Tíminn - 16.06.1989, Síða 6
6 Tíminn
Föstudagur 16. júní 1989
Timiiui
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
_____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
Steingrímur G íslason
. Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. mars hækkar:
' Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Nyrsti hluti íslands
Nú eru liðin sjö ár síðan Alþingi samþykkti
þingsályktun um hvernig vernda megi Kolbeinsey.
Forgöngumaður þessa máls á Alþingi var Stefán
Guðmundsson þingmaður Norðurlandskjördæmis
vestra. Hann benti á þá staðreynd að Kolbeinsey,
sem er klettaeyja norður af Grímsey og liggur á
sama neðansjávarhrygg, sé að molna niður fyrir
ágang náttúruaflanna.
Þótt fjarri fari því að Kolbeinsey sé byggilegur
staður, þá er hún eigi að síður hluti af íslandi.
Reyndar er hún svo mikilvægur hluti íslands að
hún hefur verið kölluð útvörðurinn í norðri, nyrsti
staður á íslandi. Af þeim sökum var gengið út frá
Kolbeinsey sem grunnlínupunkti við afmörkun
efnahagslögsögu íslands. Ákvörðunin um að nota
Kolbeinsey í þessu skyni hefur fyrst og fremst áhrif
á miðlínuna milli íslands og Grænlands. Grunn-
línupunkturinn í Kolbeinsey veldur því að land-
helgi íslendinga er 10 þúsund ferkílómetrum stærri
en ella væri. Danska ríkisstjórnin, sem fer með
utanríkismál Grænlands, hefur að vísu mótmælt
því að Kolbeinsey geti talist löglegur grunnlínu-
punktur, en þau mótmæli hafa íslendingar ekki
tekið til greina.
Þegar þessa eins er gætt, má ljóst vera hversu
mikilvæg Kolbeinsey er íslenskum hagsmunum.
íslensk stjórnvöld hafa lýst Kolbeinsey hluta af
landinu og byggt á þeirri yfirlýsingu rétt íslands í
mikilvægu milliríkjamáli. Stefán Guðmundsson
alþingismaður lagði mikla áherslu á þetta atriði
þegar hann tók að beita sér fyrir verndun Kolbeins-
eyjar, sem mælingar sýna að hefur minnkað að
ummáli í aldanna rás. Telja má víst að árlega
hrynji úr henni heilu fyllurnar og gæti hún því eyðst
á næstu áratugum og breyst í neðansjávarsker.
í blaðinu Fiskifréttum er fjallað um Kolbeinseyj-
armálið í tilefni af því að loks eftir sjö ár frá ályktun
Alþingis um verndun eyjarinnar hillir undir ein-
hverjar framkvæmdir í þessu máli. Þar kemur fram
að sérfræðingar frá Vita- og hafnamálastofnun og
Orkustofnun hafa fengið það verkefni að kanna
ástand eyjarinnar og benda á ráð til þess að halda
henni við og hagnýta sem lið í öryggismálum
sjófarenda. í því sambandi er nauðsynlegt að
koma upp sjómerki, eins konar ratsjárvita, í
Kolbeinsey.
Fiskifréttir skýra frá því að komið verði upp
þyrlupalli í eynni í sumar. Rannsóknastarf verður
aukið og unnið að því að fá yfirlit yfir ástand
eyjarinnar og gera sér grein fyrir orsökum land-
spjallanna og hvernig hægt sé að koma þar vörnum
við. Hér er um mjög mikilvægt verkefni að ræða,
sem fjárveitingavaldið ætti að gefa fullan gaum.
Ljóst er að framkvæmdir í Kolbeinsey verða
kostnaðarsamar, en þess verður að gæta að undir
notum og viðhaldi Kolbeinseyjar sem nyrsta hluta
íslands er mikið komið.
GARRI
Morkið sjávarfang
Það voru alvarlegar fréttir, sem
bárust hér á dögunum, um að
heilbrigðisyfírvöld í Hull hefðu
kvartað undan íslenskum físki, sem
seldur hefði verið þangað. Sam-
kvæmt því, sem þar sagði, hefur
gæðum íslenska físksins hrakað
undanfarið og sendingar margsinn-
is verið dæmdar óhæfar til
manneldis.
Hér þýðir ekkert fyrir einn né
neinn að reyna að leita annarra
skýringa, eins og þeirra að hér sé
aðeins um að ræða hertar kröfur
eða það sem einhvers staðar var
víst nefnt tæknilegir tollamúrar. t
nútímaviðskiptum gildir að taka
verður allar kvartanir alvarlega.
Seljendur vöru eiga allt undir því
komið að kaupendur séu ánægðir.
