Tíminn - 23.03.1989, Blaðsíða 24
24 Tíminn
Fimmtudagur 23. mars 1989
ll!l!l!!!imillllllllllllll ÁRNAÐ HEILLA
1 ^
Páskahappdrætti SUF 1989
Útdráttur í Páskahappdrætti SUF er hafinn.
Vinningsnúmer eru sem hér segir:
20. mars, vinningur nr. 1,5242
vinningur nr. 2, 3145
21. mars, vinningur nr. 3, 1995
vinningur nr. 4, 144
22. mars, vinningur nr. 5, 538
vinningur nr. 6, 7401
Hvert miðanúmer gildir alla útdráttardagana það er 20. til 26. mars
1989.
Velunnarar SUF eru hvattir til aö leggja baráttunni lið.
Munið, ykkar stuðningur styrkir okkar starf.
SUF
Kópavogur
Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-13.
Sími 41590. Heitt á könnunni.
Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að
líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið.
Framsóknarféiögin í Kópavogi.
Reykjanes
Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er
opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222.
K.F.R.
Konur á Höfn og nágrenni
Fundur um sveitarstjórnarmál verður haldinn á Höfn Hornafirði
föstudaginn 31. mars kl. 20.30.
Gestir fundarins verða:
Guðrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og Unnur Stefánsdóttir formaður
LFK. Allar áhugakonur um sveitastjórnarmál eru velkomnar.
Stjórn LFK
Fjórhjól (Minkurinn)
Til sölu SUZUKI 4x4 árgerð 1987. Vel með farið,
ekið um 500 km.
Upplýsingar í síma 98-21531.
Umboðsmenn Tímans:
Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími
Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195
Kópavogur Linda Jónsdóttir Holtagerði 28 45228
Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195
Keflavik Guðriður Waage Austurbraut 1 92-12883
Sandgerði Margrét Magnúsdóttir Hjallagötu 4 92-37771
Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826
Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261
Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740
Stykkishólmur ErlaLárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410
Ólafsvík LindaStefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269
Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604
Helllssandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629
Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búöarbraut3 93-41447
ísafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541
Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366
Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi2 94-7673
Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu 20 94-1503
Bíldudalur HelgaGisladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122
Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131
Hólmavík ElísabetPálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132
Hvammstangi Friðbjörn Níelsson Fífusundi 12 95-1485
Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581
Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772
Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-5311
Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut54 96-71555
Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði4 96-22940
Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016
Húsavík Ólafur Geir Magnússon Hjarðarhóli 2 96-41729
Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308
Raufarhöfn Ófeigurl.Gylfason Sólvöllum 96-51258
Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289
Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350
Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467
Neskaupstaður KristínÁrnadóttir Nesbakka16 97-71626
Reyðarfjörður MarínóSigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167
Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlið 19 97-61367
Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299
Stöðvarfjörður SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839
Djúpivogur Óskar Guðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857
Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-81255
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 98-22317
Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún51 98-34389
Þorlákshöfn ÞórdisHannesdóttir Lyngberg 13 98-33813
Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu28 98-31198
Stokkseyri Hjörleifur Bjarki Kristjánsson Sólvöllum 1 98-31005
Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179
Hvolsvöllur Jónína og Árný Jóna Króktún 17 98-78335
Vík ViðirGylfason Austurveg 27 98-71216
Vestmannaeyjar MartaJónsdóttir Helgafellsbraut29 98-12192
Sextugur:
Páll Jóhannesson
Dálítið kom mér á óvart, er ég las
í manntali mínu að Páll Jóhannes-
son, bóndi í Neðri-Bæ á Snæfjalla-
strönd, yrði sextugur þann 26. þessa
mánaðar, það er á páskadag sjálfan.
Páll er fæddur á Dynjanda í Leiru-
firði, sem er einn Jökulfjarða, og þar
sleit hann barnsskóm og lifði sín
unglingsár. Foreldrar hans, Jóhann-
es Einarsson og Rebekka Pálsdóttir,
fluttu búferlum í Bæi á Snæfjalla-
strönd þegar hann var 18 ára og
hefur hann alið manninn þar síðan.
Eigi varð langt í byggð á þessu
æskuhcimili Páls í Jökulfjörðum eft-
ir að fjölskylda hans flutti að Djúpi,
eitthvað kringutn 4 ár, er síðasti
ábúandi þar fluttist til Grunnavíkur
á 1. eða 2. ári hins sjötta áratugar.
Síðttn ríkir þar kyrrðin ein. I hæsta
lagi heyrist aldan brotna við sand og
fuglar lofa dýrð sumarsins með söng
sínum og kvaki. En á haustum á Páll
oftast leið á þessar æskuslóðir í leit
að fé sínu og annarra bænda í
Unaðsdalssókn, því bæði er, að féð
leitar góðra haga og næðis þar
norðurfrá og svo hitt, að honum eru
hér allar leiðir kunnar frá þeim árum
er hann ungur fór þar að gripum
föður síns.
Er stundir runnu tók Páll við búi
af foreldrum sínum í Neðri-Bænum
- það mun Itafa verið 1957-en hafði
tveim árum áður staðfest ráð sitt og
gengið að eiga Önnu Magnúsdóttur
frá Ólafsfirði, hina mestu dugnaðar-
og myndarhúsfreyju. Hefur hún
staðið í ströngu með manni sínum
og gengið til verka með honum ef
með hefur þurft, en á Snæfjalla-
strönd er ekki fyrir hvern sem er að
stunda búskap og betra að heimilis-
fólk sé samhent og leggist á eina og
sömu sveifina. Er það afmælisbarn-
inu mikið happ að hafa svo styrkan
förunaut.
Páll ræðst í húsbyggingar á jörð
sinni, bæði byggir hann nýtt íbúðar-
hús svo og peningshús frá grunni
o.fl. Er hann í dag með stærstu
framleiðendum mjólkur f héraðinu
og hefur að auki margt fé. Vil ég
fullyrða að Páll Jóhannesson er með
glúrnustu bændum í Djúpi, fer vel
með búpening allan og sinnir skepn-
um sínum af natni. Mun hann enda
alinn upp við vönduð vinnubrögð í
þessu tilliti og er mér í minni er ég
kom árla sunnudags á jólaföstu, að
faðir hans stóð yfir fé inni á Bæjar-
hlíðinni, sjón er eigi mun framar
bera fyrir augu manna hér á landi.
Páll Jóhannesson nýtur þeirrar
gæfu að stunda það starf, sem hugur
hans stóð alla tíð til. En önnur störf
hlóðust á hann í tímans rás og hefur
hann um margt ár verið hreppstjóri
Snæfjallahrepps og nú síðustu árin
nokkur formaður sóknarnefndar
Unaðsdalssóknar. Er góð regla á
öllu því er viðkemur kirkjunni og
gott samstarf millum sóknarprests
og hans. Vil ég þakka þér sextugum
starf þitt í hennar þágu og lítum við
báðir björtum augum til hinna fyrir-
huguðu framkvæmda við Unaðsdals-
kirkju, þá sól vermir jörð og líf
færist í okkur er byggjum norður-
slóðir. Pá hefur hann nú um skeið
veitt forstöðu skólanefnd Grunn-
skólans í Reykjanesi.
Gestrisni er í hávegum höfð á
ströndinni og er heimili Páls og
Önnu engin undantekning þar frá.
Hef ég oftsinnis notið þessa eftir að
hann tók við starfi oddvita sóknar-
nefndar. Einkum er mér alltaf búið
borð þar í hádegi sunnudagsins þá
messað er í Unaðsdal, hvort ég er
einn á ferð eða hef samfylgd innan
fyrir Lónið. Veit ég að þreyttum
göngumanni yrði þar eigi frá vísað ef
að garði bæri. A hér vel við hið
gamla stef úr Hávamálum og gildir
það vissulega um öll heimilin í hinni
afskekktu Unaðsdalssókn:
... matar og voda
er manni þörf,
þeim er hefir um fjall farið.
