Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 5. apríl 1989 ÍÞRÓTTIR Tíminn 11 r beint! innesson hjá Sjónvarpinu nunum leikinn vrópu- easka 'étrfkj- keppn- • hartta knatt- , ba'ði að eru 'ðuruð gamia, Annars er stefnan hjá okkur hér að auka til muna beinar útsendingar, l'rú erlendum sem innlendum íþróttavið- burðum og jafnvel að draga þá samtíniis úr föstuin þáttum cða stytta þá. Við höfuni trú á því að þetta sé það sem íþróttaáhugamenn vilja og greiða fyrir það með sínnm afnotagjöidum," sagði Ingólfur llaniiesson að lokum. Það ætti þvi engont íþróttaáhuga- manni, eða réttara sagt kiiattspyrnuá- hugamanni að ieiðast fyrir framan sjón- varpsta'kið sitt ;i næstuiini, það er næsta víst. BL en Rice getur gert margt annað en að skora. Hér er in á fullu í vörninni. lingsárangur >a körfur og n Tindastól, leildarinnar, ild, Kristinn i tók, Björg ír Örlygsson ðinu, Harpa 1 kvenna og n valinn var namynd Pjetur. BÚkareSt. Fyrstu rúmensku knattspyrnumönnunum hefur verið gefið leyfi til að leika á Vesturlönd- um. Þeir hafa verið leikmenn Steaua Búkarest og heita Tudorel Stoica 32 ára og Victor Piturca 33 ára. Þeir munu báðir leika með franska liðinu Lens á næsta keppnistímabili, en Lens liðið er svo gott sem fallið í 2. deild. Kaupmannahöfn. Morten Olsen, hinn 39 ára gamli fyrirliði danska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður með Köln í V-Þýskalandi, hefur skrifað undir tveggja ára samn- ing við danska meistaraliðið Bröndby. Olsen mun taka við nýja starfinu í ársbyrjun 1990 og á blaða- mannafundi í Kaupmannahöfn í gær sagðist hann stefna að því að verða í framtíðinni landsliðsþjálfari Dana, jafnvel þegar 1992. Núverandi lands- liðþjálfari er sem kunnugt er Sepp Piontek. Enginn Dani hefur leikið jafn marga landsleiki í knattspyrnu og Olsen, sem mun leika sinn 100. landsleik gegn Brasilíumönnum í júní n.k. Knattspyrna. sighvatur Bjarnason knattspyrnumaður, sem lengst af hefur leikið með Fylki, en einnig Eyjamönnum og Valsmönn- um, hefur gengið til liðs við Gróttu sem leikur í 3. deild. Guðjón Guðmundsson Islandsmeistari í fimleikum stóð sig vel á Reykjavíkurleikunum. Hér er hann í keppni hringjum. _. .„. ' ™ Timamynd Pjetur. Fimleikar: Guðjón Guðmunds- son nældi í tvö gull á hinum geysisterku Reykjavíkurleikum Reykjavíkurleikarnir, sterkt al- þjóðlegt fimleikamót var haldið í annað sinn í LaugardalshöIIinni um helgina. Keppendur voru víða að og meðal þeirra gullverðlaunahafí frá síðustu Ólympíuleikum. Mótið nú var mun sterkara en það fyrra, sem haldið var fyrir tveimur ániin. Á laugardag var keppt í fjölþraut og búlgörsku gestirnir unnu örugga sigra. í karlaflokki vann gullverð- launahafinn á bogahesti frá því í Seoul, Liobomir Geraskov öruggan sigur. Hann fékk samtals í einkunn 56,1, en næsti maður, Svíinn Peter Larsen fékk 51,8. í þriðja sæti varð Belginn Jean Luc de Groote með 51,05. - Guðjón Guðmundsson íslands- meistari karla í fimleikum náði best- um árangri íslensku keppendanna, hlaut 47,6 samtals í einkunn og hafnaði í 9. sæti. Guðjóni tókst best upp í gólfæfingunum þar sem hann fékk 8,9 í einkunn. Geraskov og Larsen voru með hærri einkunn og Henri Zondacq frá Luxemborg fékk sömu einkunn. Þá fékk Guðjón einnig mjög góða einkunn fyrir stökkið, eða 8,85. í fjölþrautinni kepptu einnig Jó- hannes V. Sigurðsson, sem varð í 11. sæti með 43,9. Jón Finnbogason sem varð í 12. sæti með 36,4 og Guðmundur Brynjólfsson sem fékk 35,1 í samanlagða einkunn og varð í 13. sæti af 14 