Hlutverk þeirra er að sjá um að svo
sé. í nútímaviðskiptum verða selj-
endur vöru, hvort sem er fískur
eða annað, að fylgjast vandlega
með kröfum markaðarins. Þeir
verða síðan, hvað sem það kostar,
að uppfylla þessar kröfur. Annars
eru þeir einfaldlega búnir að vera.
Réttur kaupenda
Englendingar eiga sér orðtak,
sem lengi hefur verið gullin regla
allra sem vinna í viðskiptalífínu.
Það er „the customer is always
right“ eða „viðskiptavinurinn hef-
ur alltaf rétt fyrir sér“.
Hér á árum áður mátti stundum
heyra tekið svo til orða varðandi
físk til útflutnings, að þetta væri
svo sem alveg nógu gott í kjaftinn
á útlendingunum. Þess háttar hugs-
unarháttur dugar hins vegar ekki
nú á dögum.
Að því er varðar alla matvæla-
framleiðslu giidir nú á dögum að
viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt
fyrir sér. Ef hann er óánægður
hættir hann að kaupa. Við íslend-
ingar stærum okkur af því með
réttu að eitt besta fiskmeti heimsins
í dag sé dregið úr hreinum og
ómenguðum sjónum umhverfis
landið. En það dugar lítið ef okkur
tekst ekki að koma honum
óskemmdum til kaupenda erlend-
is. Morkið sjávarfang má aldrei
fara út úr landinu.
Málið er að það er ekki nóg að
draga fískinn úr sjónum og fara vel
með hann um borð. Það verður
líka að sjá um að hann komist jafn
óspilltur alla leiðina á diska neyt-
endanna í útlandinu. Á öllu þessu
ferU má ekkert út af bregða. Þá er
aUt í voða. Ef íslenski Rskurinn fær
óorð á sig einhvers staðar í útlönd-
um er voðinn vís. Við eigum nú
einu sinni allt okkar undir því að
sjávarafli okkar hafí á sér gott orð
og seljist á sem hæstu verði í
öðrum löndum. Slys í gæðamálum
mega þess vegna einfaldlega ekki
eiga sér stað. Við eigum hvorki
meira né minna en aUa lífsafkomu
okkar undir því komna að út úr
landinu farí ekki annað heldur en
fyrsta flokks vara.
Gæðaslys
Að vísu er ekki alveg Ijóst af
fréttum hvaða fískur það er sem
kvartað er undan úti í Hull, en ekki
er þó annað að sjá en að þar sé um
ferskfisk að ræða. Útflutningur á
ferskfíski hefur aukist mikið
undanfaríð, og hefur það reyndar
ekki gerst án gagnrýni. Ef sú staða
er að koma upp að við ráðum ekki
fullkomlega við slíkan útflutning
þá er auðvitað álitamál hvort ekki
eigi að draga úr honum.
Líka er að því að gæta að hér
hafa orðið gæðaslys í sambandi við
útflutning á niðursuðu. Þar er
jafnljóst og varðandi ferskfiskinn
að koma verður í veg fyrir að slík
slys eigi sér stað í framtíðinni.
Aftur á móti hefur þess ekki
orðið vart að sambærilegar kvart-
anir hafí boríst varðandi frysta
fískinn. Ef tekið er dæmi af Banda-
ríkjamarkaði, sem almennt er tal-
inn einn hinn kröfuharðasti í heim-
inum, þá er ekki annað að sjá en
að sölufyrírtækjunum tveimur þar
vestra hafí tekist að byggja upp á
honum gott álit, og þar með hag-
stætt verð. Og sömu sögu virðist
reyndar einnig vera að segja af
öðrum mörkuðum sem við seljum
frystan fisk á. Þar hafa ekki borist
fréttir af kvörtunum kaupenda né
gæðaslysum.
Það virðist þannig liggja á borð-
inu að framleiðsla á frystum sjávar-
afla sé í dag sterkasta hlið okkar.
Þar höfum við reynslu og þekk-
ingu, og það sem mestu máli
skiptir, að þar séu gæðamálin í
góðu lagi.
Þannig bendir allt til þess að eins
og málin standa í dag sé full ástæða
tU þess fyrir okkur að hlúa að
frystingunni og reyna að efla hana
sem allra mest. Aftur á móti eigum
við að fara varlega í öðrum grein-
um og gæta þess vandlega að eyða
þar ekki fjármunum í markaðssetn-
ingu fyrr en fulltryggt sé að við
bjóðum ekkert minna en í það
minnsta jafngóðar og helst betrí
vörur en þær sem fást annars
staðar. Á annan hátt gerum við
viðskiptavini okkar ekki ánægða.
Garrí.
VÍTT OG BREITT
ATVINNUBYLTING
Eitthvert flóknasta mál og ill-
skiljanlegasta í fjármálaheiminum
er salan á Útvegsbankanum hf.