Ég, sem þessar línur rita á Matt-
híasmessu, finn á mér að eigi verð
ég mættur að samfagna afmælisbarn-
inu. Páskadagurinn sker þar úr um
og eigi hann einn, heldur viðrar ekki
til ferðalaga um þessir mundir við
Djúp. Ég læt því nægja að senda
okkar bestu kveðjur héðan úr
Vatnsfirði gegnum sortabylinn er
hér hamast á húsum og byrgir sýn til
Snæfjallastrandar. Slík veður eru
okkur ekki alveg ókunn og höfum
við eflaust sitthvað af þeim lært og
víst hafa þau hindrað vora för á
tíðum. En ekki þar fyrir, kæra
afmælisbarn: Sá skafl er hvergi finn-
anlegur á almannaslóðum, að við
mundum ekki hefja okkur úr honum
ef stórt lægi við.
Lifðu heill.
Síra Baldur Vilhelmsson
settur prófastur,
Vatnsfirði.
Rétturinn til að
vera á öðru máli!
Sameinuðu þjóðirnar eru þeirrar
skoðunar að menn eigi að hafa
réttindi og hafa reyndar staðfest
það í yfirlýsingu. Sama hafa ríkin
í Evrópubandalaginu gert og þau
ríki sem undirrituðu mannréttinda-
sáttmálann í Helsinki. En kennarar
við lagadeild Stokkhólmsháskóla
eru annarrar skoðunar og gera nú
sitt ýtrasta til að hindra starfsbróð-
ur sinn í að kenna stúdentum um
mannréttindahugmyndina.
Jacob Sundberg prófessor kenn-
ir réttarfræði. Starfsbræður hans
við lagadeildina kalla fræðin hans
„hægri sinnaðan áróður“ sem eigi
sér “engan vísindalegan
grundvöll". Isænskum lagaskólum
hefur lengi verið ríkjandi kenning
sem kölluð er „réttarraunhyggja"
og hefur hún mótað afstöðu margra
kynslóða sænskra stjórnmála-
manna og opinberra embættism-
anna. Samkvæmt henni hefur fólk
nákvæmlega þau réttindi sem lög
landsins ákveða, hvorki meiri né
minni. Að halda því fram að rétt-
indi séu „ásköpuð" eins og Banda-
ríkjamenn myndu segja, eða „nátt-
úruleg" eins og rómversk-kaþólsk-
ir biskupar halda fram, er hvorki
rétt né rangt en þýðir bara ekki
neitt.
Þessi ósveigjanlega fullyrðing er
síður en svo bundin við sænska
sósíaldemókrata eina, en hún hent-
ar þeim vel. Ef réttindi eru það
sem ríkisvaldið segir að þau séu,
getur ríkisvaldið breytt þeim, og í
velferðarríki hlýtur það að vera
velferðinni hagstætt.
Prófessor Sundberg er þessu ós-
ammála og segir nemendum sínum
að þetta sé rangt. Sumir stúdent-
anna hafa kvartað undan kennslu
hans en prófessorinn segir að þeir
sem ákæra liann séu vinstri sinnar,
ákafir í að ráðast að honum, ekki
síst vegna þess að hann er formað-
ur alþjóðlegrar rannsóknarnefndar
sem kynnir sér hungursneyð í
Ukraínu á fjórða áratug aldarinn-
ar. Evrópskir og bandarískir lög-
fræðingar hafa tekið málstað Sund-
bergs prófessors, þ.á m. Alan
Dershowitz prófessor við lagadeild
Harvardháskóla.
Laus staða
Laus er til umsóknar staða skólastjóra Æfingaskóla Kennaraháskóla
Islands.
Umsækjendur skulu hafa lokið fullgildu háskólaprófi, eða framhalds-
námi, sem ásamt starfsreynslu er unnt að meta jafngilt, og hafa til að
bera staðgóða þekkingu á sviði uppeldis- og menntamála.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um náms- og starfsferil umsækj-
enda, vísindastörf og ritsmíðar skulu sendar menntamálaráðuneyt-
inu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 21. apríl n.k.
Menntamálaráðuneytið,
21. mars 1989.
Til sölu fjölhnífavagn
38 rúmmetra meö sjálfvirka mötun beint í blásara.
Til greina kemur að taka nýlegan þurrheysvagn
upp í greiðslu.
Upplýsingar í síma 95-6263.