Tíminn - 26.05.1989, Side 10

Tíminn - 26.05.1989, Side 10
10 Tíminn Föstudagur 26. maí 1989 Föstudagur 26. maí 1989 Tíminn 11 Leikjunum seinkað í kvöld í kvöld verða 2 leikir í 1. deildinni í knattspymu, Hörpudeildinni. Vík- ingar fá KR-inga í heimsókn og verður leikurinn á gervigrasvellinum í Laugardal kl. 21. Á KA-vellinum á Akureyri mætast heimamenn og Ís- landsmeistarar Fram kl. 20.45. f 3. og 4. deild verða einnig nokkrir leikir: 3. deild: í Grindavík. Grindavík-ÍK Á gervigrasinu Leiknir R.-Hvera- gerði Á Valhúsavelli Grótta- Aftureiding Á Neskaupstað Þróttur N.-Valur F. 4. deild: Á Ármannsvelli Ármann-Léttir Á Svalbarðseyrarvelli Æskan-Efling Ailir 3. og 4. deildar leikirnir hefjast kl.20.00. BL 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 r raumr!!! Einn tippari var með 12 rétta í síðustu viku getrauna, en þá réð teningurinn úrslitum í tveimur leikjum. Það var jafn- teflismerkið X sem upp kom, en svo undarlega vildi til að leikjunum lauk báðum með jafntefli, þegar þeir voru leikn- ir á mánudaginn. Tipparinn heppni, sem að jafnaði notar tölvu sér til að- stoðar fær í sinn hlut rúma hálfa milljón, en hann var ein- nig með 8 raðir með 11 réttum. Fram var söluhæsta félagið í síðustu viku, með 11,86% áheita. Fylkir var eins og svo oft áður í öðru sæti með 6,86% áheita. Þá kom KR sem fyrr í þriðja sæti með 5,89%. ÍR tók stökk í síðustu viku og skaust uppí áttunda sætið með 3,38% áheita. Önnur umferð í Sumarleik getrauna var á laugardaginn og nú hefur BIS forystu í leiknum með 22 stig. Keppni er þó mjög jöfn því margir hópar fylgja fast á eftir með 21 stig. Fjölmiðlaleikurinn er nú kominn af stað. í síðustu viku voru Tíminn og MBL getspak- astir með 7 rétta. Þjóðviljinn, Dagur, Bylgjan , RUV og Stöð 2 voru með 6 rétta og DV og Stjarnan ráku lestina með 5 rétta. Staðan er nú þannig að RÚV og Stöð 2 hafa 14 stig, Tíminn og DV hafa 13 stig, Þjóðviljinn, Dagur og Bylgjan hafa 12 stig, MBL hefur 11 stig og Stjarnan rekur lestina með 9 stig. Seðillinn sem spáð verður í um helgina, 21. leikvika, er alíslenskur og nú verða menn að skila seðlunum á útsölustaði á föstudagskvöld, því sölukerf- ið lokar kl. 19.55. En lítum leikina. KA-Fram: 2 KA-menn hafa góðu liði á að skipa í sumar og þeir eru ávallt erfiðir heim að sækja. Einnig eru þeir erfiðir á mölinni og gæti hún reynst Frömurum fjötur um fót. Þó verða íslands- meistarar Fram að teljast sig- urstranglegri, enda með mjög gott lið. Sigur þeirra verður þó mjög naumur að þessu sinni. Víkingur-KR: 2 Það er erfitt sumar framundan hjá Víkingum, þeir sluppu naumlega við fall í fyrra og í sumar verða þeir með fall- drauginn á hælunum. Þeim til tekna má þó reikna heimavöll þeirra við Stjörnugróf, en leikurinn gegn KR verður ein- mitt á þeim velli. KR-ingar misstu leikinn gegn ÍA um síðustu helgi úr greipum sér og því má búast við þeim grimm- um í þessum leik. Fylgir-Þór: 1 Fylkismenn sýndu hvað í þeim býr gegn Fram á þriðjudag og , þótt Framarar hafi sigrað var sá sigur naumur. Liðið á eftir að koma á óvart í sumar og á Fylkisvellinum verða þeir ár- eiðanlega erfiðir. Þórsarar fengu 3 stig í safnið er þeir léku gegn Víkingum um síðustu helgi, en veðrið var í aðalhlut- verki í þeim leik. Þórsarar eiga enn eftir að sýna að þeir geti komið til Reykjavíkur og haft stig á brott með sér. Völsungur-Selfoss: X Það verður áréiðanlega hart barist í þessum leik á Húsavík. Völsungar féllu úr 1. deild í fyrra og tefla fram nær nýju liði í sumar. 