Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 16
16 Tíminn
Miövikudagur 5. apríl 1989
DAGBÓK
ÚTVARP/SJÓNVARP
¦
„Beethoven-veisla" í Háskólabíói:
12. áskriftartónieikar
Sinfóníuhljómsveitar íslands
Fimmtud. 6. apríl verða 12. áskriftar-
tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í
Háskólabíói. Á efnisskrá verða eingöngu
verk eftir Beethoven: Forleikur að Stef-
áni konungi, Fiðlukonsertinn og Fimmta
sinfónían.
Guöný Guðmundsdóttir, Ivrsti kons-
ertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar,
leikur einleik í fiðlukonsertinum. Guðný
hefur verið konsertmeistari frá 1974. Hún
hóf nám í fiðluleik aðeins sex ára og lauk
einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík 1967, þar sem hún stundaði
nám undir handleiðslu Björns Ólafsson-
ar. Guðný stundaði framhaldsnám við
Eastman tónlistarháskólann í Rochester í
New York og einnig við Juilliard tónlistar-
háskólann, þaðan sem hún útskrifaðist
með Masters of Music gráðu. Hún kom
Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari.
fyrst fram í Wigmore Hall í Lundúnum
1972 og lék fyrst einleik með Sinfóníu-
hljómsveitinni 1973. Guðný hefur komið
fram á einleikstónleikum og með kamm-
ersveitum víða í Evrópu og Bandaríkjun-
um. 1 fyrrasumar dvaldi hún í Vermont í
Bandaríkjunum við tónleikahald og
kennslu.
Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari,
aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar. Hann stendur á þrítugu og
hefur þegar getið sér mjög gott orð sem
hljómsveitarstjóri. Hann er frá Tampere
í Finnlandi, þar sem hann nam fiðluieik.
Síðar lærði hann hljómsveitarstjórn hjá
Jorma Panula í Síbelíusar-akademíunni í
Helsinki.
Háskólakórinn syngur
í Langholtskirkju
Háskólakórinn heldur tvenna tónleika
á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku. 1
kvöld, miðvikud. 5. apríl kl 20:30 syngur
kórinn í Langholtskirkju og laugardaginn
8. april kl. 15:00 verða tónleikar í Hafnar-
borg í Hafnarfirði.
Ásamt kórnum kemurfram PéturGrét-
arsson slagverksleikari og m.a. verður
frumflutt á íslandi nýtt verk eftir Áskel
Másson, Fjörg - úr Völuspá fyrir kór og
slagverkseinleikara.
Söngvar úr Yermu eftir Hjálmar H.
Ragnarsson eru einnig útsettir fyrir kór
og slagverk, en þeir heyrðust fyrst í
uppfærslu Þjóðleikhússins vorið 1987 á
leikritinu Yerma eftir spænska skáldið
Federico Garcia Lorca.
Á efnisskrá kórsins verða einnig nýjar
BILALEIGA
meö utibú allt í kringurri
landiö, gera þer mögulegt
aö leigja bíl á einum staö
og skila hdnum á dörum.
Reykjavik
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
Pöntum bíla erlendis
interRent
Bilaleiga Akureyrar
útsetningar Hróðmars Inga Sigurbjörns-
sonar á sönglögum eftir Ingunni Bjarna-
dóttur, þjóðlagaútsetningar Árna Harð-
arsonar og Hjálmars H. Ragnarssonar,
lög úr Disneyrímum eftir Árna Harðar-
son, sem kórinn hefur nýlega sent frá sér
á hljómdiskum, og loks spænskir madrig-
alar frá 16. öld.
Háskólakórinn er á 17. starfsári. Hann
er nýkominn úr söngferð til Spánar, þar
sem haldnir voru tónleikar í sex borgum
Andalúsíu.
Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson.
Ljósmyndasýning á Mokkakaffi:
„Frá Hornströndum til Havana"
Um síðustu helgi opnaði Eiríkur Guð-
jónsson Ijósmyndasýningu á Mokkakaffi
við Skólavörðustíg. Hann sýnir þar 25
svarthvítar Ijósmyndir sem skiptast í þrjá
meginflokka eftir viðfangsefnum: Myndir
teknar í Hljómskálagarðinum sumarið
1981; myndir teknar á Hornströndum
1987 og sýna mannvistarleifar í eyðibyggð
og loks myndir frá Kúbu, þar sem við-
fangsefnið er iðandi mannlíf.
Eiríkur fæddist í Reykjavík 1954 og
hefur verið áhugaljósmyndari frá ungl-
ingsárum. Hann hefur m.a. tekið ljós-
myndir fyrir Ieikhús, nú í vetur fyrir
AÍþýðuleikhúsið og Egg-leikhúsið. Þetta
er fyrsta sýning hans.
