Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Miövíkudagur 5. apríl 1989
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guömundsson
EggertSkúlason
Steingrímur G íslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f.
Frá og með 1. mars hækkar:
Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
GARRI
Jafnvægispólitík
Hvað varðar þátttöku íslendinga í Atlantshafs-
bandalaginu og varnarsamninginn við Bandaríkja-
menn hefur myndast eins konar pólitískt jafnvægi
um þau mál. Augljóst er að þetta jafnvægi er
dæmigerð „realpolitik", raunsæisstefna, sem stjórn-
málaöflin í landinu hafa komið sér saman um í
framkvæmd. Ræður af líkum að varla nema brot af
þessari stefnu er reist á brennandi hugsjónagrund-
velli, enda vart við slíku að búast.
Það raunsæi sem á bak við býr er m.a. fólgið í
þeirri staðreynd, að veru íslands í Atlantshafsbanda-
laginu fylgir óhjákvæmilega varnarbúnaður í land-
inu í einu eða öðru formi. Skylt er að viðurkenna
að í því felst mótsögn að vera þátttakandi í
hervarnarbandalagi en þola þó engan varnarbúnað
í landi sínu. Þetta þarf ekki að líta á sem neitt álas
á upphafleg skilyrði fyrir aðild að Atlantshafsbanda-
laginu, að hér skyldi ekki vera her á friðartímum.
Það skilyrði er að formi til í fullu gildi, þótt því hafi
ekki verið haldið til streitu í þeirri raunsæispólitík,
sem íslendingar hafa sæst á að fylgja fram í
varnarmálum.
Þegar til kastanna kom áttu íslendingar um þrjár
leiðir að velja varðandi varnarbúnað í landinu vegna
veru sinnar í Atlantshafsbandalaginu. Fyrsta leiðin
var sú að íslendingar önnuðust sjálfir rekstur
varnarstöðvanna á vegum NATO og þar kæmu
erlendir menn ekki frekar við sögu. Önnur leiðin lá
í því að gera varnarsamning við Atlantshafsbanda-
lagið sjálft og láta það um rekstur og umsjón
varnarstöðvanna. Þriðja leiðin var að gera varnar-
samning við Bandaríkin. Sú leið var valin, og sá
samningur stendur enn.
Þessar þrjár leiðir tengjast aðildinni að Atlants-
hafsbandalaginu. Sú leið var og er auðvitað hugsan-
leg, að íslendingar ættu ekki aðild að NATO og þá
yrði að sjálfsögðu annað upp á teningnum í þessum
málum. Fyrir 40 árum var það virkt og lifandi
sjónarmið, sem átti hljómgrunn meðal fólks af
öllum stjórnmálaskoðunum að íslendingar ættu
ekki að taka þátt í stofnun Atlantshafsbandalagsins.
Eins og nú háttar almennum viðhorfum í landinu
hefur það ekki mikinn hljómgrunn að íslendingar
segi sig úr samtökunum.
Þótt svo sé getur ekki verið niður fallið í varnar-
málaumræðunni, að ræða aðrar leiðir í framkvæmd
varnarmála en nú eru við lýði. Vera bandaríska
hersins á íslandi er og verður álitamál og hlýtur að
verða mörgum þyrnir í augum.
Varðandi varnaraðgerðir Bandaríkjamanna á ís-
landi hefur það upplýst að þeir hafa komið á
einhvers konar „varaliði" þar vestra, sem á að vera
til viðbótar varnarliðinu sem hér er til staðar. Spyrja
má í því sambandi hversu nauðsynleg þessi varaliðs-
stofnun var. Miðað við þróun alþjóðamála, fyrst og
fremst að því er tekur til Atlantshafssvæðisins,
verður ekki séð að þessa varaliðs hafi verið nein
þörf. Bandaríkjamenn ættu að varast að yfirganga
íslenska raunsæispólitík í varnarmálum. Frá þeirra
sjónarmiði ætti það jafnvægi, sem ríkir í samskiptum
við þá, að duga þeim.
