Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 15
Föstudagur 12. maí 1989 Tíminn 15 MINNING Helga Ingibjörg Jónsdóttir Fædd 2. mars 1911 Dáin 1. maí 1989 Helga Ingibjörg Jónsdóttir var dóttir hjónanna Önnu Jónsdóttur og Jóns Gíslasonar. Var hún frumburð- ur þeirra hjóna. Þau bjuggu þá á Syðri-Löngumýri í Austur-Húna- vatnssýslu en fluttu nokkrum árum síðar að Ásum og bjuggu þar sín búskaparár. Jón féll frá langt um aldur fram en Anna dó í Reykjavík 1947. Helga átti einn bróður sem nú er látinn og þrjár systur og eru tvær þeirra á lífi. Helga var vel gefin en það varð þó ekkert af langskólanámi. Hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi og síð- an lá leiðin til Reykjavíkur. Þar lærði hún kjólasaum. Síðan vann hún mikið hjá klæðskerum við saumaskap á einkennisfötum og öðr- um vönduðum herrafötum. Hún var mjög vandvirk og þess vegna eftir- sóttur starfskraftur. Þegar Sigfús í Heklu stofnaði saumastofuna íris um 1949 varð Helga þar verkstjóri. Árið 1959 þegar Helga var komin hátt á fimmtugsaldurinn giftist hún Erlendi Jónssyni. Erlendur var vel greindur, skemmtilegur og einstak- lega lífsglaður og ljúfur maður. Hann reyndist Helgu frábærlega vel. Líf Helgu gerbreyttist. Þau fóru saman á dansiböll og í ferðalög, löng og stutt, utan lands og innan. Það var gist í tjaldi ef veður leyfði, annars á hótelum eða hjá kunningj- um. Erlendur var mikill laxveiði- maður. Hann var fljótur að koma veiðistöng í hendurnar á Helgu. Hún hreifst með og reyndist góður nemandi. Fljótlega var hún farin að fá'ann líka. Helga og Erlendur voru mjög hamingjusöm. Það var skemmtilegt að heimsækja þau enda var mjög gestkvæmt hjá þeim. Erlendur átti fjögur börn frá fyrra hjónabandi og voru þau öll komin með sínar fjöl- skyldur. Þegar halla tók undan fæti og Elli kerling tók að gerast nær- göngul seldu þau Helga og Erlendur húsið sitt Miðtún og tryggðu sér litla íbúð í Hátúni lOb. Þar yrðu þau aldrei ein þótt annað félli frá. Það varð Helgu mikið áfall þegar Erlend- ur varð bráðkvaddur fyrir tæpum níu árum. Heilsu hennar tók að hraka og mátturinn að þverra. En hún varð aldrei einmana í þessu húsi. Þar átti hún marga vini sem reyndust henni góðir og sannir. Nú á síðari árum duldist engum að hverju stefndi. Hún fór á sjúkrahús oftar en einu sinni og þar kom fram við rannsókn það mein er varð henni að aldurtila. Þann 1. maí kom kallið. En þá var hún ekki ein, hjá henni var sonur Erlendar, Örn og kona hans Renata. Við þökkum Helgu samfylgdina í gegnum árin. Hún reyndist okkur sannur vinur í raun. Öllum vinum hennar og ættingjum sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Hvíli hún í friði. Guð blessi minn- ingu hennar. Brynja Baldursdóttir Helga Pálsdóttír Skuggi féll á vorkomuna er fréttin barst um að Helga föðursystir mín hefði orðið bráðkvödd fyrsta maí síðastliðinn. Þó vorið sé fyrirboði lífs í ríkum mæli allsstaðar í náttúrunni, sem Helga tengdist svo náið á uppvaxtar- árum sínum í sveitinni, er dauðinn alltaf nálægur og tekur sinn toll, oft öllum að óvörum. í dag 12. maí verður Helga jarð- sungin frá Bústaðakirkju í Reykja- vík. Helga Jónsdóttir fæddist að Syðri- Löngumýri í Svínavatnshreppi 2. mars 1911. Faðir hennar var Jón Gíslason sonur hjónanna Gísla Hall- dórssonar og Guðrúnar Gísladóttur