Götumynd frá Gömlu Havana.
Jóhannes Geir velur sér oft hesta sem
myndefni.
Galleri Borg sýnir verk
Jóhannesar Geirs
Gallerí Borg er með sýningu á verkum
Jóhannesar Geirs Jónssonar. A sýning-
unni eru pastel- og olíumyndir sem allar
eru nýjar og sýna hesta og menn í
umhverfi sínu, þá aðallega hér á Reykja-
víkursvæðinu. Allar myndirnar eru til
sölu.
Jóhannes Geir hefur haldið margar
sýningar og á myndir í öllum listasöfnum
landsins.
Sýningin er í Gallerí Borg, Austur-
stræti 10,2. h. (Penninn). Hún stendur til
11. apríl og er opin virka daga kl.
10:00-18:00. Aðgangur er ókeypis.
ALFA(FM 102,9)-Kristileg
útvarpsstöð - tilkynnir:
Um mánaðamótin mars/apríl var send-
ingartími Alfa styttur. Utsendingar hefj-
ast nú kl. 17:00 alla daga, nema sunnu-
daga, þriðjudaga og fimmtudaga, en þá
hefjast útsendingar kl. 14:00.
ALFA (FM 102,9)
Minningarkort
SJÁLFSBJARGAR
i Reykjavík og nágrenni
- fást á eftirtöldum stöoum:
Reykjavík: Reykjavíkur apótek,
Garðsapótek, Vesturbæjarapótek,
Kirkjuhúsið við Klapparstíg, Bókabúð
Fossvogs, Grímsbæ við Bústaðaveg,
Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10,
Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67,
Verslunin Kjötborg, Búðargerði 10,
Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers
Steins, Strandgötu 31.
Kópavogur: Pósthúsið.
Minningarkort fást einnig á skrifstofu
Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta.
Páskahappdrætti SUF 1989
Útdráttur í Páskahappcírærti SUF er hafinn.
Vinningsnúmer eru sem hér segir:
20. mars, vinningur nr. 1, 5242
vinningur nr. 2, 3145
21. mars, vinningur nr. 3, 1995
vinningur nr. 4, 144
22. mars, vinningur nr. 5, 538
vinningur nr. 6, 7401
Vegna fjölda áskorana eru númerin fyrir dagana 23. til 26. mars í
innsigli hjá borgarfógeta til 5. apríl 1989.
Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma.
Enn er tækifæri til aö hljóta glæsilega vinninga.
Hvert miöanúmer gildir alla útdráttardagana þaö er 20. til 26. mars
1989.
Muniö, ykkar stuöningur styrkir okkar starf.
SUF
Ibúð óskast
Óska eftir aö taka á leigu 3ja herbergja íbúð frá 1.
júní. Þrennt í heimili. Upplýsingar í síma 72970.
t
Sonur okkar og bróðir
Guðmundur Siggeir Einarsson
Dalsmynni, Villingaholtshreppi
verður jarðsunginn frá Villingaholtskirkju laugardaginn 8. april kl.
14.00.
Bílferð verður kl. 13.00 frá Árnesti, Selfossi.
Eyrún Guðmundsdóttir, Einar Einarsson
systkini og aðrir vandamenn.
e
Rás I
FM 92,4/93,5
Miðvikudagur
5. apríl
6.45 Veöurlregnir. Bæn, séra Yrsa Þórðardóttir
flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 I morgunsárið meö Ingveldi Ólafsdóttur.
Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, Iréttir kl. 8.00 og
veöurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum
dagblaðanna að loknu fréttayfiriiti kl. 8.30.
Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og
9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn - „Agnarögn" oftir Pál H.
Jónsson Heimir Pálsson, Hildur Heimisdóttir
og höfundur lesa (9). (Einnig útvarpað um
kvöldið kl. 20.00).
9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra Björns-
dóttir.
9.30 Islenskur matur Kynntar gamlar islenskar
mataruppskriftir sem safnað er í samvinnu við
hlustendur og samstarfsnefnd um þessa
söfnun. Sigrún Bjömsdóttir sér um þáttinn.
9.40 Landpósturinn - Frá Austurlandi Umsjón:
Haraldur Bjarnason.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Óskastundin Helga Þ. Stephensen kynnir
efni sem hlustendur hafa oskað eftir að heyra,
bókarkafla, smásögur og Ijóð. Tekið er við
óskum hlustendaá miðvikudogum milli kl. 17.00
og 18.00.
11.00 Fréttjr.
11.03 Samhljómur Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir.
(Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti).
11.53 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegistréttlr
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.051 dagsins önn - Að markaossetja fsland
Umsjón: Sverrir Guðjónsson.