Grænfridungar
Hin vanstilltu viðbrögð græn-
friðunga við mynd Magnúsar
Guðmundssonar hafa vakið at-
hygli. Ekki síst hin furðuiega at-
hugasemd sem þeir sendu íslensk-
um fjöimiðium i kjöifar hennar og
sem m.a. birtist hér í blaðinu fyrir
helgi.
Þar kemur það skýrt fram að
grænfriðungar hafa alls ekki áttað
sig á þeim skaða sem þeir hafa haft
alla tilburði til að valda íslenska
þjóðarbúinu með athæli sínu. Þeir
láta svo sem þeir hafi alls ekki
valdið okkur nokkrum minnstu
crfiðleikum á lisksölu markuði okk-
ar vestur í Bandarikjunum. Þeir
láta líta rétt eins og að þeir hafi
alclrei hal'l uppi nokkra minnstu
tilliurði til þess að fá vestur-þýsk
f y rirtæki til þess að hæt ta að kaupa
af okkur sjávarafurðir.
í stuttu máli sagt byggist öll þessi
yiirlýsing á þeirri furðulegu Og
barnalegu trú að það sé einfaidlega
allt i lagi að reyna að koma í veg
fyrir að fiskveiðiþjóð á borð við
ísleiidiiiga geti sell afurðir sínar
erlendis. Grænfriðungar séu lieil-
agar kýr.
Skaðinn
Þvert á móti iáta grænfriðungar
inikið af því ií yfirlýsingu sinni livað
myiiilin margumtalaða hafi valdið
þeim sjálfum miklum skaða. Og
þeir hafa uppi stór orð um mála-
ferlin, sem þeir ætli í, og miskabæt-
umar, sem þeir ætli að fara fram á.
I'eir eru svo barnalegir að hamra
í lok yfirlýsingar sinnar enn eina
lerðina á úiiiuiii fáránlegu kröfum
síuiiiii um ritskoðuu í sjónvarpi,
ekki bara hér á landi heldur einnig
erlendis. f lok ylírtýsiiigarinnar
segja þeir síðan orðréll „að lialila
til streitu lilrami til að sjónvarpa
henni (þ.e. myndinni, innskot hér)
iindir þessum kringumstæðum
mun gera þann skaða, sem gerður
er Greenpeace, meiri og auka á
miskabæfurnar sem farið er fram
á."
Þegar grænfriðungar tala hvað
mest um skaða sinn af völdum
myndarinnar umræddu mega þeir
þó sem best horfa til eigin verka.
Það l'er ekki á milli mála að athæfi
þeirra undanfárna mánuði og
nndanfarin misseri hefur valdið
íslenska þjóðarbúinu töluverðum
skaða. Að vísu liet'ur viljað svo
heppilega til að við höfum ekki átt
í neinum umtalsverðum erfiðleik-
um með að selja fslenska fiskinn á
markaði erlendis.
V-Þýskaland
og Bandaríkin
Og hitt er annað mál að græn-
friðnngum hefur nú nýlega tekisi
að eyðiieggja fyrir okkur mikilvægt
Og kostnaðarsamt markaðsstarf
lyrir iiiðursoðiia rækju í Vestur-
Þýskaiandi. Nokkur mikilvæg við-
skiptafyrirta'ki þar hal'a hætt jieim
kaupuni vegna þrýstings frá græn>
friðungiiiii. Fyrir vikið silja íslcnsk
fyrirtæki hú uppi með birgðir sem
óvísi er hvort þei m t ekst að afsetja.
