Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 5. apríl 1989 Lífeyrissjóðslán til sjóðfélaga úr 63% niður í 11% af ráðstöfunarfé: Minni áhugi á lífeyrislánum Árið 1984 fengu nær 11 þúsund manns lán hjá lífeyrissjóð- um sínum. Tvö síðustu ár hafa slík lán aðeins verið rúmlega 3 þúsund hvort ár, sem m.a. virðist benda til þess að fólk hafi heldur lítinn áhuga á að taka lán á markaðsvöxtum, þ.e. meðalvöxtum bankanna, 8-9% umfram verðtryggingu. Þeir 1,9 milljarðar sem lífeyrissjóðirnir lánuðu sjóðfélögum síniim árið 1984 svara til um 5,1 milljarðs á núverandi verðlagi, sem er um þrefalt hærri upphæð heldur en raunvirði slíkra lána hefur verið s.l. tvö ár. Aðeins 11 % af ráðstöfunarfé sjóð- anna fóru í lán til sjóðfélaga á s.l. ári, miðað við 63% árið 1984. Það hlutfall svarar til þess að sjóðirnir mundu lána félögum sínum a.m.k. 10.000 milljónir króna á þessu ári. Þennan fróðleik er að finna í könnum sem Samband almennra lífeyrissjóða gerði meðal lífeyris- sjóða landsins. Athyglisvert er hve upphæð með- allána er mismunandi milli einstakra sjóða og enn frekar hvað fjöldi lána virðist í takmörkuðu hlutfalli við fjölda sjóðfélaga. T.d. tóku verk- fræðingar álíka mörg lán og veitt voru úr Lífeyrissjóði Vestmanna- eyja og læknar um þrefalt fleiri lán heldur en Sóknarkonur. Meðalupphæð lífeyrissjóðslána verkfræðinga var um 1.420 þús.kr., flugmanna um 970 þús. og tann- lækna um 940 þús. Lán Sóknar- kvenna og verksmiðjufólks voru aft- ur á móti aðeins um 220 þús. að meðaltali. Ellefu af þeim 72 lífeyris- sjóðum sem þessar upplýsingar ná til LAN TIL SJÖÐFÉLAGA FJÖLDI PR.ÁR ÞÚ8. 19B1 19B2 19S3 1984 1935 1986 1987 198B Ar ¦9 F jolcii lána veittu ekki eitt einasta lán til sjóðfé- laga á síðasta ári. Meðalupphæð allra lána til sjóð- félaga var 485 þús. kr. á árinu, og hefur hækkað úr 125 þús. kr. síðan árið 1983. Uppreiknað eftir láns- kjaravísitölu svarar þetta til að með- allánið hafi hækkað úr um 450 í 550 þús. miðað við núverandi verðlag. Sú hækkun hefur orðið smám saman á tímabilinu. Skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna af Húsnæðisstofnun vaxa á hinn bóginn hröðum skrefum. Á síðasta ári námu þau um 7,2 milljörðum króna, sem var hækkun úr 4,2 millj- örðum árið áður. Það jafngildir38% aukningu umfram verðbólgu á þessu eina ári. - HEI Neyðarástand á föstudögum á leiðum þrettán og fjórtán: Strætóferðir lagðar af? Verið er að prófa nýtt íslenskt ritvinnslukerfi sem þykir taka öðrum sambærilegum kerfum fram að áliti sérfróðra manna. A myndinni eru Friðrik Skúlason tölvusérfræðingur sem vann forritunarvinnu kerfisins og Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur en hugmyndin er komin frá honum. Tímamynd: Pjeiur Blisstáknakerfi fyrir tal- og hreyfihamlaða: íslenskt ritvinnslu- kerf i slær önnur út f Öskjuhlíðarskóla er nú verið að prófa nýtt íslenskt rítvinnslukerfi sem auðveldar tal- og hreyfihömluð- um að tjá hugsanir sínar og tilfinn- ingar. Kerfíð hefur verið kynnt er- lendis og er af sérfróðum mönnum talið það besta sinnar tegundar sem nú er boðið upp á. Kerfið byggir á bliss táknmáli en hefur til að bera nokkra mjög mikil- væga eiginleika umfram hliðstæð erlend ritvinnslukerfi. Hugmyndin að Isbliss, eins og kerfið heitir, er komin frá Jóni Hjaltalín Magnússyni verkfræðingi og formanni Handknattleikssam- bands íslands. „Kerfið er þannig til komið að nokkrir kennarar frá Öskjuhlíðarskóla komu að máli við mig og báðu