Tíminn - 12.05.1989, Side 6

Tíminn - 12.05.1989, Side 6
6 Tíminn Föstudagur 12. maí 1989 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um málefni Sigló hf.: Skilmálar taldir afar sérstæðir Ríkisendurskoðun telur að þeir greiðsluskilmálar sem Sigló hf. hefur notið hjá ríkissjóði, megi teljast afar sérstæðir og eigi sér vart hliðstæðu hjá ríkissjóði. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar er tekin var saman um málefni Sigló hf., á Siglufírði, sem forseti sameinaðs þings fór fram á að gerð yrði fyrr í þessum mánuði auk viðbótarupplýsinga sem fjármálaráðherra fór fram á að svarað yrði. í skýrslu Ríkisendurskoðunar að fjárhæð 848 þúsundir króna til kemur fram að í kaupsamningi þeim sem gerður var í desember 1983 hafi þegar Sigló hf. keypti Lagmetisiðju Siglósíldar, ásamt tilheyrandi tækj- um og áhöldum sem fyrirtækið átti, var umsamið kaupverð alls hins selda 18 milljónir króna á söludegi. Samkvæmt samningi átti kaupverðið að greiðast með útgáfu skuldabréfs til 10 ára og vera afborgunarlaust tvö fyrstu árin. Kaupendur skuldbundu sig til að halda þáverandi rekstri áfram. Sérstaklega var tekið fram í kaupsamningnum að ástand fast- eigna var ábótavant og þarfnist lag- færingar og vélasamstæða til gaffal- bitaframleiðslu úr sér gengin auk viðhald annarra tækja ábótavant. í skýrslunni kemur fram að mat Ríkis- endurskoðunar er að söluverð hafi verið viðunandi. Framlag ríkissjóðs til Siglósíldar á 10 ára tímabili, frá 1973 til 1983, miðað við lánskjaravísitölu í mars- mánuði 1989 nam alls 134,6 milljón- um króna. Að meðaltali svaraði ársframlag ríkissjóðs til fyrirtækisins á nefndu tímabili til 12.236 þúsund króna miðað við verðlag í mars sl. eða samtals 61.180 þúsundum króna á fimm ára tímabili, eða til loka ársins 1988. Ríkisendurskoðun bendir á að rekstrarafkoma hins nýja fyrirtækis frá árinu 1984 til 1988 sýni að rekstrartap nemi á verðlagi í mars 1989 tæpum 200 milljónum króna. í júlímánuði 1984 er gefið út af hálfu Sigló hf. skuldabréf fyrir and- virði kaupverðs að fjárhæð 18 millj- ónir kr., framreiknað m.v. mars sl. 50,5 millj. króna. Höfuðstóll lánsins endurgreiðist á árabilinu 1986 til og með 1993, með jöfnum afborgunum tvisvar á ári. Þann 21. nóvember gaf Sigló hf. út skuldabréf til ríkissjóðs greiðslu gjaldfallinna vaxta af skuldabréfi 1. janúar til 1. nóvember 1984. í október 1985 gerði þáverandi fjármálaráðherra nýtt samkomulag við Sigló hf. sem fól í sér að öllum kröfum ríkissjóðs á Sigló hf. skyldi breytt í 15 ára lán, sem yrði afborg- unarlaust fyrstu 5 árin. Auk þess heimilaði ríkissjóður nýjar lántökur fyrirtækisins að fjárhæð allt að 600 þúsund bandarfkjadalir, sem hafi veðheimild á undan skuldabréfum ríkissjóðs til viðbótar þeim heimild- um sem fram komu í sjálfu skulda- bréfinu um veðleyfi. Samkomulag þetta gerði ráð fyrir að öllum vanskilum Sigló vegna upphaflegra skulda yrði breytt í langtímalán, en fyrirtækið hafði ekki staðið við ákvæði um greiðslu vaxta frá upphafi að öðru leyti en með útgáfu skuldabréfs, sem getið var um hér að ofan. í febrúar 1986 gefur Sigló út nýtt skuldabréf að fjárhæð 30.773 þúsund krónur, sem lofað er að endurgreiða að fullu á árunum 1991 