Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 13
Miövikudagur 5. apríl 1989 Tíminn 13 ÚTLÖND Tvær byltingartilraunir á Haiti á tveimur dögum: AVRIL HELDUR UNDIRTOKUNUM Nú virðist nokkuð ljóst að Prosper Avril hefur í bili náð tökum á ástandinu í Haiti, en þar voru gerðar tvær byltingartilraunir á tveimur dögum. Þó er andstaða hermanna svokallaðra Hlébarðahersveita enn til staðar, en það var einmitt Himm- ier Rebu yfirforingi þeirra sem stóð að fyrri byltingartilraun á sunnudag. Hermenn úr Hlébarðasveitunum gerðu aðra byltingartilraun á mán- udag og kröfðust þess að Himmler yrði leystur úr haldi, annars yrði höfuðborg landsins Port-au-Prince lögð í rúst. Hermenn stjórnarhersins sem hliðhollir eru Avril áttu í fullu tré við Hlébarðasveitirnar, en í brýnu sló milli þeirra í gær. Að minnsta kosti einn maður féll og Hlébarðarnir virðast hafa dregið sig til herbúða sinna á ný. K*>f Prosper Avríl forseti Haiti hefur undirtökin á eynni þrátt fyrir tvær byltingartilraunir Hlébarðasveit- anna sem eru úrvalsdeildir hersins. Baskarhefja vopnaða bar- áttu að nýju Skæruliðar Baska sem verið hafa í einhliða vopnahléi undanfarnar vikur meðan á leynilegum viðræðum við spænsk stjórnvöld stóð, hafa nú bundið enda á vopnahléð þar sem stjórnvöld gengu ekki að kröfum þeirra. Pví virðist friðurinn úti í Baska- landi, en vonir manna höfðu glæðst þar sem nokkur árangur hafði náðst í viðræðunum. Það var hið róttæka baskneska dagblað Egin sem skýrði frá þessu í gær, en ETA Frelsissamtök Baskalands sendi blaðinu yfirlýs- ingu þessa efnis. ETA hafði hótað að binda enda á vopnahléð sem staðið hafði f þrjá mánuði, ef ríkisstjórnin myndi ekki gera það opinbert að hún hefði fallist á viðræður um pólitíska framtíð, eftir leynifundina í Alsír. Spánska ríkisstjórnin hefur úti- lokað allar pólitískar samningavið- ræður um framtíð Baskalands og að eina lausnin væri að ETA léti af vopnaðri baráttu sinni fyrir sjálf- stæði Baskalands. Þess í stað eigi samtökin að vinna að málinu á vettvangi almennra stjórnmála. ETA hefur staðið í baráttu sinni í 21 ár og hafa um það bil 600 manns legið í valnum eftir átök skæruliða þeirra og spánsku lög- reglunnar. Þrátt fyrir að Avril hafi haft yfir- höndina í bili er ekki ólíklegt að Hlébarðarnirgeri aðra atlögu á næst- unni. Engar handtökur urðu eftir upp- reisnartilraun Hlébarðanna á mánu- dag, en á sunnudag var Philipe Bambi fyrrum foringi í lífverði for- setans handtekinn ásamt Himmler Rebu. Þeir eru báðir taldir tengjast eiturlyfjasmygli til Bandaríkjanna sem er mikið stundað á Haiti þar sem stórir hópar Kólumbíumanna á vegum eiturlyfjabarónanna þar hafa sest að undanfarin misseri. Avril hefur einmitt skorið upp herör gegn eiturlyfjasmyglurum í samvinnu við stjórnvöld í Bandaríkjunumn sem styðja Avril með fjárframlögum í staðinn. Lestar- slysá ítalíu Níu manns fórust og sautján slösuðust þegar lest fór út af sporinu og ók á lestarstöð í þorpinu San Severo á Suður-Italíu á mánudags- kvöldið. Lestin Iagðist saman á stöðvarhúsið þar sem farmiðasala og veitingastaður var til húsa. Er þetta alvarlegasta lestarslys á ítalíu í rúm- lega tíu ár. - Lestin var á eldingarhraða. Ég gat ekki trúað mínum eigin augum. Ég byrjaði að hlaupa og greip með mér tvö börn sem stóðu á lestarpall- inum og kom þeim frá lestinni, sagði einn