Tíminn - 23.03.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.03.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 23. mars 1989 Tíminn 19 — Einmitt núna er verðið hagstæðast. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. íslenskir gestir kveðja börnin í Pattaya vinarkveðju á táknmáli. FLUGLEIÐIR jluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju l Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100. V/SA lýkur fer Brennan á stjá að afla þeim vinnu. Torveldast er að fá fyrirtækja- eigendur til þess að trúa því að fötluð manneskja muni standa sig í stykkinu og hafi hlotið næga þjálfun. En séra Brennan kann sannfærandi ráð: Hann klæðist prestsskrúða sín- um og gengur fyrir forstjórana, sem verða svo fegnir, þegar þeir heyra að hann er ekki að biðja um peninga - heldur aðeins vinnu, að þeir játa bón hans á stundinni! Rafeindatækninám Rafeindatækninámið hefur fært séra Brennan mikla ánægju, því þar kemur árangurinn svo fljótt í ljós. Börn, sem ekki vissu neitt um þessa grein fyrir, eru ekki nema mánuð að læra að smíða sitt eigið AM - FM útvarpstæki! Ástæður þessara barna eru mjög mismunandi. Sum þeirra eiga sér fjölskyldur - en áhyggjuefnið hefur verið hvað gera skuli þegar foreldr- arnir falla frá. Önnur hafa dregið fram lífið á því að selja happdrættis- miða, með því að selja flöskur eða safna rusli handa skransölunt. Loks eru börn sem ekki áttu að öðru að hverfa en einhverjum hagstæðum stað til þess að betla á. Ekkert af þeim hefur fyrr fengið neitt tækifæri til menntunar. Sumir nemendanna eru mikið fatl- aðir og vantar hönd, handlegg eða fót. Einn nemandinn er lamaður eftir að hafa orðið fyrir byssuskoti við kambódísku landamærin. Annar er með fætur með „aukaliðamót- um“, þ.e. brot sem ekki hefur gróið en fyllst brjóski. Faðir Brennan nefnir einkum einn dreng, sem er svo vanskapaður að á hann vantar fæturna að fullu - aðeins eru líkt og hælbein uppi við nára. Annar hand- leggurinn aðeins hálfur og á hinn vantar fingurna... Því mundi enginn trúa, en hann útskrifast senn sem sjónvarpsviðgerðamaður í þessum merkilega skóla. Þegar nemendur hefja nám í raf- eindatækni fá þeir kassa með helstu áhöldum, þar á meðal lóðbolta, nokkur skrúfjárn, prófunartæki o.s.frv. Kassann mega þau eiga er námi lýkur, en verða að skila skólan- um honum ef þeir gefast upp. Marg- ar prófraunir eru lagðar fyrir unga fólkið og smám saman kunna þau að fást við stereotæki, segulbönd og sjónvörp... á endanum videotæki. Þetta nám tekur þau eitt ár. Skóli fyrir blind börn og heyrnarlaus Meðal munaðarlausra barna í skólanum var einn heyrnarlaus drengur. Skólinn hefði vel ráðið við að sjá honum fyrir kennslu, en faðir Ray Brennan fór að spyrja sjálfan sig um hlutskipti heyrnarlausra barna í grannþorpunum umhverfis. Eini heyrnleysingjaskólinn var í Bangkok og þar fá börn snauðustu foreldra ekki inni. Því stofnsetti hann nú skóla fyrir heyrnarlaus börn af fátæku foreldri. Enn eru ekki tök á að hafa nema eitt kennslustig, en draumur prestsins er að þau verði sex. „Þetta gefur barninu þó „nokkra" menntun," segir hann. Eini blindraskólinn í Thailandi er í Bangkok og hann er yfirfullur. í suðurhluta landsins var því engan slíkan skóla að finna, og þegar það happ vildi til að skóla föður Brenn- ans var gefin kapella, sem búdda- trúarmaður hafði reist eftir konu sína, varð það úr að stofnaður var hún verið geymd í búri, eins og dýr. Hún er hér með kennara sínum, sem einnig er blind. Stórvirk tæki þarf á stóru heimili! Ung stúlka þvær þvotta í steypuhrærivél. blindraskóli. Næstum um leið heim- sótti lærður blindrakennari frá Bandaríkjunum Brennan og hún bauðst til að taka að sér skólastjórn- ina. Þetta var blind kona og senn buðust kraftar annarrar blindrar konu, sem starfað hafði við sendiráð í Bangkok, en misst stöðu sína vegna skipulagsbreytinga. Skólinn var opnaður í maí 1987 og vaxtar- horfur hans eru ágætar. Gæsla munaðarlausra og elliheimili Ekki er enn allt það starf talið sem Ray Brennan hefur hrundið af stað. Hann hefur tekið að sér börn mæðra sem vegna fátæktar, fangelsunar og fleira lenda í ógöngum með börn sín. Oft koma þær að dyrum hans og biðja liðsinnis. Brennan lætur enga grátandi frá sér fara, en annast börnin um lengri eða skemmri tíma. Hann segir að það sé oft ódýrara að taka börnin að fullu inn á heimilið, en hann vill heldur að þau njóti þess að eiga móður sína, fyrst hún er til. staðar. Á sama hátt hefur hann ekki lagt sig fram um að snúa börnunum til kristinnar trúar eða láta þau skírast. Það segir hann vera þeirra mál er þau eldast, en fyrst og fremst vill hann auka manngildi þeirra. Á Pattaya er líka elliheimili. Neyð og niðurlæging margra gamalmenna í landinu er ótrúleg og nefnir prest- urinn sem dæmi kjör gamals fólks úr grannlöndum, sem komið hefur ver- ið fyrir í innflytjendabúðum, þar sem það er vegabréfslaust. Þetta fólk hefur hann margt tekið til sín og frelsað frá ömurlegri aðbúnaði en orð fá lýst. Hann lætur það fá dálitla vasapeninga og býður því til erfi- drykkju þegar einhver deyr og reynir að sefa kvíða þess eftir megni. Mikið lengra mál mætti rita um föður Brennan og Pattaya munaðar- leysingjahælið. En þessi frásögn og myndir Guðjóns Einarssonar ættu að gefa innsýn í hve mörgum hann hefur lyft upp úr myrkri þjáningar, fáfræði og vonleysis. flugogbíl... á vit vorsins í Evrópu. AIIK/RlA lr1inriS1-341

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.