til og með 2001, með jöfnum afborgunum. í skýrslunni kemur fram að sam- kvæmt upplýsingum frá Ríkisféhirði eru gjaldfallnir ógreiddir vextir í apríllok 1989 8.716 þúsundir kr. og því til viðbótar 3.115 þúsundir króna vegna dráttarvaxta eða samtals 11.831 þúsund krónur. Sigló hf. hefur aðeins innt af hendi tvær greiðslur í tengslum við kaup á eignum Siglósíldar í árslok 1983 að fjárhæð samtals 1.233 þúsundir króna. Fyrri greiðslan fór fram í desember 1987 og sú seinni í febrúar 1989. Heildarkröfur ríkissjóðs ásamt vöxtum og dráttarvöxtum m.v. verð- lag í apríl 1989 nema alls 70.742 þúsundum króna. „Ríkisendurskoðun telur að þeir greiðsluskilmálar sem Sigló hf. hefur notið hjá ríkissjóði, það er að fyrsta afborgun skuldabréfs er 8 árum frá kaupsamningi, fyrsta vaxtagreiðsla er 3 árum eftir kaupsamning og lánstími 18 ár, megi teljast afar sérstæð í viðskiptum sem þessum og eigi sér vart hliðstæðu hjá ríkis- sjóði,“ segir í skýrslu Ríkisendur- skoðunar. í tengslum við kaup Sigló hf. á eignum Siglósíldar gengust kaup- endur undir nokkur atriði í kaup- samningi. Ríkisendurskoðun kann- aði hvernig til hafi tekist og kemur m.a. í ljós að framleiðslulína til gaffalbitaframleiðslu var seld frá fyrirtækinu og frá Siglufirði 1987. Þessi framleiðsluþáttur var orðinn veigaminni þáttur í rekstri Sigló hf. en verið hafði hjá Siglósíld fyrr á árum. Engu að síður, segir í skýrsl- unni, verður þessi sala til þess að draga úr fjölbreytni atvinnulífs á Siglufirði og því þannig sé andstæð ákvæðum í kaupsamningi. Þá kemur einnig fram að Sigló hf. hafi frá upphafi fjárfest verulega umfram það sem áformað var við kaupsamn- ing og bent á að skip sem keypt var á árinu 1984 var selt aftur ári síðar. -ABÓ SAGA CLASS ÁHEATHROW Níunda Saga Class setustofa hefur nú verið tekin í notkun og er hún staðsett á Heathrow flugvelli í London. Setustofan er í álmu númer eitt, rétt innan við vegabréfa- skoðunina. Gestum er þar boðið upp á drykki og eitthvað til að narta í. Auk þess sem þeir hafa aðgang að símaþjónustu og sjónvarpi. Verðlagsstofnun kannar kjötverð á höfuðborgarsvæðinu: Allt að 90% verðmunur á kjöti og kjötvörum Mjög verulegur verðmunur kom fram á kjöti og unnum kjötvörum í könnun sem Verðlagsstofnun hefur gert. Þannig fannst t.d. allt að 44% verðmunur á lambalærissneiðum úr miðlæri, 39% munur á lambahryggjum og 37% á hangikjötslæri. Mánudaginn 8. maí sl. kannaði Verðlagsstofnun verð á nokkrum tegundum af kjöti og unnum kjötvörum í nokkrum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. DILKAKJÖT NAUTAKJÖT SVÍNAKJÖT UNNAR KJÖTVÖRUR Lærissn. úrmiðlæri Kötllettur 1 kg. 1 kg. Læri 1kg. Hryggur 1 kg. Súpukjöt Hangikjöt blandað óúrb. læri 1 kg. 1 kg. Nauta- gúllas 1 kg. Snitsel 1 kg. Kótilettur Læri með Kinda- Nauta- 1 kg. beini 1 kg. hakk 1 kg. hakk 1 kg. Kjötfars Vinarpyls. 1 kg. 1 kg. Arnarhraun, Arnarhrauni 21, Hf. 943-1032 630-651 672-687 615-638 394 792 998 1098 959 498 439 497 243 614 Ásgeir, Tindaseli 3, Rv. 935 658 658 638 460 871 950 1295 957 520 435 495 298 614 Borgarbúðin, Hófgerði 30, Rv, 1030 616-649 609 602 427 835 960 1050 995 590 472 650 370 552-614 Breiðholtskjör, Arnarb. 