frá Eyvindarstaðargerði, nú Aust- urhlíð í Blöndudal. Móðir hennar var Anna Jónsdóttir frá Sauðanesi, dóttir hjónanna Jóns Jónssonar bónda í Sauðanesi og Helgu Gísla- dóttur frá Flatatungu í Skagafirði. Helga var elst í hópi fimm syst- kina, bróðir hennar Gísli bóndi á Stóra-Búrfelli lést árið 1985. Systir hennar Guðrún, er var ljósmóðir, lést árið 1946. Eftirlifandi systur hennar eru Soffía og Ása báðar búsettar í Reykjavík. Helga átti heima fyrstu níu æviárin á Syðri-Löngumýri í Svínavatns- hreppi, en þá fluttist fjölskyldan að Ásum í sömu sveit, þar sem Helga ólst upp til fullorðinsára ásamt for- eldrum og systkinum. Helga stundaði nám við Kvenna- skólann á Blönduósi veturinn 1929- 1930, næstu árin stundaði hún vinnu á ýmsum stöðum, þar á meðal á Hólum í Hjaltadal og á Siglufirði, jafnframt því sem hún var öðru hvoru heima á Ásum. Snemma fór Helga að leggja stund á saumaskap, fyrst á Blönduósi og síðan í Reykjavík, en þangað fluttist hún í kringum 1940 og dvaldist þar æ síðan. Saumakunnáttan varð henni haldgott veganesti á lífsleið- inni og vann hún við saumaskap mestan sinn starfsaldur eftir að til Reykjavíkur kom. Helga var ákaflega heilsteypt kona, heiðarleiki og samviskusemi voru hennar æðstu dyggðir, sem aldrei var kvikað frá. Hún hafði ætíð brennandi áhuga á að fræðast um menn og málefni og kunni frá mörgu að segja. Móður sinni reyndist hún mikil hjálparhella síðustu misserin sem hún lifði, en þá var hún mikill sjúklingur og dvaldist hjá Helgu. Árið 1959 giftist Helga, Erlendi Jónssyni trá Jarðlangsstöðum í Borgarfirði, en hann lést árið 1980. Þau hjón voru ákaflega samhent í lífi og starfi. Þau áttu hlýlegt heimili að Miðtúni 16, en fluttust síðan í íbúðir aldraðra í Hátúni lOb. Þar eignuðust þau hjón marga trygga vini, sem reyndust Helgu mikill styrkur síðustu æviár Erlendar. Er- lendur átti fjögur börn af fyrra hjónabandi og reyndust þau og fjöl- skyldur þeirra Helgu ákaflega vel. Ég á margar góðar minningar um heimsóknir þeirra Helgu og Erlend- ar allt frá barnæsku, en þau komu á hverju sumri á heimili foreldra minna og dvöldu þar nokkra daga í senn. Helga bar ætíð djúpar tilfinn- ingar til sinna æskuslóða, og sérstak- lega til Ása, og lagði hún leið sína oft þangað er hún var á ferð fyrir norðan. Á síðastliðnu sumri er Helga kom að Stóra-Búrfelli í síð- asta sinn keyrði ég hana á æskuslóð- irnar, og er mér sérstaklega minnis- stætt er hún labbaði um gamla túnið á Ásum og tíndi puntstrá í vönd til að eiga, er heim væri komið. Þetta sagði mér meira en mörg orð hversu djúpar tilfinningar Helga bar ætíð til bernskustöðva sinna á Ásum. Er faðir okkar systkinanna þurfti að leita lækninga síðustu æviárin til Reykjavíkur, var heimili Helgu hon- um sem annað heimili og erum við henni hjartanlega þakklát fyrir það og þann stuðning sem hún veitti föður okkar í veikindum sínum. Ég mun ætíð minnast Helgu sem hinnar traustu staðföstu manneskju sem aldrei lét glaum og glys heimsins villa sér sýn. Við systkinin viljum senda eftirlif- andi systrum hennar, skyldfólki og vinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar, og megi hún hvíla í friði. Fyrir hönd okkar systkinanna Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli. Katrín Viðar Fædd 1. september 1895 Dáin 27. apríl 