Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 13
Föstudagur 12. maí 1989 Tíminn 13 VETTVANGUR lllllli llil lllli: Bergljót Líndal, hjúkrunarforstjóri: Heilsugæsla I skólum Heilsugæsla í skólum hefur verið rekin í einhverju formi allt frá því að skólahald hófst hér á landi á miðöldum. Sérstök lög voru sett um heilsuvernd í skólum 1957. Heilsugæslustöðvar sinna heilsugæslu í skólum í sínu hverfi. í Reykjavík sinnir Heilusverndarstöð Reykjavíkur skólum í þeim hverfum þar sem ekki er heilsugæslustöð. Heilsugæsla í skólum er í beinu framhaldi af ung- og smábarn a vern d. Markmið heilsugæsla í skólum er að: - efla andlega, líkamlega og félagslega heilbrigði, þannig að hver og einn nái og haldi þeirri bestu heilsu, sem eiginleikar og umhverfi leyfa. - að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys. Til að ná því þarf að stuðla að því að börn fái að þroskast við þau bestu skilyrði, andleg, líkamleg og félagsleg, sem völ er á. Það þarf því að fylgjast náið með barninu og umhverfi þess. Komi í ljós, að eitthvað hamli því, að þessum skilyrðum sé fullnægt, skulu ráðstafanir til úrbóta gerðar svo fljótt sem auðið er. íslendingar eru sem kunnugt er aðilar að verkefni Sameinuðu þjóðanna sem kallað er „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“. Ein megin áhersla í því efni er lögð á að gera hvern og einn ábyrgan fyrir eigin heilsu, eins og mikið er rætt, um þessar mundir. Þar er Ijóst að menn geta haft mikil áhrif á heilsuna með lífsvenjum sínum. Hvergi gefst betra tækifæri til að hafa áhrif á einstaklinginn en í skólanum og þar er skólahjúkrun- arfræðingurinn í lykilaðstöðu. Hann er tengiliður heimila, skóla og heilsugæslu. Hann hefur greið- an aðgang að börnunum og oft á tíðum þekkir hann ekki aðeins börnin heldur og fjölskyldur þeirra, en það er einn af kostum heilsugæslunnar, að þar er veitt alhliða þjónusta, allri fjölskyld- unni. Hann starfar náið með skóla- lækni og kennurum. Aldrei er einstaklingurinn heil- brigðari en einmitt á grunnskóla- aldrinum og því hafa margir spurt, hvað gera skólahjúkrunarfræðing- ar? Eins og að framan segir „mark- miðið er að ná, halda og efla heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma og slys“. Það er einmitt það sem skóla- hjúkrunarfræðingur hefur að leið- arljósi. Starf skólahjúkrunarfræðings er fyrst og fremst fjórþætt: - Heilbrigðisfræðsla í samvinnu við kennara. - Varnar- og styrktaraðgerðir. Þá er átt við t.d. bólusetningar, flúormeðferð og heilbrigðishvatn- ingu af ýmsu tagi. - Heilbrigðiseftirlit þ.e. skoðanir af ýmsu tagi, kembileit o.fl. - Einstaklingsbundin meðferð. Síðasttaldi þátturinn er einn sá veigamesti í starfi skólahjúkrunar- fræðinga. Hann er í þeirri stöðu að hafa sérstakt tækifæri til að ná góðu trúnaðarsambandi við börnin. Það verður til þess að þau leita til hans, létta af sér áhyggjum og leita leiðbeininga. Þarna getur hjúkrunarfræðingur orðið að miklu liði. í breyttu þjóðfélagi breytast vandamálin og þar með þjónustan. Áður fyrr var það líkamleg van- heilsa og þá sérstaklega smitsjúk- dómar, sem settu svip sinn á heil- brigðisþjónustuna og þar með heilsugæslu í skólum. Nú eru það andleg og félagsleg vandamál. í okkar góða velferðarríki er það „alltof stór hluti barna á skólaaldri sem á í erfiðleikum," segir Vilborg Guðnadóttir skólahjúkrunar- fræðingur í viðtali í tímaritinu Þjóðlífi, nú að dögunum. Enn- fremur segir Vilborg: „Ég hafði ímyndað mér að flest börn hefðu það gott en það reynd- ist alls ekki vera þannig. Að vísu er það ekki meirihlutinn sem á í erfiðleikum en allt of stór hluti og miklu fleiri en við gerum okkur grein fyrir.