Tíminn - 16.06.1989, Síða 2

Tíminn - 16.06.1989, Síða 2
2 Tíminn Föstudagur 16. júní 1989 Byggðastofnun hjálpaði til: ELÍN ÞORBJARNAR AFTUR Á VEIDAR Elín Þorbjarnardóttir, togari Hlaðsvíkur hf. á Suðureyri, fór á veiðar í gærkvöldi, en hún hefur Iegið við festar undanfarið vegna kyrrsetningar sýslumannsins í ísafjarðar- sýslu. Byggðastofnun samþykkti í fyrradag að veita Hlaðsvík hf. lán svo að koma mætti Elínu á veiðar, en hún er eini togarinn í plássinu. Baldur Jónsson framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar Freyju hf. á Suðureyri sagði, að næg atvinna hefði verið hjá þeim í vetur og mikið að gera, að undanskilinni síðustu viku, en þá voru þeir hráefnislausir vegna landlegu Elínar Porbjamar- dóttur og þess millibilsástands sem nú er hjá bátaflotanum. Baldur sagði að stefnt væri að því að byrja aftur vinnslu á mánudag, og þá væntan- lega á afla Elínar. Byggðastofnun lýsti vilja sínum í fyrradag til þess að kaupa ríkistryggð hlutdeildarskírteini af Hlutafjár- sjóði vegna Fiskiðjunnar Freyju og Hlaðsvíkur hf. fyrir allt að 19,3 m.kr. Freyja veitir á annað hundrað manns atvinnu og segja má að byggð á Suðureyri standi og falli með henni, en þetta er hlutur Byggða- sjóðs til að gera fyrirtækið lánshæft hjá Atvinnutryggingarsjóði. Baldur Jónsson forstjóri sagði að skuldir fiskiðjunnar væru svo miklar að 19 milljónir gætu ekki gert neitt krafta- verk, nánast væri um formsatriði að ræða. Baldur sagði að ýmislegt fleira ætti eftir að gerast, þeir hefðu loforð frá ríkissjóði um 45 milljónir og Sambandið ætlar og leggja fram 5 milljónir. Skuldir fyrirtækisins nema um 350-400 milljónum en Baldur sagði að búið væri að útvega 95 milljónir upp í það, en inni í því væm húseignir félagsins og fleira. Baldur sagði að menn væm ekki bjartsýnir, kvótinn og fjármagns- kostnaðurinn gerði hlutina erfiðari og almennur rekstrargmndvöllur væri lélegur. Hins vegar væri Hlaðs- vík hf. betur stödd og kyrrsetningin á Elínu til komin vegna þess að Freyja hf. gat ekki borgað skuldir sínar við Hlaðsvík hf. og því var fjármagn sem hefði annars farið f rekstur togarans bundið þar. -LDH Prjónastofan Drífa hf. á Hvammstanga: BYGGDASTOFNUN Á MEIRIHLUTA w TIL BRAÐABIRGDA Prjónastofan Drífa hf. á Hvammstanga hefur átt í rekstrar- örðugleikum undanfarið, en Byggðastofnun samþykkti nýlega að kaupa hlutabréf f fyrirtækinu fyrir 6,5 m.kr. Björn Valdimars- son, framkvæmdarstjóri Drífu sagði að þessi aðgerð hafi verið til þess að koma eiginfjárstöðunni í lag. Eftir ætti að gera nokkrar skuldbreytingar hjá lánardrottn- um, annars væri staðan góð í dag. Bjöm sagði að Byggðastofnun hefði komið inn í þetta til þess að tryggja atvinnu í Húnavatnssýsl- unni. 15 manns vinna á prjónastof- unni, en saumastofur úti í sveitun- um í kring em háðar því að prjónastofan starfi. Einnig væri þetta liður í endurskipulagningu á minni fyrirtækjum í ullariðnaði sem iðnaðarráðuneytið hleypti af stað fyrir tæpu ári. Byggðastofnun á nú samtals 8,5 m.kr. eftir þessa hlutafjáraukn- ingu, en hlutafé félagsins er 16,1 m.kr. Bjöm sagði að þessi mikla hlutafjáreign Byggðastofnunar væri bráðabirgðaráðstöfun, unnið væri að því að fá kaupendur fyrir hluta af þeirri upphæð þannig að hún eigi ekki meirihluta í félaginu. LDH- Misvísandi skoðanakannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna koma fram á sama tíma: Fúsk eða vísindi? Á undanförnum árum hafa skoðanakannanir orðið stöðugt meira áberandi í íslenskujþjóðfélagi. Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands og SKÁIS eru þeir aðilar sem helst hafa gert út á þennan nýja markað. Einnig hefur DV staðið reglulega fyrir gerð skoðanakannana um fylgi stjórnmála- flokkanna. Nýlega gerðu þessir þrír aðilar hvor um sig könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna, og þó aðeins um vikutími væri á milli kannananna urðu niðurstöðurnar að nokkrum hluta mjög mismunandi. Dagana 3.-6. júní s.l. stóð Fé- lagsvísindastofnun Háskólans að svokallaðri þjóðmálakönnun fyrir Morgunblaðið. Niðurstöður urðu meðal annars þær að fylgi Sjálf- stæðisflokksins væri um þessar mundir 39.3% ef miðað er við þá svarendur sem tóku afstöðu. Viku seinna gerði fyrirtækið SKÁÍS samskonar könnun fyrir Stöð 2. Helstu niðurstöður þeirrar könnunar voru þær að fylgi Sjálf- stæðisflokksins væri nú 51.9% Dagana 7.-8. júní stóð DV að samskonar könnun og í niðurstöð- um hennar kom fram að fylgi Sjálfstæðisflokksins væri nú 47.7%. Ef þessar þrjár skoðanakannanir eiga að teljast fullkomlega mark- tækar þá jókst fylgi Sjálfstæðis- flokksins um allt að 12.6% á u.þ.b. einni viku! Stjórnarflokkarnir fá einnig mis- munandi útreið ef bornar eru sam- an niðurstöður fyrrnefndra kann- ana. í meðfylgjandi töflu sést hvernig stuðningur við fimm stærstu stjórnmálaflokkana var í könnununum þremur miðað við þá er tóku afstöðu. Varðandi stuðning við ríkis- stjórnina er meira samræmi milli kannananna þriggja en samkvæmt þeim hefur ríkisstjórnin stuðning 23.6-26.9% þeirra sem tóku af- stöðu. Niðurstöður Félagsvísindastofn- unar Háskólans eru eins og sjá má óh'kar niðurstöðum hinna tveggja, sérstaklega hvað varðar fylgi Sjálf- stæðisflokksins eins og getið var um áður. Slíkur mismunur á niðurstöðum vekur upp spurningar varðandi gildi slíkra kannana, hvaða fyrir- vara er eðlilegt að setja þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar og þá hve marktækar þessar kannanir eru yfirleitt. Hverju á þá að trúa og hvaða skýringar eru á þessum mikla mun á niðurstöðum þessara þriggja kannana sem voru gerðar á svipuð- um tíma? Ólafur Þ. Harðarson Iektor í stjómmálafræði við Háskóla ís- lands er einn þeirra sem hefur staðið að þjóðmálakönnunum Fé- Iagsvísindastofnunar Háskólans. Muninn á niðurstöðum kannan- anna þriggja skýrir Ólafur á eftir- farandi hátt. „í fyrsta lagi verða menn að hafa í huga að í öllum úrtökunum eru skekkjumörk en það hefur verið ákveðin tilhneiging hjá fjölmiðlum og þá einnig almenningi að taka niðurstöðurnar of bókstaflega í könnunum þar sem um er að ræða 600 til 800 manna úrtök. Við gerð slíkra skoðanakannana er mjög • eðlilegt að fá mun milli kannana upp á tvö til fjögur prósent. Til dæmis er enginn grundvöllur fyrir því að gera mál úr því að flokkur hafi bætt við sig einu prósenti milli skoðanakannana. Aftur á móti ef við tölum um þessar þrjár nýafstöðnu kannanir þá kemur þar fram mikill munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins, eða yfir 12% og sá munur er meiri en svo að hann stafi einungis af tilviljun. Fyrir þessum mismun geta verið ýmsar ástæður. Kannanirnar voru að vísu ekki gerðar á alveg sama tíma en mér finnst ólíklegt að tímamunurinn geti að einhverju ráði skýrt þennan mismun í niður- stöðunum. Það er tvennt sem ég tel að skipti mestu máli við að skýra þennan mikla mun. í fyrsta lagi er hlutfall óráðinna tiltölulega hátt eins og oft er í könnunum milli kosninga. Niður- stöður kannana eru áreiðanlegri stuttu fyrir kosningar því þá hefur stærra hlutfall aðspurðra gert upp hug sinn. t könnun Félagsvísinda- stofnunar voru rúmlega 31% óráðnir, í könnun SKÁÍS liðlega 41% og í könnun DV nærri 49%. Það hefur reyndar gerst mjög oft í könnunum að fylgi Sjálfstæðis- flokksins virðist hafa mælst of hátt. • Eina aðalástæðuna fyrir því tel ég vera að Sjálfstæðisflokkurinn eigi í rauninni minni hlut af óráðna fylg- inu heldur en aðrir stjórnmála- flokkar. Þetta veldur sérstaklega mikilli skekkju í könnunum á tím- um eins og núna þegar Sjálfstæðis- flokkurinn er í uppsveiflu en mikill hluti af stuðningsmönnum hinna flokkanna er óánægður með sinn flokk, eins og kemur m.a. fram í því hversu óánægðir stuðnings- Þrjár misjafnar mæl- ingar á fylgi flokkanna í byrjun júní: FÉL SKÁiS DV A 11,3% 6,4% 8,1% B 20,3% 17,3% 18,8% D 39,3% 51,9% 47,7% G 8,6% 10,9% 7,8% V 15,2% 11,5% 13,3% Gísli, Eiríkur, Helgi? Er von menn spyrji hvort sviptlngar séu svona miklar I íslenskun stjórn- málum eða hvort yfirleitt sé mark að skoðanakönnunum. menn stjórnarflokkanna eru með ríkisstjórnina. Þessir aðilar hafa því í vaxandi mæli tilhneigingu til að svara þannig til að þeir muni ýmist ekki kjósa eða skila auðu ef kosningar færu fram núna. Þrátt fyrir þetta verður að telja mjög ólíklegt að þessir óákveðnu aðilar Ólafur Þ. Harðarson, lektor muni kjósa Sjálfstæðisflokkinn.“ Ólafur sagði jafnframt að í könnunum Félagsvísindastofnunar væri reynt að koma í veg fyrir skekkjur af þessu tagi með því að spyrja ítarlegar en aðrir aðilar sem gera kannanir af þessu tagi. í þjóðmálakönnunum stofnunarinn- ar er spurt þriggja spurninga þar sem reynt er að nálgast til hins ítrasta hvað einstaklingurinn muni líklegast kjósa. Ef svarandinn hef- ur ekki gefið svar við því hvaða flokk er líklegast að hann muni kjósa er hann spurður að því hvort sé líklegra að hann kjósi Sjálfstæð- isflokkinn eða einhvern annan flokk. Af þeim hópi sem gefur svar við þeirri spumingu er tiltölulega hátt hlutfall sem segist ekki muni kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ein ástæðan íýrir því að hlutfall Sjálf- stæðisflokksins er lægra í niður- stöðunum Félagsvísindastofnunar er þvf tilkoma þessarar þriðju spurningar sem lækkar fylgi Sjálf- stæðisflokksins í niðurstöðunum , um nokkrar prósentur. Ólafur heldur áfram: „í öðru lagi eru þessar þrjár kannanir gerð- ar með ólíkum hætti. Könnun Félagsvísindastofnunar er fram- kvæmd eftir fræðilegum aðferðum þar sem tekið er tilviljunarúrtak einstaklinga úr þjóðskrá en hinar kannanirnar byggjast á úrtökum úr símanúmerum. Munurinn á þessu tvennu er sá að ef úrtak er tekið úr þjóðskrá eiga allir þjóðfélagshópar að skila sér í tiltölulega réttum hlutföllum í úrtakið. Ef hinsvegar er notað símanúmeraúrtak er yfir- leitt talað við þann sem svarar í símann og engin trygging er fyrir því að þjóðfélagshóparnir skili sér inn. Til dæmis má hugsa sér að einhver regla sé á því hvaða þjóð- félagshópar svara í síma, ef til dæmis er hringt þegar ungt fólk er að mestum hluta ekki á heimilun- um, t.d. á skólatíma. Við slíkar aðstæður fæst óvenju hátt hlutfall eldra fólks í úrtakið. Vegna þessa geta komið mjög alvarlegar skekkjur inn í símaúrtökin en um það getur maður í rauninni aldrei vitað. Oft eru símaúrtökin alveg í lagi en þau geta hinsvegar valdið umtalsverðum skekkjum þannig að á heildina litið eru þau óáreiðan- legri.“ Það er ekki einungis milli að- greindra skoðanakannana sem kemur fram mismunur sem í fljótu bragði virðist ekki fullkomlega rökréttur. Innan einstakra skoð- anakannana kemur oft á tíðum fram ákveðin misvísun. Eitt dæmi um slíkt er að finna í fyrrnefndri könnun Félagsvísindastofnunar. Þar kom fram að 23.6% þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja ríkis- stjómina en samtals fengu stjórn- arflokkamir stuðning 40.2% þátt- takenda. Varðandi þessar niður- stöður sagði Ólafur. „Það er ekki rétt að tala um þetta sem misvísun heldur er um tvær ólíkar spurning- ar að ræða. Þessi munur liggur einfaldlega í því að töluverður hluti þéirra sem ætla að kjósa stjórnarflokkana styður ekki þessa ríkisstjóm. Það er ekkert óeðlilegt við það að menn ætli til dæmis að kjósa Alþýðuflokkinn en séu jafn- framt andvígir ríkisstjórninni. - Kom þessi niðurstaða varðandi fylgi ríkisstjórnarinnar þér sem stjórnmálafræðingi á óvart? „Ríkisstjómin hefur átt við erf- iðleika að stríða og miðað við það má í sjálfu sér segja að það hafi ekki komið á óvart að ríkisstjórnin sé töluvert óvinsæl, þó er hún óvenju óvinsæl af ríkisstjórn að vera, jafnvel þó illa ári.“ SSH

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.