1989 Katrín Viðar var fædd í Reykja- vík, og var hún elsta barn hjónanna Jóns Norðmanns frá Barði í Fljótum og Jórunnar Einarsdóttur frá Hraun- um í Fljótum. Systkini Katrínar voru: Jón, dó ungur og ókvæntur, Kristín kona Páls ísólfssonar tónskálds, Óskar framkvæmdastjóri og eigandi byggingavöruverslunar- innar J. Þorláksson og Norðmann, kvæntur Sigríði Benediktsdóttur Þórarinssonar kaupm. í Reykjavík, Ásta danskennari í Reykjavík, kona Egils Árnasonar kaupmanns, og Jórunn, gift Jóni Geirssyni lækni. Þau skildu, og seinni maður hennar var Þorkell Gíslason. Foreldrar Katrínar fluttust til Ak- ureyrar og var faðir hennar þar útgerðarmaður til dauðadags, en hann dó ungur. Eftir lát hans fluttist Jórunn til Reykjavíkur með börnin, og Katrín hóf nám í Verslunarskóla fslands. Að þvt námi loknu fór hún til Þýskalands og stundaði þar nám í píanóleik í tvö ár. Þegar hún kom heim frá Þýskalandi hóf hún kennslu í píanóleik og hélt bví starfi áfram framundir áttrætt. Á fyrri árum var hún oft með 30-40 nemendur á vetri, og eru það því orðnir margir sem lært haf hjá henni, enda var hún afburða góður kennari. Katrín giftist Einari Viðar banka- ritara og söngvara í Reykjavík. For- eldrar hans voru Indriði Einarsson skrifstofustjóri og rithöfundur, og kona hans Martha María Guðjohn- sen. Þau Katrín og Einar eignuðust tvær dætur, Jórunni Viðar tónskáld, f. 07.12. 1918, gift Lárusi Fjeldsted kaupsýslum. Þeirra börn eru Lárus, Katrín og Lovísa, og Drífu Viðar rithöfund, f. 05.03 1920, d. 19.05.1971, gift Skúla Thoroddsen lækni, börn þeirra eru: Einar, The- ódóra, Guðmundur og Jón. Katrín missti mann sinn eftir nokkurra ára sambúð. Hún giftist öðru sinni árið 1937 og var seinni maður hennar Jón Sigurðsson skólastjóri við Laugar- nesskólann. Hann var mikill menn- ingarfrömuður og hugsjónamaður og voru þau hjón mjög samhent. Jón dó árið 1977. Árið 1925 stofnsetti Katrín versl- un með hljóðfæri og listmuni í Lækjargötu 2 og rak hana í mörg ár. Jón Norðmann, faðir Katrínar, var móðurbróðir móður minnar, og var hún tvo vetur við nám á heimili þeirra hjóna á ungdómsárum sínum Þá bast hún þeim vináttuböndum við Katrínu frænku sína sem ekki slitnuðu upp frá því. Fyrstu minning- ar mínar um Katrínu frænku mína eru því bréfin frá henni, sem hún skrifaði móður minni, og komu eins og fréttir úr annarri veröld inn á lítið sveitaheimili norður í Skagafirði, en svo langt var á milli Reykjavíkur og skagfirskrar sveitar á þessum árum. Þá var líka myndin af henni, sem stóð á kommóðunni heima. Mynd af ungri stúlku á hvítum kjól, svo fallegri að ég hugsaði mér að svona myndu englarnir á himnum líta út. En það var á sólbjörtum júlídegi sumarið 1932, að ég sá Katrínu frænku mína í fyrsta skipti. Hún kom í heimsókn, ásamt Guðrúnu Sveinsdóttur vinkonu sinni, en þær voru á ferð um landið á hestum. Þá bauð Katrín mér að koma suður um haustið til náms, og dveljast á heimili sínu. Þetta var ekki lítill fengur fyrir námsþyrsta sveitastúlku, það var sannarlega að detta í lukkupottinn. Um haustið fór ég suður og stund- aði nám í Gagnfræðaskóla Reykja- víkur næstu tvo vetur. Þau ár eru mér ógleymanleg. En þó skólinn væri þroskandi og þar lærði ég margt sem kom mér að gagni í lífinu, var ekki síður mikilsvert að verða þess láns aðnjótandi