13.35 Miodegissagan: „Riddarinn og drekinn"
eftir John Gardner Þorsteinn Antonsson þýddi.
Viðar Eggertsson les (3).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Norrænlr tónar
14.30 Islenskir elnsöngvarar og kórar Elísabet
Eiríksdóttir, karfaraddirSkagfirsku Söngsveitar-
innar og Khstinn Hallson syngja íslensk lög.
(Hljóðrítanir Útvarpsins).
15.00 Fréttir.
15.03 Þjóðsögur og ævintýri Rannsóknir, túlkun,
samanburður og uppeldislegt gildi. Umsjón: Jón
Gunnar Grjetarsson. (Endurtekinn þáttur frá
mánudagskvöldi).
15.45 Þingfréttir
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið Umsjón: Kristfn Holgadóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónllst á siðdcgi - Pjotr Tsaíkovskí
- Sinfónia nr. 61 h-moll, „Pathetique". Sinfóníu-
hljómsveit Lundúna leikur; Loris Tjeknavorían
stjómar. (Af hljómplötu).
18.00 Fréttir.
18.03 Á vcttvangi Umsjon: Bjami Sigtryggsson,
Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson.
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir
19.30Tilkynningar.
19.32 Kviksjá Umsjón: Fríðrik Rafnsson og Hall-
dóra Friðjónsdóttir.
20.00 L'tli barnatíminn - „ Agnarögn" eftir Pál H.
Jónsson Heimir Pálsson, Hildur Heimisdóttir
og höfundur lesa (9). (Endurtekinn frá morgni).
20.15 Tónskáldaþinglð I Parls 1988 Sigurður
Einarsson kynnir verk samtímatónskálda, verk
eftir Rolf Hoyer frá Austur-Þýskalandi og Lars
Ekström frá Svíþjóð.
21.00 Að tafll Jon Þ. Þór sér um skákþátt.
21.30 Börn og tungumálakennsla Umsjón: Ás-
geir Friðgeirsson. (Endurtekinn þáttur frá sl.
föstudegi úr þáttaröðinni „I dagsins önn").
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veöurfregnir.
22.30 Samantekt um Atlantshafsbandalaglð
Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. (Einnig útvarpað
á föstudag kl. 15.03).
23.10 Djassþáttur - Jon Múli Árnason.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir.
(Endurtekinn frá morgni).
01.00 Veðurfregnir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
¦&
FM 91,1
01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi i næturút-
varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og
sagðar fréttir af veðrí, færð og flugsamgöngum
kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl.
4.30.
7.03 Morgunútvarpið Leifur Hauksson og Jón
Arsæll Þórðarson hefja daginn með hlustend-
um, spyrja tiðinda viða um land, tala við folk i
fréttum og fjalla um málefni liðandi stundar.
Fréttir kl. 8.00, veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar
dagblaðanna kl. 8.30.
9.03 Stúlkan sem bræðir ishjörtun, Eva Ásrún
kl. 9 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur.
- Atmæliskveðjur kl. 10.30.
11.03 Stefnumót Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir
það sem neytendur varðar.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.15 Heimsblöðin
12.20 Hádegisfrettir
12.45 Umhvorfis landið á attatíu Gestur Einar
Jónasson leikur þrautreynda gullaldartónlist og
gefur gaum að smáblómum í mannlífsreitnum.
14.05 Mllll mála, Óskar Páll á útkikki og loikur ný
ogffnlög.
- Útkikkið uþp úr kl. 14 og kynntur sjómaður
vikunnar.
16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp fyrir þá sem vilja
vita og vera með. Stefán Jón Hafstein, Ævar
Kjartansson og Sigríður Einarsdóttir.
- Kaff ispjall og innlit upp ur kl. 16.00, hlustenda-
þjónustan kl. 16.45.
- Bréf af landsbyggðinni berst hlustendum eftir
kl. 17.
- Stórmál dagsins milli kl. 17 og 18.
18.03 Þjó&arsálin Þjóðfundur í beinni útsendingu.
Málin eins og þau horfa við landslýð. Simi
Þjóðarsálarinnar er 91 38500.
19.00 Kvöldfréttir
19.32 Iþróttarásin Umsjón: Iþróttafréttamenn og
Georg Magnússon.
22.07 Á rólinu með Önnu Björk Birgisdóttur.
01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00
endurtekinn frá sunnudegi þátturinn „Á fimmta
tímanum" þar sem Jakob S. Jónsson kynnir
sænska vísnasöngvarann Fred Ákerström í tali
og tónum. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot
úr dægurmálaútvarpi miðvikudagsins. Fréttir kl.
2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og
flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir
frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30.