Allt frá því að Hafskip fór á
hausinn og nýráðnir bankastjórar
voru gerðir að blórabögglum fyrir
öll afskipti af samskiptum bankans
og þrotabúsins, en öðrum hossað
upp í sjöunda himin, hefur vand-
ræðagangurinn með bankann verið
með ólíkindum.
Ríkisbankinn hefur ýmist verið
til sölu eða ekki til sölu, allt eftir
því hverjir vildu kaupa. Viðskipta-
ráðherrar hafa gefið yfirlýsingar
um nauðsyn þess að selja bankann
og svo yfirlýsingar um hvers vegna
hann væri ekki til sölu, eða hvers
vegna væri æskilegt að þessi aðili
keypti en ekki hinn.
Þegar Sambandið vildi kaupa
hlupu nokkrir útgerðarmenn, sem
alla jafna eru á hengiflugi gjald-
þrota, að eigin sögn, saman í klíku
til að kaupa og allt varð þetta til
þess að enginn keypti:
Helsta breytingin var að ríkis-
bankinn var gerður að hlutafélagi f
eigu ríkisins og snúningsklukkan
uppi á bankanum var oftar vitlaus
en rétt.
Spónn úr aski
Svo hefur mikið verið bollalagt
um sameiningu rfkisbanka og eða
einhverra annarra banka og hafa
bankastjórar og bankaráð eðlilega
verið á móti öllu svoleiðis kjaftæði,
því fengist niðurstaða mundu ein-
hverjir þeirra missa spón úr aski
sínum og það kemur ekki til álita.
Svo fóru svokallaðir einkabank-
ar að krúnka saman um sameiningu
og varð niðurstaðan oftast sú, að
þeim leist þeim mun verr á bók-
haldið hver hjá öðrum eftir því
sem kafað var dýpra í bankaleynd-
ina.
Loks rann upp sá dagur að þrír
einkabankar tilkynntu að nú væru
þeir tilbúnir að sameinast hlutafé-
lagi ríkisins, en höfðu einhverra
hluta vegna ekki döngun í sér til að
sameinast hver öðrum áður.
Þá var farið að gefa afslætti á
hlutafélagi viðskiptaráðuneytisins,
meðal annars með því að láta ríkið
taka að sér að greiða bankastjórum
lífeyri af myndarlegu sortinni og er
mesta furða hvað rikissjóður á
alltaf mikið fé aflögu til að borga
gæðingum lífeyri langt fram yfir
það sem flestir þegnar njóta.
Eru nú sameiningarmálin klöpp-
uð og klár,eða svo skyldi maður
ætla.
Heilvita?
Vísir menn sjá samt mörg ljón í
veginum fyrir sameiningu banka,
þótt kaup hafi farið fram, eða
svoleiðis.
Ef til eru einhverjir heilvita fjár-
málamenn á landinu eru þeir löngu
búnir að sjá að lánastofnanimar
eru brjálæðislega margar í fá-
mennu þjóðfélagi og þeim hlýtur
að fækka.
Vandamálið er það, að það eru
ekki einvörðungu bankar sem þarf
að fækka, heldur bankastjórum og
bankaráðum og heilum sæg af
aðstoðarbankastjórum. Erfiðasti
hjallinn í sameiningu bankanna er
ekki þótt fjórir einkabankar þurfi
að borga slikk fyrir eitt stykki
ríkisbanka, heldur hverjir eiga að
sitja í bankastjórn og bankaráði,
því nú þurfa margir að víkja úr
hægum sessi.
Svo þarf að skipta upp öllum
glæsibyggingum bankanna og enn
útibúum og þar með útibússtjór-
um. Þetta fer að líkjast byltingu í
atvinnusögunni og er kannski helst
við að líkja þegar síldin hvarf og
þúsundir urðu atvinnulausar.
En vonandi fá silkihúfur fjár-
málaveldanna eitthvað fyrir sig að
leggja þótt bönkum fækki.
Nóg er af fjármála- og lánastofn-
unum eftir þótt nokkrir bankar
verði lagðir niður. Fjármálakerfi
gráa peningamarkaðarins auka
umsvif sín sífellt og níutíu lífeyris-
sjóðir láta engan bilbug á sér finna
þótt bönkum fækki og er fjármála-
vits víða þörf.
Aftur á móti eru engar tímasetn-
ingar gefnar upp um hvenær fjór-
eini banki verður ferðafær út í
undraheima efnahagslífsins og má
búast við að margt skrýtið,
skemmtilegt og óskiljanlegt eigi
eftir að koma upp í bankasamein-
ingunni miklu áður en hinn voldugi
einkabanki ýtir úr vör. OO