að fá að dveljast á heimili Katrínar frænku minnar. Það var menningar- og menntaheimili, einn samofinn heimur lita og tóna, listar og fegurðar. Ég held ekki að á neinn af samferðafólki mínu sé hallað, þó mér finnist Katrín Viðar vera einhver göfugasta manneskja sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Það var lærdómsríkt að ræða við hana, og var þá sama um hvað var rætt, sjóndeildarhringur hennar var víð- ur, þekking á mönnum og málefnum staðgóð, og hún horfði á heiminn hleypidómalausum augum. Eitt af því sem Katrín bar fyrir brjósti var að því yrði komið til leiðar að allar ungar stúlkur lærðu eitthvert starf, sem gæfi þeim svo afdráttarlaus réttindi, að þær gætu alltaf séð sér og sínum farborða, hvað sem í skærist á lífsleiðinni. Hún var þannig sú manneskja sem kveikti í mér þann neista kvenrétt- inda sem ég hef að leiðarljósi enn í dag. Þá var Katrín mikill íþróttaunn- andi. Hún stundaði bæði skíða- og skautaíþrótt, og það var hennar framtíðarsýn að hér yrði byggð J TÖLVUNOTENDUR L Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir evðublaða fVrir tölvuvinnslu. PRENTSMIDIAN l ~m PKtNISMIÐIANan Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 skautahöll svo hægt væri að stunda skautaíþróttina bæði sumar og vetur og burtséð frá veðri. Þegar skauta- höllin var reist var Katrín orðin 72ja ára gömul. Þá hringdi sjónvarpið til hennar og bað hana að vígja skauta- höllina. Hún lét til leiðast þó hún hefði ekki stigið á skauta í fimm ár. Og þegar maður sér sjónvarpskvik- mynd frá þeirri athöfn má sjá hvar Katrín Viðar fer þar fremst í flokki, og verður ekki annað séð en þar fari ung stúlka, svo léttar voru hreyfingar hennar á svellinu. Skautahöllin var síðar gerð að bílastæði. Þegar ég lít yfir farinn veg finnst mér heimilið á Laufásvegi 35 bera af öllum heimilum sem ég hef kynnst, ekki aðeins að fegurð og smekkvísi, heldur var það ekki síður sá andi sem ríkti þar innan veggja. Það var sannarlega heimili þar sem gleðin og bjartsýnin réði ríkjum. Ég held að ekki finnist samheldnari fjölskylda en Katrín og dætur hennar, þær Jórunn og Drífa, voru. Og heimili Katrfnar stóð opið öllum okkar vinum og félögum. Þar var oft margt um manninn og glatt á hjalla. Þá var Katrín ekki síður hjálparhella allri sinni fjölskyldu og vinum, ef eitt- hvað bjátaði á. Á stundum gleðinnar og einnig sárustu sorgarinnar var Katrín jafnan nálæg, og það var alltaf jafn gott að finna hennar styrku hönd. Ég vil ljúka þessum fátæklegu minningarorðum með djúpu þakk- læti fyrir allt sem Katrín frænka mín hefur fyrir mig gert, fyrir allt sem ég á henni að þakka. Nú er hún horfin okkur en minningin um góða og göfuga konu lifir í hugum okkar. Guð blessi minningu hennar. María Þorsteinsdóttir. Rafvirkjar - Rafverktakar Próf í þeim áföngum, sem kenndir hafa verið á námskeiðum Rafiðnaðarskólans til löggildingar í rafvirkjun, verður haldið í Tækniskóla íslands fimmtudaginn 25. maí 1989 kl. 13:00-14:30. Þátttaka óskast staðfest fyrir 20. maí. Þátttakendur leggi fram staðfest gögn um að þeir hafi lokið námskeiðunum eðasambærilegu námi. RER RAFMAGNSEFTIRLIT RlKISlNS Verkstæðissala Hornsófar og sófasett á heildsöluveröi. Bólsturverk, Kleppsmýrarvegi 8. Sími 91-36120.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.