Tíminn - 23.03.1989, Blaðsíða 3
Tíminn 3
Fimmtudagur 23. mars 1989
\
F
Landlæknir gagnrýnir umferöarvarnir:
ERUM ENN Á FYRIRLESTRA
OG AUGLÝSINGASTIGINU
Landlæknir hefur gagn-
rýnt framkvæmdir umferðar-
varna í þjóðfélaginu. Hann
segir íslendinga enn vera á
fyrirlestra- og auglýsingastig-
inu en það dugi ekki til.
Einnig telur hann of litlu
fjármagni veitt til embættis-
ins en það hefur meðal ann-
ars orðið til að hamla útgáfu
bóka um slysavarnir. Tölur
sýna þó ótvíræða fækkun
ákveðinna slysa eftir útgáfu
bókanna.
slys af völdum efna, viðbrög við
þeim og varnir. Nú eru tilbúnar
nokkrar fleiri bækur um slys og
varnir gegn þeim, meðal annars má
nefna bók um slys í skólum. En
fjármagn til útgáfunnar er ekki fyrir
hendi. „Hver útgáfa gæti kostað tvö
til þrjú hundruð þúsund. En við
höfum ekki fengið neitt fé og verðum
bara að reyna að lifa með því,“ sagði
Ólafur.
Árið 1979 var gerð úttekt á slysum
af völdum efna á vegum landlæknis-
embættisins. „Þessi úttekt kom
mikilli umræðu af stað. Eftir þetta
var málið meðal annars tekið upp í
ýmsum tímaritum og víðar í þjóðfé-
laginu," sagði Ólafur. Árin 1984-85
voru tvær bækur gefnar út á vegum
embættisins. Önnur fjallaði um slys
almennt í heimahúsum en hin sér-
staklega um slys af völdum efna.
Síðari bókin var einskonar saraan-
tekt, þar sem gerð var grein fyrir
þeim atriðum sem til umræðu höfðu
verið á skipulegan og aðgengilegan
hátt.
Samkvæmt tölum frá slysadeild
Borgarspítalans hefur slysum af
völdunt efna fækkað umtalsvert á
þessu tímabili. Árið 1979 leituðu
hátt á fimmta hundrað einstaklinga
á slysadeildina vegna eitrana. En
árið 1985 hafði þeim fækkað niður í
rúmlega tvö hundruð. jkb
í riti heilbrigðis- og trygginga
málaráðuneytisins „Manneldi og
neysla" segir orðrétt í grein land-
læknis: „Á meðan aðrar þjóðir
leggja æ meira upp úr verklegri
kennslu erum við á fyrirlestra- og
auglýsingastiginu og eyðum mest
öllu tiltæku fé til þess að auglýsa
okkur frá vandanum. Hvernig má
það vera að alltaf fæst nægilegt fé til
þess að greiða auglýsingafyrirtækj-
um hæstu taxta sem greiddir eru hér
á landi? Spurningin er: Hvað og
hverja er verið að auglýsa."
„Það hefur verið eytt miklu fé í
auglýsingar. Menn halda að þeir geti
breytt hegðun annarra með auglýs-
ingum eingöngu en það er hæpið að
verði nema með öðrum aðgerðum
sem fylgja í kjölfarið," sagði Ólafur
Ólafsson landlæknir í samtali við
Tímann.
í fyrrgreindu riti bendir hann á að
á meðan landlæknisembættið hafi
verið í hálfgerðu fjársvelti af hálfu
stjórnvalda, hafi ýmsir aðilar lagt
fram hátt á annan tug milljóna til
auglýsinga. En einnig að áhrif þeirra
auglýsinga hafi verið umdeild.
Umferðarmenning íslendinga hef-
ur verið fyrirferðarmikil í auglýs-
ingatímum undanfarið. Landlæknir
hefur ýmsar frekari hugmyndir sem
stuðlað gætu að bótum í' því efni.
Meðal annars þá að kennsla öku-
kennara verði tekin upp við Kenn-
araháskóla íslands eða í fjölbrauta-
skólum, þá sem valgrein. „Öku-
kennarar þurfa að læra hvernig á að
koma umferðarfræðslu inn hjá ungu
fólki. Það er ekki nóg að læra bara
á bílinn, ég tel eðlilegt að þeir kunni
betur til verka. Aðrar þjóðir leggja
mikið upp úr slíku,“ sagði hann.
Mikið hefur einnig verið auglýst
vegna alnæmisvarna. „Við höfum
reynt að fylgja þeim auglýsingum
eftir bæði með fyrirlestrum í skólum
og á vinnustöðum auk viðtala við
fólk og fleira. Við höfum ekki trú á
að auglýsingar einar og sér nægi,“
sagði Ólafur.
Landlæknisembættið fær rúmlega
tuttugu milljónir á ári frá ríkissjóði.
Á síðastliðnu ári var tíu milljónum
að auki veitt til alnæmisvarna. Þetta
ár hefur embætti fengið úthlutað
átta milljónum til varnarstarfsins.
„Það er erfitt að segja til um hvort
starfið hefur skilað tilætluðum
árangri. Vegna þess meðal annars
hve skammt er síðan því var hrundið
af stað. Það má þó a.m.k. telja
nokkuð öruggt að almenningur veit
nú orðið hvernig sjúkdómurinn
smitast. Á þessu ári munum við
halda áfram á svipuðu róli og verið
hefur. Þó komum við til með að
leggja aukna áherslu á vinnustaða-
fræðslu og fræðslu til ákveðinna
hópa eins og ferðamanna og sjó-
manna,“ sagði Ólafur.
Þær rúmlega tuttugu milljónir sem
veitt er árlega til landlæknisem-
bættisins skilja ekki eftir nóg fjár-
magn til annarra framkvæmda. Sem
dæmi má nefna að í samvinnu við
Slysavarnafélag íslands var gefin út
og send inn á hvert heimili bók um
...kjörin leið til sparnaðar
er Kj örbók Landsbankans
Betri, einfaldari og öruggari leiö til ávöxtunar sparifjár'er vand-
fundin. Háir grunnvextir og verðtryggingarákvæði tryggja góða
ávöxtun. Að auki koma afturvirkar vaxtahækkanir eftir 1 6 og 24
mánuði. Samt er innstæða
Kjörbókar alltaf laus.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna