Tíminn - 23.03.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. mars 1989
Tíminn 15
Hér sést skriðjökultungan, sem farið var eftir upp á jökulim.
„Krafta- og glímumaður“
- segir Alfreð Jónsson, sonur Jóns frá Laug, sem hér minnist föður síns
„Þar sem faðir minn lést árið 1941, en ég er fæddur 1933,
þá er það ekki svo margt sem ég get sagt þér um hann af
eigin reynslu. Þó get ég greint hér frá fáeinu um hann og því
sem fyrir hann bar á skömmum æviferli hans,“ segir Alfreð
Jónsson, bifreiðarstjóri, sonur Jóns Jónssonar frá Laug,
sem vann sér frægðarorð fyrir þátttöku sína í leiðangri
Wegeners 1930-1931.
Faðir minn fæddist að Laug í
Biskupstungum árið 1900 og for-
eldrar hans voru þau Jón bóndi
Sigurðsson, sem var sonur Sigurðar
Pálssonar í Haukadal, og Vilborg
Jónsdóttir, sem ættuð var frá
Bryggju í Biskupstungum. Þau
amma mín og afi voru barnmargt
fólk, áttu alls 14 börn og þegar afi
dó var lífsbaráttan auðvitað enginn
leikur. Þá bjó amma áfram á Laug
og tvö barnanna, þau Jón eldri frá
Laug og Kristín systir hans í ára-
tugi, eða til æviloka.
Æskuárunum eyddi faðir minn
við margs konar vinnumannsstörf í
sinni sveit, en fluttist til Reykjavík-
ur fyrir 1930 og kvæntist 1931
móður minni, Lilju Guðmunds-
dóttur frá Arnarholti. Hann vann
ýmsa verkamannavinnu og all lengi
ásamt bróður sínum, Sigurði, við
akstur á kolum fyrir Gasstöðina.
Sigurður var bifreiðarstjóri að at-
vinnu og fór stundum í ferðir um
óbyggðir. Hann ók fyrstur manna
á bíl yfir Sprengisand, sem var
afrek á þessum tíma. Það var og
hann, sem keyrði alla þá hrafn-
tinnu sem notuð var við byggingu
Þjóðleikhússins úr Hrafntinnu-
skeri og voru þær leiðir ekki greið-
ar þá. Faðir minn tók oft þátt í
þessu með honum og hann valdist
iðulega til þess að fylgja ferða-
mönnum. Sú reynsla hans hefur án
vafa ráðið miklu um að hann var
valinn til þess að fylgja leiðangri
Wegeners og er ekki annað að sjá
en hann hafi staðið sig með ágætum
í því hlutverki og hlaut lof prófess-
orsins fyrir frammistöðu sína. Ég
vil líka geta þess hér að hann fylgdi
síðar öðrum leiðangri, sem var
undir stjórn Svíans Almans, á
Vatnajökul 1936 og var það efa-
laust vegna reynslu hans og orðs
sem af honum fór í slíkum svaðil-
förum. Um þann leiðangur hefur
verið rituð bókin „í ríki Vatnajök-
uls“, sem út kom árið 1979.
Faðir minn gekk í lögregluna
árið 1933 og var við lögreglustörfin
fram á vor 1940, ef ég þá man það
rétt. Þá fluttist hann austur í
Haukadal, keypti landskika, sem
hann nefndi Laugafell og var úr
jörðinni Tortu og hóf þar sveppa-
rækt. Ég veit ekki betur en að hann
hafi fyrstur íslendinga lagt stund á
þá búgrein.
En eins og ég nefndi varð hann
ekki gamall og lést hann árið 1941.
Hann fékk aðeins eina uppskeru af
sveppunum og héld ég að Hótel
Borg hafi keypt þetta, en herliðið
étið það. Næsta uppskeran, sem
var eftir dauða hans, misfórst a(tur
á móti vegna fákunnáttu, að ég
held og þar með tók móðir mín sig
upp og flutti til Reykjavíkur, þar
sem hún reyndi að hafa ofan af
fyrir okkur börnunum eins og best
hún gat með ýmissi vinnu, en við
börnin erum þrjú. Er ég okkar
elstur, en systur mínar tvær, Vil-
borg og Ingibjörg, búa báðar í
sveit og eru bóndakonur. Móðir
mín lést 1981 og eru þau faðir minn
bæði grafin í Haukadal.
Faðir minn var mjög vel að
manni og þeir bræður hans. Stund-
aði hann glímu af kappi á yngri
árum sínum og tók þátt í glímu-
mótum og var kröftum hans við
brugðið. Til marks um það er sú
saga að þeir Sigurður voru eitt sinn
á ferð um Fnjóskadalinn á þeim
Tveir Islendingar, þeir Jón Jónsson frá Laug og Guðmundur Gíslason,
þá læknanemi, með einn af hestunum í leiðangrinum.
Jón Jónsson frá Laug.
Alfreð Jónsson: „Það vakti þjóð-
arathygli er þeir faðir minn og
Guðmundur Gíslason, læknir,
vöktu Geysi af svefni árið 1935.“
(Tímamynd Árni).
árum sem þeir voru saman við
bifreiðarekstur. Komu þeir að á
þar sem brúin var fallin og sýndist
sem ekki yrði lengra komist. En
þeir bræður dóu ekki ráðalausir:
tóku bílinn á milli sín og báru hann
yfir!
Það var líka all frægt er þeir faðir
minn, Guðmundur Gíslason,
læknir, sem var með honum í
Wegenersleiðangrinum, og dr.
Trausti Einarsson, síðar prófessor,
vöktu Geysi í Haukadal úr svefni í
ágúst 1935, en hverinn hafði þá
ekki gosið frá árinu 1914. Gerðu
þeir þetta með því að gera rennu
úr hvernum og hækka þannig hita-
stigið og vakti þetta þjóðarathygli
á sínum tíma.
Nú, og því má við bæta að
Þjóðverjar hafa sýnt minningu
hans mikla rækt. Til mín komu
menn fyrir nokkrum árum, gerðir
út af þýsku stjórninni, til þess að
reisa minnismerki um Wegener-
leiðangurinn í Grænlandi og vildu
þeir að ég legði blessun mína yfir
skjöld sem festur hefur verið upp í
Uummannaq. Þetta varð mér
sönnun þess að framlag föður míns
hefur verið mikils metið og hans er
lofsamlega getið í þeim ritum sem
fjallað hafa um þennan leiðangur á
hájökul Grænlands. Ritaði hann
enda bækling um leiðangurinn árið
1931, þegar öll Evrópa beið frétta
af afdrifum prófessors Wegeners
og leiddi þar rök að því að mikil
hætta væri á ferðum, hvað og
reyndist vera. Þá var hann fenginn
til fyrirlestrahalds um þessa reynslu
sína.
Þetta er í sem allra skemmstu
máli það sem ég get sagt þér um
föður minn, Jón frá Laug, eins og
hann var nefndur manna á meðal,
og er ánægjulegt að Tíminn skuli
rifja upp þessa Grænlandsför hans,
sem vissulega á það skilið að vera
á lofti haldið.“