Tíminn - 23.03.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. mars 1989
Tíminn 7
Meö frumvarpinu var skilað grein-
argerð þar sem finna má tvö sérálit.
Annað er sérálit Ernu Indriðadóttur
sem hún stóð ein að en hitt er sérálit
Arnþrúðar Karlsdóttur og fleiri.
Síðara álitið hafði helmingsfylgi inn-
an nefndarinnar. Á lokafundinum
þar sem greidd voru atkvæði varð-
andi málið mætti einn. sem talinn
var vera stuðningsmaður álits Arn-
þrúðar, ekki.
Það sem helst skilur á milli tillagn-
anna er sá þáttur sem fjallar um
fyrirkomulag stjórnunar ríkisfjöl-
miðlanna. Verði sérálitið ofan á
þýðir það að stöður framkvæmda-
stjóra, fjármálastjóra og útvarps-
stjóra í núverandi mynd verða allar
lagðar niður. Þá er einnig nokkur
áherslumunur varðandi tekjuöflun
Ríkisútvarpsins. „í þessari tiliögu
sem við setjum fram er stjórnartil-
högun Ríkisútvarpsins gerð mun
einfaldari. 1 fyrsta lagi erum að ræða
beinni tengsl við Alþingi, mennta-
málaráðuneytið og fjárveitingavald-
ið en áður. Þá ætti stjórnun öll að
verða markvissari og áhrif starfs-
manna að aukast til muna. Einnig er
sá sem fer með fjármálstofnunarinn-
ar gerður mun ábyrgari en áður og
hefur því meira svigrúm til að rækja
hlutverk sitt,“ sagði Arnþrúður
Karlsdóttir í samtali við Tímann.
1 frumvarpinu er gert ráð fyrir að
útvarpsráð Ríkisútvarpsins verði
lagt niður. í stað þess komi dag-
skrárráð þar sem sitji einn fulltrúi
hvers þingflokks, tveir fulltrúar
sveitarfélaga og einn fulltrúi Neyt-
endasamtakanna. Dagskrárráð
myndi ekki hafa bein áhrif á stjórn
fyrirtækisins eða stefnu heldur gagn-
rýndi einungis eftir á. í séráliti
Arnþrúðar og fleiri er gert ráð fyrir
að útvarpsráð haldi sér í núverandi
mynd að öðru leyti en því að manna-
ráðningar verða faldar þar til skip-
aðri nefnd. „Ráðið getur þá markað
langtímastefnu dagskrárinnar eins
og verið hefur,“ sagði Arnþrúður.
Sex manna nefnd, svokölluð ráðn-
ingarnefnd, mundi fara með
ráðningar en í henni sætu þrír full-
trúar starfsmanna og þriggja manna
stjórn Ríkisútvarpsins.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að í
framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins
sitji níu manns. Á hennar herðum
myndi þá hvíla ábyrgð á stjórn
útvarpsins bæði hvað varðar manna-
ráðningar og annað. í sérálitinu er
lagt til að framkvæmdastjóm í nú-
verandi mynd verði lögð niður. í
stað hennar er gert ráð fyrir þriggja
manna stjórn formanns, fram-
kvæmdastjóra og rekstrarstjóra.
Þessi stjórn hefði yfirumsjón með
rekstrar-, sjónvarps- og hljóðvarps-
sviði í samvinnu við yfirmenn hvers
sviðs fyrir sig. „Þar af leiddi að vald
deildarstjóra yrði meira en nú er og
starfsmanna einnig," sagði Arnþrúð-
ur.
Samstaða var í megindráttum um
tekjustofna Ríkisútvarpsins. Það
sem helst skilur á milli er að í
frumvarpinu er talað um að mennta-
málaráðherra ákveði lögbundin
gjöld að fengnum tillögum Ríkisút-
varpsins. „Við teljum ekki rétt að
binda gjöldin neinni ákveðinni stofn-
un sem hefur hagsmuna að gæta.
Við teljum vænlegra að farið verði
eftir tilgreindum fyrirmælum við út-
MZ PLÓGURINN
hefur sigrað heimsmeistaramótið í plægingum 18 sinnum
síðan 1962 og hafa selst yfir 300.000 plógar. Þetta eitt sannar
ótvíræða yfirburði Kverneland plóga.
HOWARD mykjudreifarann þekkja allir bændur eftir áratuga
notkun hér á landi. Dreifir öllum tegundum búfjáráburðar.
Einföld bygging tryggir minna viðhald.
Hafið samband við sölumenn okkar og
kynnið ykkur verð og greiðslukjör.
HOWARD jarðtætarinn er í stærðunum 60"-70" og 80" og
hentar flestum venjulegum heimilisdráttarvélum. Skiptihjóla
kassi tryggir alltaf réttan snúningshraða á hnífaás.
G/obust
Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555
JOSVE hnífaherfi með þremur hnífarásum eru mjög lipur og
fjölhæf. Vinnslubreidd 3 m. Herfi sem njóta vaxandi vin-
sælda.
GUFFEN dreifarinn hefur svo sannarlega fengið
góðar viðtökur hjá íslenskum bændum. Hann er
sterkur, en léttbyggður og hentar á þunna og þykka
mykju. Fáanlegur í stærðunum 2.600 1 - 6.500 1.
Ekki eru þeir siðri KVERNELAND DISKAHERFIN, þau hafa
verið ein vinsælustu herfin á tslandi mörg undanfarin ár 24
og 28 diska.
SAMUEL LEW
ávinnsluherfin þa
ekki að kynna fyrir i
lenskum bændum, þ
þeir vita hvað hent
best og gefur bes
raun.
VICON áburðardreifari fyr-
ir tilbúinn áburð.
Vicon tryggir nákvæma
dreifingu og sparnað í
áburðarkaupum. Þrjár
stærðir: 275 1, 500 1, og 750
1, Nú má fá tölvustýringu á
VICON dreifarana, sem
tryggir enn betri nýtingu
áburðarins.
Ágreiningur innan
útvarpslaganefndar
Óvíst er hvort tillögur út-
varpslaganefndar sem kynnt-
ar hafa verið í frumvarpi
nefndarinnar verða þær sem
Alþingi kemur til með að
samþykkja. Frumvarpið
hafði stuðning fjögurra, aðrir
fjórir lögðu fram sérálit í
sameiningu og níundi nefnd-
armeðlimurinn lagði einn
fram sérálit.
reikningu gjalda á hverju ári. Ég tel
okkur með þessu vera að taka á
vanda Ríkisútvarpsins eins og hann
er í dag,“ sagði Arnþrúður. jkb
Skjálftahrinan sem varð á
Kröflusvæðinu fyrir um viku virðist
ekki hafa verið fyrirboði um að gos
væri að hefjast eins og margir
óttuðust. Hrinunni lauk fyrirþrem-
ur dögum. Að sögn Jóns Péturs
Líndal sveitarstjóra og varafor-
manns Almannavarnanefndar var
þetta fimmta eða sjötta skjálfta-
hrinan frá því í júní í fyrra.
Helsta skýringin á skjálftahrin-
um af þessu tagi er að kvika
þrýstist inn í kvikuhólf á fjögurra
kílómetra dýpi. í þessari hrinu
voru skjálftarnir nokkuð öðruvísi
en áður. Um var að ræða svokall-
aða lágtíðniskjálfta og voru þeir
allt upp í tíu á dag og stóð hrinan
yfir í fjóra daga. SSH
VOR ’89
Vorið nálgast óðfluga og tími kominn til að huga að verkfærum
til vorverkanna. Eigum til afgreiðslu fljótlega eftirtalin tæki: