Tíminn - 26.05.1989, Síða 20

Tíminn - 26.05.1989, Síða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Atjan man. binding § 7,5% SAMVINNUBANKINN ^O.B.LASro ÞRÖSTUR 685060 VANIR MENN PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tíminn FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1989 Viðræðum íslensku ráðgjafanefndarinnar um álversstækkun lokið í bili: Ný Fljótsdalsvirkjun? „Á fundi íslensku ráðgjafanefndar ríkisstjórnarinnar með Atlanta hópnum í Ziirich sem í eru fulltrúar Alusuisse, Alumined Beheer, Gránges og Austria Metal og lauk í gær var ákveðið að Iáta kanna til hlítar kostnað og hagkvæmni við stækkun ísals sem yrði gert með samstarfi aðila en flestir telja þann kost nærtækastan vegna kostnaðar. Þá urðu niðurstöður fundarins í Ziirich ennfremur þær, að þar sem líkur væru á auknu orkuframboði fyrr en áætlað var, gæti Verið að bygging og re.kstur nýs álvers væri hagkvæmari en fyrri tölur hafa sýnt. Menn komu sér saman um að kanna þetta mál jafnframt því að kanna stækkun ísal,“ sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra við Tímann í gær, en viðræðum við Atlanta hópinn er nýlokið í Ziirich. Iðnaðarráðherra sagði að íslenska ráðgjafanefndin hefði á fundinum kynnt, fyrir hönd stjórnvalda nýjar hugmyndir er lúta að Fljótsdalsvirkj- un. Virkjun Jökulsár væri nú talin miklu vænlegri en áður var talið sakir tækniframfara í gerð virkjana og jarðganga. Áður hefði þurft að grafa langa veituskurði í fjallshlíð en nú væri mögulegt að gera jarðgöng sem væru mun öruggari en auk þess raskaðist umhverfi mun minna og flóðahætta yrði engin. „Þá munu framkvæmdir taka ' skemmri tíma en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir og öll vinna verður þægi- legri. Þannig eru aðstæður í tækni- legu tilliti gerbreyttar og gefa vind í seglin fyrir frekari stóriðju utan Suðvesturlandssvæðisins. Auðvitað kemur Austurland þar fyrst til álita, en Norðurland er vissulega ekki útilokað. Ég held að þessi tenging við virkjanaáform utan Suðvestur- svæðisins sé einmitt lykillinn að vænlegri framtíðarlausn í þessum málum og bind vonir við það að frekari könnun á virkjanaleiðum á Fljótsdalsheiði muni styrkja þetta mál enda kominn tími til að taka ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu á grundvelli orkulindanna sem sann- arlega virðist full þörf fyrir til að styrkja þjóðarbúið. Oft hefur verið þörf á búdrýgindum en sjaldan eins og nú,“ sagði ráðherra. - Forstjóri Þjóðhagsstofnunar hefur sagt að helmingsstækkun ál- versins í Straumsvík gæti þýtt þriggja til fimm prósenta aukningu þjóðar- framleiðslunnar. „Já, við erum að tala um 120 þúsund tonna stækkun í Straumsvík, sem er meira en tvöföldun, en núver- andi framleiðslugeta er áttatíu og tvö þúsund. Talað er um að nýtt álver verði 185 þúsund tonna ver. Við erum hér að tala um verulega atvinnuupp- byggingu á grundvelli orkulindanna. Þá myndi fylgja þessu mikil fram- kvæmdavinna og þetta skyti nýjum stoðum undir atvinnuöryggi. Þá tel ég ekki síst að þetta myndi stuðla að æskilegri þróun búsetu um landið." Iðnaðarráðherra sagði að könnun- in á stækkun ísals ætti að fara fram á næstu mánuðum og hann sagðist eiga von á niðurstöðum í ágúst. Viðræðuaðilar hefðu orðið ásáttir um að jafnframt yrði athugað með nýtt álver á Austurlandi og sagðist ráðherra leggja mikla áherslu á niðurstöður úr þeirri athugun og athugun á mögúlegri Fljótsdalsvirkj- un yrði lokið á sama tíma og athugun á stækkun ísals. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra og fyrsti þingmaður Aust- urlands sagðist í samtali við Tímann telja það sjálfsagt mál að virkja í Fljótsdal og í reynd hafi Alþingi ákveðið það fyrir löngu síðan. „Það er öllum Ijóst sem til þekkja að ekki er hagkvæmt að byggja svo stóra virkjun nema í tengslum við stór- iðju,“ sagði Halldór. