Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 5. apríl 1989 JHÍ Þátttakendur léttklæddir við undirbúning. Tímamynd: Árni Bjama Undirbúningur vegna keppninnar um Herra ísland í fullum gangi: Kílóin fjúka af herrum Islands Úrslitakeppni um titilinn Herra ísland fer fram á Hótel íslandi á fimmtudaginn kemur. Ellefu strákar æfa nú af fullum krafti fyrir hana, bæði framkomu og líkamsrækt. Þeir taka keppnina mjög alvarlega og hafa margir hverjir losað sig við fjölda kílóa til að líta sem best út við úrslitin. Dagskrá keppnirinar verður með stúfana og leituðum að þátttakend- svipuðu sniði og keppnin um Ungfrú fsland. Keppendur munu koma fram á sundskýlum, í íþróttafatnaði og herraklæðnaði. Á milli innkomanna verða sýnd margvísleg skemmtiat- riði önnur. Herra ísland verður síðan krýndur á miðnætti. Æfingar standa nú yfir og umsjón með þeim hefur Sóley Jóhannsdóttir, dansstú- díói Sóleyjar. t>ar er lögð megin- áhersla á að kenna herrunum rétta framkomu, göngulag og fleira. „Auk þess eru þeir í aerobik og annarri líkamsrækt og hafa verið það hátt á annan mánuð. Keppend- urnir taka þessu mjög alvarlega, eru allir farnir að borða mikinn fisk og drekka mikið vatn til að vera sem lögulegastir þegar að úrslitunum kemur. Einn þeirra hefur til dæmis losað sig við sjö kíló á sex vikum," sagði Gunnlaugur Rögnvaldsson einn aðstandenda keppninnar í sam- tali við Tímann. Þátttakendur eru á aldrinunt átján til tuttugu og fjögurra ára. Sigurvegarinn hlýtur silfurslcginn pípuhatt að launum. Að auki eru í verðlaun utanlandsferð, snyrtivörur, föt og fleira. Þá verður einnig keppt um titlana ljósmyndafyrirsæta keppninnar og þann vinsælasta. „Fyrir keppnina fengum við á milli þrjátíu og fjörutíu ábendingar frá fólki víðsvegar að varðandi val á þátttakendum. Við fórum einnig á um, bæði á skemmtistöðum og í líkamsræktarstöðvum. Síðan var um helmingur hópsins valinn úr þessuni aðiluni. Hinn helmingurinn saman- stendur af strákum sem gáfu sig sjálfir fram við okkur. Margir þeirra hafa áhuga á fyrirsætustörfum og finnst þetta kjörið tækifæri til að koma sér á framfæri. Þetta er góður vettvangur til að ná augum ljós- myndara. Við stefnum einnig að því að koma þeim sem vinnur á samning hjá fyrirtæki í London. í fyrra héldu margir að keppnin væri eitthvert grín en ég held að fólk sé farið að gera sér grein fyrir að svo er ekki. Við stefnunt að því að þetta verði árlegur viðburður,“ sagði Gunnlaugur. Gunnar Austmann er einn kepp- endanna. Hann hefur starfað nteð Módelsamtökunum og vonast til að keppnin opni nýjar leiðir á þeint vettvangi. „Ég lét skrá mig í keppn- ina fyrir um þremur mánuðum. í>á strax byrjaði ég æfingar og breytti um mataræði og hef nú misst ein níu kíló. Ég vonast til að geta komið mér á framfæri í fyrirsætustörfum og því um líku. Þetta gæti veitt mér' aukna atvinnumöguleika.“ Hann sagðist ekki vera orðinn taugaóstyrkur þó lokakeppnin nálg- aðist óðfluga. „Taugaóstyrkni eyði- leggur fyrir manni, bæði varðandi ánægju af keppninni og möguleika. Ég nýt auðvitað góðs af reynslu minni vegna sýninga með Módel- samtökunum. Én aðalmálið og það sem ég held að helst vefjist fyrir mönnum er að gleyma ekki brosinu. Það er erfitt en kemur með æfing- unni,“ sagði Gunna'r. Andinn innan hópsins er að sögn mjög góður þó um keppni sé að ræða. En keppendur hafa að sögn brallað ýmislegt saman utan æfinga- tímans. „Keppnin á vitaskuld fullan rétt á sér. Það er til dæmis að mínum dómi ekki völ á betri undirstöðu til að byggja sjálfstaustið á en þessari. Viðbrögð fólks hafa yfirleitt verið mjög góð og jákvæð. íslendingar eru seinteknir en ég hef trú á