Tíminn - 23.03.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.03.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 23. mars 1989 y Ingvar Gíslason: Islenskt þróunarstarf á Grænhðfðaeyjum Fiskveiðiverkefni Þróunaraðstoð Islendinga á eyj- unum má segja að sé felld inn í áætlunarbúskap ríkisstjórnarinnar í landinu samhliða þróunaraðstoð frá ýmsum öðrum þjóðum, sem er víð- tæk og margvísleg. báttur íslendinga er fyrst og fremst að annast sérstakt fiskveiðiverkefni, sem grcinist í nokkra verkþætti. Þess er sérstak- lega að geta, að undanfarin ár hefur rannsóknarskipið Fengur RE-235 ver- ið þungamiðja verkefnisins, það tæki sem íslcndingar hafa aðallega beitt fyrir sig í útfærslu þess og mest hefur borið á. Skipið hefur nýst til leitar að fiskimiðum við eyjarnar, veiðar með ýmis veiðarfæri hafa verið reyndar (botnvörpu, dragnót, handfæri), en fiskileit og veiðar hafa einskorðast við botnlægan fisk, ekki uppsjávar- tegundir, svo sem túnfisk, sem heimamenn hafa reynslu af. Þá hafa íslenskir fiskifræðingar rannsakað fiskistofna við eyjarnar og notið aðstööu um borð í Feng. í sambandi við haf- og fiskirannsóknir eru þó mörg verkefni óunríin, enda fyrir- hugað að efla rannsóknir heima- manna sjálfra og leggja fram ís- lenska aðstoð í því sambandi eftir því sem aðstæður leyfa. Á þessu ári verða þær breytingar á þróunaraðstoðinni við Grænhöfða- eyjar, að útgerð Fengs verður hætt þar upp úr miðju ári. Skipinu verður þá siglt heim, enda á þá að vera lokiö þeim hluta fiskveiðiverkefnisins, sem tengist skipinu sérstaklcga. Verður látiö á það reyna, hvernig heimamcnn geta af sjálfsdáðum nýtt sér þá verkkunnáttu og þekkingu á fisktegundum og veiðislóðum, sem leitt hefur af þessari starfsemi. Ekki er vafi á því að eyjaskeggjar eru dugandi sjómenn, enda aldir upp við róðra á sínunt eigin fleytum, þótt frumstæðar séu miðað við nútíma- tækni. Hugur heimamanna stcndur til þess að læra nýjar veiðiaðferðir og gera út með nýtískulegri hætti. Sú reynsla, sem þeir hafa öðlast við kynni sírt af útgerð Fengs og með því að vinna þar um borð, mun koma að haldi í því efni. Það mun ekki gerast með því að stofna til stórútgerðar eða eftiröpunar á hvcrju einu sem fengist hefur verið við á Feng, heldur því að laga fengna reynslu að því tæknistigi sem við er búið í landinu og þeim bátaflota, sem fyrir hendi er. Heimamenn hafa nt.a. yfir að ráða ýmsum „evrópskum" fiskibát- um, sem ekki hafa verið nýttir að neinu ráði, en bíða þess að verða teknir í notkun. Þessir bátar virðast hafa verið „sendir“ eyjaskeggjum sem velmeinandi þróunaraðstoð frá auðugum þjóðum án þess að séð væri fyrir þekkingu til þess að fara með þá. Dæmi um þess háttar sýnd- arþróunaraðstoð eru því miður alltof algeng víða í þróunarlöndum. ís- lenska fiskveiðiverkefninu á Græn- höfðaeyjum er ætlað að stýra fram hjá því skeri. Þar er áhersla lögð á hagnýta verkmenntun, en ekki „ör- láta“ gjafapólitík samkvæmt ein- hverri fjárveitingaformúlu, sem auð- ugar þjóðir hafa komið sér upp varðandi framlög til þróunaraðstoð- ar, án þess að tryggja að slík aðstoð yrði viðtakendum að gagni. áfram hlut að máli með einum eða öðrum hætti. Tengsl við Grænhöfðaeyjar Margar ástæður mæla með því að fslendingar haldi tengslum sínum við Grænhöfðaeyjar, að því er varð- ar þróunaraðstoð, þótt núverandi