keppendum. I fjölþraut kvenna féllu gullverð- launin einnig í skaut Búlgaríu. Mil- ena Mavrodiova fékk hæsta saman- lagða einkunn og sigraði með 37,650. Manoli Hervas frá Spáni veitti henni harða keppni en varð að láta í minni pokann og sætta sig við annað sætið með einkunnina 36,913. Þriðja varð norska stúlkan Siri Irg- ens Larsen með 36,238. Fjóla Ólafsdóttir Ármanni náði bestum árangri íslensku stúlknanna, varð í 7. sæti með einkunnina 35,000. Fjóla fékk 9,00 fyrir æfingar sínar á tvíslá og stökkið, en jafn- vægissláin og gólfæfingarnar drógu hana niður. Bryndís Guðmundsdóttir varð í 9. sæti með 34,038 í einkunn og fs- landsmeistarinn í fjölþraut, Linda Steinunn Pétursdóttir varð að láta sér lynda 10. sætið með 33,788 í samanlagða einkunn. Lindu gekk mjög vel í stökki og fékk 9,25 í einkunn. Aðeins þremur efstu stúlk- unum í fjölþrautinni tókst að ná betri einkunn. Lindu gekk einnig vel á tvíslánni þar sem hún fékk 9,125 í einkunn og á jafnvægisslánni fékk hún 8,633. í gólfæfingunum gekk henni hins vegar ekki sem best og einkunnin 6,750 gerði vonir hennar um gott sæti að engu. Ingibjörg Sigfúsdóttir lenti í 12. sætinu með 32,738 í einkunn. Á sunnudaginn var kepptu 6 efstu keppendur til úrslita á áhöldum. Fjögur áhöld hjá stúlkum og sex hjá körlum. í karlaflokki náði Islands- meistarinn Guðjón Guðmundsson að komast í 1. sætið bæði í stökki og í gólfæfingum. Guðjón deildi þar efsta sætinu í báðum greinum með Peter Larsson frá Svíþjóð. í stökkinu fengu þeir 8,88 í eink- unn, en næsti maður var Henri Zondacq frá Luxemborg með 8,80. Þeir Guðjón og Peter Larsson fengu síðan báðir 9,05 í einkunn fyrir æfingar á gólfi, en Luxemborgarinn kom næstur með 8,90. Á öllum hinum áhöldunum sigraði Búlgarinn Liobomir Geraskov með miklum yfirburðum. f hringjunum fékk hann 9,35, á tvíslánni 9,20, á svifránni 9,30 og á bogahestinum fékk hann 9,25. Manoli Hervas frá Spáni sigraði á tvíslánni í kvennakeppninni. Þar fékk hún 9,60 í einkunn, en næst kom norska stúlkan Larsen með 9,313. Sú búlgarska, Mavrodieva, varð að láta sér lynda þriðja sætið með einkunnina 9,138. Hún sigraði síðan í stökki fékk 9,219 í einkunn. Hervas varð í öðru sæti með 9.169. Mavrodieva sigraði síðan í í gólfæfingum, fékk 9,625 í einkunn, en Hervas varð í öðru sæti með 9,225. Á jafnvægisslánni sigraði Hervas með 9,225, Mavrodieva varð önnur með 9,150. Bestum árangri íslensku stúlkn- anna á áhöldunum náði Bryndís Guðmundsdóttir er hún varð í þriðja sæti á tvíslánni með einkunnina 8,750. Linda Steinunn Pétursdóttir varð í fjórða sæti í stökki með 8,913 í einkunn. Mótið gekk vel í alla staði og var skemmtilegt á að horfa. Það er ekki á hverjum degi sem íslenskum íþróttaáhugamönnum gefst kostur á að fylgjast með Ólympíumeistara leika listir sínar hér á landi, en vonandi verður framhald þar á. Fimleikasambandið á heiður skilinn fyrir gott mót. BL PreStOn. Alex Higgins, fyrrum heimsmeistari í snóker verður ekki meðal keppenda á heimsmeistara- mótinu sem hefst í Sheffield í Eng- landi 15 apríl. Higgins sem er N-íri, tapaði í gær fyrir Englendingnum Darren Morgan, 10-8 í undan- keppnni fyrir HM í gær. Morgan varð heimsmeistari áhugamanna 1987. Higgins kennir þreytu um úrslitin og óvæntri velgengni á írska Masters mótinu sem Iauk á sunnu- daginn. „Ég var mjög þreyttur og varð að drekka svart kaffi allan leikinn gegn Morgan, ég hafði aðeins sofið í nokkra tíma," sagði Higgins eftir tapið. Madrid. Stórleik spænsku knatt- spyrnunnar milli Barcelona og Real