því að þetta eigi eftir að verða mjög vinsælt. Við hittumst mikið stákamir í hópnum, bæði til að æfa saman og fleira. Um daginn vorum við til að mynda með tískusýningu þar sem allir komu fram í stuttbuxum og bol. Að henni lokinni fórum við allir saman á ball í þessum fötum. Það er óhætt að segja að aðrir prúðbúnir gestir þeirrar samkomu hafi rekið upp stór augu. en flestir tóku okkur þó mjög vel,“ sagði Gunnar. jkb Slæmt ástand malar- vega Malarvegir landsins eru víðast hvar í mjög slæmu ásigkomulagi. Einna verst er ástandið í Borgar- nesi. Einn viðmælandi Tímans vildi helst líkja keyrslu um þær slóðir við keyrslu í mikið þýfðum móa. „Ástandið hér er heldur bág- borið. Vegirnir eru blautir og mikið holóttir. Það hefur lítið verið hægt að hefla þá í vetur sökum rigninga og snjóa,“ sagði einn starfsmanna vegaeftirlitsins í Borgarnesi í samtali við Tímann. Vegna þess hve mikill klaki er enn í jörð verður ekkert hægt að gera alveg á næstunni til að bæta ástandið. En um leið oghlýnar og vegimir ná að þorna verður hafist handa við að bera í þá og hefla. „Það þýðir ekkert að hefla þá svona blauta, þá verður þetta bara ein sósa. Við erum alltaf í viðbragðsstöðu og tökum til við lagfæringar um leið og það er mögulegt. í vetur höfum við svo til eingöngu verið í þvf að moka snjó og lítið getað gert annað. Allir malarvegir fara illa í svona veðráttu en það er alltaf verið að bæta við bundnu lögin," sagði starfsmaðurinn. í sumar er ætlunin að ljúka við að leggja bundið slitlag á þann sex kíló- metra kafla sem eftir er á leiðinni milli Borgarness og Reykjavíkur um Hvalfjörð. „Það hefur mikið verið kvartað yfir ástandinu. Vegirnir eru sér- staklega slæmir núna. En veður- farið í fyrra var til dæmis mikið hagstæðara upp á þetta að gera.“ jkb Alþingismenn votta látnum þingmanni virðingu sína: SIGURVINS MINNST Þingmenn á Alþingi minntust Sigurvins Einarssonar fyrrver- andi alþingismanns sl. mánudag, með því að rísa úr sætum sínum. Sigurvin sat á Alþingi í fimm- tán ár, fyrst sem þingmaður Barð- strendinga 1956-1959 og síðan Vestfjarðakjördæmis frá 1959- 1971. Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þins sagði í minningar- orðum sínum um Sigurvin að hann hefði komið á Alþingi lífs- reyndur maður og kunnugur mörgum sviðum þjóðlífsins. Hann hefði reynst atkvæðamikill þingmaður, fylginn sér í hverju máli er hann tók að sér, skeleggur í ræðum, reikningsglöggur og rökvís. Líkur á auknum viöskiptum við Saudi-Araba: FREÐFISKUR TIL SAUDI-ARABÍU? Dr. Nasser O. Alsaleh, forstjöri Saudi Fishcries Company, sem er stærsta fyrirtæki í útgcrð, fisk- vinnslu og fisksölu í Mið-Austur- löndum, dvaldist hér á landi í boði sjávarútvegsráðuneytisins dagana 20. til 23. mars sl. Samskipti ísiands og Saudi-Ar- abíu hafa hingað til verið óveruleg á sviði viðskipta. Heimsókn dr: Nassers hingað til lands var fyrst og frcmst til að kanna möguleika á viðskiptum við íslendinga, með þekkingu. tækjakost og verkefna- stjórnun í útgerð og fiskvinnslu og einnig beinum kaupum á freðfiski. Auk viðræðna við sjávarútvegs- ráðherra og forstöðumenn opin- berra stofnana sjávarútvegsins átti dr. Nasser viðræður við forsvars- menn helstu samtaka útgerðar og fiskvinnslu og stoðfyrirtækja í þjónustu sjávarútvegsins. Viðræð- ur dr. Nassers og framangreindra aðila voru mjög jákvæðar og mun þeim m.a. verða fylgt eftir með ferð nokkurra aðila úr viðskiptalíf- inu til Saudi-Arabíu í maí nk. í tilkynningu frá sjávarútvegsráðu- neytinu segir að allgóðar líkur séu á að þessi kynni leiði til nokkurra viðskipta milli þjóðanna. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.