Tíminn - 23.03.1989, Blaðsíða 25

Tíminn - 23.03.1989, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 23. mars 1989 Tíminn 25 SAMVINNUMÁL SAMDRÁTTUR INNANLANDS Hjá Samvinnuferðum-Landsýn hf. varð á síðasta ári í fyrsta skipti í sögu skrifstofunnar samdráttur í þjónustu við erlenda ferðamenn hér innanlands. Er þetta rakið fyrst og fremst til þeirra verðhækkana á mat og þjónustu sem urðu hér á landi á árinu 1988. Kom þetta fram í skýrsl- um þeirra Vilhjálms Jónssonar stjórnarformanns og Helga Jóhanns- sonar framkvæmdastjóra á aðalfundi ferðaskrifstofunnar í síðustu viku. Þá varð einnig nokkur samdráttur í sölu skrifstofunnar á farseðlum til einstaklinga í venjulegu áætlunar- flugi. Fjöldi farþega í skipulögðum hópferðum til útlanda var á hinn bóginn nánast hinn sami og árið á undan. Af þessum sökum varð afkoma skrifstofunnar heldur lakari á síðasta ári en 1987, en þó varð hagnaður af rekstrinum, um 1,9 miljónir króna. Er þá búið að draga frá tap af rekstri hótelsins í Bifröst, 256 þúsund krónur. Hagnaður af reglulegri starf- semi skrifstofunnar var 2,1 miljón, samanborið við 10,2 miljónir árið 1987. Á síðasta ári var hagnaður þannig aðeins 0,2% af heildarveltu skrifstofunnar, en hún varð 750,3 miljónir, samanborið við 645,8 milj- ónir árið 1987. Hækkun eigin fjár á efnahagsreikningi fyrirtækisins varð svipuð og nam almennum verðlags- hækkunum á milli ára. Fjöldi farþega í hópferðum Sam- vinnuferða-Landsýnar á síðasta ári varð 14.971, samanborið við 15.090 árið á undan og 11.833 árið 1986. Er það í fyrsta skipti í langan tíma sem hópferðafarþegum fjölgar ekki milli ára, en þeim hefur farið nokkuð jafnt fjölgandi ár frá ári úr um 2.700 árið 1979. Þá urðu farþegar í áætlun- arflugi 13.429 á síðasta ári, saman- borið við 14.880 árið á undan, sem m.a. er rakið til fleiri söluaðila fyrir flugfarmiða en áður og harðnandi samkeppni af þeim sökum. Vinsælasti áfangastaðurinn í hóp- ferðum á liðnu ári var Mallorca, þangað sem fóru rúmlega 3.300 manns á vegum Samvinnuferða- Landsýnar eða 22% af heildarfjöld- Súlurit yfir markaðshlutdeild stærstu ferðaskrifstofanna í skipulögðum hópferðum til útlanda árið 1988. Úr könnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Samvinnuferð- ir-Landsýn. anum. Til Hollands fóru 1.728 eða 12%, til Benidorm 1.701 eða 11% og til Rimini 1.070 eða 7%, en færri til annarra áfangastaða. Erlendum farþegunr hjá innan- landsdeild skrifstofunnar, þ.e. út- lendum ferðamönnum sem taka þátt í ferðum hennar innanlands, fækk- aði hins vegar talsvert, úr 9.000 árið 1987 í 6.600 á síðasta ári. Þar er fyrst og fremst kennt um verðhækkunum hér innanlands á mat og þjónustu árið sem leið, sem talið er að hafi bitnað illa á innlendri ferðaþjónustu, þannig að afkoma í henni sé yfirleitt slænt á liðnu ári. Helgi Jóhannsson frkvstj. gat þess á aðalfundinum að í ár færu bókanir í hópferðir greinilega mjög hægt af stað miðað við árið í fyrra. Þó væri Ijóst að meira væri núna búið að bóka í sólarlandaferðir heldur en í sumarhús. Meðal nýjunga hjá skrif- stofunni í ár eru sumarhús í Frakk- landi, og einnig ferðir til Hawaii á óvanalega góðum kjörum. Starfsmenn á launaskrá hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn á síðasta ári voru 225 og heildarlaunagreiðslur 72 miljónir. Meðalfjöldi starfsmanna, miðað við tryggingarskyldar vinnu- vikur, var 67. Fjárfestingar hjá skrif- stofunni voru 8,8 miljónir. Var þar um að ræða kaup á vélum og tækjum, aðallega tölvubúnaði. Að tillögu stjórnar var ákveðið að greiða engan arð af hlutafé í ár. Sömuleiðis verða