'Þeir eru því enn nánast óskrifað blað. Selfyss- ingar ætla sér stóra hluti í sumar og nú á að fara upp í 1. deildina. Jafntefli er ekki fjarri lagi. Stjarnan-Tindastóll: 1 Garðbæingar leika nú í fyrsta sinn í 2. deild, en þeir sigruðu glæsilega í 3. deildinni í fyrra. Þeir leika á góðum grasvelli í Garðabænum og þar verða þeir áreiðanlega harðir horn að taka. í liðinu eru nokkrir reyndir 1. deildárleikmenn, en ungu mennirnir eiga enn eftir að safna töluverðri reynslu. Tindastólsmenn eru alltaf seig- ir, en á útivelli eru þeir ekki eins sigurstranglegir. ÍR-Einherji: 1 ÍR-ingar náðu ágætum árangri í fyrra er þeir urðu í 4. sæti í 2. deild. í sumar tefla þeir fram mörgum nýjum leikmönnum til viðbótar við þá sem fyrir voru, þar á meðal markakóng- inum Tryggva Gunnarssyni. Vopnfirðingar eru að koma upp úr 3. deild og telja má líklegt að ÍR hafi sigur á gervi- grasinu. Breiðablik-Leiftur: 2 Breiðabliksmenn úr Kópavogi hafa verið í 2. deildinni um tíma, eftir reglulega flutninga milli 1. og 2. deildar á tímabili. í sumar verða Blikarnir örugg- lega allsterkir, eftir slakt sumar í fyrra, en mótherjar þeirra að þessu sinni eru Leiftursmenn frá Ólafsfirði, sem léku í 1. deild í fyrra. Þeir eru mjög erfiðir andstæðingar og Blik- arnir fá að kenna á því í þessum leik. Víðir-ÍBV: 1 Víðismönnum tókst ekki að endurheimta 1. deildarsætið í fyrra, en liðið varð þá í 3. sæti í 2. deildinni. Þeir Garðbúar eru mjög sterkir á heimavelli og nú hafa þeir endurheimt gamla félaga og eru á ný til alls líklegir. Eyjamenn hafa eins og Blikarnir átt í erfiðleikum með að endurheimta sitt gamla 1. deildarsæti og sú barátta verður einnig erfið í sumar. Heimasigur í Garðinum. Grindavík-ÍK: X Þessi lið koma líklega til með að berjast um sigur í SV-riðli 3. deildarinnar og þar með sæti í 2. deild næsta sumar. Grind- víkingar gefa aldrei eftir frekar en Kópavogsbúar og því er ekki fjarri lagi að ætla að liðin skilji jöfn að þessu sinni. Grótta-Afturelding: 1 Seltirningar hafa ágætu liði á að skipa í sumar og gætu hæg- lega reytt stig af Grindvíking- um og iK-mönnum í sumar. Mótherjar þeirra í þessum leik eru Mosfellingar í Aftureld- ingu, en þeir eru ekki taldir líklegir til stórafreka í sumar. Þeir eru þó enn nokkuð óskrif- að blað, rétt eins og Gróttu- menn, en heimavöllurinn á Nesinu gerir gæfumuninn. Reynir S.-B.