Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Miðvikudagur 5. apríl 1989
III AÐ UTAN
llllllllllllllllllll ....
Skipaskurður yf ir Nicaragúa?
Stjórn Sandinista í Nicaragúa horfir nú fram á verstu
efnahagskreppuna síðan hún tók völdin fyrir 10 árum. Engu
að síður er hún nú að vinna stuðning því metnaðarfulla
verkefni að endurreisa efnahag landsins, sem er í rúst, og
vinna sér aftur álit þjóðarinnar. Sandinistastjórnin hefur á
prjónunum áætlanir um að gera nýjan skipaskurð um
Mið-Ameríku og í þetta sinn á landi Nicaragúa.
Stærri en Panama-
skurðurinn
Hópur japanskra verkfræðinga
sem lætur lítið á sér bera en er
sagður kostaður af „einkaaðilum í
fjármagnsgeiranum", var nýlega að
vinna að athugunum á svæði í
suðurhluta Nicaragúa, sem er álitinn
hentugur staður fyrir mannvirkið.
Markmiðið er að gera nægjanlega
stóran skipaskurð til að hann sé fær
nýjustu tegundinni af risaolíuflutn-
ingaskipum en það er Panamaskurð-
urinn ekki, svo og að gefa skipstjórn-
armönnum valkost.
Japanska ríkisstjórnin hefur neit-
að því að japönsku verkfræðingarnir
séu á hennar vegum. Hins vegar
hafa japönsk stjórnvöld, í samvinnu
við þau bandarísku og Panama-
menn, verið að kanna eigin áætlanir
um að gera annan dýpri skurð í
Panama. Yfirvöld í Washington hafa
aukna pólitíska ástæðu til að setja
sig upp á móti verkefninu í Níkara-
gva. Pau gerasér grein fyrir að slíkur
skipaskurður þar gæti bætt stöðu
Sandinistastjórnarinnar sem þeir
hafa undanfarin átta ár reynt að
grafa undan með hjálp kontraskæru-
liða.
„Að hálfu leyti
áróðursbragð og að hálfu
leyti vísindaskáldskapur“
Hugmyndin á ekki heldur upp á
pallborðið hjá stjórnarandstæðing-
um innan Nicaragúa. Hægri sinnaða
dagblaðið La Prensa afgreiðir hana
sem "að hálfu leyti áróðursbragð og
að hálfu leyti vísindaskáldskap".
En stjórn Sandinista, sem þarf að
fást við óendanleg efnahagsleg
vandamál, þ.á m. mcira en 50.000%
verðbólgu á ári, látaekki deigan síga
og sjá í nýja skurðinum björgun
landsins. „Þetta verkefni stendur
öllum þjóðum opið og gæti verið
framlag Nicaragúa til friðar á svæð-
inu, í amerísku álfunni og heimin-
um,“ sagði Sergio Ramirez, varafor-
seti Nicaragúa, og bætti við að
ríkisstjórnin vildi helst sjá þar sam-
eiginlegt framtak fjölmargra þjóða
og þar væri Bandaríkjunum velkom-
ið að taka þátt.
En bandarísk stjórnvöld líta á
Sandinista sem valdasjúka marxista,
lýsing sem yfirvöld í Managua harð-
neita. Þau halda því fram að þau hafi
sýnt mikla hugmyndaauðgi við að
styðja við bakið á ýmsum áformum
einkaaðila og tekið opnum örmum
erlendu fjármagni, eins og t.d. til að
breyta stórhýsinu við hafið, sem
áður var aðsetur Anastasio Somoza
fyrrverandi einræðishcrra, í spilavíti
til að laða að útlenda ferðamenn.
Heimildir í Nicaragúa herma að
álit japönsku verkfræðinganna sé
það að heppilegra sé að gera skipa-
skurð „á einni hæð“, án hólfa.
„Nicaragúaskurðurinn“ fyrirhugaði,
sem á að verða 200 km langur,
verður að vera nægjanlega stór til að
vera fær allt að 500.000 tonna stórum
tankskipum í framtíðinni, stærri
skipum en nú þekkjast. Áætlanir eru
komnar það langt að einn í japanska
hópnum, arkítektinn Kozo Yama-
moto frá Tókýó, sagði að endanlegar
áætlanir muni liggja fyrir eftir eitt til
tvö ár.
Gömul þekkt siglingaleið
Staðsetning skurðarins er á svæði
sem ekki er umdeilt. Nelson aðmír-
áll var meðal þeirra fyrstu sem
komst að raun um að gerlegt var að
komast yfir Nicaragúa með því að
sigla upp San Juan fljótið á landa-
mærunum við Costa Rica og inn á
Lago de Nicaragua, stærsta stöðu-
vatn Mið-Ameríku. Hann notaði
þcssa samgönguæð með góðum ár-
angri þegar hann átti í bardögum við
Spánverja.
En það voru Bandaríkjamenn sem
fyrst sáu hagnaðarvon við þessa leið.
Auðjöíurinn Cornelius Vanderbilt
setti á fót „The Nicaraguan Transit
Company“ árið 1856, á árum gull-
æðisins, til að koma skipafarþegum
til Kaliforníu um Nicaragúa vegna
þess að það var fljótlegra en að
ferðast landleiðina.