engin jöfnunarh- lutabréf gefin út til hluthafa á yfir- standandi ári. í stjórn Samvinnuferða-Landsýn- ar hf. sitja þeir Vilhjálmur Jónsson, formaður, Axel Gíslason, Ásmund- ur Stefánsson, Guðjón B. Ólafsson, Haukur Halldórsson, Sigrún Aspel- und og Páll Leósson. -esig % Markaðshlutdeild stærstu ferðaskrifstofa 1988 Í%1. Þeir sem fórn í «lnmil»oð9r hónferðir Flugleiðir Arnarllug Samvinnuferðir Útsýn Úrval Samviskufangar Mannrettmdasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli al- mennings á máli eftirfarandi sam- viskufanga. Jafnframt vonast sam- tökin til, að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum, og sýna þannig í verki andstöðu sína gegn því, að slík mannréttindabrot séu framin. Islandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins. Hægt er að gerast áskrif- andi að þessum kortum með því að hringja til skrifstofunnar, Hafnar- stræti 15, virka daga kl. 14-16 í síma 16940. Eþíópía: Bræðurnir Wossen- Seged, IVVchael og Bede-Mariam Mekonnen hafa verið í haldi í 14 ár án dóms og laga vegna frændsemi við fyrri stjórnvöld ríkisins. Wossen- Seged (einnig þekktur undir nafninu Paul), 39 ára gamall, Michael, 34 ára gamall og Bede-Mariam, 29 ára, eru ættmenn fyrrum Eþíópíukeisara. Þeir hafa verið í haldi án ákæru og án þess að mái þeirra hafi verið dómtekið allt frá því að ríkisstjórn Haile Selassie keisara var steypt árið 1974. Allir, sem tengjast fyrri stjórn- völdum og voru handteknir í bylting- unni 1974, hafa verið látnir lausir, að bræðrunum untanteknum, þar með talin móðir þeirra, Sara Gizaw og sex aðrar konur. Þær voru látnar lausar í maí 1988. Engin skýring hefur verið gefin á varðhaldi bræðr- anna og yfirvöld láta ekkert uppi um hvenær þeir verði látnir lausir. Wossen-Seged, Michael og Bede- Mariam Mekonnen eru í haldi í Alem Bekagne (þýð.: Heimsendir) öryggisdeild Aðalfangelsisins í Add- is Ábaba. Þeir hafa allir þjáðst af heilsuleysi, sem að hluta til má rekja til lélegrar læknisþjónustu og ómannúðlegs aðbúnaðar í fangels- inu. Það var ekki fyrr en á þessu ári, sem þeim leyfðist að fara í reglulega læknisskoðun og fá viðeigandi meðferð. Núna er þeim heimilt að fá vikulega heimsóknir og láta færa sér mat og aðrar nauðsynjar. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og krefjist þess að bræðurnir verði látnir lausir tafarlaust til: H.E. President Mengistu Haile- Mariam President of the People’s Demo- cratic Repubiic of Ethiopia Office of the President Addis Ababa Ethiopia Kólumbía: Tacisio Medina Charry, 21 árs gamall stúdent, var handtekinn fyrir ári og síðan hefur ekkert til hans spurst. Félagar í Kommúnistaflokki Kólumbíu og nokkrir stúdentar úr Sur Kólumbíu háskóla voru stöðvaðir á götu þann 19. febrúar í borginni Neica í Mið- Kólumbíu. Lögreglan var að kanna persónuskilríki vegfarenda. Skilríki Tarcisio Medina voru í lagi, en lögreglan kom auga á að hann hélt á eintaki af blaði kommúnista La Vos. Fyrirliða lögreglusveitarinnar var gert viðvart, og hann heyrðist skipa svo fyrir, að Tarcisio skyldi fluttur á lögreglustöðina í Neiva til „F-2“ deildar leynilögreglunnar þar. Vitni sagði síðar, að Tarcisio Medina hefði strax orðið viðskila við hina handteknu eftir að komið var á stöðina. Þeir, sem handteknir voru um leið og hann, voru látnir lausir síðar um kvöldið, en til hans hefur ekkert spurst frá því farið var með hann á deild „F-2“. Lögregluyfirvöld bera því við, að þeim sé ókunnugt um afdrif hans. Kommúnistaflokk- urinn er löglegur í Kólumbíu, en engu að síður hafa margir flokks- menn verið drepnir og ýmsir „horfið“ á síðustu árum. Fjölskylda Tarcisio Medina hóf rannsókn á „hvarfi“ hans. Dómari í borgaralegum dómstól vísaði máli hans til herdómstóls, en general prokúratör, sem fer með mannrétt- indamál, vísaði málinu tilbaka til borgaralegra dómstóla. Málinu var enn á ný vísað til herdómstóls og þar liggur það í salti. Háskólastúdentar og kennarar hafa mótmælt hvarfi Tarcisio Medina og hafa verið sakað- ir um „niðurrifsstarfsemi“ og ýmsir stúdentaleiðtogar hafa að undan- förnu sætt varðhaldi um stundarsak- ir. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið þess á leit að afdrif hans verði könnuð: Senor Presidente Vigilio Barco Palaci Narino Bogotá Colombia Kína: Song Yede er 34 ára gamall og predikar mótmælendatrú i Kína. Hann afplánar nú átta ára fangels- isdóm fyrir trúariðkun sína. Song Yude var predikari í Tongbo í héraðinu Henan í mið-Kina. Þar var hann i tengslum við hóp kristinna manna, sem neitaði að ganga í Hina sjálfstæðu kínversku trúarhreyfingu, sem er ein af nokkrum þjóðlegum trúarhreyfingum, sem stjórnvöld stofnuðu á sjötta áratugnuin, með það fyrir augum að stjórna trúmálum í landinu. Samkvæmt stefnu stjórnvalda í trúmálum, ber að skrá hópa mótmæ- lenda, sem hittast til bænagjörða á einkaheimitum („hús kirkjum"). Opinbert leyfi þarf til að boða fagn- aðarerindi, predika eða dreifa bók- um með trúarlegu efni. Á árunum 1982 til 1984 voru margir kristnir menn handteknir fyrir að stunda trúariðkanir án leyfis og sérstaklega kvað að þessu í Henan héraði. Song Yude var handtekinn 16. júlí 1984. Hann var í haldi til 29. janúar 1986, en þá kom hann fyrir dómstól ákærður fyrir „andbyltingaráróður og múgæsingu". Hann var meðal annars sakaður um að dreifa aftur- haldssömum trúarritum að utan og standa fyrir ólöglegum trúarsam- komum stofnuðum til höfuðs Hinni sjálfstæðu kínversku trúarhreyfingu. Hann var sekur fundinn um að „koma af stað afturhaldsskoðun- um“, „kynda undir andspyrnu við lög ríkisins og tilskipanir“, og „and- mæla Hinni sjálfstæðu trúarhreyf- ingu“. Amnesty telur, að réttarhöld- in yfir Song Yude hafi verið órétt- mæt. Honum varekkiskipaðurverj- andi og áfrýjun á máli hans til æðra dómstóls var hafnað í apríl 1986. Samtökin láta sig varða að hann er fangelsaður fyrir trúariðkun sína einvörðungu og enginn veit um afd- rif hans. Vinsamlegast skrifið kurtcisleg bréf og fariö fram á að hann verði látinn laus tafarlaust og án allra skilyrða. Prime Minister Li Peng Guowuyuan Beijinshi People’s Republic of China. t Móðir okkar Margrét Albertsdóttir lést að heimili sínu Teigi í Fljótshlíð þriðjudaginn 21. mars. Börn hinnar látnu. Notaðar búvélar til sölu New Holland heybindivél..............ájg Duks baggafæriband 15 m rafmótor........................árg KR baggatína.......................)|rcj Baggavagn fyrir 150 bagga............árg Fella heyþyrla v. br. 5,2 m..........árg Pöttinger Erenter Profi III fjölhnífavagn með matara..........................árg Zetor5211 m/ámoksturstækjum . . . árg Vild heydreifikerfi ca. 35 m ........árg Fahr rúllubindivél 120x120 ........árg IMT 567 65 hö. 4x4...................árg Zetor 7745 m/aflúrtaki og þrítengibeisli að framan ..........................árg MF 135 m/ámoksturstækjum ..........árg MF 128 heybindivél ..................árg New Holland 945 heybindivél .......árg Wild heyblásari .....................árg Triolet heydreifikerfi 30 m .........árg G/obus? Lágmúla 5 Reykjavík Sími 1983 1980 1986 1987 1986 1987 1986 1984 1985 1985 1988 1982 1981 1988 1987 1987 681555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.