sjónarvottur að slysinu sem beið eftir lestinni. Flestir hinna látnu og slösuðu voru starfsmenn járnbrautanna, farþegar og fólk er beið eftir lestinni og urðu undir veggjum byggingar- innar sem hrundi er lestin ók á hana. Lestin hefði átt að koma inn á brautarstöðina á 30 km hraða, en sjónarvottar telja að lestin hafi verið á um 100 km hraða er hún fór út af sporinu. Eftir frumrannsókn á slysinu er talið að hemlabúnaður hafi gefið sig eða að lestarstjórinn hafi fengið aðsvif. Hann lést í slysinu. Gorbatsjov og Kastró funda á Kúbu: Innsigla sam- vinnu ríkjanna Kúbumenn og Sovétmenn innsigluðu þrjátíu ára samvinnu sína þegar Mikhafl Gorbatsjov og Fideí Kastró undirrituðu nýjan samning um vináttu og samvinnu. Með þessu vilja þeir sýna umheiminum að ekki hafi slegið á vináttuna þrátt fyrir að ríkin hafi að undanförnu farið sitt hvora leiðina til að leysa efnahagsleg og félagsleg vandamál sín í anda sósíalisma, eins og það heitir. Gorbatsjov ávarpaði þjóðþing inguna að leiðarljósi hafa litið á sem Kúbu í gærkveldi og var gert ráð einskonar bakgarð sinn þar sem fyrir að hann legði áherslu á aukinn önnur stórveldi hafa ekkert að gera áhuga Sovétríkjanna til að hafa áhrif með puttana. á málefni Rómönsku Ameríku sem Á fyrsta fundi þjóðarleiðtoganna BandaríkjamennmeðMonroekenn- ræddu þeir vandamál Rómönsku Ameríku. Sagði talsmaður Sovét- stjórnarinnar að þeir hafi verið sam- mála um að vaxtagreiðslur og af- borganir af 420 milljarða dollara skuld ríkja álfunnar við stóru iðnrík- in jafngilti ráni. Kastró gekk svo langt að krefjast þess að skuldirnar verði afskrifaðar, en talsmaður Sovétmanna varaðist að ræða slík mál. Mikhaíl Gorbatsjov hefur áður boðist til þess að skuldbreyta lánum Sovétríkjanna til fátækustu ríkja heimsins svo greiðslubyfðin dreifist á allt að 100 ár. rhvr%r\ijg ¦ Hnr Arnesingar JonHelgason, alþingismaöur Guðni Ágústsson, alþingismaður Unnur Stefánsdóttir, varaþingmaður Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími þingmanna Framsóknar- flokksins verður haldinn að Aratungu föstudaginn 7. april kl. 21.00. Allir velkomnir. Fundarboðcndur. Sunnlendingar! Guömundur Bjarnason Ómar Ragnarsson VorfagnaðurframsóknarfélagannaíÁrnessýsluverður 19. apríl n.k. í Hótel Selfoss. Heiðursgestir verða Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra og frú. Litli Sam skemmtir með söng og Ómar Ragnarsson kitlar hláturtaugarnar. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi langt fram á sumar. Húsið opnað kl. 20.00. Borðhald hefst kl. 21.00 stundvíslega. Nánari upplýsingar og miðapantanir í símum: 31139 Guðfinna 33763 Halla 21170 Sigrún 21048 Gísli 34636 Sturla Kópavogur Steingrimur Hermannsson Almennur stjórnmálafundur með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs fimmtudaginn 13. apríl n.k. Flokksstarfið Skúli Sigurgrímsson Skrifstofan að Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvik- udagakl. 9-12 s. 41590. Alltaf heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl. 17.-19. Skúli Sigurgrímsson bæjarfulltrúi er til viðtals alla miðviku- dagakl. 17.30-19.00. Einnig eftir nánara samkomulagi. Vinnuhópar eru að fara í gang um hina ýmsu þætti bæjarmála. Komið, látið skrá ykkur í hópana og takið þátt i stefnumótun og starfi flokksins. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.