Tíminn - 16.06.1989, Side 5

Tíminn - 16.06.1989, Side 5
Föstudagur 16. júní 1989 Tíminn 5 Tveggja ára undirréttardómi hnekkt þar sem Veiðivötn höfðu verið færð undir Skaftártunguhrepp: Veiðivötn færð milli sýslna í Hæstarétti Rangárvallasýsla stækkaði í gærdag á kostnað V-Skafta- fellssýslu þegar dómur féll í aldalangri landamerkjadeilu í Hæstarétti, án þess þó að heildarmörk hafi verið ákveðin milli sýslnanna. Dómurinn hefur ekki enn verið birtur en Tíminn hefur fyrir því öruggar heimildir að Skaftártung- uhreppur og þar með Vestur-Skaftafellssýsla nái ekki lengur norður fyrir Tungnaá. Einnar aldar gömlu samkomu- lagi sýslnanna og tveggja ára göml- um dómi í undirréttti hefur því verið hnekkt, en í samkomulaginu er kveðið á um að sýslumörkin nái norður í Þveröldu norðan Þór- isvatns og þaðan austur í Tungna- árjökul. Með dómi þessum er ekki tekin afstaða til veiðiréttinda í Veiði- vötnum sem ekki hefur átt minnst- an þátt í því að þörf var á hæstarétt- ardómi um landamörkin. í ferða- bók Sveins Pálssonar er frá því greint að Skaftártungumenn hafi nýtt „vötnin" fram að móðuharð- indum seint á átjándu öld, en ekki síðan. Veiðihefð í Veiðivötnum virðist um langan tíma hafa ráðið sýslumörkum og hafa mörkin í raun verið í móðu um aldir. Land- menn og Holtamenn hafa hins vegar um langt skeið nýtt veiði í vötnunum sem nú eru talin til Rangárvallasýslu, en voru áður í V- Skaftafellssýslu samkvæmt sam- komulaginu frá því fyrir aldamót og einnig samkvæmt dómi í undir- rétti fyrir um tveimur árum. Dómurinn virðist ekki taka af skarið með það hvar endanleg sýslumörk eigi að vera að Fjalla- baki. Sýslumörkin eru því enn óljós að því er virðist. Ákvörðun sýslumarka er háð lagasetningu og er það mál sem heyrir undir félags- málaráðherra. Með dómnum er hins vegar komist að þeirri niður- stöðu að Skaftártunguhreppi er ekki dæmd landamerki norður fyrir Tungnaá. Dómur féll einnig í öðru landa- merkjamáli milli Skaftfellinga og Rangárvellinga, en það varðar landamörk milli Rangárvalla- hrepps og Álftavatnshrepps, en dómur undirréttar var staðfestur í því máli. Sýslumörkin virðast því óbreytt sunnan Mýrdalsjökuls, en eiga eftir að breytast hvað varðar línuna milli Mýrdalsjökuls og Tungnaárjökuls í Vatnajökli. Þess má geta að Landmælingar íslands hafa komið sér undan því að draga þennan hluta sýslumarkanna inn á aðaluppdrátt af íslandi, en fram kemur á nokkrum kortum að mörkin séu um Tungnaá. Valur Oddgeirsson, hréppsstjóri í Úthlíð í Skaftártungu, sagði að þessi niðurstaða væri nokkur von- brigði fyrir Skaftártungumenn. Hins vegar hafi það verið óþolandi að mörk þessara hreppa og þar með sýslumörk hafi verið vafa undirorpin. Hann sagðist þó hafa haldið að samkomulagið frá 1886 stæði enn. Guðni Kristinsson, hreppsstjóri í Skarði í Landssveit, sagðist vera feginn að heyra þetta, því hann hafi ekki getað hugsað þá hugsun til enda ef þeir Landmenn hefðu fengið sömu útreið og í undirrétti fyrir um tveimur árum. Þá voru öll helstu veiðivötn Landmanna dæmd í Skaftártunguhrepp og hafa verið það síðan. Niðurstöður Hæstaréttar verða kynntar í dag og þá verða ítarleg gögn um málið iögð fram. KB Aldís og Eydís til Brussel í gærtil viðgerðar. Aldís kemst í gagnið á morgun: Flugvélarnar verda eitthvað aflminni „Það er ljóst að við verðum að taka á okkur töluverðan kostnað vegna þessara atvika sem orðið hafa vegna hreyfla nýju vélanna. Það er margs konar ábyrgð á flugvélunum og við höfum sett lögfræðinga í að fara yfir þessi mál og kanna nákvæmlega okkar stöðu með tilliti til skaðabóta,“ sagði Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða í gær. Frá blaðamannafundinum í gær. Landvernd veitir styrki: 7 milljónir fyrir poka Hann sagði ennfremur að missir vélanna hefði valdið gríðarlegu vinnuálagi við að skipuleggja flutn- inga á um 3500 farþegum daglega og sagði hann að þetta hefði verið eins og að gera nýja stundaskrá í stórum skóla einu sinni á dag. Seint í gærkvöldi lagði Boeing 737-400 flugvélin Eydís af stað til Brússel en þar verður skipt um hreyfilblöð og hreyfildiska sem þessi hreyfilblöð eru fest við. Þannig verð- ur hreyflunum breytt í aðra undir- tegund og í stað þess að heita CFM56-31 heita mótorarnir eftir aðgerðina CFM56-3B2. Aldís lagði nokkru síðar af stað og höfðu báðar vélar fengið ferjuflugheimild hjá Loftferðaeftirlitinu. „Við höfum lagt á það ríka áherslu við bæði framleiðendur vélanna og hreyflanna að við lendum framar- lega í biðröðinni sem þegar hefur myndast af vélum sem bíða sömu aðgerðar. Það er einfaldlega vegna þess að vélarnar okkar