ísaljarðar: 1 Reynismenn úr Sandgerði hafa oft reynst erfiðir á heimavelli. í æðum þeirra rennur sjór, enda um hreinræktaða Suður- nesjamenn að ræða. Mótherjar þeirra að þessu sinni, Badmin- tonfélag ísafjarðar, eru engir spaðagosar og þrátt fyrir nafnið hefur liðið á að skipa nokkrum reyndum 1. deildarleikmönn- um úr ÍBÍ. Varla verður þó mikið fjaðrafok þótt heimalið- ið hirði 3 stig í leiknum. Dalvík-KS: 2 Mótherjar Dalvíkinga í þess- um leik, Siglfirðingar hafa um árabil leikið í 2. deild. Þeir féllu í fyrra í 3. deild, þótt naumlega væri og í sumar er liðið líklegt til þess að endur- heimta sæti sitt. Dalvíkingar eru óþekkt stærð, en heima- völlurinn er kannski þeirra eina von í þessum leik gegn þeim Siglfirðingum, með beinbrjót- inn Mark Duffield í farar- broddi. Sölukerfið lokar kl. 19.55 í kvöld, þar sem leikir no. 1, 2, 9 og 10 verða leiknir í kvöld. skúli lúðvíks. FJÖLMIÐLASPÁ LEIKIR 26. OG 27. MAÍ '89 K.A. - Fram_ Vlklngur -K.R. Fylklr — Þór Völsungur - Selfoss Stjarnan - Tlndastóll IjR, - ElnherJI Brelðabllk - Lelttur Vlðlr_____________ Grlndavlk - I.K. Grótta - Aftureldlng___ Reynlr B, (aafjurðar Dalvlk-K.S. Jl '1 3 S;l XJLX 1 Ú 1 1' 11 1 X 2 1 2 1 1 SAMTALS l'flt-l 2|ix 1jii1 111 1 21 X' 1 V 1 X T[i11_ 222 1 1 X ' 2 1101 8 4 _4 1 öTTIo •löTo a 11 j o Ii"0|3-4 0 0 9 1x2 1x2 1x2 1x2 Hx2 1x2 CM CM CM CM 1x2 I* Tímamynd Pjetur. Ingvar Guðmundsson skoraði glæsilegt mark fyrir Valsmenn í gær, en á myndinni hér að ofan er Ingvar að skora í leik gegn Víkingum í fyrra. Knattspyrna: Tvö glæsimörk Valsmanna í góðum leik á Hlíðarenda Valsmenn unnu sinn fyrsta sigur í 1. deildinni í knattspyrnu, Hörpudeildinni, Knattspyma: Annað vítií súginn hjá ÍBK Keflvíkingar töpuðu í gærkvöld fyrir FH er liðin mættust í 1. deildinni í knattspyrnu í Keflavík. Eins og gegn Vaismönnum í 1. umferðinni, fengu Kefl- víkingar vítaspymu, en að þessu sinni var það Freyr Sverrisson sem sá um að klúðra henni. Fyrir FH skoruðu þeir Pálmi Jónsson í fyrri hálfleik og Hörður Magnússon í síðari hálfleik, en Kjartan Einarsson minnkaði muninn fyrir Keflvíkinga. BL Bayern og PSV í miklum ham í gærkvöid tryggði Bayem Munchen sér næstum því v-þýska meistaratitilinn í knattspymu er liðið vann Köln, sinn helsta keppinaut með 3-1 í Köln. í Hollandi léku PSV Eindhoven og Groningen til úrslita í hollensku knatt- spyraunni. PSV sigraði 4-1 og liðið hefur því unnið tvöfalt annað árið í röð. BL í gærkvöld er þeir lögðu Skagamenn að velli, 2-0 á Hlíðarenda. Leikurinn var allfjörugur, sérstaklega fyrri hálfleikur og síðari hluti síðari hálfleiks. Þegar í upphafi leiksins, eða á 4. mín. fékk Lárus Guðmundsson upp- lagt færi til þess að koma Valsmönnum yfir, en Ólafur Gottskálksson í marki Skagamanna sá við Lárusi og varði vel með úthlaupi. Nokkrum mín. síðar áttu Skagamenn 3 góð færi til að skora en í öll skiptin fór knötturinn framhjá Valsmark- inu. Lárus var aftur í sviðsljósinu á 17. mín. er hann skaut í utanverða stöngina á Skagamarkinu, eftir að hafa fengið góða sendingu frá Heimi Karlssyni. Á síðustu mín. fyrri hálfleiks fengu Skaga- menn sitt besta færi í leiknum. Stefán Viðarsson komst inní sendingu á Bjama Sigurðsson markvörð Vals, við endalfn- una, gaf á Harald Ingólfsson sem hafði nægan tíma til að renna knettinum í autt markið. Á ótrúlegan hátt tókst Haraldi að koma knettinum framhjá markinu. Síðari hálfleikur var framan af ekkert líkur bróður sínum fyrri hálfleik. Ingvar Guðmundsson átti hörkulangskot