“ „Ég hef líka orðið vör við að börn skipta oft um skóla. Ég man eftir níu ára gömlu barni sem hafði verið í fimm skólum.“ „Ég hef fengið til mín 9 ára börn sem þjást af vöðvabólgu og stöðug- um höfuðverk og ég hef heyrt af 6 ára börnum með vöðvabólgu." „Ég vorkenni alveg jafrimikið börnum sem eiga forelda á frama- braut og börnum fátækra foreldra. Börnin vilja oft gleymast á frama-" brautinni." „Oft koma börnin til mín og geta ekki sagt hvað er að, ég bara finn að þau bíða eftir svörum, ekki plástri. Þau eiga erfitt með að tala um foreldra sína, reyna að verja þá eins og þau geta. Og ef þau kvarta undan þeim fá þau bullandi sektar- kennd..“ Margt fleira athugavert kemur fram í þessu viðtali. Við skulum kannski líta á hver eru helstu vandamálin, sem steðja að íslensk- um skólabörnum. Þeir nemendur sem sérstaklega þarf að fylgjast með kallast gæslunemendur og samkvæmt upplýsingum skóla- hjúkrunarfræðinga eru helstu erf- iðleikar gæslunemenda þessir: A. Líkamleg vandamál t.d. offita, slys, skammvinnir sjúkdómar. B. Langvinnir sjúkdómar t.d. syk- ursýki - asthma, flogaveiki. C. Fötlun t.d. lamanir, lesblinda, heyrnardeyfa. D. Sálrænir, sállíkamlegir, hegð- unar, félagslegir erfiðleikar. En þessi börn hefur skólahjúkrunar- fræðingur náið samband við og þau koma oft: Barnið sem kvartar mikið; - er afskipt - lagt er í einelti - aðlagast ekki - á hvergi heima - neytir fíkniefna/vímuefna - hefur orðið fyrir kynferðislegu áreiti - líður illa, áerfitt með að lærao. fl., o.fl. Skólahjúkrunarfræðingurinn fylgir því síðan mjög grannt eftir að börnin fari eftir þeim fyrirmæl- um, sem þeim eru sett, hver árang- ur verður og hvaða ákvarðanir eru teknar. Um þessar mundir er verið að setja á laggirnar í Reykjavík „Nemendaverndarráð". Það skal stuðla að velferð nemenda m.a. með því að skapa jákvætt námsum- hverfi fyrir nemendur, veita ráð- gjöf til kennara og skólastjóra, ætlunin er að í því sitji skólastjóri/ yfirkennari, fulltrúi sérkennara, sálfræðideildar, og kennara; og skólahjúkrunarfræðingur. I okkar flókna þjóðfélagi með þá miklu þekkingu, sem við búum yfir og þar af leiðandi fjölda sér- fræðinga er samvinna af þessu tagi forsenda þess að árangur náist. Því binda allir, sem til þekkja, miklar vonir við þessa skipan mála. Það er alveg ljóst, að með réttum aðgerð- um má draga verulega úr vanda- málum og erfiðleikum, sem steðja að skólabörnum og þar með slæm- um afleiðingum þeirra, sem geta brotist út á ýmsa vegu. Þótt skólarnir hafi miklu hlut- verki að gegna í að koma nemend- um „til nokkurs þroska“ og skiln- ingur hafi vaknað, þá verður eitt að vera ljóst. Það má ekki taka um of ábyrgðina af foreldrunum, en tilhneiging virðist vera í þá átt. Það eru fyrst og síðast þeir sem bera ábyrgðina. Starfsfólk skólanna og heilsugæslunnar eru til stuðnings og leiðbeininga, en samvinna við foreldra er skilyrði þess að vel takist til. Heilsugæslan hefur þarna eitt megin hlutverk. Það hefur Alþjóða samvinna hjúkrunarfræðinga gert sér ljóst með því að helga alþjóða- ,dag sinn Heilsugæslu í skólum. Bergljót Líndal hjúkrunarforstjóri PÓSTFAX TÍMANS Vinningur til íbúöarkaupa, kr. 2.000.000 69727 Heimsreisa eftir vali, kr. 500.000 38827 Vinningur til bílakaupa á kr. 300.000 9836 13197 16871 73904 Utanlandsferöir eftir vali, kr. 75.000 5668 23818 36926 7075 25995 42499 10749 28619 45355 18376 35205 47819 57541 65672 58562 68025 62003 68059 64378 73264 Utanlandsferöir eftir vali, kr. 50.000 566 9627 17026 26823 34322 41620 49826 