Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. apríl 1989 Tíminn 7 Uppbót ríkissjóðs á lífeyri ríkisstarfsmanna svarar til 9,3% af öllum iðgjaldsskyldum tekjum þeirra: Bein uppbót ríkissjóðs álíka og öll iðgjöldin Bein uppbót ríkissjóðs á lífeyrisgreiðslur úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins 1987 nam sem svarar 9,3% af öllum launum sem iðgjöld voru greidd af til sjóðsins sama ár. Heildariðgjaldagreiðslur vegna allra sjóðfélaga námu um 860 millj. kr. 1987, eða sem svarar 10% af 8.600 millj. kr. iðgjaldsskyldum tekjum. Um fjórðung vantar því upp á að þessi heildariðgjöld ársins hefðu nægt til greiðslu lífeyris úr sjóðnum. Árið 1987 greiddi Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 1.148 milljónir kr. í lífeyri, hvar af 351 millj. kr. komu úr sjóðnum sjálfum, en 797 millj. kr. (tæp 70%) komu hins vegar beint úr ríkissjóði. Þar til viðbótar greiddi ríkissjóð- duga til greiðslu lífeyris úr Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins sýnir m.a. hve mjög vantar á að núgild- andi 10% iðgjaldagreiðslur dugi til að standa undir þeim réttindum sem sjóðfélagar öðlast a.m.k. í opinberu lífeyrissjóðunum. Hafa verður í huga að ekki er ólíklegt að 2-3 sinnum fleiri greiði nú iðgjöld til sjóðsins heldur en iðgjaldagreið- endur voru þegar þeir sem nú fá lífeyri úr sjóðnum voru upp á sitt besta. T.d. er fjóldi fólks á íslensk- um vinnumarkaði nú um tvöfalt fleiri en fyrir 25 árum. ur nær 88 milljónir króna í uppbæt- ur á lífeyri úr lífeyrissjóðum hjúkr- unarkvenna, alþingismanna og ráðherra, eða samtals um 886 millj- ónir króna í uppbætur með þessum fjórum sjóðum. Sú upphæð svarar t.d. um 5% af heildarlaunagreiðsl- um A- og B-hluta ríkissjóðs, þ.e. að meðtöldum öllum yfirvinnu- greiðslum, þetta sama ár. Alls námu launagreiðslur A og B hluta ríkissjóðs um 17.425 milljónum króna, hvar af 4.521 milljón voru vegna yfirvinnu. Líffeyrir langt umfram iðgjöld Að fjórðung skuli vanta upp á að heildariðgjöld sjóðfélaga myndu Löggjafarnir tryggir sjálffum sér Lífeyrisuppbæturnar sem ríkið hefur tryggt almennum starfs- mönnum sínum eru þó hreinn hégómi í samanburði við þau rétt- indi sem löggjafar okkar, alþingis- mennirnir, hafa tryggt sjálfum sér vegna setu á alþingi og í ráðherra- stólum. Árið 1987 námu iðgjaldagreiðsl- ur vegna þingmanna um 9,5 millj- ónum króna, eða sem svarar til iðgjalda af um 95 milljóna króna launum. Þaðsamaárgreiddilífeyr- issjóður alþingismanna 56,3 millj- ónir króna í lífeyri til fyrrverandi alþingismanna (eða ekkna þeirra). Þar af greiddi sjóðurinn sjálfur aðeins 13 milljónir. En beint úr ríkissjóði voru greiddar 43,3 millj- óna uppbætur - eða sem svarar hátt í helmingi allra þeirra launa sem alþíngismenn greiddu iðgjöld af. Iðgjaldagreiðslur af launum ráð- herra námu tæplega 961 þús. kr. sama ár, eða sem svarar iðgjalda- greiðslum af um 9,6 milljóna launa- greiðslum til ráðherra. Sama ár greiðir Lífeyrissjóður ráðherra hins vegar 7,5 milljónir króna í lífeyri, hvar af 6,5 milljónir komu beint úr ríkissjóði. Beinn kostnað- ur ríkissjóðs vegna lífeyris til fyrr- verandi ráðherra nam því sem svarar 68% af öllum launagreiðsl- um starfandi ráðherra á árinu. Fjórðungur til ríkisstarfsmanna Samkvæmt fréttabréfi Sambands almennra lífeyrissjóða greiddu SAL-sjóðirnir samtals 479 milljón- ir í lífeyri árið 1987 (um 7-8 sinnum hærri upphæð en sjóðir alþingismanna og ráðherra). Þess- ar 479 milljónir segir SAL 14,1% af heildarlífeyrisgreiðslum allra líf- eyrissjóða það ár. Alls hafa sjóð- irnir því greitt um 3.400 milljónir í lífeyri á árinu. Um þriðjungur alls þess lífeyris hefur því verið greidd- ur af Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins einum. Um 2ja milljarða tekjutrygging... Fréttabréf Starfsmannafélags ríkisstofnana skýrir frá áðurgreind- um tölum um lífeyrisgreiðslur Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins og sömuleiðis hve stór hluti þeirra kemur beint sem uppbót úr ríkis- sjóði. Síðan segir þar: „Við þetta er svo því að bæta, að á móti kemur að ríkið bætir veru- lega kjör lífeyrisþega í hinum al- mennu lífeyrissjóðum með tekju- tryggingu almannatrygginga". í Félagstíðindum Trygginga- stofnunar ríkisins kemur fram að rúmlega fimmtán þúsund ellilífeyr- isþegum voru greiddar samtals 1.997 milljónir króna í tekjutrygg- ingu árið 