í stöng Skagamarksins á 65. mín. og eftir það náðu Valsmenn undirtökunum í leikn- um. Sævar Jónsson kom Val síðan yfir á 69. mín. er hann skoraði einstaklega glæsilegt mark með langskoti af 25-30 m færi, algjörlega óverjandi fyrir Ólaf markvörð. Skagamenn reyndu að klóra í bakkann og Haraldur átti þokkalegt skot að Valsmarkinu á 79. mín. Það var síðan í 89. mín. að Ingvar Guðmundsson innsiglaði sigur Vals er hann fór að dæmi Sævars og þrumaði að marki af löngu færi. Knötturinn fór í slána og inn, 2-0 fyrir Val. Valsliðið var lengi í gang í þessum leik, en Skagamenn höfðu í fullu tré við þá lengst af. Sigurinn verður þó að teljast sanngjarn og mörkin voru sérlega glæsi- leg. Valsmenn léku flestir ágætlega í þess- um leik, en sérstaka athygli vakti hvað Halldóri Áskelssyni voru mislagðir fætur. Hjá Skagamönnum var Karl Þórðarson einna bestur í jöfnu liði. Liðin; Valur: Bjarni Sigurðsson, Þorgrímur Þráinsson, Sævar Jónsson, Einar Páll Tómasson, Atli Eðvaldsson, Ingvar Guðmundsson, Handknattleikur: Erlingur þjálfar KA Magni Bl. Pétursson, Halldór Áskels- son, Sigurjón Kristjánsson, Lárus Guðmundsson, Heimir Karlsson (varam. á 87. mín. Jón Þór Andrés- son). ÍA: Ólafur Gottskálksson, Heimir Guðmundsson, Alexander Högna- son, Sigurður B. Jónsson, Guðbjörn Tryggvason (varam. á 20. mín. Sigur- steinn Gíslason), Páll Guðmundsson, Júlíus Ingólfsson, Karl Þórðarson, Stefán Viðarson, Aðalsteinn Víg- lundsson, Haraldur Ingólfsson. BL Mtpptö hér Frá Jóhannesi Bjarnasyni iþróttafréttamanni Timans á Akureyri. Erlingur Kristjánsson mun þjálfa 1. deildariið KA í handknattlcik næsta vetur. Frá því var gengið á þriðjudagskvöld og mun Erlingur áfram leika með liðinu. Kappinn er íþróttakennari að mennt og hefur um skeið þjálfað yngri flokka félags- ins. Gamla kempan Þorleifur Anan- íasson verður aðstoðarmaður Erlings. Samningar tókust á þriðjudags- kvöld, en í síðustu viku var skýrt frá ráðningu Erlings í blöðum. Þá hafði ekki verið rætt við manninn, en nú hefur verið frá ráðningu hans gengið, eftir að Erlingur lagðist undir feld til að hugsa málið. Fyrirliði KA-manna, Friðjón Jónsson leikur ekki með liðinu næsta vetur. Hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þá er óvíst hvort þeir Sigurpáll Aðalsteinsson og Axel Stefánsson leiki með liðinu áfram og þá er ekki útséð um hvort Páll Ólafsson fari frá KR og norður til Akureyrar. JB/BL 18. titill Liverpool? í kvöid verður sýndur í beinni útsendingu í Sjónvarpinu úrslitaleik- ur Liverpool og Arsenal um enska meistaratitilinn í knattspyrnu. Út- sending hefst kl. 19.00 frá Anfíeld Road heimavelli Liverpool. Fyrir leikinn hefur Liverpool 3 stiga forskot á Arsenal, sem verður að vinna leikinn með tveggja marka mun til þess að hljóta titilinn. Liv- erpool nægir því að tapa með einu marki. í byrjun mars hafði Arsenal 19 stiga forskot á Liverpool, en Liver- pool liðið hefur ekki tapað leik síðan á nýársdag. Þess má geta að leikur- inn í kvöld er 8. leikur Liverpool á 23 dögum, en liðið er það sterkt að það hefur haft efni á að hvíla landsliðsmenn eins og Ian Rush og Peter