fiskveiðiverkefni ljúki samkvæmt gildandi samningi og starfsáætlun. Ekki kemur annað til greina en að íslendingar taki þátt í þróunaraðstoð í heiminum og það í vaxandi mæli á næstu árum. Okkur er nauðsyn að velja viðráðanleg verkefni, gera vel það sem við gerum, hafa fulla yfirsýn yfir það sem út í er lagt og sjá fyrir endann á verkefnunum. Þess á að vera kostur á Grænhöfðaeyjum, m.a. vegna þess að þetta er lítið, friðsamlegt þjóðfélag, þar sem vilj- inn til framfara er fyrir hendi, þótt neyslu- og tæknistig þjóðfélagsins sé í lægri mörkunum. Sá, sem þessar línur ritar, á sæti í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar fslands og fór til Grænhöfðaeyja í síðasta mánuði ásamt framkvæmda- Á hafnarbakkanum í Mindelo. R/s Fengur liggur við hryggju ásaint fleiri skipuni (sem hafa varla verið send á veiðar). Á myndinni eru (f.v.): Ingvar Gíslason, Björn Dag- bjartsson, Jóhann Pálsson, Sigurður Hreiðarsson og Jóhann Gunnarsson ásamt innlendum skipvcrjum. Framhald verkefna og önnur aðstoð Þróunaraðstoð íslendinga á Grænhöfðacyjum mun ekki Ijúka, þótt Fcngur sigli heim. Samkvæmt samningi milli stjórnvalda íslands og Grænhöfðaeyja er gert ráð fyrir að þróunarsamvinnan vari a.m.k. til ársloka 1990. Hins vegar verða tekn- ir fyrir nýir verkþættir innan fisk- veiðiverkefnisins, scm sérstaklega hafa verið ræddir og tillögur eru um. Ákvörðun um verkþættina verður að taka á næstu mánuðum, en niálið hefur verið undirbúið af hálfu Þró- unarsamvinnustofnunar íslands og ítarlega kynnt stjórnvöldum á Græn- höfðaeyjum. Þess er að geta að hluti af fisk- veiðiverkefni íslendinga er að leiðbeina um úrvinnslu afla og vinna að markaðsmálum. Þcim hluta verk- efnisins verður haldið áfram með svipuðum hætti og verið hefur, enda mörgu ólokið á því sviði. Auk fisk- veiðiverkefnisins hefur Þróunarsam- vinnustofnun íslands átt hlut að framkvæmdum á sviði heilsugæslu og félagsmála, sem hefur mælst vel fyrir á eyjunum og gefið góða raun. Hafa íslendingar lagt fram fé til byggingar tveggja læknamóttöku- stöðva í fátækrahverfum í Praia, höfuðborg landsins, og fræðslu- og félagsmiðstöðvar kvenna í Mindelo, annarri aðalborg landsins, þar sem íslenska þróunaraðstoðin hefur skrifstofu sína og útgerðaraðstöðu. Því til viðbótar hefur íslenskur jarð- vísindamaður Axel Björnsson kann- að nokkuð jarðhitamöguleika á eyj- unum og gert um það skýrslu. Á því sviði er víðtækari rannsókna þörf og æskilegt að fslendingar geti átt þar Wfiiuaui TOYOTA í miðborg Praia, íslensk stjórnvöld hafa um nokkurra ára skeið tekið þátt í þróunaraðstoð við Grænhöfðaeyjar, lítið eyjasamfélag í Atlantshafi vestan við Afríku. stjóra stofnunarinnar, Birni Dag- bjartssyni verkfræðingi, til viðræðu við stjórnvöld þar um stöðu þróunar- aðstoðarinnar og framhald hennar. Auk okkar Björns tók Stefán Þórar- insson verkefnisstjóri þátt í þeim viðræðum. Hann hefur gegnt starfi verkefnisstjóra síðustu ár og unnið mjög gott starf, búsettur í Mindelo. Ásamt honum eru þar þrír íslenskir sjómenn, Sigurður Hreiðarsson skipstjóri, Jóhann Gunnarsson stýri- maður og Jóhann Pálsson vélstjóri, allir skipverjar á Feng. Menning og þjóðfélagsgerð Grænhöfðaeyjar hlutu sjálfstæði 1975 eftir að hafa verið portúgölsk nýlenda síðan á 15. öld. Eyjarnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.