1987. ... jafnar tæpast muninn Fyrrnefndar 886 milljóna upp- bætur á lífeyri úr fjórum opinber- um lífeyrissjóðum nema því yfir 44% af því sem ríkið greiddi ellilíf- eyrisþegum í tekjutryggingu þetta sama ár. Þar sem mikið vantar á að ríkisstarfsmenn séu (ennþáa.m.k.) svo stór hluti þjóðarinnar virðist auðsætt að töluvert vantar á að ríkissjóður jafni út muninn á milli lífeyris opinberra og óopinberra starfsmanna með tekjutrygging- unni. Og þar sem tekjutrygging fellur ekki niður fyrr en við um hálfa milljón krónatekjureinstakl- ings og um milljón króna tekjur hjá hjónum virðist einnig ólíklegt að engir fyrrverandi ríkisstarfs- menn njóti tekjutryggingar að hluta. -HEI Kaupfélag Vestur-Húnvetninga: Réttu megin við núllið í rekstrinum Hagnaður varð af rekstri Kaupfé- lags Vestur-Húnvetninga á síðasta ári. Þetta er ljóst þrátt fyrir að endanlegar tölur liggi ekki fyrir, en undanfarið hafa verið haldnir deild- arfundir á svæði félagsins þar sem gerð hefur verið grein fyrir afkomu mjólkursamlags og kaupfélags á liðnu ári. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið er ljóst að geigvænlegt tap varð hjá flestum kaupfélögunum og samvinnuhreyf- ingunni í heild á síðasta ári. Því er nú svo komið að það teljast nokkur tíðindi þegar tekst að reka kaupfélag réttu megin við núllið. Gunnar Sigurðsson kaupfélags- stjóri vildi ekki nefna neinar tölur um rekstur kaupfélagsins þegar blaðamaður ræddi við hann á dögun- um. Hann sagði að tekist hefði að halda jafnvægi í rekstri félagsins með vissu aðhaldi. Það væri ekki síst því að þakka að kaupfélagið hefði ekki lent í neinum vanskilum og því hefði tekist að halda fjármagns- kostnaði riiðri. Þá væri því ekki að leyna að verslun við kaupfélagið hefði nokkuð aukist eftir að verslun Sigurðar Pálmasonar hætti rekstri. Að öðru leyti hefði starfsemi félags- ins verið með svipuðu sniði og undanfarin ár. Gunnar sagði ennfremur að rekst- ur mjólkursamlagsins hefði gengið vel á liðnu ári. Ljóst væri að fram- leiðendum yrði greitt fullt grundvall- arverð fyrir mjólkina og að samlagið þurfi ekki framlag úr verðmiðlunar- sjóði til að það væri hægt. Gunnar sagði að þrátt fyrir að rekstur Kaupfélags V.-Húnvetninga hafi gengið bærilega til þessa sé það mikið áhyggjuefni að nú virðist svo komið að flest atvinnufyrirtæki á landsbyggðinni séu rekin með tapi. Væri nánast sama hvort um væri að ræða fyrirtæki í útgerð, fiskvinnslu, ullariðnaði eða almennum verslun- arrekstri, allsstaðar væri um halla- rekstur og verulega rekstrarörðug- leika að ræða. ÖÞ Fljótum Kaupfélag V.-Húnvetninga, Hvammstanga Ljósmynd ÖÞ Upplýsingarit Ferðaþjónustu bænda varðandi veiði: Veiðiflakkari kominn út Annað hefti veiðiflakkarans kom nýverið út á vegum Ferða- þjónustu bænda. Veiðiflakkarinn er sölukerfi sil- ungsveiða á Islandi, miðað bæði við íslenska og erlenda ferðamenn. Kerfið byggist aðallega á því að sá sem kaupir tíu veiðimiða eða fleiri fær nákvæmar upplýsingar um þau vötn eða ár sem samþykkt hefir verið að væru með í sölukerfinu. Veiðimiðarnir gilda síðan sem greiðsla fyrir veiði á þessum stöðum. Öðrum helmingi miðanna heldur bóndinn á viðkomandi stað, en hinum helmingnum heldur veiðimaðurinn sem staðfestingu á veiðileyfi eftir að kvittað hefur verið á hann og gildistími merktur inn. Verð fyrir eina stöng getur verið allt frá einum og upp í þrettán miða á dag. Nú í ár eru veiðistaðir flakkarans 27 talsins. Bæklingurinn gefur upplýsingar um mögulega veiðivon á hverjum stað, meðalstærð fisksins, heppi- lega beitu, veiðitímabil, fiskteg- undir, umhverfi og fleira. Þá fylgja lítil kort af hverjum stað. Einnig eru gefnar upplýsingar um þjón- ustu sem finna má á bæjunum. Hvort boðið er upp á gistingu og fæði, hvaða tungumál eru töluð, hvort hestaferðir standa til boða, hvar bærinn er staðsettur og fleira. jkb Febrúar- pestir Mikill fjöldi Reykvíkinga og ann- arra íbúa umdæmisins, samtals 1163 manns, náðu sér í kvef eða aðra veirusýkingu í efri loftvegum í febrú- ar síðastliðnum. Aðrir 26 fengu hálsbólgu af völd- um sýkla, 65 fengu lungnabólgu og 154 influensu. Samkvæmt skýrslum átta lækna og Læknavaktarinnar sf. hrjáði iðrakvef 64, þrettán manns lögðust í hlaupabólu og tveir með einkirningasótt. Tveir fengu rauða hunda og aðrir tver urðu varir við hettusótt. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.