Beardsley í sumum þessara leikja. Arsenal hefur aðeins hlotið 1 stig úr tveimur sxðustu heimaleikjum sínum, en ófarir liðsins eru taldar stafa af meiðslum hjá lykilmönnum á borð við Brian Marwood og Paul Davis. Sigri Liverpool í kvöld verður 18. Englandsmeistaratitill félagsins í höfn og liðið verður þá fyrst liða til þess að sigra tvöfalt í tvígang. Arsen- al hefur tvívegis orðið enskur meist- ari, 1953 og 1971, en í bæði skiptin var það sigur í síðasta leik mótsins sem færði liðinu titilinn. BL - í handknattleiknum næsta vetur Körfuknattleikur: Pétur orðinn löglegur með landsliðinu Á Evrópuþingi FIBA, alþjóöa- körfuknattleikssambandsins uni síðustu helgi var samþykkt að leik- menn í NB A-deildinni megi ieika mcö landsliöum þjóöa sinna þegar í stað. Kolbeinn Pálsson fomiaður KKÍ sótti þingið fyrir íslands hönd og var hann einn þeirra 19 sem sam- þykktu tillöguna um atvinnumenn- ina, 9 vora á móti. NBA-lcik- mennimir era nú þegar löglegir með landsliðum sínuin. Nú cr ekkert sem komið getur í veg fyrir að Pétur Guðmundsson ieiki með íslenska landsliðinu, nema ef vera kynni meiðsl. ís- lenska landsiiðið hcfur á undan- förnum vikum átt í miklu basii i leikjum sínum og tapað stórt og óvænt. Með tilkomu Péturs mundi liðið breytast mjög til hins betra, en hávaxna ieikmenn hefur tilfínn- anlega skort í liðið. Pétur er nú með lausan samning og er þessa dagana að skoða að- stæður og tilboð frá nokkrum iiðum, þar á meöal NBA-Iiðum. Verði Pétur heill í september ætti hann að geta leikið með landsliðinu í undankeppni heimsmeistara- keppninnar, svo framarlega sem félag hans stendur ekki í veginum. BL -ekki hepP0' Föstudagur kl. 19:55 21. LEIKVIKA- Leikur 1 K.A. 26. MAÍ1989 - FRAM 1J Leikur 2 VÍKINGUR - K.R. ^ - ÞÓR v Leikur 3 FYLKIR________________ Leikur 4 VOLSUNGUR - SELFOSS Leikur 5 STJARNAN Leikur 6 Í.R. - TINDASTÓLL Z} EINHERJI '£) Leikur 7 BREIÐABLIK - LEIFTUR ■2T Leikur 8 VÍÐIR - Í.B.V. Z) Leikur 9 GRINDAVÍK Leikur 10 GROTTA - Í.K. 3> - AFTURELDING ° Leikur 11 Leikur 12 REYNIR S. DALVÍK - B. ÍSAFJ. V ■3T K.S. Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 16:15 er 91-84590 og -84464. Ath. breyttan lokunartíma ! GfETRAUNIR ÍALLTSUMAR! Staðan í 1. deild eftir leikina í gær: Valur..........2 1 1 0 2-0 4 FH ...........2 1 1 0 2-1 4 Þór...........1 1 0 0 1-0 3 Fram .........1 1 0 0 1-0 3 Akranes......2 1 0 1 3-3 3 KA ...........1 0 1 0 0-0 1 Fylkir........1 0 0 1 0-1 0 Víkingur .... 1 0 0 1 0-1 0 KR ............1 0 0 1 1-3 0 Keflavík.....2 0 1 1 1-2 1 Timinn □ ER ÁSKRIFANDI □ NÝR ÁSKRIFANDI Dags.: 1 I I I □ □ JL Kortnr.: □□□□□□□□□□□□□□□□ Gildirút: I I I I I Natnnr.: rmn - n'l I I MILLIFÆRSLU ÁSKRIFTARGJ ALDS Ég undirrituð/aðuróska þess að áskriftar- gjald Tímans verði mánaðarlega skuld- fært á greiöslukort mitt. UNDIRSKRIFT. ÁSKRIFANDI:............................................. HEIMILI:................................................ PÓSTNR. - STAÐUR:.................. SÍMI:............... SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS LYNGHÁLSI 9. 130 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.