mig að athuga mögu- leika á því að hanna nýtt ritvinnslu- kerfi sem byggði á þessum táknum en væri einfaldara í notkun en þau kerfi sem þegar eru til staðar. Ég athugaði málið og fékk síðan til liðs við mig Friðrik Skúlason tölvusér- fræðing sem hefur unnið forritunar- vinnuna. Sjálf hugbúnaðarvinnan hefur farið fram við Reiknistofnun Háskóla íslands. Við sóttum um styrk til Rannsókn- arráðs ríkisins hér á landi en fengum ekki og það hefur seinkað verkinu um ein tvö ár. Ég hef síðan kynnt hugmyndina að kerfinu á öðrum Norðurlöndum og bæði Norræna nefndin um málefni fatlaðra og Norræni Menningarsjóðurinn hafa styrkt framkvæmdina og gert okkur kleift að ljúka henni," sagði Jón þegar Tíminn kynnti sér málið. Blisskerfið er táknmálskerfi þar sem orð og hugtók eru túlkuð með rökréttum, teiknuðum táknum. Kerfið byggir á um það bil fimmtíu grunntáknum sem hægt er að setja saman á ólíka vegu og mynda þannig ný sérstök tákn sem þýða bæði einstök orð og setningar. Táknunum er raðað upp í sérstaka töflu og fer fjöldi og uppröðun í töflunni eftir þörfum notandans hverju sinni, greind hans, skynjun og hreyfigetu. Einnig eru til staðlaðar töflur með um fimm hundruð táknum. í fyrstu útgáfu ísbliss er notast við eina þessara stöðluðu tafla, hina svoköll- uðu sænsku töflu. Meginmunurinn á ísbliss og öðr- um hliðstæðum ritvinnslukerfum er sá að notandinn getur útbúið sínar eigin sértöflur. Megintaflan sjálf get- ur verið of flókin fyrir einstaka notendur og er þetta því mjög mikil- vægt atriði. Annar munur er sá að kerfið er sett upp á þann hátt að töluvert einfaldara er að fletta upp í blisstáknatöflunni og ná í tákn en verið hefur. Þetta er annað mjög mikilvægt atriði þar sem mörg hreyfihömluð börn hafa átt í nokkr- uníerfiðleikum með að feta sig milli afriða að því sem ná hefur átt í. Hefðbundnu töflunni í ritvinnslu- kerfinu má hliðra fram og til baka, upp og hiður yfir skjáinn. Jón kynnti kerfið á alþjóðlegri ráðstefnu um blisstáknmál í Belgíu nýlega. Þar voru staddir um sjötíu fulltrúar frá sautján löndum og vakti kerfið mikla athygli. Á'ráðstefnunni voru einnig kynnt ritvinnslukerfi frá Danmörku, ítalíu og Finnlandi. „Ég heimsótti einnig aðalstöðvar IBM í Evrópu og ræddi við forsvarsmenn deildar sem hefur sérhæft sig í tölvu- hugbúnaði fyrir fatlaða. Þeir sögðu mér að ísbliss væri fullkomnasta og besta ritvinnslukerfi sinnar tegundar á markaðinum í dag." Meiningin er að þegar kerfið hefur verið fullreynt hér á landi muni hefjast dreifing á því erlendis. Dreifingin verður í samvinnu við tölvufyrirtækið IBM þar sem ísbliss er hannað fyrir PC eða sambærilegar tölvur. Um er að ræða töluvert stóran markað. Hugbúnaðurinn er hugsaður sem grunnur fyrir áframhaldandi þróun á hugbúnaði fyrir mál- og hreyfihaml- að fólk. Verið er að skoða möguleika á að tengja tölvutal við ísbliss, að búa til sérstakt kennslukerfi og al- mennt hússtjórnarkerfi sem til dæm- is kveikir og slekkur á rafmagnstækj- um auk ótal fleiri atriða. „Tjáning er eðlilega mjög mikil- væg hverjum einstaklingi. Með því að auðvelda þessum börnum að tjá sig aukast þroskamöguleikar þeirra til muna. Þá þykir sýnt að auknir tjáningarmöguleikar hafa mikið að segja fyrir sálarlíf barnanna. Þau róast á allan hátt og auðveldara er að ná til þeirra. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna með kenn- urum Öskjuhlíðarskóla sem og öðr- um sérfræðingum sem við sögu hafa komið. Von okkar er að þetta forrit muni geta komið að gagni," sagði Jón. jkb Allmikil brögð hafa verið að því að drukknir unglingar hafi unnið skemmdarverk á strætisvögnum borgarinnar og jafnvel ógnað vagn- stjórum. Svoerkomiðaðef ástandið batnar ekki á næstunni verða ákveðnar ferðir lagðar niður. Verst er ástandið í síðustu ferðum vagna númer þrettán og fjórtán sera fara frá Lækjartorgi þegar klukkuria vantar fimm mínútur í eitt. Vagnarn- ir hafa oft verið mjög illa útlítandi eftir þessar ferðir. Bæði hafa verið rifnar niður leiðslur í þeim, sessur sætanna rifnar upp og jafnvel hent út auk fleiri hluta sem hafa verið skemmdir. Dropinn sem fyllti mælinn var þó að sögn Sveins Björnssonar forstjóra SVR, þegar nokkrir unglinganna ætluðu að þröngva vagnstjóra til að drekka áfengi afstút. „Vagnstjóran- um tókst nú blessunarlega að komast hjá þessu með því að sitja bara eins og mús undir fjalaketti og virða viðkomandi aðila ekki viðlits. Þaðer venjulega margt í þessum ferðum og ekki þarf nema tvo til þrjá vandræða- peyjatil að allt fari úrskeiðis," sagði Sveinn í samtali við Tímann. Vagnstjórarnir eru með talstöð í bílnum en Sveinn sagði það ekki veita mikið öryggi. Ef vagnstjóra er ógnað er allsendis óvíst að hann geti notfært sér talstöðina til að kalla á hjálp og þá að hjálpin berist nógu fljótt. Astandið er orðið þannig að erfitt er að manna vagnana á þessum ferðum. Ef ekki rætist úr er viðbúið að þessar ákveðnu ferðir leggist af. „Þetta er ansi langt gengið þegar vagnstjórarnir eru farnir að mega þakka sínum sæla fyrir að sleppa ómeiddir. Ef framhald verður á þessu neyðumst við til að fella þessar ferðir niður. Þá er sú hætta fyrir hendi að þeir sem ella myndu fara heim verði eftir í miðbænum og skapi þar ómæld vandamál," sagði Sveinn. Hann sagðist vonast til að með því að vekja máls á vandamálinu yrði eitthvað gert til lausnar. Til að mynda að foreldrar þeirra unglinga, sem aðallega eru á aldrinum fjórtán til sextán ára og nota þessa vagna, tækju málið upp á heimilum og ræddu við börn sín. Leiðir þrettán og fjórtán aka frá Lækjartorgi, Lækjargötuna inn Vonarstræti og Suðurgötu, þaðan að Melatorgi og austur Hringbraut, Miklubraut og upp í Breiðholt. Ann- að vandamál er að þegar margir eru á rúntinum og mannmargt í miðbæn- um hafa vagnarnir átt í miklum erfiðleikum með að komast leiðar sinnar. „Lögeglan hefur gert sitt besta til að aðstoða okkur. En eins og allir vita eru þeir fáliðaðir og þetta er jú háannatíminn hjá þeim. Það er því alveg undir hælinn lagt hvernig þetta gengur hverju sinni," sagði Sveinn. jkb Stefán Ogmundsson prentari látinn Stefán Ögmundsson fyrrum for- maður Hins íslenska prentarafélags og varaforseti Alþýðusambands Islands, lést í Reykjavík á mánu- dagsmorgun, á áttugasta aldursári. Stefán fæddist í Reykjavík þann 22. júlí 1909, sonur hjónanna Ög- mundar Hanssonar bónda og Ingi- bjargar Þorsteinsdóttur. Stefán lauk prentaranámi 1929 og starfaði síðan lengst af í Reykjavík. Hann átti lengi sæti í stjórn Hins íslenska prentarafélags og var for- maður þess árin 1944- 1945 og 1947. Eftir það gegndi hann ýmsum trún- aðarstörfum fyrir HÍP og var í trúnaðarmannaráði frá 1969. Stefán var varaforseti Alþýðu- sambands íslands 1942-1948 og sat í stjórnarskrárnefnd 1947. Stefán var formaður Menningar og fræðslu- sambands alþýðu frá stofnun þess 1969 til 1979, og var jafnframt fram- kvæmdastjóri þess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.