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að það væri vel ásættanlegt að samhliða stækkun álversins í Straumsvík sé virkjun reist í Fljótsdal og í framhaldi af því orkufrekur iðnaður á Austurlandi, sem nýtir til fulls þá miklu virkjun. „Hvers konar orkufrekur iðnaður það verður er of snemmt að segja á þessu stigi, en ég útiloka ekkert fyrirfram í því sambandi,“ sagði Halldór. Hann sagði að Landsvirkj- un hefði nú gert úttefct þar sem í ljós kæmi að Fljótsdalsvirkjun væri mjög hagkvæmur kostur. Halldór sagði að virkjunin hefði mjög mikla þýðingu fyrir Austfirði meðan hún væri í byggingu, en mikilvægt væri að í framhaldi yrði ráðist í byggingu á orkufrekum iðn- aði sem hefði varanlega áhrif í fjórðungnum. „Það er mikilvægt fyr- ir framtíð Austurlands að efla þétt- býli á miðsvæðinu," sagði Halldór. - sá Forsvarsmenn fiskvinnslu segjast ekki hafa bolmagn til að greiða 8% fiskverðshækkun sem hluta af þjóðarsátt ríkisvaldsins: Ríkið hlýtur að eiga aura Almennt fiskverð er laust um næstu mánaðamót og eru óformlegar yiðræður þegar hafnar um ákvörðun nýs verðs, sem gildi þá til haustsins eða áramóta. Krafa sjómanna og útgerðarmanna hljóðar upp á 8% hækkun fiskverðs eftir því sem næst verður komist og er þá reiknað með að 5% komi til frá 1. júní, en 3% í haust. Bjarni Lúðvíksson framkvæmda- stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna sagði í samtali við Tímann, að eftir því sem þeim skildist þá vísi sjómenn til þjóðarsáttar í launamál- um, sem ríkið hafi haft forgöngu um. „Við teljum þá að lausnin hljóti því að liggja þar, því það er augljóst að vinnslan hefur ekki bolmagn til að greiða þessa fiskverðshækkun," sagði Bjarni. Hann sagði að skapa þyrfti vinnslunni tekjur til að standa undir auknum útgjöldum. í raun væri þeim alveg sama á hvaða hátt tekjurnar aukist. Ekki væri fyrirsjá- anleg markaðshækkun erlendis og því væru það einhverjar þær aðgerð- ir sem ríkisvaldið réði yfir. „Ég held að það verði ekkert erfitt að ná samkomulagi um fiskverðið núna, ef þetta er rétt sem sjómenn og útgerð- armenn halda fram að það sé búið að gera einhverja þjóðarsátt um launastefnu. Þá hlýtur ríkisvaldið bara að koma inn í það, ef það er á annað borð svo að sjómenn séu partur af henni. Það deilir enginn um það að ekki er afgangur í vinnsl- unni til að standa undir þessu, hvorki stjórnvöld né fulltrúar seljenda, þannig að málið snýst um hvaða aðgerðum menn ná samkomulagi um og hverjar þær eru stýra því þá hversu mikið hægt er að hækka fiskverðið,“ sagði Bjami. Aðspurður hvort verð á fiski hafi hækkað eitthvað að undanförnu, meira en lágmarksverð Verðlagsráðs sjávarútvegsins gæfi til kynna, sagð- ist Bjarni ekki hafa fylgst með því. Hins vegar hefðu alls konar yfirborg- anir verið í gangi fyrir verðákvörð- unina, enda verðlagsráðsverðið að- eins lágmarksverð. „Við höfum ekki gert neina könnun á hvað gerðist eftir síðustu verðákvörðun og ég held að það sé eins misjafnt og fiskkaupendumir eru margir hvað þeir hafi verið að gera,“ sagði Bjarni. Samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofn- unar, sem byggð er á rekstrarskilyrð- um í maílok 1989, eru botnfiskveiðar og vinnsla sameiginlega reknar með 3% halla. Þar af eru veiðar með 2Vs% halla og vinnsla með um 2% halla. í fiskvinnslunni er hagur fryst- ingarinnar lakari en söltunar og er tap frystingarinnar rúmlega 2%, en tap söltunar 1%. í þjóðhagsspánni segir að halla- rekstur í veiðum megi fyrst og fremst rekja til afleitrar afkomu á báta- flotanum, en reiknað er með að hann sé rekinn með 9>/5% halla, meðan um 3% hagnaður er af togur- um. Þá segir að reikna megi með að staða sjávarútvegs verði áfram erfið á þessu ári, en í því sambandi skiptir þó máli hvernig verð sjávarafurða þróast á næstunni og gengi krónunn- ar. -ABÓ HVtLUJ* • ; VORID ’89 í gær hófst sýningin Vorið ’89 í Reiðhöllinni. Gefur þar að líta margskyns sumarvörur, frá útilegubúnaði upp í nuddpotta. Það er Reiðhöllin sem stendur fyrír sýningunni og stendur hún fram á sunnudag. Tímamynd: Pétur/-gs OPINBERRIHEIMSÓKN FRÚ VIGDÍSAR LOKIÐ Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands hefur verið í opinberri heim- sókn í Bandaríkjunum frá því á þriðjudag, þar sem hún hefur m.a. átt viðræður við George Bush for- seta Bandaríkjanna og forstöðu- menn Long John Silver veitinga- húsakeðjunnar. Frú Vigdís sagði í samtali við Tímann í gær að ferðin hafi gengið vel í alla staði og þeim tekist að koma ýmsum sjónarmiðum íslend- inga til skila. „Ég hef lagt sérstaka áherslu hér á umhverfisvemdarmál og á það að við íslendingar séum umhverfis- vemdarsinnar," sagði frú Vigdís. Hún sagði að sem kunnugt væri leyndu fordómar gagnvart hvalveið- um íslendinga sér ekki í Bandaríkj- unum og hefði hún meðal annars reynt að sýna mönnum fram á hversu miklir fordómar það væm í þeim mönnum sem stjómuðu aðgerðum grænfriðunga í Bandaríkjunum. Opinberri heimsókn forsetans lauk í gær.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.