Tíminn - 23.03.1989, Blaðsíða 28
Fimmtudagur 23. mars 1989
28 Tíminn
llllllllllllll DAGBÓK llllllllllllM^ ......5................................
Diana prinsessa af Wales er verndari ballettflokksins, en hún hefur mikmn áhuga á
ballet og sækir sjálf danstíma vikulega. Diana sést hér ásamt Harold King, listdansstjóra
London City Ballet.
LONDON CITY BALLET
Nú fer hver að verða síðastur að fá
miða á hátíðarsýningar London City
Ballet í Þjóðleikhúsinu. Uppselt er á
kvöldsýningarnar, en örfáir miðar eru
enn eftir á sýninguna laugardaginn 1.
apríl kl. 14:30.
London City Ballet sýnir dansa úr
þremur klassískum ballettum: Hnotu-
brjótnum eftir tónlist Tchaikovskys,
Transfigured Night eftir tónlist Arnolds
Schönberg og Celebrations, sem eru
dansar eftir tónlist Giuseppis Verdi.
Sýningar flokksins hér á landi eru
styrktar af Landsbanka íslands og Scandi-
navian Bank, en verndari flokksins er
Diana prinsessa af Wales.
Sýning Ragnars
Stefánssonar í FÍM
í FÍM-salnum, Garðastræti 6 í Reykja-
vík, opnaði Ragnar Stefánsson nýlega
myndlistarsýningu. Sýningin í FÍM-saln-
um verður opin til 4. apríl.
Ragnar stundaði myndlistarnám við
Myndlista- og handíðaskóla íslands árin
1980-’84 og framhaldsnám í New York
veturinn 1987-’88 í School of Visual Arts.
Þetta er fyrsta einkasýning Ragnars, en
hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýn-
ingum.
Ragnar sýnir þarna myndverk unnin
með blandaðri tækni.
Opið er virka daga kl. 13:00-18:00 en
um helgar kl. 14:00- 18:00.
Lokað verður á föstudaginn langa og á
páskadag.
Sölugalleri FÍM er opið í kjallaranum
á venjulegum opnunartíma sýningarsalar-
ins
Glerlist í EPAL
Inga Elín, glerlista- og keramik-
hönnuður, er komin heim eftir framhalds-
nám við danskan nytjaháskóla. Hún vann
í Kaupmannahöfn til margra verðlauna
og viðurkenninga, m.a. „Kunshaand-
værkprisen”. Hún hefur hlotið verðlaun
m.a. fyrir bolla sem hitna ekki, vátnslös
og bjórglös.
Nú heldur Inga Elín einkasýningu f
EPAL, Faxafeni 7 í Reykjavík, dagana
17. mars til 1. apríl. Á sýningunni verða
margir fallegir munir, m.a, vasar, sem
Hadelandverksmiðjan í Noregi hefurtek-
ið til framleiðslu, en þeim er hægt að raða
upp á ýmsa vegu. Vasarnir verða til sölu
framvegis í EPAL. Sýningin er jafnframt
sölusýning.
Inga Elín mun opna keramikverkstæði
í bakhúsi við Laugaveg 55 1. apríl nk.
Föstudagurinn langi:
KAMMERKÓR ÞÓRSHAFNAR
syngur í Langholtskirkju
Á föstudaginn langa kl. 16:00 mun
Kammerkór Þórshafnar í Færeyjum
halda tónleika í Langholtskirkju. Kórinn
er staddur hér á landi í tengslum við
opinbera heimsókn bæjarfulltrúa Þórs-
hafnar til Reykjavíkur.
Kórinn hóf starfsemi sína fyrir fjórum
árum og er skipaður á fjórða tug söngv-
ara. Söngskrá kórsins er fjölbreytt, jafnt
lög frá Norðurlöndum sem sígild kórverk
og nútimaverk. Stjórnandi kórsins er
Olafur Jökladal.
Öllum er heimill aðgangur á hvora
tveggja tónleika Færeyinganna meðan
húsrúm leyfir.
Vikuleg ganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður laugardaginn 25. mars.
Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00.
„Allir Kópavogsbúar, ungir og gamlir,
eru velkomnir í þessa páskagöngu Hana
nú. Samvera, súrefni og hreyfing er
markmið göngunnar. Nýlagað molakaffi
og skemmtilegur félagsskapur,” segir í
fréttatilkynningu frá Frístundahópnum
Hana nú í Kópavogi.
Skírdagur:
70 færeyskir tónlistarmenn
halda tónleika í Langholtskirkju
Á skírdag kl. 20:30 munu 70 færeyskir
tónlistarmenn flytja söngverkið „Jesus og
maðurinn frá Makedóniu" (Jesus og Ma-
kedonarin) eftir Pauli í Sandagerði og
Sigmund Paulsen.
Tónverk þetta var frumflutt í Þórshöfn
á páskum 1984 í tilefni af afmæli Norræna
hússins þar. Hugmyndina að verkinu átti
borgarstjórinn í Þórshöfn, Paul Michel-
sen. Stílbrigði verksins eru margbreyti-
leg, allt frá köflum í ætt við rokktónlist til
hefðbundnari tónsmíða. Hljómsveitin er
skipuð strengjum, blásurum og „rokk-
hljómsveit", ásamt einsöngvurum og á
fjórða tug kórsöngvara.
Hafnarfjarðarkirkja
Á skírdagskvöld vcrður helgistund með
altarisgöngu kl. 20:30. Kór Öldutúns-
skóla syngur undir stjóm Egils Friðleifs-
sonar. Prestur er sr. Gunnþór Ingason.