LSka er það Ijóst að vestur í
Bandaríkjunum liala græiilriðimg-
ar einnig valdið okkur í það
min n s t a óþægindum. Nokkur fyrir-
tæki þar í landi hafa hætt kaupum
á ísleuskuiii sjávarafurðuiu vegna
ut hætis þeirra, og önmir liala orðiö
fyrir óþægindum af þessum sömu
ástæðum. Að vísu herma síðustu
irétiir að mótniæli grænfriðunga
séu nú farin að l'alla þar i grýttari
jörð en siiiiuliiin áður, en eigi að
síður er söiu þeirra gjörð.
Skaði hér og skaði þar
Mótsögnin í málfiutningi græn-
friðunga l'elsl í þvf að aniiars vegar
taia þeir um þann skaða sem þeir
sjálfir lialí orðið fyrir af völdum
eiimar kvikuiyndar. Af þeim
ástæðum hóta þeir núna málaferi-
um og kröfum um miskabætur. En
hins vegar minnast þeir ekki einu
orði á þánn skaða sem þeir hafa
sjálfir valdið íslenskum fyrirtækj-
um með athæfi sínu erlendis.
Málið er nefnilega það að hér á
íslandi er síður en svo litið á
hvalveiðar undir vísindalegu eftir-
lili sem neins konar glæpastarf-
semi. Þvert á móti eru þær heiðar-
legur atvinnuvegur hér á lanði. Á
þær er litið svipuðum augum og á
þorsk- og síld veiðar, nú eða þá eins
og kúa- og sanðfjárrækliin á lanili
uppi.
Það sem kannski skiptir mestu
máli er þó'hitt að grænfriðungum
heliir ekki tekist að færa að því
nokkur einustu haldbær rök að
hvalastofhunum í kringum landið
stafi af þvi nokkur minnsta hætta
þó að hóflegar veiðar sén stundað-
ar á þeim. Þvert á móti er liætl við
að það gæti leitt til offjölgunar
hvalaima og röskunar á líiríkiim í
liafinu kringiiiii landið ef þeir væru
ekki veiddir.
Með tilbúnuiu rökseiiHluiii Og
Iialdlaiistim áróðri lial'a grænfrið-
ungar liius vegar verið með fulla
lilhiirði lil þess að valda okkur
stórtjóni erlendis. Var einhver að
tala um málaferli og miskabætur?
Kaimski það gæfi koiuið að því að
íslenska rikið færí að upphefja
málaferli gegn grænfriðungum og
lieimta af þeiui viðeigandi fjárhæð-
ir í Iiælur. Fyrirniyndiii að slíku
væri svo sem ekki Iangt undan.
Garri.
VÍTTOG BREITT
Spilavítináíslandi
íslenskur verðbréfasali í Banda-
ríkjunum, sem hét Guðjón á ís-
iandi, en breytti nafninu í Jón þar
vestra, en er þó þekktastur undir
nafninu Búddi Bachmann, segir
frá verðbréfasölu vestra í viðtali í
Morgunblaðinu um helgina. Eins
og kunnugt er, þá er Morgunblaðið
mikið frjálshyggjublað, og því má
ætla að talið hafi verið að banda-
rískur verðbréfasali í þrjátíu ár,
Búddi Bachmann hefði eitthvað
gott að segja um kauphallarbrask
og verðbréfasölu, einkum þegar
haft er í huga, að reynsla okkar af
verðbréfabraski hefur verið heldur
dapurleg, en vestra er allt mikið
stærra. Það hefur jafnvel verið
talið að okkur gengi illa í braskinu
með bréf og vexti vegna þess hvað
við erum smá. Öðru máli gegnir
um stórþjóð eins og Bandaríkin.
Þar á þetta brask að ganga vel,
enda atvinnuvegur fjölda manna,
nema þegar svartir mánudagar
koma eins og 1929, og nú nýlega
svona dunkelblár dagur.