eru helming- ur af Evrópuflugflota okkar,“ sagði Einar. Hann sagði að búist væri við að viðgerðinni á Aldísi yrði lokið í kvöld þar sem verkið tæki einn dag. Því ætti vélin að geta komist í áætlunarflug á morgun. Nýja hreyfil- afbrigðið væri þrautreynt og væri talið afar öruggt. Einar sagði að þessar breytingar hefðu í för með sér að hreyflamir yrðu lítið eitt aflminni. Þó breyttist notagildi vélanna lítið sem ekkert en breytingin hefði þó áhrif á tveim áfangastöðum félagsins: Osló og Salzborg. Við flugtak frá Osló yrði ekki hægt að hlaða vélamar jafn mikið og áður var hægt sökum þess hve braut- ir em þar stuttar. Þá væri heldur ekki hægt að leggja upp frá Salzborg með jafn hlaðna vél og áður vegna þess hve leiðin þaðan til Keflavíkur er löng. „Framleiðandi hreyflanna greiðir fyrir breytingamar á þeim og kostn- að í sambandi við þær. Hins vegar er spurning um þann óbeina kostnað sem Flugleiðir hafa orðið fyrir vegna þessara atvika en hann er verulegur. Við höfum orðið að taka á leigu vélar til að geta haldið uppi fyrirhug- uðum ferðum og þjónustu við far- þega okkar. Við munum leita eftir því að fá sem mest af því greitt en það er alls óljóst hvernig þau mál fara,“ sagði Einar. -sá Á blaðamannafundi Landverndar og Kaupmannasamtaka íslands kom fram að plastpokanotkun landsm- anna dróst saman um 25-30% þegar byrjað var að selja pokana í mat- vöruverslunum í mars. Neytendur virðast nú nýta pokana betur og er þá einu af markmiði sölunnar náð, en það var að minnka notkun á plastpokum. Einnig kom fram að fyrsta mánuð- inn runnu um 3 milljónir króna til Landvemdar og því má lauslega áætla að Landvemd fái um 36 millj- ónir króna árlega. öllum ágóða af plastpokasölunni ver Landvemd í styrki til félaga og samtaka sem hafa í hyggju að græða eða vernda náttúruna með skógrækt, landgræðslu eða öðrum hætti. í gær voru styrkir veittir fyrir um 7 milljónir króna, en það er sú fjárhæð sem er reiknað með að verði niðurstaðan fyrstu þrjá mánuðina. Ekki hefur verið gert upp nema fyrir einn mánuð, þ.e. mars, en forystu- menn Landverndar eru bjartsýnir á að þeir fái þessar 7 milljónir á fyrstu mánuðunum. Um 50 aðilar sóttu um styrk og var úthiutað að þessu sinni til 36 aðila. Hæstu styrkina, 500 þúsund, fengu Skógrækt ríkisins til friðunar á birki- lendi á jörðinni Hrífunesi í Skaftár- tungu og Bændaskólinn á Hólum, sem ætlar að standa fyrir friðun og uppgræðslu á Hólum í Hjaltadal ásamt fleiri aðilum. Styrkveitingarnar skiptust þannig á milli landshluta að Suðurland fékk 1.770.000, Norðurland eystra 1.368.900, Suðvesturland 1,2 millj- ónir, Norðurland vestra 950 þúsund, Vestfirðir 550 þúsund, Vesturland 500 þúsund, Austurland 335 þúsund og 140 þúsund mnnu til óstaðsettra verkefna. Áætlað er að veita styrki nokkmm sinnum á ári, ef plastpoka- sala gengur vel. GS Fyrsti ársfjórðungur - Vöruskiptajöfnuðurinn 5 milljörðum hagstæðari en í fyrra: ALMENNURINNFLUTNINGUR 22% MINNIEN í FYRRA Svo mjög hefur dregið úr almennum innflutningi að verðmæti hans á fyrsta fjórðungi þessa árs var hið sama í krónutölu og fýrir ári, þrátt fyrir rúmlega 28% hækkun á meðalgengi milli ára. Reiknað á sama gengi þýðir þetta að þessi hluti innflutningsins var nú um 22% minni en á sama tímabili í fyrra. Heildarinnflutningurinn, þ.e. að meðtaldri olíu, skipum, flugvélum og vömm til stóriðju, hefur minnk- að um rúmlega 17% milli ára, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Heildarútflutningurinn hefur hins vegar aukist um 16% á sama tíma. Afþessuleiðiraðvömskipta- jöfnuðurinn fob/fob var jákvæður um 2,9 milljarða á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs, sem er um 5 millj- örðum betri staða heldur en á sama tímabili árið 1988. Sé litið á marsmánuð einan var almennur innflutningur nú yfir 31% minni heldur en í fyrra reikn- að á sama gengi, en heildarinn- flutningur um 22% minni. Útflutn- ingur í mars var einnig minni, 7%, heldur en í mars 1988 miðað við sama gengi bæði árin. Vöruútflutningur á fyrsta fjórð- ungi ársins var 16.530 millj.kr., sem er 2.270 milljónum meira heldur en í fyrra, eða 16%. Um 70% útflutningsins voru sjávaraf- urðir, hverra verðmæti jókst um 12% milli ára. Útflutningur áls jókst um 21% og kísiljáms um 80%. Heildarinnflutningur á sama tímabili var 15.070 milljónir cif en 13.660 fob., sem er um 17% sam- dráttur milli ára, þrátt fyrir að sérstakur innflutningur sé mun meiri það sem af er þessu ári. M.a. er innflutningur skipa og flugvéla rúmlega einn milljarður króna þessa þrjá mánuði. -HEI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.