Föstudagurinn langi: Guðsþjónusta kl.
14:00. Esther Helga Guðmundsdóttir
söngkona og Oliver Kentish sellóleikari
flytja föstutónlist. Prestur sr. Þórhildur
Ólafs
Páskadagur: Hátíðarguðsþjónustur
bæði kl. 08:00 og kl. 14:00. Eiríkur Örn
Pálsson leikur á trompet. Prestur sr.
Gunnþór Ingason.
2. páskadagur: Skírnarguðsþjónusta
kl. 14:00. Prestur sr. Gunnþór Ingason.
Frá Strætisvögnum Kópavogs:
Akstur um bænadaga, páska
og sumardaginn fyrsta
23/3 skírdagur: Ekið eins og venjulega
sunnudaga.
24/3 föstudagurinn langi: Akstur hefst
um kl. 14:00, eftir það er ekið eins og á
sunnudögum.
25/3 laugard. fyrir páska: Ekið eins og
venjulegan laugardag.
26/3 páskadagur: Ekið eins og föstu-
daginn langa.
27/3 annar í páskum: Ekið eins og á
sunnudögum.
20/4 sumardagurinn fyrsti: Ekið eins og
á sunnudögum.
Strætisvagnar Kópavogs
LEKUR ER HEDDIÐ
BLOKKIN? SPRUNGIÐ?
Viögeröir á öllum heddum og blokkum.
Plönum hedd og blokkir - rennum ventla.
Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiöa.
Viöhald og viðgerðir á iönaðarvélum - járnsmíöi.
Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar
Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110
BLIKKFORM
______Smiðiuveqi 52 - Sími 71234
Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið-
gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla
bíla, (ryðfrítt stál); og einnig nælQnhúðaðir í
öllum litum.
Póstsendum um allt land
(Ekið niður méð Landvélum).
TÖLVUNOTENDUR
Við í Prentsmiðjunni Eddu
hönnum, setjum og prentum
allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu.
Við höfum einnig úrval af tölvupappír á lager.
Reynið viðskiptin.
i PRENTSMIÐJAN ■
ddddu
Smiðjuvegí 3,
200 Kópavogur.
Sími 45000
PÁSKATÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 1989
Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2
Efstaleiti 1
103 Reykjavík
Merkt Tónlistarkrossgátan
Aðalfundur Styrktar-
félags vangefinna
Aðalfundur Styrktarfélags vangefinna
verður haldinn í Bjarkarási við Stjömu-
gróf, fimmtudaginn 30. mars n.k. kl.
20:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi-
veitingar. Stjómin
ESS0 bensínstöðvar
um páskana
I dymbilviku og um páskana verða
bensínstöðvar ESSO opnar sem hér segir:
Miðvikudag 23. mars - til kl. 20:00
Fimmtudag - skírdag - 24. mars kl.
12:00-16:30
Föstudagurinn langi - lokað
Laugard. 25. mars kl. 07:30-20:00
Páskadag - lokað
Mánudag27. mars-annan í páskum-kl.
12.00-16:30.
Venjulega em bensínstöðvar opnar frá
kl. 07:30 til kl. 20:00 nema á sunnudög-
um, þá eru þær opnar frá kl. 10:00 til kl.
20:00.
Bensínstöð ESSO Ártúnshöfða er opin
alla daga til kl. 23:30, - þó ekki þá daga
sem allar bensínstöðvar eru lokaðar.
Sjálfsalar eru á bensínstöðvum Olíufé-
lagsins hf. ESSO: á höfuðborgarsvæðinu
og einnig á eftirtöldum stöðum úti á
landi: Bensínstöðvar ESSO á Akranesi,
Borgarnesi, Blönduósi, Akureyri, Húsa-
vík, Egilsstöðum, Hvolsvelli og Isafirði.
Fríkirkjan í Reykjavík
Á skírdag: Guðsþjónusta kl. 20:30.
Reynir Guðsteinsson syngur einsöng, alt-
arisganga
Föstud. langi: Guðsþjónusta kl. 14:00.
Lesin píslarsagan og sungið úr Passíu-
sálmunum
Páskadag: Kl. 08:00 morgunguðsþjón-
usta, kl. 14:00 guðsþjónusta. Þurtður
Sigurðardóttir syngur einsöng.
Annar páskad. kl. 11:00: Bamaguðs-
þjónusta.
Orgelleikari er Pavel Smid.
Cecil Haraldsson
Aðaifundur Fugla-
vemdarfélagsins
Fuglaverndarfélag Islands heldur aðal-
fund í hliðarsal Norræna hússins föstu-
daginn 31. mars kl. 17:00. Venjuleg
aðalfundarstörf. Stjómin
FerðirSVR
Skírdagur og annar páskadag-
ur: Akstur eins og á sunnudög-
um.
Föstudagurinn langi. Akstur
hefst um kl. 13. Ekið samkvæmt
sunnudagstímatöflu.
Laugardagur: Akstur hefst á
venjulegum tíma. Ekið eftir laug-
ardagstímatöflu.
Páskadagur: Akstur hefst um
kl. 13. Ekið samkvæmt sunnu--
dagstímatöflu. Fréttatilkynning.
BILALEIGA
meö utibu allt i kringurri
landlð, gera þér mögulegt
aö leigja bíl á elnum staö
og skila honum á öörum.
Reykjavík
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
PÖJitum bíla erlendis
interRent
Bilaleiga Akureyrár
w
Okf hönr auglý ‘ypis lun 'singar
pegar þu ai mk/cir í
Tímc >ni im
AUGLÝSINGASÍMI 680001
/ Hefur það V bjargað *)