Vestur-íslendingurinn í verð-
bréfasölunni sýnist vera mjög við-
kunnanlegur maður. Hann er dug-
legur enda hefur hann þurft þess
með. Vestra hefur hann tvisvar
tapað aleigunni. í fyrra sinnið af
völdum fellibyls, en í síðara skiptið
af völdum „gjaldþrots af manna-
völdum." En þetta er ekki sett hér
á blað til að minnast Búdda
Bachmann, heldur til að endurtaka
merkilegar skoðanir hans á verð-
bréfaviðskiptum, sem menn hér á
landi halda að séu mjög hentug
leið til að græða peninga.
1 viðtalinu lýsir Búddi Bach-
mann því yfir að verðbréfamarkað-
ur sé spilavíti. „- löggilt fjárhættu-
spil. Hann mótast af alls konar
áhættum, markaðsáhættu, verð-
bólguáhættu, kaupmáttaráhættu,
almennri viðskiptaáhættu, því
verslað er með fjöregg fyrirtækja
sem eru í látlausri og eitilharðri
samkeppni hvert við annað."
Þá vitum við það, að í landi
verðbréfaviðskipta, svartra mánu-
daga og frjálshyggju, þar sem verð-
bréfaviðskiptin eru næstum komin
frá guði, eru þau ekki annað en
spilavíti í augum þess, sem hefur
haft kynni af þeim í þrjátíu ár.
Morgunblaðið hefði átt að birta
viðtal við þennan ágæta mann fyrr,
eða áður en blaðið og Sjálfstæðis-
flokkurinn fór að boða frjálshyggju
og verðbréfaviðskipti að hætti tvö
hundruð milljóna þjóðar, sem hef-
ur kannski betri efni á því að
stunda fjárhættuspil en við íslend-
ingar. Það er auðvitað ábyrgðar-
hluti að taka til við að boða
fjárhættuspil frjálshyggjunnar sem
einskonar upphaf nýrrar gróðatíð-
ar í landinu. Eins og nú er komið
verðbréfaviðskiptum og vaxtamál-
um í landinu virðist ekki mikið
vera til málsbóta annað en sú
staðreynd, að menn vissu ekki
hvað þeir voru að gera. Það þurfti
mann úr þrjátíu ára verðbréfavið-
skiptum til að koma því að hjá
Morgunblaðinu, að verðbréfavið-
skipti væru fjárhættuspil.
Fjármagnskostnaður er aftur
kominn á skrið eftir að svo stóð um
hríð, að útlit var fyrir að hægt væri
að stöðva að hann héldi áfram að
aukast óhindrað. Vitað er að þeir
sem ánetjast fjárhættuspili hafa
lítinn hug á að hætta því, enda
segir máltækið: Það er fast sem
fjandinn heldur. Nú telja peninga-
stofnanir, að ekki verði komist hjá
því að hækka nafnvexti í samræmi
við verðbólgu. Þessir nafnvextir
hafa þegar verið hækkaðir. Vel má
vera að hægt sé í virðulegri stofn-
unum að halda nafnvöxtum á sama
stigi og verðbólgu, en þessar virðu-
legu stofnanir eiga við annað að
fást, sem er samkeppni við verð-
bréfamarkaði og fjárfestingarfélög
- þ.e. spilavítin í þjóðfélaginu að
mati Búdda Bachmann - um hylli
sparifjáreigenda. Dæmi hafa verið
nefnd um 64% vexti og hefur því
út af fyrir sig ekki verjð mótmælt.
Það eru nafnvextir af þessu tagi,
sem skera úr um það hvort pen-
ingastofnun er spilavíti eða eðlileg
ávöxtunarstofnun fyrir sparifé. Þá
viðgengst annað, sem undirstrikar
enn frekar að um spilavíti er að
ræða. Látið er átölulaust, að sjálf-
skuldarábyrgðir skuli gilda um
milljarðasjóði fjárfestingarfélag-
anna. Þegar spilavíti var lokað
síðast hér á landi kom í ljós, að um
80% tryggingarfjárins var glatað.
Sjálfskuldarábyrgðin á bak við það
var ekki pappírsins virði. IGþ