Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 20
RÍKISSKIP rTOTÍMA. FLUTNINGAR Hofnarhúsinu v/Tryggvagötu, © 28822 ^fjármál eru okKarfad'- VEBÐBBÉFAWBSKIPTI SAMVINNUBANKANS SUÐURLANOSBRAUT 18. SlMI: 688568 „LÍFSBJÖRG í NORDURHÖFUM" Útvegsbankinn Seltj. Gíró-1990 Gegn náttúruvernd á villigötum PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tímiixn MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989 Verkfall hjúkrunarfræðinga í BHMR yfirvofandi: I il ¦. I '¦¦II. I ¦ ¦! M ?#st5| Ef verkfall BHMR keinur til framkvæmda á miðnætti hætta háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar á Ríkisspítölun- um störfum. Vegna þess ástands sem þá skapast er ljóst að um hundrað sjúkrarúmum verður lokað og sjúklingar sendir heim. Að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar forstjóra Ríkisspítal- anna koma þessar lokanir mest niður á hand- og lyflækninga- deildum og barnadeildum, en gert er ráð fyrir að nýting á þessum deildum verði aðeins um 40-50% í verkfallinu. A hverri deild eru á bilinu 20-23 sjúkrarúm. í gær leit út fyrir að tveimur almennum handlækningadeildum, einni bæklun- ardeild, einni barnadeild og 1 Yi lyfjadeild yrði lokað. Þegar ljóst varð að til verkfalls gæti komið var hætt að taka sjúk- linga inn á biðlista vegna hjartaað- gerða, einnig hafa ekki verið innkall- aðir sjúklingar sem séð var fyrir að þyrftu að liggja á spítalanum þegar verkfallið hæfist. Eins og gefur að skilja er ekki unnt að senda alla sjúklingana heim sem eru á þessum deildum en á undanförnum dögum hefur verið unnið að því að finna leiðir til að „þétta" á spítalanum. Ef til þess kemur að senda þarf sjúk- linga heim verða það fyrst og fremst svokallaðir hjúkrunarsjúklingar sem verða að fara. Þar er fyrst og fremst um að ræða aldrað fólk sem þarfnast mikillar umönnunar. Ljóst er að ef ekki verður búið að leysa kjaradeilu BHMR seinnipart- inn í dag verður mikið annríki á Ríkisspítölunum við að útskrifa og færa til sjúklinga. Jafnvel getur sú staða komið upp að ekki náist að útskrifa alla þá sem ákveðið hefur verið að senda heim fyrr en ella vegna verkfallsins. 138 hjúkrunarfræðingar á Ríkis- spítölunum eru meðlimir í félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga, þar af fer 81 hjúkrunarfræðing- ur í verkfall sem samtals skipa 58 stöðugildi. Það verða því57 háskóla- menntaðir hjúkrunarfræðingar við störf þrátt fyrir verkfallið. Þeir starfa á þeim deildum sem ekki er leyfilegt að loka, svo sem bráðamóttöku, gjörgæsludeild, krabbameinsdeild, og fæðingardeild. Þess má geta að hvað spítalana varðar er til í reglu- gerðarákvæði neyðaráætlun þar sem kveðið er á um hvaða deildir er skylt að hafa opnar ef til verkfalla kemur. Einnig getur spítalinn farið fram á undaþágur ef ljóst er að ekki er unnt að útskrifa alla þá sjúklinga sem þarf. í Blóðbankanum verður neyðar- vakt í verkfallinu sem þýðir að einungis verður unnt að gefa blóð á spítölunum í neyðartilfellum og eng- ar stærri aðgerðir verða gerðar. Til dæmis má nefna að ef sú staða kemur upp að sjúklingur þarf að komast í hjartaaðgerð meðan á verk- fallinu stendur verður að senda hann utan. Davíð Á. Gunnarsson varspurður að því hvort að hugsanlegt væri að sum þessara sjúkrarúma yrðu ekki opnuð aftur vegna þess að bráðlega kemur til sumarlokana á sjúkrahús- unum. „Þetta verkfall kemur vissu- lega upp á skringilegum tíma þar sem nýbúið er að ganga frá mjög umfangsmiklum sumarlokunum til að draga úr ráðningum afleysinga- starfsfólks eins og unnt er vegna fyrirskipaðs sparnaðar. Það er ekki alveg ljóst hvernig samhengið í þessu verður, við verðum bara að bíða og sjá hvernig þessi mál þróast. Það er skelfilegt að heilbrigðisþjónustan þurfi að lifa við það að annað eða þriðja hvert ár fari heiftúðugar kjaradeilur í gang. Það bitnar auð- vitað fyrst og fremst á sjúklingunum. En auðvitað höldum við í