Fréttir kl. 2.00, 4.00,7.00, 7.30,8.00,8.30,9.00,
10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00,
17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP A RÁS 2
8.07- 8.30 Svæiisútvarp Norðurlands
18.03-19.00 SvæSisútvarp Norðurlands
SJÓNVARPIÐ
Miðvikudagur
5. april
16.30 Fræðsluvarp. 1. Ljós, taka, Afrfka (52
mín.) Mynd sem sýnir þá þrautseigju og hug-
kvæmni sem liggur að baki tökum á náttúrulífs-
myndum. 2. Alles Gute 17. þáttur (15 mín.)
Þýskukennsla fyrir byrjendur.
18.00 Töfragluggi Bomma. Umsjón Ámý Jó-
hannsdóttir.
18.50 Táknmálsfréttir.
19.00 Poppkorn. Umsjón Stefán Hilmarsson.
19.25 Hver á að ráða? (Who's the Boss?) Nýr
flokkur í bandaríska gamanmyndaflokknum um
einstæða föðurinn sem tekur að sér heimilis-
störfin fyrir önnum kafna húsmóður. Aðalhlut-
verk Tony Danza, Judith Light og Katharine
Helmond. Þýðandi Ýrr Bertelsdóttir.
19.54 Ævintýri Tinna.
20.00 Fréttlr og veður.
20.35 Nýjasta tækni og vfsindi. Umsjón Siguiður
Richter.
21.10 Á tali hjá Hemma Gunn. Hermann Gunnars-
son tekur á móti gestum í sjónvarpssal í beinni
útsendingu. Stjórn útsendingar Björn Emilsson.
22.15 Redl ofursti (Redl Ezredes) Ungversk/þýsk
bíómynd frá 1984. Leikstjóri István Szabó.
Aðalhlutverk Klaus Maria Brandauer, Armin
Múller-Stahl og Gudrun Landgrebe. Myndin
byggir á sannsögulegum atburðum og fjallar um
Redl ofursta sem var hattsettur i her Ungverja.
Hann fellir hug til systur æskuvinar síns, en hún
kemst að því að Redl ber svipaðan hug til
bróður hennar. Þýðandi Veturliði Guðnason.
23.00 Seinni fréttir.
23.10 Redl ofursti - framhald.
00.40 Dagskrárlok.
Wff-2
Miðvikudagur
5. apríl
15.45 Santa Barbara. Bandarískur framhaldsþátt-
ur. New World International.
16.30Topp 40. Amanda Redington kynnir evr-
ópska listann. Music Box.
17.25 Dægradvöl. ABC's World Sportsman. Þátta-
röð um frægt fólk meö spennandi áhugamál.
Þýðandi: Sævar Hilbertsson. ABC.
18.20 Handbolti. Sýnt verður frá 1. deild karla.
Umsjón: Heimir Karlsson. Stöð 2.
19.1919:19. Fréttir og fréttaumfjöllun, íþióttir og
veður ásamt fréttatengdum innslögum.
20.30 Skyjum ofar. Reaching for the Skies. Mjög
athyglisverður myndaflokkur í tólf þáttum um
flugið. 7. þáttur. CBS.
21.35 Af bæ í borg. Perfect Strangers. Bandarísk-
ur gamanmyndaflokkur um frændurna Larry og
Balki. Lorimar 1988.
22.00 Leyniskúffan. Tiroir Secret. Spennandi
framhaldsmyndaflokkur. Lokaþáttur. Aðalhlut-
verk: Michele Morgan, Daniel Gelin, Heinz
Bennent og Michael Lonsdale. Leikstjórar:
Edouard Molinaro, Roger Gallioz, Michel Bois-
rond og Nadine Trintignarit. Framleiðandi: Jacq-
uesSimonnet. FMI 1986.
23.00 Viðskipti. íslenskur þáttur um viðskipti og
efnahagsmál i umsjón Sighvatar Blöndahl og
Ólafs H. Jónssonar. Dagskrárgerð: María Marí-
usdóttir. Stöð 2.
23.25 Öskubuskufri. Cinderella Liberty. Titill
þessarar gamansömu myndar er rakinn til
landgönguleyfis sjómanna sem rennur út á
miðnætti. í einu slíku leyfi kynnist sjómaðurinn,
John Baggs, lauslætisdrós og barstúlku sem
hann veröur ástfanginn af. Aðalhlutverk: James
Caan, Marsha Mason, Kirk Calloway og Eli
Wallach. Leikstjóri og framleiðandi: Mark
Rydell. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. 20th
Century Fox 1974. Sýningartimi 110 mín.
01.15 Dagskrárlok.
VVÚTV
UTVARP
Mjölnisholti 14, 3. h.
Opið virka daga
15.00-19.00
Sími623610