56362 62549 71204 684 9819 17185 27339 34345 42199 50061 56488 63192 71233 948 10002 17815 27683 34381 42376 50383 56929 63394 71688 1764 10026 18282 27691 34469 42889 50827 57207 63756 71930 2193 10181 18321 28925 34644 43253 50836 57500 64201 71963 2237 10676 19012 29645 34737 43843 50936 57524 64711 72462 3035 10949 19733 30057 34941 44655 50981 57564 65135 72773 3136 11031 20697 30367 35238 44956 51306 57594 65146 72786 3921 11133 21231 30588- 35432 45298 51629 58183 65378 73120 4042 11378 21952 30597 36170 45469 51890 58661 65482 74197 4412 11470 21991 30639 36222 45613 52386 58820 65936 74904 5210 11812 22923 30895 36369 45739 52770 59263 66240 75063 5609 1 1999 23263 31068 36790 45932 53198 59329 67424 75157 5949 12330 23914 31370 37203 46331 53369 59426 67718 76032 6095 13618 24156 31620 37333 46868 53703 60044 67721 76085 6611 13675 25425 31781 38063 46915 53780 60155 67738 76106 6874 14550 25426 31830 38096 47414 53913 60187 67810 76122 7292 14556 25566 32853 .38377 47877 54050 60458 68797 76279 7633 15793 25713 33274 38452 48102 54541 60528 69595 78078 9134 15843 26018 33627 38605 48378 54673 60644 70316 78348 9178 16184 26069 33975 400 J 9 48482 55168 60662 70792 78671 9197 16642 26682 34064 40196 48809 55421 61554 70869 78765 9346 16930 26763 34148 40496 48822 55907 62354 71001 79699 Húsbuna&ur eftlr vali, kr. 10.000 7 7504 18100 24508 34116 42878 50675 58073 66253 74493 21 7680 18224 24773 34250 42935 50987 58195 66742 74496 79 8474 18405 25129 34260 42959 51045 58328 66795 74663 373 8865 18486 25600 34264 43021 51089 58420 66815 75027 417 9352 18653 26249 34629 43024 51129 58584 66935 75270 635 9701 18732 26455 34652 43103 51230 58956 67122 75805 805 10585 18813 26751 34851 43105 51417 59300 67196 76047 1095 10612 18901 27388 34866 43371 51635 59436 67211 76065 1096 11325 19000 27731 35222 43432 51802 59438 67970 76462 1321 11363 19120 27744 35321 43455 52028 60267 67996 76762 1472 11405 19219 28278 35325 44194 52093 60855 68231 76910 1473 11465 19512 28682 36100 44212 52521 61034 68252 76933 1533 11526 19536 28711 37095 44427 52627 61240 68254 77351 1536 12130 19694 28912 37528 44450 52939 61350 68355 77410 1644 12136 20028 28990 37632 45022 53116 61674 68506 77515 1797 12430 20064 29037 37683 45790 53253 61737 69023 77608 2347 12538 20691 29142 37983 45941 53558 61846 69067 77617 2434 13471 20716 29224 37984 46103 53615 62249 69682 77822 2855 13616 21532 29549 38129 46470 53716 62401 70064 78145 3130 13771 21736 29667 38151 46477 53914 62441 70355 78190 3162 13915 21829 29925 38439 47343 54097 62569 71066 78414 3372 14622 22075 29944 38525 47367 54190 62704 71075 78933 3496 14936 22487 29994 39448 47788 54522 62812 71107 79084 3955 15350 22753 30477 39555 47870 54543 63171 71394 79181 3985 15391 22759 30622 39578 48011 54581 63564 71698 79262 4220 15579 22795 30947 39857 48097 54652 63948 72616 79339 4451 15626 22905 31222 40009 48117 55242 63976 72695 79424 4689 15756 22927 31232 40072 48821 55422 64103 72755 79440 4773 15766 23032 32162 40472 49002 56658 64417 72949 79689 5178 15907 23080 32253 40883 49262 56991 64495 73618 5839 16415 23103 32556 40925 49308 57122 64569 74057 5858 17510 23184 32928 40967 49322 57175 65059 74179 6048 17517 23400 33195 41391 49815 57243 65242 74228 7129 17890 23452 33385 42537 49932 57623 65602 74310 7491 18089 23909 33897 42627 50614 57898 65835 74440 Atgr»IAsla utanlandsfsröa og húsbúnaOarvinnlnga hefst 15. hvers minaóar og stendur tll ménaðamóta. HAPPDRÆTITI DAS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.