þá von fram á síðustu stundu að ekki komi til verkfalls." SSH í Líkast til verður þessari deild lokað verði af verkfalli. Tfmamynd:Árni BJarna Lífsbjörg í Cannes Mynd Eddu Sverrisdóttur og Magnúsar Guðmundssonar, „Lífsbjörg í Norðurhöfum", verður sýnd á kvikmyndahátíð- inni í Cannes í vor. í kynningar- bæklingi hátíðarinnar segir að myndin sé ein merkasta heimilda- mynd sem gerð hafi verið á því ári sem liðið er frá síðustu Cannes hátíð. Eins og sagt hefur verið frá í Tímanum hafa átta sjónvarpsr stöðvar fest kaup á myndinni. Fjöldi fyrirspurna hefur borist frá Bandaríkjunum og nokkrar sjón- varpsstöðvar þar í landi hafa þegar fengið send skoðunarein- tök af myndinni. „Lífsbjörg í Norðurhöfum" verður sýnd í norska sjónvarpinu í næstu viku og hafa Grænfrið- ungar sem fyrr hótað málsókn vegna sýningar myndarinnar. Þann 2. maí verður myndin sýnd í Svíþjóð í þættinum „Fréttir að utan". Sænskir Grænfriðungar segjast harma að sjónvarpið ætli að sýna myndina og segjast þeir áskilja sér allan rétt til máls- höfðunar. SSH Fundað í Alþýðubandalaginu í kvöld um launastefnu flokksins og frádrátt Ólafs Ragnars af fyrirframgreiddum launum BHMR. Ólafur Ragnar segir: „Miðstjórn flokksins er merkileg samkoma" „Miðstjóm Alþýðubandalagsins er merkileg samkoma. Þar getur auðvitað margt gerst, en fyrst og fremst er hún vettvangur fyrir lýð- ræðislega umræðu í flokknum um þau vandamál sem við erum að glima við. Það er fagnaðarefni að tækifæri skuli fást til að ræða þau flóknu og erfiðu mál sem ríkisstjórn- in er að glíma við," sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. Miðstjórn Alþýðubandalagsins fundar í dag um kjaramál og ástand- ið á vinnumarkaðnum. Þetta er sér- stakur fundur sem boðað er til að kröfu rúmlega þrjátíu meðlima mið- stjórnar sem eru ósáttir við fram- göngu formanns síns; Ólafs Ragnars Gn'mssonar þegar hann lét halda eftir fyrirframgreiddum launum ríkisstarfsmanna sem boðað hafa verkfall frá miðnætti í nótt. -Þeir sem fundarins hafa krafist hafa gagnrýnt þig fyrir að ganga gegn stefnu og samþykktum flokks- ins gagnvart ríkisstarfsmönnum. „Það er byggt á misskilningi. Sú launastefna sem ég hef fylgt og ríkisstjórnin hefur fylgt byggist á því að lægst launaða fólkið eigi að hafa ákveðinn forgang. Það hefur raunar verið kjarninn í launastefnu Alþýðu- bandalagsins og ég á ekki von á að það verði gagnrýnt. Ýmsir hafa gagnrýnt það að greiða ekki laun ríkisstarfsmannanna til loka mánaðarins og um þá ákvörðun hafa verið skiptar skoðanir í flokknum. í mínum huga réði það miklu að ég fór og ræddi það mál á formlegum samningafundi HÍK, og BHMR og þar komu engar athuga- semdir fram. í sjálfu sér skal ég ekkert segja um lögfræðileg mótrök gegn þessari ákvörðun og endurtek að ég hvet til að lög um þetta efni verði skýrð með þeim hætti að málið verði dómtekið. Þetta er hins vegar hliðarmál. Stóra málið er auðvitað mótun launastefnu í landinu og framkvæmd hennar og hvernig hún tengist við- leitni okkar til að tryggja atvinnu og koma á stöðugleika í efnahagslíf- inu." Ólafur Ragnar sagðist á þessu stigi ekki vilja tjá sig um hvort launakröfur BHMR félaganna væru raunhæfar eða ekki en hann vænti þess að formlegar samningaviðræður kæmust á hið fyrsta eða strax í dag. -HlK hefur sagt að síðustu samn- ingar hafi í raun verið hálfkaraðir og menn þá látið sér nægja bókanir og viljayfirlýsingar sem ríkið hafi síðan ekki staðið við.. „Ég setti af stað eftir að ég kom hér í ráðuneytið, ákveðna vinnu í þessum efnum og ég held að hún hafi skilað þó nokkrum árangri og alla vega sýnt vilja okkar til þess að tryggja það að frá þessum málum yrði gengið og ég veit að ýmis mál sem kennarar voru mjög óánægðir með að ekki hefðu verið leyst áður en ég kom í ráðuneytið, hafi verið leyst síðan," sagði Ólafur Ragnar Grímsson í gærkvöldi. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.