4-6, Rv. 815 646 605-749 591 391 773 944 1310 874 491 428 616 310 614 Fjarðarkaup, Hólshrauni 1 b, Hf. 843-1030 649 693 635 375-425 798 1037 1163 859 513 448 448-528 329 552-614 Grundarkjör, Furugrund 3, Kóp. 849- 948 574-651 633-687 574-638 393-436 764 915 915 853 498 444 465 298 614-639 Gæðakjör, Seljabraut 54, Rv. 848-976 595-616 645-693 595-635 393-430 648-695 948 1050 950 498 398 545 348 614-639 Hagabúðin, Hjarðarhaga47, Rv. 995 596 649 586 487 825 1044 1164 1042 596 471 590 295 639 Hagkaup, Kringlunni, Rv. 943-1030 630-649 683-693 576-635 415 807 992 1189 976 487 449 549 249 449 Kaupfélaglð, Miðvangi Hf. 944-1037 631-649 683-728 577-635 413-415 778 974 1120 983 570 399 530 290 552-614 Kaupstaður, Mjóddinni, Rv. 944-1037 631-649 683-728 577-635 413-415 778 974 1220 983 530 499 565 285 457-614 Kjöthöllin, Háaleitisbr. 58-60, Rv. 970 657 707 642 441 870 961 1040 1070 650 430 608 382 614 Kjötmiðstöðln, Garðatorgi, G.bæ 785-976 649 639-693 629-635 415-428 795-827 825 925 748 467 315 485 295 495-614 Kjötmlðstöðin, Laugalæk2, Rv. 763 606 634 580 432 821 925 1272 890 555 320 590 219 614 Kjötstöðin, Glæsibæ, Rv. 718-728 599-659 595-649 549-765 365-445 775 790 985 775-795 449-497 378 490-665 328 614 Laugarás, Norðurbrún 2, Rv. 998-1032 527-650 645-687 635-638 412-435 843 986 1195 998 615 459 545 365 614 Melabúðin, Hagamel 39, Rv. 833 631 685 621 420 830 '1135 1450 980 593 390 590 337 614 Mikligarður, v/Holtaveg, Rv. 944-1037 631-649 683-734 577-602 413-415 795 974 1220 983 570 479 565 369 457- 639 Nóatún, Nóatúni 17, Rv. 999 646 684 632 410 890 933 1361 879 489 460 545 349 614 SS, Háaleitisbraut 68, Rv. 775-1030 595- 649 693 635 393-415 802 996 1290 976 599 .495 575 418 595 Siggi og Lalll, Kleppsv. 150, Rv. 1032 651 687 638 436 790 1179 1287 990 590 498 595 365 614-639 Sparkaup, Lóuhólum 2-6, Rv. 898-1032 651-679 685-687 635-638 436 843 1198 1278 970 635 499 554 320 523-614 Straumnes, Vesturbergi 76, Rv. 980-1030 620 663 595 395 843 1070 1041 1050 570 491 539 372 614 Verslunin, Austurstræti 17, Rv. 950 690 695 650 430 750 960 1170 920 510 495 550 359 614 Enn meiri verðmunur var á unn- um kjötvörum, en á þeim getur líklega einnig munað meiru hvað varðar gæði. Einnig vekur athygli hve verðmunur getur verið mikill á sömu vöru, t.d. frosinni eða ófros- inni, innan sömu verslunar. Hæsta og lægsta verð reyndist sem hér segir á kílói af þeim vörum sem verð var kannað á: Lambalæri 595 kr. 749 kr. Lærissneiðar 718 - 1.037 - Hryggur 549 - 765 - Kótelettur 527 - 679 - Hangilæri 648 - 890 - Súpukjöt 365 - 487 - Nautagúllas 790 - 1.198 - Snitsel 915 - 1.450 - Svínalæri 449 - 650 - Kótelettur 748 - 1.050 Kindahakk 315 - 499 - Nautahakk 448 - 665 - Kjötfars 219 - 418 - Pylsur 449 kr. 639 kr. Ljóst virðist að mörg hundruð krónum getur munað á sunnudags- steikinni og mánudagskjötbollunum eftir því hvar kjötið er keypt. T.d. getur 2ja kílóa lambahryggur kostað frá 1.098 krónur og upp í 1.530 krónur. Verðmunurinn (432 kr.) mundi líklega duga til kaupa á því meðlæti sem þarf með hryggnum. Verðlagsstofnun tekur fram að í könnuninni er ekki lagt mat á vöru- gæði, heldur sé eingöngu um verð- samanburð að ræða. -HEI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.