Madrid um síðustu helgi lauk með markalausu jafntefli. Færin vantaði þó ekki í leikinn sem fram fór í Barcelona. Real Madrid hefur nú 44 stig í deildinni eftir 26 leiki, en Barcelona hefur 41 stig eftir 27 leiki. Staða Madridinga er því góð og allar líkur á að liðið vinni meistaratitilinn. Önnur lið eru langt að baki þessum tveimur, Celta er í þriðja sæti deild- innar með 32 stig eftir 26 leiki. Körfuknattleikur NBA-deildin: Cleveland að missa fflugið Velgengni liðs Cleveland Caval- iers í NBA-deiidinni í vetur hefur verið með eindæmum og það hefur koiuið liða mest á óvart. Mest allt keppnistímabilið hefur liðið verið með hæsta vinningshiutfallið. Nú er svo komið að liðið er ekki lengur efst, ekki einu sinni efst í sínum riðli. Það sem sett hefur hvað mest strik í reikninginn hjá Cleveland er kannski lið Detroit Pistons, sem er í sama riðli, miðriðli austurdeildar- innar. Detroit liðið hefur unnið hvern leikinn á eftir öðrum og hefur nú hæsta vinningshlutfallið í deild- inni. Þá gerðist það hjá meisturunum Lakers, að þeir töpuðu tveimur leikjum í röð á heimavelli sínum Forum. Það voru lið Atlanta Hawks og Chicago Bulls sem lögðu Lakers í Forum. Á sunnudaginn urðu úrslit þessi í NBA-deildinni: Philadelphia-Houslon Rockets.....108-99 Chicago Bulls-NJ.Nets .........106-95 Cleveland-Boston Celtics ........117-100 Atlanla Hawks-Indiana Pacers.....132-109 Washinglon Bullets-Golden St.....120-103 Dallas Mavericks-Miami Heat..... 98-% Delroil Pistons-L.A.CIippcrs......; 17-1(11 L.A.Lakeis-Milwaukee Bucks.....118-117 Staðan í deildinni er nú þessi: Austurdeildin-Atlantshafsridill: New York Knicks............47 25 94 Philadelphia '76ers ..........40 31 80 Boston Celtics ..............37 34 74 Washington Bullets..........34 37 68 New Jersey Nets............24 49 48 Charlotte Hornets ........... 17 54 34 Austurdeildin-Miðriðill: Detroit Pistons.............. 53 17 106 Cleveland Cavaliers ......... 52 20 104 Milwaukee Bucks............ 44 26 88 Chicago Bulls............... 44 27 88 Atlanta Hawks.............. 43 28 86 Indiana Pacers.............. 22 49 44 Vesturdeildín-MiðvesturriðiU: Utah Jazz ..................44 27 88 Houston Rockets............39 32 78 Denver Nuggets.............39 32 78 Dallas Mavericks............ 33 39 66 San Antonío Spurs.......... 19 52 38 Minini Heat................. 13 58 26 VesturdeUdin-Kyrrahaf sriðill: Los Angeles Lakers.......... 49 22 98 Phoenix Suns............... 46 26 92 Golden State Warriors ....... 40 32 80 Seattle Supersonics.......... 39 32 78 Portland Trail Blazers........ 33 38 66 Sacramento Kings........... 22 49 44 Los Angeles Clippers ........ 17 54 34 ___________________________BL Handknattleikur Bikarkeppnin: KR-ingar mótherjar FH Um síðustu helgi var dregið um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik. Síðasti leikur 16-liða úrslitanna var í fyrrakvöld er KR vann KA. í 8-liða úrslitunum mætast því FH gegn KR í Hafnarfirði. Armann b gegn Val í LaugardalshöII. Haukar gegn ÍR í Hafnarfírði og Stjarnan gegn Gróttu í Digranesi. BL 5 leikir í kvöld í kvöld verða 5 leikir, eða heil umferð á dagskrá 1. deildar karla í handknattleik. Kl. 18.15 leika Valur og KR að Hlíðarenda. í Digranesi mætast síðan Stjaman og Víkingur kl.20.00 og í Laugardalshöll mætast Fram og FH kl. 20.15. í Vestmanna- eyjum leik ÍBV og UBK kl. 20.15 og ¦ Höllinni á Akureyri mæta KA- menn strákunum í Gróttu af Sel- tjarnarnesi. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.