagði í samtali við Tímann í gærkvöldi, að ef þetta væri tilfellið, að skipið hafi verið opið, þá kynni hann engar skýringar á því. Skipið ætti að vera lokað á siglingu bæði að aftan og framan. Helgi vísaði á skipstjóra Akraborgarinnar hvað skýringar á þessu varðar. Ekki náðist í hann í gærkvöldi. SSH Notkun bílbelta hefur minnkaö um 16% milli ára: 74% ökumanna nota bílbelti bilbeltanotkun ökumanna og farþega í framsæti bifreiða hefur minnkað um 16% frá því fyrir einu ári er notkun bílbelta var lögleidd. Þetta er niðurstaða athugunar lög- reglunnar víða um land á Ijósa- og bílbeltanotkun sem gerð var fyrir Umferðarráð dagana 23. febrúar til 3. mars s.l. Samtals voru athugaðar 2725 bif- reiðar og voru ökuljós kveikt í 92% tilfella. Sem fyrr segir voru 74% ökumanna með bílbeltin spennt en 75% farþega í framsæti. í samskonar könnun sem gerð var fyrir ári kom í ljós að yfir 90% ökumanna og far- þega f bílum notuðu bílbelti. f tilkynningu frá Umferðarráði segir að fyrir bragðið hafi alvarlega slösuðum fækkað um 20% hér á landi miðað við árið á undan. ökumenn á landsbyggðinni eru greinilega mun tregari til að nota bílbeltin. Notkun ökumanna á ísa- firði, Akureyri og Selfossi er undir 70%. Farþegar í bifreiðum á ísafirði skera sig úr, en aðeins 42% þeirra nota bílbelti. Óli H. Þórðarson framkvæmda- stjóri Umferðarráðs sagði í viðtali við Tímann að þessar niðurstöður væru mikil vonbrigði en ættu jafn- framt að vera ökumönnum og far- þegum hvatning til að bæta um betur. Aðspurður sagði Óli að erfitt væri að segja til um ástæður þessarar minnkunar. „Við höfum slakað á áróðrinum vegna þess að það er í svo mörg horn að líta varðandi fræðslu og upplýsingar og bílbeltanotkunin virtist vera í nokkuð góðu lagi. Nú snúum við blaðinu við hið snarasta og aukum áróðurinn aftur. SSH Niðurstaða hæstaréttardóms: Lögreglu var gert að greiða hærri fjársekt Hæstiréttur hefur dæmt í máli ákæruvaldsins gegn Árna Ólafs- syni og Valgarði Sveini Hafdal varðstjóra. Niðurstuða héraðs- dóins var staðfest að ööru leyti en því að sektargreiðsla Árna var hækkuð. Aðdragandi málsins er sá að í byrjun síðastliðins árs var Eskfirö- ingurinn Sveinn Benedikt Jónsson á ferð í Reykjavík. Hann brá sér á Fógetann og þegar hann kom það- an var hann nokkuð við skál. Sveinn fór upp á húdd bíls sem staðsettur var í Aðalstræti með þeim afleiðingum að bílinn skemmdist nokkuð. Eigandi bílsins elti Svein þcgar hann hélt heim til bróður sins sem búsettur er hér í bæ. Eigandinn, sem var á þeim tíma lausráðinn lögregluþjónn, hafði samband við fóður sinn sem var lögregluþjónn á vakt, Árni Óiafs- son, vegna málsins. Árni fór heim til bróður Sveins og fékk hann með sér út t lögreglubilinn. í dömi Hæstaréttar segir að Sveini hafi verið Ijóst aö lögrcglan vildi spyrja hann urn atvikiö í Aðalstræti, og skylt aö svara spurningum um nafn og heimilisfang. Þar segir einnig að skýrslutöku hafi ekki verið lokið er Sveinn leitaði útgöngu úr lögreglu- bifreiðinni. Því hafi lögregluntönn- um vcrið heimilt að stöðva för hans. I dómnum segir að Sveinn hafi verið æstur og veitt lögreglu- mönnunum mótþróa og hafi þeim viö þær aðstæður verið hcimilt að handtaka hann og færa tii yfir- heyrslu á lögreglustöð. Lögreglan var einnig ákærð fyrir líkamsmeiðingar en Sveinn hand- leggsbrotnaði í fangavistinni. Handieggsbrotið var í héraðsdómi rakið til gálcysis Árna og staðfesti Hæstiréttur það sakarmat. Hcraðs- dómur hafði dæmt Árna til greiðslu tuttugu þúsund króna sektar vegna þessa en i Hæstarétti var sektin hækkuð í þrjátíu þúsund krónur. Þá var staðfest ákvæði hins áfrvj- aða döms um sakarkostnað og að áfrýjunarkostnaður greiðist að 3/4 af ríkissjóði og 1/4 af Árna en upphæð sem honum er gert að greiöa ncmur 12500 krónum. Einn- ig var staðfest sú niðurstaða hér- aðsdóms að sýkna Valgarð Svein Hafdal sem var varðstjóri á vakt umrætt kvöld. jkb

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.