Eldfjallið helsti
þrándur í götu
Þegar járnbrautarlestir hófu ferðir
yfir þver Bandaríkin nokkrum árum
síðar lagðist þessi ferðamáti af. En
árið 1889 hóf bandarískt fyrirtæki
gerð skipaskurðar í Nicaragúa. Fjór-
• ••••••••
• ••••••• ••
• •••••••••'
• •••••••••
• ••■••••••
• •■••••■•• _
••••••••••« •"
• •••••••••«•
• •••«•••••••
• •••••••••••
• ■•••*••••••
• ••••••••••■••
• •••••••«•••••
• •••••••••••••
• •••••••••
• ••••••••••••i
• •••••••••
• ••••••••••••
• •••••••«•••
■ •••••••••••••
• ••••••••••••e
• •»••■»•••••••••
>••••••••••••••
• •••••«••••••••'
»••*•••■•••«•••
• ••••••••••••••
• •••••••••••
• •••••»••••••
»•••••••••••••
• •••••»•••»••
»••••••••••
• •••••••
»•••••«••••••'
t r....... •
» •
» •
• «
► •
0 mílur 50
fe===l
>••••••••••••••••••••• • o • • • w vA II / V w v
um árum, og þrem mílum síðar var skurð á þessum slóðum hefur vakið Einhver erfiðasta hindrunin er hið
hætt við og skurðargerðin Iögð á kátínu meðal efagjarnra manna, sem mikla og virka eldfjall Concepcion
hilluna. álíta hér um hreina loftkastalasmíð sem er á miðri leið hins áætlaða
Nýjustu hugmyndir um skipa- að ræða. skipaskurðar.
MINNING
Sigurður Magnússon
fv. blaðafulltrúi
í vitund okkar systkinanna var
hann blátt áfram Siggi Magg og
þurfti enga frekari skýringu eða
nafngift því að það var enginn annar
slíkur til. Við vorum komin úr
bernsku þegar það rann upp fyrir
okkur að hann hafði nafn og starfs-
heiti eins og aðrir menn.
Mér er það í barnsminni að Siggi
Magg hélt málstofu á hverjum
sunnudagsmorgni í Miðstrætinu með
kunningjum sínum og ég fékk að
fljóta með föður mínum og hlýða á
samræðurnar. í sunnudagsmálstof-
unni voru alvarleg mál, heimsmál,
bókmenntir, menningarmál og þjóð-
félagsmál á dagskrá. Siggi Magg var
ákaflega málsnjall og honum var
unun að því að endurskapa líf,
atburði og staði með orðsnilli sinni.
Hann hafði ungur verið róttækur og
hafði fengið mikla reynslu í starfi
sínu sem rannsóknarlögreglumaður
af skuggahliðum þjóðlífsins á gelgju-
skeiði nútímaþjóðfélags á íslandi.
Hann varð jafnaðarmaður og var
glæsilegur fulltrúi kynslóðarinnar
sem skóp velmegunar- og velferðar-
þjóðfélagið sem við yngri njótum nú
á íslandi.
Endurminningarnar um Sigga
Magg eru fullar af gleði og yfirburð-
um heimsborgarans. Hann var ann-
álað glæsimenni og skemmtimaður,
fullur af fjöri og kátínu. Hann var
laus við alla þessa landlægu mein-
bægni við lífinu og ágætum þess. Það
átti ekki að hunsa gjafir skaparans
heldur njóta þeirra og láta njóta
þeirra. Hann var fullur af lífsfögn-
uði, eins og á vordegi fyrir vestan,
og lífsþorsta.
Og veröldin var full af alls kyns
ævintýrum og hvers konar skemmti-
legum fyrirbærum. Eiginlega varævi
Sigga Magg líka ævintýri sem átti sér
staði í öllum heimshlutum þegar
þessi fyrrum barnakennari vann við
eitthvert mesta kraftaverk íslenskrar
atvinnusögu, Loftleiðaævintýrið.
Fátt er það í bernsku okkar systkin-
anna sem ljómar af í minningunni
eins og Loftleiðum og öllu því sem
þeim tengdist.
Siggi Magg hafði í ríkum mæli til
að bera þetta sérstaka snæfellska
einkenni að sjá skoplegu hliðina á
öllum hlutum, að fá ekki ofbirtu af
jarðneskum fyrirbærum. Hann hafði
ekki gaman af spotti en í huga hans
höfðu flest fyrirbæri bæði alvarlega
og hlálega hlið. Hann sá í gegnum
yfirskin og tókst oft stórkostlega upp
þegar hégómleika, merkikertishátt
eða siðavendni bar á góma. Og svo
hristi hann höfuðið og hló þessum
smitandi hlátri. Það mátti skopast að
mörgu - upp að séra Árna; sögurnar
af honurn voru allar blandaðar
hlýrri, góðlátlegri en innilegri virð-
ingu; það var ekki skopast að því
sem var fyrir ofan séra Árna en þar
var reyndar aðeins þrenningin.
Siggi Magg var mikill áhugamaður
um þjóðfélags- og heimsmál og
menningarmál í víðtækum skilningi.
Árum saman miðlaði hann skoðana-
skiptum um þessi efni til þjóðarinnar
í vinsælum útvarpsþáttum sem marg-
ir muna enn þótt langt sé um liðið.
Á síðustu starfsárum sínum vann
hann enn á ný að líknar- og félags-
málum og gat þá enn miðlað af
reynslu sinni og notið kraftanna við
áhugamál.
Þeir voru fóstbræður nafnarnir,
faðir okkar og Siggi Magg, og mjög
mikill samgangur var jafnan milli
heimilanna á uppvaxtarárum okkar
systkinanna. Ekki þykir mérósenni-
legt að þeir hafi nú endurnýjað
kynni sín á nýjum slóðum og trúlegt
er að þeir hafi líka skroppið vestur í
Miklholtshrepp.
Fyrir okkur systkinin þakka ég nú
alúð og umhyggju. Og fyrir móður
okkar þakka ég Sigga Magg löng og
góð kynni og vináttu. Dýrleifi, af-
komendum og öðrum vandamönn-
um sendum við innilegar kveðjur.
Jón Sigurðsson